Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 46
30 Viðtal 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Svona hlutir sitja lengi í mér. Stundum gat ég brynjað mig fyrir harminum á meðan ég var á vett­ vangi en þegar ég kom heim fann ég fyrir þeim. Ég er mjög viðkvæm­ ur maður.“ Voðaskotið Einar þagnar. Hann situr hljóður, horfir á mig og segir varfærnislega, „áföllin í lífinu eru mörg.“ Án þess að útskýra það nánar stendur hann upp og fer inn í eld­ hús. Kemur aftur með kexkökur og virðist annars hugar. „Ég lenti einu sinni í slæmu áfalli,“ segir hann og útskýrir nánar hvað hann á við. „Þetta var voðaskot.“ Einar herðir upp hugann og seg­ ir frá því sem gerðist þegar hann var sautján ára gamall, nýbúinn að kaupa sér sjálfvirkan riffil, eins og einn besti vinur hans. Þeir fóru út að leika sér með vopnin og með í för var fimmtán ára gamall bróð­ ir vinarins. Slysin gera ekki boð á undan sér, dagurinn var bjartur og þá grunaði ekki hvað var í vænd­ um, að þetta væri dagur sem myndi breyta öllu. „Vinur minn skaut bróður sinn. Við vorum á gangi, ég gekk við hlið bróður hans og var að spjalla við hann en vinur minn gekk á undan okkur. Í einhverjum fíflagangi rak hann riffilinn í gegnum klofið á sér og skaut aftur fyrir sig. Skotið hitti bróður hans. Þetta var slys en hann dó nánast samstundis.“ Einar kemst við en heldur áfram. „Ég hljóp strax af stað eftir hjálp. Við vorum rétt fyrir utan bæinn og ég stoppaði í fyrstu blokkinni sem ég sá, hringdi bara einhverri bjöllu og taldi mig ægilega heppinn að lenda á sjúkraflutningsmanni á frívakt. Ég vissi ekki að drengurinn væri þegar dáinn. Við náðum í sjúkrabíl og ég var beðinn um að koma með á slysstað. Eftir á að hyggja skil ég ekki tilganginn með því, ég átti að sýna þeim hvar þetta gerðist en ég hefði alveg getað sagt þeim það. Í raun finnst mér að þeir hefðu átt að halda mér eftir. Það var mjög vont að koma þangað aftur. Sérstaklega þegar ég steig út úr sjúkrabílnum og sá vin minn sitja með bróður sinn dáinn í fanginu.“ Í losti á lögreglustöðinni Eins og gefur að skilja fékk Einar taugaáfall og var í losti þegar hann var færður niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Seinna fékk hann að sjá skýrsluna og sá að það stóð ekki steinn yfir steini. „Ég hef bara bullað eitthvað. Ég var í losti. Ég vil meina að samfélagið hafi brugðist mér og okkur báðum í þessu máli. Það brugðust allir. Það var engin áfallahjálp í boði og það var enginn sem kom og tók utan um okkur. Okkur var bara sagt að við ættum ekki að leika okkur með byssur. Þar með var málinu lokið.“ Móðir Einars var stödd í Reykja­ vík þegar þetta gerðist en faðir hans tók á móti honum heima. „Ég hugsa mikið um þetta og fer oft að gráta. Ég hef heldur aldrei sætt mig við það að hafa ekki farið í jarðar­ förina. Ég treysti mér ekki til þess þannig að á meðan á henni stóð fór ég inn í stofu, lokaði mig af og spil­ aði sama lagið aftur og aftur, Sweet Freedom með Uriah Heep. Ég held að það hefði hjálpað mér að fara í jarðarförina og kveðja hann. En svona var þetta bara. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ári áður hafði þessi sami drengur orðið fyrir öðru voðaskoti. Þá lá hann á milli heims og helju fyrir sunnan í nokkra mánuði. En þetta var of óþægilegt til þess að við mættum tala um þetta. Þetta var mikið veiðimannasamfélag og þetta var of viðkvæmt, þannig að þetta var þaggað niður.“ Aldrei náð sér Síðan hefur Einar ekki snert skot­ vopn. Hann treysti sér heldur ekki til þess að halda í vináttuna. „Þessi atburður markaði mjög djúp sár í mína sál. Við vorum miklir vinir en höfum varla talast við eftir þetta, enda er ég ekki viss um að ég myndi meika það. Ég tók mig reyndar til fyrir svona þremur árum og hringdi í hann. Það var gott og erfitt í senn. Mér tókst allavega að halda jafn­ vægi á meðan við töluðum saman en samtalið var líka stutt.