Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn Í vikunni steig ung kona fram og sagði sögu af mansali. Hún sagði að vin- ur hennar hefði platað sig til útlanda þar sem hún taldi að það hefði átt að selja hana mansali. „Pældu í því hvað þetta er klikkað, maður, hún veit ekki neitt. Gæinn sem hún er að fara til á tvær litlar stelpur og er svo bara með hóruhúsið heima hjá sér,“ sagð- ist hún hafa heyrt einn segja. Hún taldi það hafa orðið sér til happs að heyra hann tala og lýsti því hvernig hún flúði með ævintýralegum hætti. Málið var rannsakað af yfirvöldum úti en hinum grunuðu var fljótlega sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Einn úr þeirra hópi hefur nú kært konuna fyrir þessar ásakanir, fyrir meiðyrði og rangar sakargiftir. Þegar konan steig fram og sagði frá upplifun sinni vakti það óhug. Frásögn hennar skapaði umræðu og minnti á að mansal teygir anga sína um allan heim og þrífst á Íslandi sem og annars staðar. Ríkislögreglustjóri hefur staðfest að skipulagðri vændisstarfsemi sem tengd- ist mansali hafi verið haldið uppi hér á landi. Þá gaf innanríkisráðuneytið út skýrslu þar sem fram kemur að Ísland sé viðkomu- og áfangastaður fórnarlamba mansals. Og í ársskýrslu Stígamóta kem- ur fram að þótt aðeins hafi fallið einn dómur í mansalsmáli hér á landi hafi stjórnvöld fengist við fleiri mál þar sem grunur lék á mansali. Enginn veit hve margir eru í vændi á Íslandi, hvernig sú starfsemi er skipu- lögð eða hve mörgum er haldið í ánauð. Það eina sem vitað er fyrir víst er að hér á landi eru fórnarlömb mansals. Þau bera það ekki alltaf með sér og þau starfa ekki öll við kynlífsiðnaðinn. Þetta eru auðvitað sláandi stað- reyndir en þær segja ekki alla söguna. Til þess að hægt sé að átta sig á eðli mansals þarf að segja sögur fólks sem lendir í mansali eða kemur að því með einum eða öðrum hætti, sögur þeirra sem þekkja þennan heim. Til þess þurfa blaðamenn að hafa frelsi. Því miður hefur það ekki verið raun- in á undanförnum árum. Blaðamenn sem köfuðu ofan í undirheimana og fjölluðu um aðstæður nektardansmeyja á súludansstað voru dæmdir fyrir að tengja mál þeirra við mansal. Mansal var bannorð sem mátti ekki nota. Það var of ljótt, ásökunin of mikil. Tvö mál voru send til Mannréttinda- dómstóls Evrópu þar sem dómnum var snúið við og íslenska ríkið var dæmt til þess að borga blaðamönnunum bætur. Vegna þess að hagsmunir almennings liggja fyrst og fremst í því að fá upplýs- ingar, líka þegar þær eru óþægilegar. Umdeild mál verður að ræða til að hægt sé að bregðast við þeim. Erfitt hefur reynst að uppræta mansal. Fagaðilar hafa bent á að ein ástæðan sé sú hversu „treglega geng- ur að fá almenning til að horfast í augu við að þetta er staðreynd“. Það er erfitt að trúa því að þvílíkur óhugnað- ur geti átt sér stað á litla Íslandi. Það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að blaðamenn hafi svigrúm til þess að fjalla um mansal út frá öðr- um forsendum en fræðilegum. Við verðum að geta sagt sannar sögur af mansali. Fóstbræðralag n Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru nú að stokka spilin vegna yfirvofandi prófkjörs. Reiknað er með að Hanna Birna Kristjáns- dóttir, oddviti borgar- stjórnarflokksins, kalli eftir fyrsta sætinu. Fyrir síðustu kosningar tókust á þeir Ill- ugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson sem laut eft- irminnilega í gras, líklega vegna ofurstyrkjanna sem hann þáði. Þeir fóstbræð- ur sameinuðust síðar að baki Bjarna Benediktssyni sem varðist Hönnu Birnu. Hugsanlegt er talið að bandalagið verði framlengt og þannig byggðar upp varnir gegn aðskotakon- unni úr borgarstjórn. Sótt að Þorgerði n Í Kraganum hefur Jón Gunnarsson alþingismaður lýst því yfir að hann stefni á annað sætið á eft- ir formanni flokksins. Þar með er orðið op- inbert að valdakjarni flokksins mun sækja að Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, fyrrverandi varafor- manni. Víst er að hún mun eiga erfitt uppdráttar, ef hún gefur kost á sér áfram. Lilja uppgefin n Lilja Mósesdóttir, þing- maður undir merki Sam- stöðu, virðist vera uppgef- in. Í vikunni gaf hún frá sér for- mennsk- una í eigin flokki. Síð- an upplýsti hún á Smug- unni að hún íhugaði að hætta í pólitík. Lilja byrj- aði í gríðarlegum meðbyr samkvæmt könnunum en nú stendur lítið eftir. Víst er að margir munu sakna Lilju sem hefur verið ötull talsmaður þeirra sem urðu undir í hruninu. Stórfrétt um tengil n Hægri hönd Hermanns Guðmundssonar, fyrrver- andi forstjóra N1, var al- mannateng- illinn Jón Gunnar Geir- dal. Sameig- inlega fóru þeir félagar mikinn með olíupening- ana í dægurheiminum og víðar. Nú hefur Jón Gunn- ar fylgt á eftir Hermanni út úr fyrirtækinu. Ekki vant- ar sjálfstraustið því hann sendi fréttatilkynningu á alla fjölmiðla um þessa „stórfrétt“ úr viðskiptalíf- inu. Mjög ánægð með það Reykia Fick sem var nefnd eftir höfuðborginni Reykjavík. – DV Sögur af mansali J afnt vægi atkvæða er eitt brýn- asta hagsmunamál Íslendinga, og hefur svo verið í meira en 160 ár. Brynjólfur Pétursson, einn Fjölnismanna, mælti fyrstur fyrir jöfnu vægi atkvæða 1849. Það ár tók fyrsta stjórnarskrá landsins gildi, uppistaðan í bráðabirgðastjórnar- skránni, sem var samþykkt við lýð- veldisstofnunina 1944 og gildir enn. