Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 59
Í
rannsókn, sem ber nafnið The
2012 Lysol Back to School, og fram
kvæmd var á 14.000 mæðrum fimm
til tólf ára barna í fjórtán lönd
um kom ýmislegt í ljós varðandi
hreinlætisvenjur skólabarna. Þótt flest
börnin í rannsókninni þvægju sér um
hendur eftir að hafa farið á salernið og
hóstuðu í ermina voru aðeins 53 pró
sent sem þvoðu sér fyrir matmálstíma.
„Niðurstaðan sýnir okkur að for
eldrar verða að halda áfram að venja
börn sín á ákveðnar hreinlætisvenj
ur, sérstaklega í sambandi við nestis
tímann,“ sagði Erica Di Ruggiero sem
situr í Public Healthsamtökunum í
Kanada. „Góður og reglulegur hand
þvottur með sápu og heitu vatni og að
venja börnin á að leggja ekki matinn
beint á skrifborðið eða borðið í mat
salnum getur komið í veg fyrir ýmsa
kvilla.“ Di Ruggiero segir að slæm
geymsla á nesti geti einnig valdið
matareitrun. Í könnuninni kom í ljós
að 43 prósent mæðra geymdu nestið
ekki í ísskáp yfir nóttina. „Slíkt get
ur aukið líkur á bakteríum á borð við
E.coli og salmonellu sem geta valdið
alvarlegum sjúkdómum og orðið til
þess að barnið missi úr í skóla.“
Í rannsókninni kom einnig í ljós
að nestisboxið sjálft getur reynst
gróðrarstía fyrir bakteríur en aðeins
45 prósent foreldra sögðust þrífa
boxið á hverjum degi. „Nestisboxið
á að tryggja öryggi barnsins en get
ur snúist upp í andstæðu sína,“ sagði
Donald Low, yfir
örverufræðingur
við Mount Sinai
spítalann, sem
segir brauðmylsnu
og aðra afganga
geta orðið til þess
að bakteríur grass
eri í boxinu, ber
ist í nestið og valdi
matareitrun.
Í rannsókninni
voru matsalir skóla
landanna enn
fremur rannsakað
ir. Í 44 prósentum
tilfella voru borðin í
matsalnum meng
uð. Á hinn bóg
inn reyndist hrein
læti ekki ábótavant
á salernisaðstöðu
skólanna.
indiana@dv.is
Súkkulaði er gott fyrir hjartað
n Rannsóknir sýna að ljóst súkkulaði er einnig gott fyrir heilsuna
S
úkkulaði er kannski ekki
það besta fyrir mittismál
ið en niðurstöður nýrrar
rannsóknar benda þó til að
súkkulaði geti varið okkur gegn
hjartaáfalli. Fylgst var með 37 þús
und sænskum karlmönnum og
kom í ljós að þeir sem borðuðu
hvað mest af súkkulaði voru í minni
hættu á að fá hjartaáfall og draga
rannsakendur þá ályktun að neysla
á sælgætinu bæti heilsu hjartans.
Fjallað er um þetta á bbc.com en
niðurstöður rannsóknarinnar birt
ust í læknaritinu Neurology.
Þar segir að þátttakendur hafi
verið spurðir út í mataræði sitt og
svo var fylgst með þeim í áratug og
niðurstöður benda til að þeir sem
borðuðu mest af súkkulaði eða um
63 grömm á viku voru í 17 prósenta
minni hættu á að fá hjartaáfall.
Rannsakendur telja líklegt að
það sé andoxunarefnið flavóníð
sem hafi þessi áhrif en rannsókn
ir hafa sýnt fram á tengsl á milli
andoxunarefnisins og fækkun til
fella af hjarta og æðasjúkdóm
um. „Það er einnig mögulegt að
flavóníð minnki slæma kólester
ólið og lækki blóðþrýsting,“ seg
ir Susanna Larsson, prófessor við
Karólínska sjúkrahúsið. Rannsak
endur benda á að fyrri rannsókn
ir gefi til kynna að einungis dökkt
súkkulaði geti haft jákvæð áhrif á
heilsuna. Þessi rannsókn sýnir þó
að aðrar tegundir af súkkulaði hafi
svipuð áhrif. Þeir benda einnig á að
það sé þó ekkert sem mæli með of
áti á því.
gunnhildur@dv.is
Lífsstíll 43Helgarblað 31. ágúst–2. september 2012
Hreinlæti skóla-
barna ábótavant
n Flest börn þvo sér eftir klósettferðir en gleyma að þvo sér fyrir matinn
Mundu að þvo nestisboxið Í rannsókn-
inni kom í ljós að nestisboxið getur breyst
í gróðrarstíu fyrir bakteríur ef það er ekki
þvegið daglega.
Ráð frá The Global
Hygiene Council:
1 Vendu barnið á að þvo hendur sínar reglulega, sérstaklega eftir
ferð á salernið og fyrir matmálstíma,
bæði heima og í skólanum. Minntu
barnið á að þvo sér um hendurnar áður
en það opnar nestisboxið.