“ Það sem þarna gerðist hefur alltaf nagað Einar og í gegnum tíð­ ina hafa allskonar hlutir vakið upp minningar af þessu. „Í raun hef ég aldrei náð mér andlega eftir þetta.“ Hann var því feginn þegar hann hitti systur vinar síns núna ný­ lega og átti tveggja tíma samtal við hana. „Ég sagði henni nákvæmlega hvernig þetta gerðist en hún vissi það ekki. Það var rosalega gott að koma því frá. Eftir það hef ég öðlast meiri innri ró. Ég hef sætt mig við það að þetta var slys og það var ekk­ ert sem ég gat gert til þess að breyta því.“ Ráðherrann kýldi hann kaldan Einar tekur sér smá stund til þess að jafna sig. Nær síðan fullum styrk og slær á léttari strengi. Segir að hann sé að gleyma aðalatriðinu, frægasta atvikinu sem hann lenti í á ljósmyndaferlinum. Það átti sér stað á Hótel Borg þann 26. mars 1987. Albert Guðmundsson var að hætta sem fjármálaráðherra og Einar var ljósmyndari á Þjóðvilj­ anum. „Við vorum boðuð á blaða­ mannafund og vissum að Albert ætlaði að stofna nýjan stjórnmála­ flokk. Þegar ég kom á staðinn var öll pressan þar og Bylgjan var með beina útsendingu. Karlinn sat hins vegar með sínu fólki og bað okkur um að taka ekki myndir. Hann ætl­ aði aldrei að halda blaðamanna­ fund þennan dag heldur var þetta einhver misskilningur.“ Einar gekk að útidyrahurðinni en ákvað að láta Albert ekki sleppa svo auðveldlega. „Ég vildi ná nokkrum myndum af honum þannig að ég hinkraði eftir honum. Hann stoppaði hjá tveimur konum á leiðinni út og ég lét hann eiga sig á meðan, vildi ekki blanda þeim inn í þetta. Síðan gekk hann að mér og ég smellti af. Þá sló hann mynda­ vélina úr höndunum á mér og kýldi mig svo kaldan þannig að úr datt tönn og ég steinlá,“ segir Einar. Hann var rétt að jafna sig þegar sonur Alberts, Ingi Björn, og fél­ agi hans, Ásgeir Hannes Eiríksson, báðu hann um að koma með sér til Alberts. „Ég var í sjokki og lét til­ leiðast því þeir sögðu að hann væri alveg miður sín og ég vildi vita hvað hann vildi mér. Þegar ég kom heim til hans féll hann í fangið á mér og grét fullur iðrunar á öxlinni á mér. Hann baðst fyrirgefningar og bað um frið fram yfir kosningar. Í stað­ inn lofaði hann að sjá um kostnað­ inn við tannlækningarnar og annað sem þessu fylgdi.“ Fjölskyldunni hótað Einar virðist enn vera gáttaður þegar hann segir frá því að þegar komið var fram yfir kosningar kom í ljós að Albert ætlaði sér ekki að standa við gefið loforð. Með nýja tönn í kjaftinum varð Einar sér því úti um lögfræðing. „Við fórum saman upp á lög­ reglustöð og lögðum fram kæru en gáfum honum sólarhringsfrest til að ganga frá þessu. Hann brást hratt og örugglega við og bauðst til þess að borga tannlækninum, lög­ fræðingnum og skaðabætur. Ég var reyndar orðinn reiður og var skapi næst að afþakka þetta boð en þáði það í samráði við fjölskylduna.“ Þar með var því lokið. Fjölskyld­ an var því fegin, ekki síst vegna þess að undarleg símtöl höfðu borist heim og þeim stóð ekki á sama. „Við vorum að kaupa okkur hús og þurftum á láni að halda. En við fengum hótanir og okkur var sagt að við myndum hafa verra af ef við létum karlinn ekki í friði. Kon­ an mín svaraði símanum og þótt­ ist þekkja rödd háttsetts manns í samfélaginu en við höfðum engar sannanir fyrir því. Þetta var auð­ vitað mjög óþægilegt. Mér leið illa gagnvart fjölskyldunni og vildi ekki að þetta bitnaði á henni.