Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 48
E ins og ég hef ríka ástríðu fyr- ir leikhúsinu þá fann ég líka fyrir miklu frelsi þegar ég átt- aði mig á því að það væri þó ekki upphaf og endir alls; að ég gæti alveg líka notið þess að takast á við önnur viðfangsefni. Þótt ég hafi lengi verið í hringiðu leikhússins þá er það svo undarlegt að ég finn það alla daga hvað ég er ótrúlega gæfusamur, að vera í svona skemmtilegu starfi sem gefur mér svona mikið. Ég hlakka til að mæta í vinnuna og mér finnst þetta alltaf vera jafn mikið upp á líf og dauða. Í hverri nýrri sýningu er allt lagt undir. Enda er leikhúsið þannig í eðli sínu, það endurnýjar sig í sífellu. Leik- húsið er alltaf í núinu og það er það sem mér finnst svo heillandi,“ seg- ir Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Borgarleikhússins. Blómaskeið LA Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús Geir verið í forgrunni íslensks menn- ingarlífs síðustu árin og hefur hlot- ið mörg verðlaun. Hann var meðal annars valinn markaðsmaður ársins 2009 og fékk Íslensku þekkingarverð- launin 2010 fyrir störf sín sem leik- hússtjóri. Hann hefur verið viðloð- andi leiklist frá unga aldri og var rétt orðinn þrítugur þegar honum bauðst að taka við Leikfélagi Akureyrar, árið 2004, þar sem honum tókst á eftir- tektarverðan máta að rífa starfsem- ina upp og hefja leikhúsið til vegs og virðingar. Við tók mesta blómaskeið í sögu leikhússins, aðsókn var sú mesta í sögunni, sýningar hlutu mikið lof og leikhúsið varð eitt helsta aðdrátt- arafl bæjarins. Fjórum árum síðar flutti hann aftur suður þegar honum bauðst starf leikhússtjóra Borgarleik- hússins, stærsta leikhúss landsins. Þar ætlar hann að vera til ársins 2016 en stutt er síðan stjórn leikhússins endurnýjaði samninginn við hann eftir mikla velgengni á fyrra ráðn- ingartímabili hans. Aðspurður segir Magnús Geir ný- hafið leikár leggjast vel í sig. „Það er alltaf ótrúlega spennandi að hleypa nýju leikári úr vör. Við höfum leg- ið yfir verkefnavalinu og bíðum í of- væni eftir viðbrögðum áhorfenda við því sem við bjóðum upp á. Verkefna- valið er á svipuðum nótum og áður en markmið okkar er að hafa eitt- hvað fyrir alla en við erum ekki endi- lega að sækjast eftir því að allt sé fyrir alla. Á því er mikill munur. Við viljum að leikhúsið okkar sé heitt og kalt en ekki svæfandi í hálfvelgju. Fyrstu við- brögð við nýju leikári sem við kynnt- um fyrir viku eru frábær og kortasala fer frábærlega af stað.” Ekki fangar eigin velgengni Aðsókn í Borgarleikhúsið í leikhús- stjóratíð Magnúsar er sú mesta í sögu íslenskra leikhúsa. „Aðsókn er að sjálfsögðu ein vísbendingin um árangur leikhússins og að tekist hafi að vekja áhuga leikhúsgesta. Það er mjög ánægjulegt og hvetjandi að finna þennan meðbyr. En við meg- um ekki gleyma því að aðsókn er ekki eini mælikvarðinn. Ég hef brýnt fyrir mínu fólki að gæta þess að við verðum ekki fangar eigin velgengni. Við erum ekkert að keppast við að auka enn aðsókn enda má segja að þetta hús, með þennan sætafjölda, geti ekki annað meiru. Okkar markmið nú er að halda leik- húsinu á hreyfingu, ögra okkur sjálf- um og áhorfendum. Við viljum vera leitandi og sönn í list okkar,“ segir hann en á meðal sýninga eru einn vinsælasti söngleikur heims, Mary Poppins, hin sígilda saga Mýs og menn og nýtt leikrit Ragnars Braga- sonar, Gullregn, auk rómaðra sýn- inga síðasta leikárs á borð við Svar við bréfi Helgu og Tengdó, sem var ótvíræður sigurvegari Grímunnar í vor. Hlaut menningarlegt uppeldi Magnús Geir fæddist árið 1973 og ólst upp í Vesturbænum. Hann gekk í Melaskóla og Hagaskóla og útskrif- aðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1993. Hann var viðloðandi leiklist öll unglingsárin og ákvað eftir stúdent- inn að nema leikstjórn. Hann komst inn í The Bristol Old Vic Theatre School, tók MA í leikhúsfræðum frá háskólanum í Wales og síðar MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hann segist hafa átt drauma um að verða leikari sem ungur drengur en á ung- lingsárum fór leikstjórnin að heilla meira. „Ég smitaðist snemma af leik- húsbakteríunni. Sem barn var ég á kafi í þessu, lék í Þjóðleikhúsinu, kvikmyndum og sýningum sem við settum upp sjálf. Á unglingsárunum færðist áhuginn yfir í að leikstýra.“ Magnús Geir er miðbarn í hópi þriggja drengja. Foreldrar hans eru Marta María Oddsdóttir kennari og Þórður Magnússon, fjárfest- ir og stjórnarformaður Eyrir Invest. Þrátt fyrir að vera Vesturbæingur í húð og hár eyddi hann litlum tíma á knattspyrnuvellinum. Hann segist þó vera vera KR-ingur þrátt fyrir að lítið fari fyrir íþróttaáhuganum. „Ég hlaut menningarlegt uppeldi. For- eldrar mínir kenndu okkur að njóta bókmennta, hlusta á tónlist, sækja leikhús og horfa á kvikmyndir. Það var því lítill tími eftir til að sinna íþróttum. Frá því ég man eftir mér hafa listir og menning verið eðlilegur hluti af lífinu. Eflaust er það ástæð- an fyrir því að ég smitaðist af þessari leikhúsbakteríu. Fyrir mér eru það mikil forréttindi,“ segir hann en enginn annar í fjölskyldunni hafði tengst leikhúsinu. „Margir í minni „Gott leikhús þarfnast ástríðu“ Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er að hefja nýtt leikár. Hann stendur nú á tímamótum. Hann er ástfanginn og á von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs. Indíana Ása Hreinsdóttir spjallaði við Magn- ús Geir um listina, erfiðleikana hjá Leikfélagi Akureyrar, ástina, hamingjuna og leyndarmálið að baki góðu leikhúsi. „Það sem kom mér mest á óvart var hve langur tími leið án þess að gripið væri til af- gerandi aðgerða. Hamingjusöm Magnús Geir og Ingibjörg Ösp eiga von á barni í byrjun næsta árs. 32 Viðtal 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.