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherrann 1904–1909, varaði á Alþingi við af- leiðingum ójafns atkvæðisréttar. Alla tuttugustu öldina voru uppi háværar raddir um nauðsyn þess að jafna atkvæðisréttinn, bæði af hagkvæmnisástæðum og réttlætis- ástæðum. Alþingi brást við kröfu- gerðinni með því að lagfæra kosn- ingalöggjöfina smám saman, en þó aldrei til fulls. Enn í dag er tvöfaldur munur á vægi atkvæða sunnan og norðan Hvalfjarðarganga. Með öðrum orðum: Enn í dag duga innan við helmingi færri at- kvæði til að koma manni á þing í norðvesturkjördæmi en í suðvestur- kjördæmi. Þetta misvægi hefur kall- að óheilbrigða slagsíðu yfir lögin og landsstjórnina. Hagkvæmni og réttlæti haldast í hendur Jafnt vægi atkvæða er hagkvæmt vegna þess, að lýðræði er hagkvæm- asta stjórnskipulag sem völ er á. Misvægi atkvæðisréttar felur í sér frávik frá lýðræði og dregur úr hag- kvæmni og skerðir lífskjör almenn- ings á heildina litið. Misvægi at- kvæða mylur undir þá, sem sitja að völdum með fá atkvæði að baki sér, iðulega í óþökk fjöldans. Í þessu ljósi þarf að skoða þá staðreynd, að innan við tíundi hver kjósandi segist bera mikið traust til Alþingis, mun lægra hlutfall en í nálægum löndum. Jafnt vægi atkvæða er réttlátt vegna þess, að við eigum öll að sitja við sama borð, einnig í alþingis- kosningum. Jafnt vægi atkvæða er mannréttindakrafa. Erlendir kosningaeftirlitsmenn hafa mörg undangengin ár mælt með löngu tímabærum leiðréttingum á kjör- dæmaskipaninni með skírskotun til algildra mannréttinda. Þjóðríki og sambandsríki Umtalsverð frávik frá jöfnum at- kvæðisrétti tíðkast hvergi í lýðræðis- þjóðríkjum. Stundum eru Bandarík- in tilfærð sem dæmi um land með misjafnt vægi atkvæða með stuðn- ingi stjórnarskrár. Hér er þó ólíku saman að jafna, þar eð Bandarík- in eru sambandsríki, sem er ger- ólíkt litlu samstæðu þjóðríki eins og Íslandi. Þar vestra kveður þó ekki nærri eins rammt að misvæginu og hér heima, þar eð misvægi at- kvæðisréttarins þar er bundið við öldungadeild Bandaríkjaþings. Við kosningar til fulltrúadeildar þings- ins gildir reglan „Einn maður, eitt at- kvæði“. Öll löggjöf þarf að komast í gegnum báðar deildir þingsins. Full- trúadeildin getur stöðvað þingmál ekki síður en öldungadeildin. Eng- um slíkum öryggisbúnaði er til að dreifa hér heima. Í fylkiskosningum í Bandaríkjunum, sem kalla má samb- ærilegar við alþingiskosningar, gildir reglan „Einn maður, eitt atkvæði“. Þjóðin er yfirboðari Alþingis Þjóðfundurinn 2010 lýsti eftir jöfnu vægi atkvæða. Þjóðfundurinn spegl- aði þjóðarviljann í tölfræðilega marktækum skilningi, enda voru fulltrúarnir, um eitt þúsund talsins, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Til þess var leikurinn gerður. Slembi- úrtakið var miklu stærra en þurft hefði til að fullnægja kröfum töl- fræðinnar um marktækar niður- stöður. Nú er lag Í ljósi alls þessa þótti Stjórnlagaráði rétt, að í frumvarpi til nýrrar stjórn- arskrár væri svofellt ákvæði: „At- kvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.“ Að þessu gefnu lætur frumvarpið Alþingi eftir að ákveða, hvort landið allt verður eitt kjör- dæmi, eins og þjóðfundurinn lýsti eftir, eða fleiri, allt að átta. Nú er hafin utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna um frumvarp Stjórnlagaráðs 20. október. Ein spurningin, sem lögð er fyrir kjós- endur á kjörseðlinum, hljóðar svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?“ Aldrei fyrr hefur kjósendum gef- ist færi á að svara þessari spurningu og öðrum skyldum spurningum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem við sitjum öll við sama borð undir einkunnarorðunum: „Einn maður, eitt atkvæði.“ Nú er lag. Látum færið okkur ekki úr greipum ganga. Einn maður, eitt atkvæði Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Ekkert annað að gera Svavar Steingrímsson hefur farið 120 sinnum upp á Heimaklett á þessu ári. – DV „Engum slíkum öryggisbúnaði er til að dreifa hér heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.