Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 32
Grófar prjónaðar peysur og leður S ilja Elvarsdóttir starfar sem aðstoðarverslunar- stjóri í Geysi á Skólavörðu- stíg, þar sem áherslan er á hlýjar flíkur fremur en aðrar. Hún segir heita og djúpa jarðliti verða áberandi í haust. „Litirn- ir verða brenndir, djúpir og heitir. Bláir, gulir og rústrauðir. Skinny- gallabuxur koma í vínrauðum lit og buxnamerkið Lee kemur með skemmtilegar breytingar á áferð, gljáa sem líkist leðuráferð og svo eru þeir með flauelsbuxur. Loð- vestin verða áfram í tísku og stórir en góðir ullarjakkar. Allt í yfirstærð er í tísku, peysur sem og jakkar og kápur. Ég ætla sjálf að kaupa mér buxur með leðuráferð og stóra gróft prjónaða peysu.“ 4 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað N ú er haustið og vet- urinn að skella á og alvara lífsins tek- ur við, fólk gjarnan búið með sumar- fríin sín og krakkarnir byrj- aðir í skólanum. Þrátt fyrir það að skammdegið sé að hefjast þá er gott að koma rútínunni í gang aftur og lífið heldur sinn vanagang. Bryndís Gyða Michelsen lærði förðun í Mood Make Up School og hefur starfað við það í 3 ár en hún segist hafa verið að fikta við förðun alveg frá því hún var barn og haft mik- inn áhuga á því. Bryndís er í dag að læra húð- og snyrtifræði. Náttúrulegt og ferskt útlit DV spurði Bryndísi Gyðu hvað verður það allra flottasta í vetur þegar kemur að förðun, bæði dags- daglega og þegar á að lyfta sér upp. Hún segir að náttúruleg förðun sé alveg málið dagsdaglega: „Það er nauðsynlegt að nota gott dag- krem undir farða, fínt að setja góð- an primer á húðina og ég mæli með primer frá MAC úr Prep+Prime línunni. Svo skaltu nota góðan farða á húðina sem hentar þinni húðgerð og ég mæli með Bare Minerals stein- efnapúðrinu fyrir ungar stelpur, en það gefur náttúrulegt og ferskt útlit.“ Viljum ekki vera eins og trúðar Bryndís Gyða segir það alltaf fal- legt að setja á sig örlítinn kinnalit til að gefa andlitinu smá ljóma: „Það er mjög mikilvægt að nota ekki of mikinn kinnalit svo við lítum ekki út eins og trúðar. Á augun nota ég mikið Painterly í línunni Paint Pot frá Mac. Það er borið á augnlokið og þá náum við fram þessu náttúrulegu útliti. Svo er gott að setja ljósbrún- an augnskugga meðfram neðri og efri augnhárum, alls ekki of dökkan, bara til þess að undirstrika augnhár- in og ramma inn augun. Að lokum skellir þú svo á þig maskara. Ég mæli eindregið með Maybelline maskör- unum, þeir eru algjör snilld og tæma budduna ekki alveg. Toppaðu „look- ið“ með smá varasalva eða glossi.“ Rauðar varir eru kynþokkafullar Rauðar varir segir Bryndís Gyða að verði áfram í tísku í vetur „Rauðar og seiðandi varir eru alltaf kynþokka- fullar og í vetur verða þær heitari en nokkru sinni áður. Það eina sem þú þarft að gera er að smella á þig svörtum eyeliner, flottum maskara og varalitnum og leyfðu vörunum að njóta sín, rauðum og lostafullum. Skyggingar Smokey farðanir og flottar skyggingar fara aldrei úr tísku - ég fæ aldrei leið á því að leika mér með skyggingar og hérna er ein af mínum „týpísku“ förðunum, ég skyggi vel augun, set eyeliner meðfram auga í einskon- ar cateye stíl og set glimmer, silfur- litaðann eða hvítan lit í augnkróka. Eyeliner fer á vatnslínuna og svo hig- hlighta ég augnbeinið vel með ljós- um lit. varirnar hef ég svo nude með ljósu glossi. Ráð fyrir konur Þegar DV biður Bryndísi um eitt gullið ráð fyrir ungar konur segir hún þetta: „Til að halda húðinni unglegri og ferskri er mikilvægt að hreinsa húðina vel kvölds og morgna með góðu hreinsikremi. Eftir hreinsun er gott að setja andlitsvatn og nætur- krem er ekki slæmt að eiga. Á daginn er gott að nota gott dagkrem til að halda góðum raka á húðinni. n Rauðar varir áfram í vetur n Bryndís Gyða gefur förðunarráð fyrir nýjan skólavetur Farðaði fyrir ítalska Vogue Bryndís Gyða hefur starfað sem förðunarfræðingur í 3 ár og þessi mynd birtist í ítalska Vogue og Bryndís farðaði þessar tvær og sá líka um hárið. myNd INgRId KaRIS/BINNI Í þýskum anda OPI hefur sent frá sér nýja haust- línu af naglalökkum. Línan ber nafnið Germany. Þessi litur að ofan ber til dæmis hið skemmtilega heiti Don‘t Pretzel My Buttons. Dot frá Marc Jacobs Nýi ilmurinn frá Marc Jacobs er væntanlegur í verslanir. Hann er kallaður Dot og undirtónarnir eru kókos, rifsber, jasmína, appelsína, vanilla og musk. Verjist geislunum Margir hætta að nota farða eða krem með sólar- vörn yfir vetur- inn. Það er þó full ástæða til að halda fast í varnirnar enda þarf ekki síður að verjast óæskilegri geislun á veturna. Even Better-farðinn frá Cl- inique veitir húðinni góða vörn í vetur. (15SPF) Spennt fyrir vetrinum Silja Elvars- dóttir aðstoðarverslunarstjóri í Geysi á Skólavörðustíg. myNdIR eyþóR áRNaSoN n Tískan í haust og vetur Loðvesti og ullarjakkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.