Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 22
S
tarfsmaður hjúkrunarheim-
ilis í Bretlandi var dæmdur
í fangelsi á miðvikudag fyr-
ir hrottalega misnotkun á
89 ára konu sem var skjól-
stæðingur heimilisins. Emma Bryan,
29 ára, barði og hristi konuna, Ivy
Robinson, og talaði niður til hennar í
nokkur skipti. Þá neitaði hún að gefa
henni réttan skammt af lyfjum. Atvik-
ið átti sér stað á Oakfoss-dvalarheim-
ilinu í Vestur-Jórvíkurskíri en Emma
var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi
vegna málsins. Upp komst um mál-
ið þegar dóttir konunnar kom fyrir
falinni myndavél í herbergi móður
sinnar. Daily Mail fjallaði um málið
í vikunni.
Öskraði af sársauka
Katherine Wallis, 45 ára, var dæmd
til tólf mánaða samfélagsþjónustu
fyrir þátt sinn í misnotkuninni. Hún
var ákærð fyrir að draga gömlu kon-
una um gólf herbergis hennar. Á
myndbandsupptökum sést Robin-
son öskra af sársauka.
Dóttir konunnar kom myndavél-
inni fyrir þegar hana grunaði að ekki
væri allt með felldu. Hún sá að móðir
hennar, sem þjáist af elliglöpum, var
marin á líkamanum og virtist í miklu
andlegu ójafnvægi. Myndavélin var
vandlega falin inni í vekjaraklukku
sem stóð á náttborði við rúm henn-
ar. Í fimm daga gekk upptakan og
þegar dóttirin, Angela Wood, skoð-
aði hana sá hún hvað móðir hennar
hafði gengið í gegnum og tilkynnti
málið til lögreglu.
„Ófyrirgefanleg grimmd“
Dómari í málinu vandaði kvölurum
konunnar ekki kveðjurnar þegar
hann kvað upp dóm sinn. „Þið vitið
vel að það sem þið gerðuð var rangt.
Þessi kona var ykkur aldrei til ama,“
sagði hann og bætti við að um „ófyr-
irgefanlega og algjörlega óásættan-
lega grimmd“ hefði verið að ræða.
Saksóknarinn, Richard Butters, sagði
fyrir dómi að upptökurnar hefðu ver-
ið teknar dagana 11. til 16. nóvem-
ber í fyrra og sýndu, svo ekki yrði um
villst, alvarlega vanrækslu og ofbeldi.
„Þessar upptökur eru átakanlegar,“
sagði hann í dómsal áður en dómur-
inn var kveðinn upp.
Færð annað
Í yfirlýsingu frá Angelu, dóttur kon-
unnar, og fleiri aðstandendum sem
var lesin upp í dómsal lýstu þau reiði
sinni. „Það er ekki hægt að lýsa því
hvaða áhrif þetta hefur haft á líf móð-
ur okkar. Við vorum skelfingu lostin
við að sjá ofbeldið sem hún varð fyr-
ir. Starfsfólkið brást mömmu.“ Í yfir-
lýsingunni kom fram að sú ákvörðun,
að koma myndavél fyrir í herberginu,
hefði verið lokaúrræði. Engin svör
hefðu fengist frá starfsfólki vegna
áverkanna sem Robinson var með.
„Við tókum þessa ákvörðun þegar hún
varð skyndilega hrædd þegar við ætl-
uðum að fara frá henni kvöld eitt. Hún
grét og bað okkur um að vera áfram
hjá sér.“
Að sögn fjölskyldu konunnar
hefur Robinson verið flutt á annað
dvalarheimili. n
Gómaði
kvalara
mömmu sinnar
K
ínverji nokkur þykir hepp-
inn að vera á lífi eftir að
hafa reynt að koma kærustu
sinni á óvart. Maðurinn, Hu
Seng, ákvað að pakka sjálf-
um sér ofan í kassa og senda til kær-
ustu sinnar, Li Weng, sem átti af-
mæli. Seng ráðgerði að stökkva upp
úr kassanum þegar kærastan opnaði
hann og koma henni þannig á óvart.