2 Kenndu barninu að þurrka skrif borðið eða matarborðið í
mötuneytinu með sótthreinsandi þurrku
áður en það borðar nestið.
3 Ef þú býrð til nesti kvöldinu áður skaltu muna að setja það inn í
ísskáp yfir nóttina.
4 Sótthreinsaðu nestisbox barnsins daglega.
5 Þvoðu hrátt grænmeti og ávexti áður en þú setur það í nestisboxið.
6 Búðu til nesti samdægurs og fyrir einn dag í einu. Þannig minnkarðu
líkur á hættulegum bakteríum.
Skólinn byrjar Kenndu barninu
að þvo sér um hendur og þrífa
borðið áður en það byrjar að borða
í skólanum.
Nesti Mundu að skola
grænmeti og ávexti og
setja í hreint nestisbox.
„Nestisboxið á að
tryggja öryggi barns-
ins en getur snúist upp í
andstæðu sína
n Þeir sem fara skyndilega að ganga hægar ættu að huga að líkamlegri heilsu
V
onin er lítil.
Þetta er
líklega
krabba
mein í höfði. Ef
aðgerðin leiðir
það í ljós leyfum
við henni að deyja
fremur en að hún þjá
ist,“ sagði dýralæknirinn alvarlegur.
Fjölskyldan var sem þrumulostin.
Einn af þremur heimilishundun
um virtist vera með smávægilegan
krankleika og var haldið með hana
á Dýraspítalann. Á sólríkum degi
ókum við hjónin ásamt yngstu
dótturinni með hundinn í heim
sókn sem átti að verða stutt. Ann
að kom á daginn. Tíkin Lena var
skyndilega við dauðans dyr.
Þ
etta var áfall. Dóttirin sem
hafði í sjö ár umgengist tíkina
nær daglega brotnaði niður
og hljóp út af stofunni. Eft
ir nokkrar fortölur féllst hún á að
koma inn aftur. „Við skulum kveðja
hana til öryggis,“ sagði ég við stúlk
una. Hundurinn lá meðvitundar
laus á skurðarborðinu. Við strukum
öll feld hennar. Þetta var dauðans
alvara.
Þ
egar við gengum út af stofunni
til þess að leyfa dýralæknunum
að vinna sitt verk reikaði hug
urinn til baka. Tíkin Lena var
sú yfirvegaðasta í hundahópnum.
Hún hafði yfirbragð hefðarhunds.
Ást hennar til húsbændanna var
skilyrðislaus. Hún vildi aðeins fá
að vera þar sem fjölskyldan var. En
hún hafði ekki alltaf verið rólynd.
Sem hvolpur hafði hún þá áráttu að
naga fjöltengi. Eina nóttina vakn
aði ég og komst að því að íbúðin
var rafmagnslaus. Eftir nokkra leit
fann ég ástæðuna undir rúmi. Tíkin
Lena sat stjörf yfir sundurnöguðu
fjöltengi. Öðrum megin á höfð
inu voru hárin sviðin inn að húð.
Svipurinn lýsti skelfingu.
T
íminn silaðist áfram á Dýra
spítalanum þar sem við biðum
eftir því að örlög Lenu réðust.
Hugurinn reikaði enn til baka.
Hún hafði í hundruðum tilvika fylgt
mér á fjöll við alls konar aðstæð
ur. Hún gætti þess ævinlega að vera
við dyrnar í hvert sinn sem ég reim
aði á mig gönguskóna. Í fannfergi
á Esjunni hafði snjór hlaðist í feld
hennar svo hún komst ekki lengur
áfram. Hún horfði
á mig bænaraug
um á meðan ég
braut af henni
klakann. Ég
gekk með henni
á Ok og tjaldaði
neðan við fjallið.
Um nóttina skalf ég úr
kulda. Þá skreið Lena ofan í svefn
pokann með hlýju sína. Hún hafði
allt að gefa en krafðist einskis. Nú
virtist lífshlaup hennar á enda. Ég
hélt aftur af tárunum. Karlar gráta
ekki.
Þ
að var liðinn hálftími frá því
við kvöddum Lenu og fólum
dýralæknunum að skera úr um
líf eða dauða. Ég sagði í hálf
um hljóðum að það væri jákvætt
hve langan tíma aðgerðin tæki.
Mæðgurnar horfðu daprar á mig.
Skyndilega opnuðust dyrnar á milli
lífs og dauða. Dýralæknirinn kom
hálfhlaupandi fram og kallaði hlæj
andi: „Þetta er ekki krabbamein.
Við fundum gröft. Tíkin er líklega
hólpin.“ Hálftíma síðar ókum við
heimleiðis með tíkina Lenu sof
andi í aftursætinu. Sólin skein og
fjallahringurinn brosti við okkur.
Við Lena áttum enn eftir að ganga
saman. Lífið hafði sigrað dauðann.
Hundur við
dauðans dyr
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Hollt í hófi Súkkulaði getur komið í veg
fyrir hjartaáfall en ekki er mælt með að
borða of mikið af því.