Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 6
n Sérfræðingur MP banka klyfjaður kúluláni
Ákærður
starfar
hjÁ MP
banka
Guðmundur Ólason
Ingi Rafnar
Júlíusson
Guðmundur Hjaltason
A
llnokkrir núverandi starfs-
menn MP banka voru hátt
settir í fyrirtækjum sem
fóru í þrot hér á landi í kjöl-
far efnahagshrunsins. Einn
sérfræðingur bankans, Guðmund-
ur Hjaltason, hefur verið ákærður af
sérstökum saksóknara og ákæra er í
burðarliðnum gegn Guðmundi Óla-
syni, sem var forstjóri félagsins Mile-
stone, samkvæmt heimildum DV. Ingi
Rafnar Júlíusson, sérfræðingur hjá MP
banka, fékk hálfs milljarðs króna lán
frá Glitni afskrifað. Eftir að Glitnir fór
í þrot fékk hann vinnu hjá MP banka.
Bankinn skilaði hagnaði á fyrri
helmingi þessa árs, upp á 119 millj-
ónir eftir skatta. Í fyrra var tap hans
umtalsvert, alls 681 milljón. Svo virð-
ist sem ný stjórn sem tók við í apríl
2011 hafi náð að snúa rekstri bank-
ans til betri vegar. Fjörutíu fjárfest-
ar lögðu bankanum til 5,5 milljarða í
nýtt hlutafé í apríl í fyrra. Hundrað og
átján starfsmenn eru í MP banka og
dótturfélögum hans en bankinn er sá
eini á Íslandi sem ekki var þjóðnýttur
eftir hrun eða fór í þrot.
Fékk 519 milljónir afskrifaðar
Ingi Rafnar Júlíusson er, eins og
áður segir, titlaður sem sérfræðing-
ur hjá MP banka. Hann var áður for-
stöðumaður verðbréfasviðs Glitnis
og er nú til rannsóknar hjá sérstök-
um saksóknara, grunaður um aðild
að víðtækri og kerfisbundinni mark-
aðsmisnotkun. Hann sat í gæslu-
varðhaldi í nóvember. Þegar Glitn-
ir fór í þrot var undirmaður Inga
Rafnars, Elmar Svavarsson, gerður
að forstöðumanni verðbréfasviðsins.
Glitnir verslaði meðal annars með
hlutabréf í bankanum sjálfum og lán-
aði 20 milljarða til kaupa á þeim. Ingi
Rafnar er einn þeirra sem úrskurð-
aður var í gæsluvarðhald í nóvember
síðastliðnum vegna rannsóknar sér-
staks saksóknara á meintri markaðs-
misnotkun Glitnis. Sjálfur gerði hann
85 milljóna króna kröfu í þrotabú
Glitnis árið 2010 og félag í hans eigu
fékk 519 milljóna króna kúlulán af-
skrifað. Ingi Rafnar þénar 2 milljónir á
mánuði samkvæmt tekjublaði.
„A-maður“ hjá Glitni
Guðmundur Hjaltason er einnig sér-
fræðingur hjá MP banka. Sérstak-
ur saksóknari hefur gefið út ákæru
á hendur honum. Guðmundur
starfaði hjá Glitni fyrir hrun og var
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
bankans. Hann var svokallaður „A-
maður“ innan bankans samkvæmt
heimildum DV, en slíkir starfs-
menn gátu tekið ákvarðanir um lán-
veitingar til einstakra aðila án þess að
þær ákvarðanir færu fyrir lána- eða
áhættunefnd bankans. Guðmundur
var yfirmaður viðskiptastjóra Mile-
stone inni í bankanum og veitti fé-
laginu mörg lán. Guðmundur lét af
störfum hjá Glitni í maí 2008 og réð
sig í kjölfarið til Milestone – félags-
ins sem hafði hlotið áðurnefnd lán.
Guðmundur er nú ákærður í Vafn-
ingsmálinu svokallaða, en það varð-
ar lán frá Sjóvá til eignarhaldsfélags-
ins Vafnings upp á 10,5 milljarða
króna. Lánið var til þess að endur-
fjármagna hlutabréf í Glitni.
Kúlulánakóngur ráðleggur
Guðmundur Ólason er einnig titlað-
ur sérfræðingur hjá MP banka á sviði
fyrirtækjaráðgjafar en hann er fyrr-
um forstjóri Milestone sem var ís-
lenskt fjárfestingafélag í eigu Wern-
erssystkinanna Ingunnar, Karls og
Steingríms. Guðmundur fékk á sín-
um tíma 1.500 milljóna króna kúlu-
lán til hlutabréfakaupa í Milestone
og Askar Capital og keypti einnig bréf
fyrir 600 milljónir í Glitni árið 2006,
þegar hann var framkvæmdastjóri
þar. Hann keypti fyrir einn milljarð
króna í Milestone árið 2007 þegar
hann seldi bréfin sín í Glitni. Mile-
stone var tekið til gjaldþrotaskipta
fyrir þremur árum síðan og óvíst er
um stöðu þessara lána í dag. Guð-
mundur starfaði eftir hrun í ráðgjafa-
fyrirtækinu Möttli en hefur nú ver-
ið ráðinn til MP banka. Samkvæmt
heimildum DV er ákæra á hendur
Guðmundi í burðarliðunum hjá sér-
stökum saksóknara.
