Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 49
fjölskyldu eru í viðskiptum og stjórn-
un. Eldri bróðir minn, Árni Oddur, er
forstjóri Eyris og stjórnarformaður í
Marel. Seinna fór yngri bróðir okkar,
Jón Gunnar, einnig inn á leikstjórn-
arbrautina.“
Aðspurður segir Magnús að það
hafi alltaf blasað við hvert leið hans
lægi og að hann hafi í raun aldrei
þurft að tilkynna foreldrum sínum
hvað hann ætlaði að verða þegar
hann yrði stór. „Þau sáu snemma
hvert leiðin lægi og hafa alltaf verið
einstaklega hvetjandi og stutt mig í
öllu sem ég hef tekið mér fyrir hend-
ur. Þau styðja mig og fylgjast með af
mikilli athygli,“ segir hann og bætir
við að fjölskyldan mæti á flestar sýn-
ingar. „Foreldrar mínir hafa alltaf sótt
leikhús mikið og fara mikið í leikhús
á ferðalögum erlendis, hafa skoðan-
ir og góðan smekk. Ég hlusta á þau
og tek mark á þeim – þótt þau séu
nú kannski ekki alveg hlutlaus þegar
kemur að mínum störfum,“ segir
hann og brosir.
Starfsemi leikhúss er langhlaup
Slæm staða Leikfélags Akureyrar
hefur verið í fréttum upp á síðkastið.
Magnús skilaði á sínum tíma af sér
góðu búi og viðurkennir að það sé
erfitt að fylgjast með ástandinu hjá
LA upp á síðkastið. „Það er auðvit-
að erfitt að heyra neikvæðar fréttir
af mínu gamla leikhúsi – þyngra en
tárum taki. Það er bara ekki hægt að
orða það öðruvísi. Leikhúsið var á
frábærum stað fyrir örfáum árum og
því er sárt að sjá hvernig fjarað hef-
ur undan því síðan. Ég vona innilega
að það takist að snúa vörn í sókn og
að leikfélagið nái vopnum sínum aft-
ur. Það er mjög mikilvægt fyrir leik-
listina í landinu og gífurlega mikil-
vægt fyrir Norðurland.“
Aðspurður hverjar hann telji
helstu ástæður erfiðrar stöðu LA
upp á síðkastið segir hann að það
sé ekki hægt að benda á neitt eitt.
„Það er ljóst að margt misfórst á síð-
ustu misserum hjá LA. Augljósast er
auðvitað að rekstur og fjármálastjórn
var í ólestri en til að reksturinn gangi
þurfa allir þættir að spila saman, svo
sem verkefnaval, val á listamönnum
og markaðssetning. Það sem kom
mér mest á óvart var hve langur tími
leið án þess að gripið væri til afger-
andi aðgerða. En nú þarf auðvitað
að hefja nýtt uppbyggingarskeið og
koma LA aftur á lappirnar.
Leikhúsið skiptir svo miklu máli
og starfsemin getur auðvitað aft-
ur orðið blómleg. Til þess þarf skýra
stefnu, öflugan starfsmannahóp,
metnað og áræðni. Í þeim leikhús-
um sem ég hef stýrt hef ég alltaf lagt
áherslu á sterkan og samheldinn
starfsmannahóp. Ég hef trú á öfl-
ugum leikhópi sem vinnur saman,
leggur allt í sölurnar fyrir leikhúsið
sitt. Ég hef þá trú að það sé líklegra
til árangurs en að ráða fólk í stök ver-
kefni eða eltast við einstaka stjörnur
fyrir verkefni. Uppbygging leikhúss
er langhlaup en ekki spretthlaup.“
Miklar en hvetjandi væntingar
Hann viðurkennir að eftir velgengn-
ina hjá LA hafi væntingarnar verið
ansi miklar þegar hann kom í Borg-
arleikhúsið. „En mér fannst þær alls
ekki íþyngjandi, þvert á móti þótti
mér mjög hvetjandi að finna já-
kvæðnina. Þetta bar brátt að og ég
fór beint á milli leikhúsanna. Ég kom
heitur inn í starfið og því var hægt að
stökkva beint út í djúpu laugina. Mér
var vel tekið af starfsmannahópnum
og við gengum í miklar breytingar á
fyrsta árinu. Við fórum í stefnumót-
un, endurskoðuðum stefnu í verk-
efnavali, breyttum áherslum, endur-
nýjuðum starfsmannahópinn og allt
skipulag leikhússins.
Auðvitað hjálpaði það upp á til-
trú að ég var að koma úr leikhúsi
sem hafði gengið vel. Við vorum svo
heppin að árangurinn af umbótun-
um varð fljótt ljós og það veitti auð-
vitað kraft og gleði inn í starfsmanna-
hópinn. Sú gleði hefur haldið sér og
það er einstakur andi í Borgarleik-
húsinu. Hópurinn er samheldinn og
hér ríkir gleði yfir því að gera vel. Það
eru ótrúleg forréttindi að vinna með
skemmtilegu og hæfileikaríku fólki
sem nýtur þess sem það er að gera.“
Hann segir enn fremur að sér hafi
verið tekið vel þegar hann hóf störf
fyrir LA þrátt fyrir ungan aldur. „Ég
hef verið svo lánsamur að hafa fengið
frábær tækifæri og unnið með ótrú-
lega góðu fólki. Þegar ég tók við LA
hafði leikhúsið átt erfitt uppdráttar
árin á undan. Stjórn og bæjaryfirvöld
á Akureyri gáfu mér því frekar frítt
spil og ég fékk tækifæri til að ganga í
þær breytingar sem ég taldi nauðsyn-
legar. Það var gengið ákveðið til verks
og leikhúsið í raun endurskipulagt
að öllu leyti. Eðlilega var einhver fyr-
irstaða eins og alltaf þegar gengið er
í gegnum miklar breytingar. En leik-
húsið fékk fljótt mikinn meðbyr og
fór á flug. Stuðningur bæjarbúa var
einstakur.
Ég á frábærar minningar frá þess-
um LA-árum, þar eignaðist ég góða
vini og náði að móta það leikhús
sem mig langaði til að skapa. Mýt-
an um að Norðlendingar taki að-
komumönnum að sunnan ekki vel á
því ekki við. Ég varð aldrei var við það
og fann ekkert nema hlýju, hvatn-
ingu og jákvæðni.“
Fann ástina og stofnar fjölskyldu
Magnús Geir hefur um árabil ver-
ið einn af eftirsóttustu piparsvein-
um landsins; titill sem hann vill þó
ekki kannast við. Því verður hins
„Gott leikhús
þarfnast
ástríðu“
M
y
n
d
E
y
þ
ó
r
Á
r
n
a
S
o
n
Viðtal 33Helgarblað 31. ágúst–2. september 2012
t
Ástríðufullur Magnús Geir hlaut menningarlegt uppeldi þar sem bækur, leikhús, kvikmyndir og tónlist komu við sögu.