Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Side 14
14 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Milljónir af opinberu fé hafa farið í kerið R íkið hafði tækifæri til að kaupa Kerið í Grímsnesi og land þar í kring árið 1999. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi ráðherra, lagði hins vegar til að forkaupsréttur ríkisins yrði ekki nýttur. Eigendur Kersins, sem þá voru systkinin Guðmundur Bene- diktsson, Helga Benediktsdóttir og erfingjar Halldórs Benediktssonar, vildu fá 20 milljónir króna fyrir land- ið sem var langtum meira en þær 3,5 milljónir sem ríkið var tilbúið að borga. Margir vildu kaupa Kerið Samkvæmt fréttum frá 1999 af sölu Kersins bárust rúmlega tíu tilboð í landið. Þeir sem áttu tilboðið sem fyrrverandi eigendur Kersins tóku á endanum var eignarhaldsfélagið Kerfélagið. Samkvæmt síðasta árs- reikningi félagsins eru eigend- ur þess Hagkaupsbræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir, Ás- geir Bolli Kristinsson, betur þekkt- ur sem Bolli í Sautján, og Óskar Magnússon, útgefandi Morgun- blaðsins. Hver um sig á fjórðung í félaginu. Það var ekki bara íslenska ríkið sem ekki vildi kaupa Kerið held- ur vildi Grímsnes- og Grafnings- hreppur ekkert með landið gera. Þeim bauðst að ganga inn í kaup- samninginn á sínum tíma en því hafnaði sveitarfélagið. Milljónir af opinberu fé í Kerið Eftir að eigendaskiptin urðu á landsvæðinu og Kerinu árið 1999 voru strax fjórar milljónir króna af opinberu fé veittar sem styrkur til uppbyggingar á svæðinu. Óskar sagði árið 2008 í samtali við Morg- unblaðið að sá styrkur hefði dugað skammt og hefði verið í þágu þjóð- arinnar. „Við teljum að þessi styrk- ur hafi verið veittur til að laga það sem á undan hafði gengið og að Vegagerðin og Ferðamálaráð hafi bókstaflega skuldað þjóðinni þess- ar endurbætur,“ sagði hann. Á árunum eftir kaupin á Ker- inu eyddi Vegagerðin meira en 2,5 milljónum króna í gerð göngustíga og bílastæðis við Kerið. Það er því ljóst að þrátt fyrir að ríkið hafi hafn- að því að kaupa Kerið fyrir talsvert minna fé en Kerfélagið borgaði fyr- ir það hefur tæplega sjö milljónum króna verið varið af opinberu fé til uppbyggingar á svæðinu. Vilja fá borgað fyrir áganginn Árið 2008 spannst mikil umræða um Kerið og eignarhald þess. Þá vildu eigendur Kerfélagsins, með Óskar Magnússon í fararbroddi, taka gjald af ferðamönnum sem komu á svæðið. Ferðaþjónustu- aðilar lýstu efasemdum um ágæti þess og bentu meðal annars á að þarna væru eigendurnir að taka arð af framkvæmdum sem opin- berir aðilar höfðu ráðist í, með- al annars með gerð bílastæðis við náttúruperluna. Það voru nefnilega ekki eigendur svæðisins sem borguðu fyrir gerð bílastæðisins, göngustíga og fleiri framkvæmda við Kerið heldur Vegagerðin og Ferðamála- stofa. Röksemdir eigendanna fyrir gjaldtöku voru hins vegar þær að standa þyrfti straum af náttúru- vernd á svæðinu og því eðlilegt að rukka gesti svæðisins með ein- hverjum hætti. „Við teljum að þessi styrkur hafi verið veittur til að laga það sem á undan hafði gengið. n Ríkið átti forkaupsrétt að Kerinu n Hefur varið milljónum í svæðið Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Talsmaður Kerfélagsins Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, hefur verið tals- maður eigenda Kersins. Mynd SigTryggur Ari JóHAnnSSon náttúruperla Kerið þykir ein af fegurstu náttúruperlum landsins. Sjómenn mótmæla 537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvörpum um breytingu á fiskveiðistjórnarkerf- inu. Þetta kemur fram á vef Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og þar segir að umræddir sjómenn „mótmæli þeirri grímu- lausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða.“ Í yfirlýsingunni frá sjómönnun- um segir orðrétt: „Við sem stönd- um að þessari yfirlýsingu skorum á alþingismenn að taka ábyrga af- stöðu með tilliti til þeirra hörmu- legu afleiðinga sem frumvörpin kæmu til með að hafa á afkomu sjómannastéttarinnar og þar með þjóðfélagsins í heild. Framtíðin er í húfi.“ Tölvubúnaði stolið frá golfklúbbi Brotist var inn á skrifstofu Golf- klúbbsins Leynis á Garðavelli á Akranesi aðfaranótt fimmtudags. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér splunkunýjan tölvu- búnaði sem var komið fyrir á skrif- stofunni fyrr um daginn. Fjallað er um málið á vef Skessuhorns en þar kemur fram að þetta sé í annað skiptið á rúmum mánuði sem brotist er inn hjá Leyni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um málið eða urðu varir við grunsamlegar mannaferðir við golfskálann eftir klukkan 23 á mið- vikudagskvöld eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Gylfi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Leynis, segir í samtali við Skessu- horn að þjófnaðurinn sé bagaleg- ur enda var nýbúið að koma fyrir í tölvunum gögnum varðandi kom- andi golftímabil. Segir hann að rótað hafi verið í skúffum en engu öðru stolið en tölvubúnaðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.