DV sendi Sigurði Atla Jónssyni,
forstjóra MP banka, fyrirspurn þar
sem spurt var hvort bankinn hafi sett
sér reglur til að fara eftir þegar starfs-
menn bankans eru til rannsóknar hjá
yfirvöldum vegna meintra brota. Fyr-
irspurninni hafði ekki verið svarað
þegar þetta var skrifað en bæði Lands-
bankinn og Íslandsbanki starfa eft-
ir slíkum reglum, svo dæmi séu tekin.
Skattlagningin skoðuð
n Starfshópur stofnaður um skattlagningu ferðaþjónstugreina
F
jármálaráðherra hefur í sam-
ráði við ferðaþjónustuaðila
stofnað starfshóp um skatt-
lagningu ferðaþjónustugreina.
Ráðuneytið hefur, eins og fram hef-
ur komið, kynnt áform um að hækka
virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr
7 prósentum í 25,5 prósent. Gunnar
Tryggvason er formaður hópsins, en
í honum eru alls átta manns. Starfs-
hópnum er gert að skila niðurstöð-
um sínum og tillögum fyrir lok sept-
ember. Meðal þess sem hópurinn fer
yfir eru forsendur og áhrif þess að
breyta álagningu virðisaukaskatts á
gistiþjónustu. Auk þess mun hópur-
inn ræða aðgerðir til að koma í veg
fyrir undanskot frá skattgreiðslum og
til að styrkja stöðu ferðaþjónustunnar.
Fjármálaráðherra hefur einnig fengið
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til
að vinna skýrslu um áhrif væntan-
legra breytinga á virðisaukaskatti á
ríkissjóð og ferðaþjónustuna. Sú skýr-
sla verður kynnt í næstu viku.
Fyrirhuguð skattlagning ferða-
þjónustunnar hefur verið harðlega
gagnrýnd af stjórnarandstöðunni.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, telur ferðaþjónustuna
ekki í stakk búna til að taka á sig
skattahækkanir. „Greinin hefur ekki
verið að skila miklum hagnaði. Ég
tel að ferðaþjónustan geti ekki borið
skattahækkun,“ segir Pétur en fagn-
ar þó stofnun ofangreinds starfshóps.
Þingmenn Framsóknar hafa einnig
lýst yfir vanþóknun á fyrirhugaðri
skattlagningu greinarinnar, til dæm-
is Höskuldur Þórhallsson. Í viðtali við
Bylgjuna sagði Höskuldur heppilegra
að bíða með skattahækkanir þar til
íslensk ferðaþjónusta stæði á traust-
ari grunni. Oddný G. Harðardóttir
fjármálaráðherra hefur hins vegar lýst
skattahækkununum sem afnámi þess
afsláttar sem ferðaþjónustan hefði
notið. Árið 2007 var virðisaukaskattur
á hótel- og gistiþjónustu lækkaður úr
14 prósentum niður í 7 prósent.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
TILBOÐ
Hugræn teygjuleikfimi
ásamt heilsumeðferð
Hópa- og einkatímar
• opnar orkuflæði
• slökun
• losar um spennu og kvíða
• dregur úr verkjum
• styrkir líkamann
• jafnvægi fyrir líkama og sál
• o.fl.
Leiðbeinandi: Qing
TAI CHI
INNIFALIÐ
„Guðmundur fékk á
sínum tíma 1.500
milljóna króna kúlulán til
hlutabréfakaupa í Mile-
stone.
MP banki Aðalstöðvar MP banka í Borgartúni.
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
6 Fréttir 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Ráðhúsið
málað svart
Ýmsu er fórnað fyrir stórmennin í
Hollywood sem hingað eru kom-
in til að taka upp kvikmyndir sínar
víðs vegar um landið eins og sjá
má í Stykkishólmi þessa dagana.
Á miðvikudag hófst Bjössi mál-
ari handa við að mála hið reisu-
lega og iðulega ljósleita Ráðhús í
bænum biksvart eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd sem birt var á
vef bæjarins á miðvikudag.
Ástæðan er sú að Ben Still-
er er væntanlegur í bæinn til að
taka upp myndina The Secret Life
of Walter Mitty en áformað er að
taka upp í bænum í september.
Kostnaðurinn við framkvæmd-
irnar fellur þó að líkindum ekki á
bæinn því fram kom í svari bæj-
arstjóra við fyrirspurn á fundi
bæjarstjórnar þann 16. ágúst
síðastliðinn að kostnaður vegna
framkvæmda tengdra myndinni
yrði greiddur af framleiðendum
myndarinnar, ef einhver yrði.
Fleiri félög og
færri gjaldþrot
Í júlímánuði voru skráð 136 ný
einkahlutafélög, flest í heild- og
smásöluverslun svo og viðgerðum
á vélknúnum ökutækjum. Til sam-
anburðar voru 119 ný einkahluta-
félög skráð í júlí í fyrra. Þetta kem-
ur fram í nýjum tölum frá Hagstofu
Íslands en á vef stofnunarinnar
kemur fram að fyrstu 7 mánuði
ársins hafi fjöldi nýskráninga verið
1.058. Það er rúmlega 6 prósenta
aukning frá sama tíma í fyrra þegar
995 fyrirtæki voru skráð.
Þá voru 43 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta í júlímánuði. Til
samanburðar voru 97 fyrirtæki
tekin til gjaldþrotaskipta í júlí í
fyrra. Fyrstu 7 mánuði ársins var
fjöldi gjaldþrota 615, en það er um
34 prósenta fækkun frá sama tíma
í fyrra þegar 938 fyrirtæki voru
tekin til gjaldþrotaskipta. Flest
gjaldþrot, það sem af er árinu, eru
í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, 118 talsins.
Fjármálaráðherra Oddný G. Harðardótt-
ir vill afnema ferðaþjónustuafslátt.