Ráðabrugg Sengs gekk ekki eins vel
og hann gerði ráð fyrir því töf varð
á afhendingu kassans á pósthús-
inu sem átti að afhenda hann. Þegar
kassinn komst loks á áfangastað, á
skrifstofuna þar sem kærasta hans
starfar, opnaði kærastan pakkann
sem var risastór. Henni var þó veru-
lega brugðið enda lá Weng þar með-
vitundarlaus vegna súrefnisskorts.
Sjúkrabíll kom á vettvang en sem
betur fer rankaði Seng við sér og bar
engan skaða af. „Ég skildi ekkert af
hverju þetta tók svona langan tíma.
Ég reyndi að gera gat á kassann en
hann var of þykkur,“ segir hann en
meðfylgjandi mynd tók vinur Sengs
sem vinnur á sama stað og kærastan.
22 Erlent 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Gallerí Fold 1992–2012
mánudaginn 3. september, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
Finnur Jónsson
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Gallerí Fold 20 ára
afmælisuppboð
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Féll í yfirlið Hér sést Seng á botni kassans
– meðvitundarlaus.
Hættuleg afmælisgjöf
n Pakkaði sjálfum sér ofan í kassa
Bankarnir græða
eins og árið 2007
Hagnaður af rekstri bandarískra
banka og fjármálastofnana á öðr-
um ársfjórðungi 2012 nam 34,5
milljörðum Bandaríkjadala, eða
4.100 milljörðum króna. Þetta er
mikil hækkun frá öðrum ársfjórð-
ungi ársins 2011, eða hækkun upp
á 5,9 milljarða dala, 713 milljarða
króna. Slíkar tölur hafa ekki sést
síðan árið 2007, að því er fram
kemur í umfjöllun bandaríska við-
skiptablaðsins Forbes.
Tölurnar hér að ofan koma frá
tryggingarsjóði innstæðueigenda í
Bandaríkjunum (FDIC).
„Bankageirinn hélt á áfram ba-
taleið sinni á öðrum ársfjórðungi,“
segir stjórnarformaður FDIC,
Martin J. Gruenberg. Í umfjöllun
Forbes kemur fram að bandarísk-
ir bankar virðast hafa fundið leið
til að viðhalda hagnaði sínum líkt
og hann var á góðærisárunum.
Landslagið er þó annað en það var
þá. Bankar í Bandaríkjunum hafa
skorið mikið niður, selt verðmætar
eignir og sagt upp fólki. Árið 2007
voru starfsmenn fyrirtækja í fullu
starfi, sem tryggingarsjóðurinn nær
utan um, 2,2 milljónir. Nú, fimm
árum síðar, hefur starfsmönnum
fækkað um hundrað þúsund og
fyrirtækjum í bankastarfsemi fækk-
að um fjórtán prósent.
„Starfs-
fólkið
brást mömmu
Skelfilegt
ofbeldi Ivy
Robinson, 89
ára, var fórnar-
lamb skelfilegs
ofbeldis.
n Beittu konu með elliglöp ofbeldi n Falin myndavél kom upp um starfsfólk
Sprenging í
námu í Kína
Gassprenging varð í kolanámu í
suðvesturhluta Kína á miðviku-
dagskvöld með þeim afleiðing-
um að 19 námumenn létust og 28
lokuðust inni. Björgunaraðgerðir
stóðu yfir á fimmtudag en þegar
sprengingin varð voru 150 námu-
menn við vinnu í göngunum. Stór
hluti þeirra komst út að sjálfsdáð-
um. Slys í námum eru algeng í
Kína, en stjórnvöld þar hafa reynt
að bæta öryggi námuvinnslu-
manna. Samkvæmt opinberum
tölum létust tæplega tvö þúsund
námuvinnslumenn við vinnu sína
á síðasta ári. Það er nítján pró-
senta fækkun frá árinu 2010.
Falin myndavél Myndavél-
inni var komið fyrir í vekjara-
klukku. Upptökurnar leiddu til
sakfellingar.