“ Slasaðist á legókubbi Fyrst hann var farinn að tala um konuna sína fyrrverandi segir hann hálfhlæjandi frá því að hún hafi strax vitað að þetta væri hann þegar hún heyrði að ljósmyndari hefði orði fyrir höggi á Hótel Borg. „Ég er svo mikill hrakfallabálkur. Ætli ég sé ekki eini maðurinn sem hef­ ur dottið á legókubb og fengið gat á hausinn. Í annan stað flækti ég mig í rúmteppi, datt og axlarbrotn­ aði. Þrettán dögum áður en ég fékk höggið rotaðist ég í fótbolta og sama dag lenti ég í sjö bíla árekstri.“ Árið 2006 lenti hann aftur í árekstri og þá fór öllu verr. „Ég var að vinna á Fréttablaðinu og var á litlum ljósmyndarabíl frá fyrirtæk­ inu. Ég varð þess ekki var að bíll virti ekki stöðvunarskyldu og ók beint á hann,“ segir Einar sem hef­ ur verið að glíma við langvarandi meiðsl síðan. „Ég fékk brjósklos á þremur stöðum og hef eiginlega verið handónýtur eftir þetta. Ég hélt samt áfram að vinna þar til mér var sagt upp á Birtingi árið 2007. Þar kláraði ég ferilinn.“ Það var í þriðja sinn sem hon­ um var sagt upp. Fyrst þegar DV varð gjaldþrota árið 2003. Þá var hann sjö mánuði án atvinnu þar til honum var boðið að koma aft­ ur. Honum var síðan sagt upp af Fréttablaðinu árið 2006 og Birtingi ári síðar. „Þá fékk ég nóg og ákvað að nú væri þessum kafla í lífi mínu lokið. Ég nennti ekki að vinna við svona óöryggi. Þannig að ég fann mér vinnu á leikskóla og þótti það yndislegt.“ Vegna meiðsla er Einar nú hættur að vinna og kominn á ör­ orkubætur. „Ég er bara nægju­ samur og læt mér líða vel. Ég þarf ekki að eiga neitt. Bílar skipta mig engu máli og ég hef lengi verið á leigumarkaði. Verðmæti lífsins fel­ ast ekki í auðæfum heldur fjöl­ skyldunni. Hún er allt sem ég á,“ segir hann og bætir því við að hann eigi þá fyrst og fremst við börnin, enda nýskilinn maðurinn. Hjónabandið brast „Hjónabandið er búið,“ segir hann og mylur kexkökuna. „Þessum kafla í lífi mínu er lokið. Þegar ég lít til baka sé ég að það var langur að­ dragandi að þessu. Ég ræktaði ekki garðinn minn þannig að þar óx ill­ gresi sem kom upp á milli okk­ ar. Kannski tók ég henni sem sjálf­ sögðum hlut og það voru mistök. Sama hversu lengi hjónaband hef­ ur varað má aldrei taka því sem gefnu. Ég átta mig á því núna. En við erum skilin og þegar það gerðist tók ég þá ákvörðun að gera eins og alkarnir, sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Ég varð að horfast í augu við það og taka einn dag í einu.“ Til að komast í gegnum erfið­ asta hjallann var gott að gleyma sér í vinnu. Fyrsta einkasýningin á áratugalöngum ferli ljósmyndar­ ans er framundan og þar með lýkur fjögurra ára striti, þar sem hann hefur skriðið um landið með myndavélina á lofti í tilraun til að fanga sérstök smáatriði á filmu. Nú eru um 800 myndir til á lager og aðeins þær bestu fara á sýninguna sem stendur til að halda í Ráðhúsi Reykjavíkur í byrjun næsta árs. „Sýningin bjargaði mér,“ seg­ ir Einar og fer fram. Hann kem­ ur aftur með kynningarbækling í höndunum og bros á vör. „Ég er svo spenntur fyrir þessu. Mér finnst þetta svo skemmtilegt að ég er eins og lítill strákur í sælgætisbúð. Ég hef það líka svo sterkt á tilfinn­ ingunni að það sé bjart framundan, að nú sé nýtt og spennandi tímabil að renna upp. Og ég hlakka til að takast á við það.“ n „Þegar ég kom heim til hans féll hann í fangið á mér og grét fullur iðrunar á öxl- inni á mér. Hann baðst fyrirgefningar og bað um frið fram yfir kosningar. „Ég ræktaði ekki garðinn minn þannig að þar óx illgresi sem kom upp á milli okk- ar. Kannski tók ég henni sem sjálfsögðum hlut. Leitaði að mömmu og pabba Móðir Einars gaf hann aðeins vikugamlan. Hann leitaði foreldra sinna lengi og fann loks móður sína en hún neitaði að hitta hann. mynd jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.