Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 18
Finna til vanmáttar
og uppliFa sig út undan
A
ð vera einmana og út und-
an, finna alltaf til vanmáttar
sín og minni getu.“ Þannig
lýsa foreldrar, sem komn-
ir eru til fundar við blaða-
mann DV, því hvernig þroskahaml-
að barn getur upplifað sig í almenna
skólakerfinu. Þau þekkja vel reynslu-
heim þessara barna þar sem þau
eiga það sameiginlegt að vera for-
eldrar barna með þroskahömlun.
Þetta eru þau Ásta Kristrún Ólafs-
dóttir, Kristín Guðmundsdóttir,
Svafa Arnardóttir og svo foreldrar
Inga Kristmanns, sem DV hefur fjall-
að um, Ágúst Kristmanns og María
Björg Benediktsdóttir.
Una sér vel í Klettaskóla
Börn þeirra flestra hafa gengið í
eina sérskólann fyrir þroskahöml-
uð börn á Íslandi, Öskjuhlíðarskóla,
sem nú heitir Klettaskóli eftir að
Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli
sameinuðust undir nafni Kletta-
skóla. Þar segja þau börnin hafa
notið sín í jafningjasamfélagi, eign-
ast vini og unað sér vel enda sé vel
hlúð að félagslega þættinum sem
þau segja að skipti mestu máli í lífi
barna þeirra, í raun meira máli en
námið. Ingi, sonur þeirra Ágústs
og Maríu, fær hins vegar ekki inn-
göngu í Klettaskóla þrátt fyrir að
vera með þroskahömlun en hann er
greindur með væga þroskahömlun
ásamt viðbótarfötlun. Inntökuskil-
yrðum í skólann var breytt árið 2008
og er hann nú ætlaður börnum með
alvarlegar og miðlungs þroskahaml-
anir ásamt börnum með vægar
þroskahamlanir og viðbótarfatlanir.
Ekki tekið mark á gögnum
Ingi er með væga þroskahömlun og
viðbótarfötlun en ekki nógu mikla
viðbótarfötlun til þess að komast
inn í skólann. Foreldrar hans eru þó
með gögn sem sýna fram á að bæði
hafi vitsmunaþroska hans farið að-
eins aftur sem og líkamleg fötlun
hans aukist en hann er sagður vera
með hreyfiþroskaröskun. Hann er
hamlaður í hreyfingum og það háir
honum mikið. Hins vegar var ekki
tekið mark á þessum greiningum
þegar Inga var neitað um skólavist í
Klettaskóla heldur er einungis tekið
mark á greiningum frá Greiningar-
stöðinni. Þar er um 18 mánaða bið
eftir greiningu að sögn foreldranna
en Ingi hefur ekki komist þar inn í
aðra greiningu. Greining hans er frá
því hann var 5 ára gamall en hann er
11 ára í dag.
Börnum mismunað
Fjölmargir foreldrar barna við skól-
ann hafa mótmælt breyttum inn-
tökuskilyrðum og segja þau vera
mannréttindabrot, það eigi að
vera val foreldranna hvort börn-
in fari í sérskóla eða séu í almenna
skólakerfinu og vilja þeir meina að
með þessu sé verið að mismuna
þroskahömluðum börnum. „Og í
raun er þessi hópur, sem dreginn er
út úr þýðinu, hvað viðkvæmastur.
Þessi börn sem eru með greindar-
vísitöluna 50–70 eru nefnilega með
skilning á því að þau séu öðru-
vísi og passi ekki inn. Það væri í
raun auðveldara að láta barn sem
er með 50 og undir í greindarvísi-
tölu fara í almennan skóla því það
myndi ekki átta sig á því ef það yrði
út undan,“ segir Ásta Kristrún. Hún
hefur barist ötullega fyrir því að
inntökuskilyrðunum verði breytt
en hún vakti fyrst máls á því þegar
hún komst fyrir tilviljun að því árið
2007 að til stæði að fækka plássum
í skólanum með fyrrnefndri sam-
einingu og því yrði væntanlega
ekki pláss fyrir þessi börn sem telj-
ast með væga þroskahömlun. Til
vægrar þroskahömlunar telst þegar
greindarvísitalan er 50–70.
Ósátt við málsmeðferð
DV hefur fjallað um mál Inga en for-
eldrar hans kærðu synjun sem hann
fékk um inngöngu í Klettaskóla. Á
dögunum barst þeim bréf þar sem
inngöngunni var synjað út frá rök-
stuðningi Fræðsluráðs. Foreldr-
ar Inga eru ósáttir við það hvern-
ig staðið var að svarinu og segjast
hafa það á tilfinningunni að enginn
vilji hafa fyrir því að velta fyrir sér
kærunni. „Það er eins og þau hafi
verið löngu búin að ákveða þetta,
svarið var löngu tilbúið og ekkert
tillit tekið til þessara gagna sem við
vorum með,“ segja Ágúst og María.
Þau gagnrýna harðlega vinnubrögð
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins í málinu en drög að svar-
bréfi til þeirra var tilbúið tæpum
tveimur vikum áður en svar til þeirra
barst. „Það var búið að gera uppkast
að svari við kærunni þar sem okkur
var dæmt í óhag þann 15. ágúst en
svo fengum við sent bréf með um-
sögn Reykjavíkurborgar 20. ágúst
þar sem okkur var gefinn kostur á
að koma með athugasemdir við um-
sögnina. Þetta fær mann til að ef-
ast um að það verði tekið mark á
athugasemdunum þegar svarbréfið
er nú þegar tilbúið,“ segir Ágúst. Þau
kærðu synjunina í maí og því eyddu
þau sumrinu í óvissu og bið eftir því
hvort Ingi kæmist inn í Klettaskóla
eða yrði áfram í hverfisskólanum
sínum.
Finnur fyrir vanmætti
Ástæðan fyrir því að foreldrar Inga
ákváðu að standa í baráttunni er
sú að Inga líður ekki lengur vel í al-
menna skólakerfinu. „Þetta gekk al-
veg þokkalega svona fyrstu bekk-
ina og svo finnur maður það núna,
sérstaklega í fyrra og aðeins í fjórða
bekk, að hann er farinn að draga sig
meira út. Hann finnur vanmátt sinn
og þá verður hann einn. Hann fær al-
veg að vera með og svona en hann
finnur það strax þegar hann fer í fót-
bolta með strákunum að hann get-
ur ekki eins og sleppir því þá að vera
með,“ segir María. Þau segja það taka
á að horfa á son sinn einmana í skól-
anum og óska einskis heitar en að
hann fái að vera með krökkum á sínu
reki í Klettaskóla.
Stundum fatlaður – stundum
ekki
„Það er mat sérfræðinga inn-
tökuteymis að það þjóni ekki hags-
munum Inga Kristmanns að stunda
nám við Klettaskóla með nemend-
um sem eru umtalsvert frá honum
hvað þroska og fötlun varðar,“ les
Ágúst upp úr bréfi með rökstuðningi
Fræðsluráðs sem fjölskyldan fékk
sent frá menntamálaráðuneytinu.
Foreldrarnir furða sig á því hvernig
í ósköpunum hann eigi heima með
krökkum í hverfisskólanum ef hann
passar ekki inn í samfélagið í Kletta-
skóla. „Þetta er svo mikið bull,“ seg-
ir Ágúst og hristir höfuðið og María
tekur undir: „Hann fer í sumarbúð-
ir með krökkum úr Klettaskóla og er
búinn að gera það síðastliðin fimm
ár. Hann blómstrar þar og þvílíkur
munur á barninu þegar hann kem-
ur heim. Samt segja þau að hann eigi
18 Fréttir 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Standa saman Foreldrar þroskahamlaðra barna vilja að inntökuskilyrðum í Klettaskóla verði breytt aftur. Börn með vægar þroskahamlanir eigi líka rétt á að ganga í Klettaskóla og
hætta eigi að mismuna börnum.
n Foreldrar þroskahamlaðra barna mótmæla því að börnum sé mismunað n Vilja að ráðherra beiti sér í máli Inga
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is