Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 30
Hugmyndir að góðu nesti n Nestið þarf ekki að vera óspennandi og leiðinlegt Þ að getur verið meira spennandi að elta vin- ina í sjoppuna en að borða heimagert nesti. Sumarhýran er þó fljót að fara ef nemar kaupa sér mat á hverjum degi, svo ekki sé talað um sjoppufæðisóhollustu. Nesti þarf ekki að vera leiðinlegt og hér eru nokkrar hugmyndir sem Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur, gefur á vef Lýð- heilsustöðvar. Afgangasalat:  Hrísgrjón, pasta eða kartöflur í bitum, kjöt-, fiskaf- gangar eða álegg í strimlum, sal- atblöð, tómatar og gúrkur, púrru- laukur eða rauðlaukur og krydd eftir smekk. Með þessu er hægt að hafa kota- sælu eða jógúrtsósu en gott er að setja sósuna í eitt hornið á boxinu og hræra saman við salatið þegar byrj- að er að borða. Girnileg samloka:  2 sneiðar af grófu brauði smurðar með man- gochutney, salatblað og tómat- sneiðar sett ofan á, ein skinkusneið eða fínt skornir kjötafgangar og 2 ostsneiðar. Heit samloka:  2 sneiðar af grófu brauði eða mjúk tortilla smurð með salsasósu, 2 ostsneiðar eða 1 mat- skeið kotasæla, kjöthakk, túnfisk- ur eða skinka, tómatsneiðar og paprikuhringir. Samlokan er best ef hún er sett í grill en það má líka borða hana kalda. 2 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Pennar gefa lífinu lit Núorðið notast eflaust langflestir við fartölvur þegar þeir taka niður glósur í tímum. Þó eru einhverj- ir sem enn gera þetta upp á gamla mátann og skrifa niður í stílabæk- ur. Sumum finnst það þægilegra og eru einfaldlega fljótari á þann hátt. Persónulegar handskrifaðar glósur geta líka verið skemmtilegri aflestrar en þær sem skrifaðar eru á tölvu og prentaðar út, eða jafn- vel lesnar af tölvuskjánum. Hægt er að gera handskrifaðar glósur enn skemmtilegri, skipulagðari og hressilegri með því að nota penna í mörgum litum. Ekki læra alla nóttina Í prófatörnum vill svefn stund- um fara fyrir ofan garð og neðan. Margir ætla sér hið ómögulega – að drekka í sig námsefni heill- ar annar á einni nóttu. Það kann sjaldan góðri lukku að stýra. Flest- ir viðurkenna að andvökunætur hafi sjaldan skilað þeim góðum ár- angri á prófum. Í prófatíð er jafnvel nauðsyn- legra en oftast að fá góðan næt- ursvefn því heilinn vinnur úr þeim upplýsingum sem þú aflar á daginn á meðan þú hvílist á nótt- unni. Lítill eða enginn nætursvefn skilar sér bara með þreytu, lélegri einbeitingu og minna úthaldi. Flestir þurfa 6 til 8 tíma næt- ursvefn til að halda fullu þreki, sérstaklega þegar álagið er mikið, líkt og í prófatíð. Stattu upp frá bókunum Þegar kemur að lestri og lær- dómi ráða flestir við um 90 mín- útna tarnir í einu, ef þær verða lengri er hætta á að þú missir ein- beitinguna. Það er því nauðsyn- legt að standa reglulega upp frá bókunum og taka smá hvíld. Í lestrarhléum er gott að fara aðeins út og viðra sig og jafnvel fá sér að borða. Þá getur einnig verið gott að taka reglulega markvissa slökun og hlusta til dæmis á slökunartón- list. Talið er að tíu mínútna slökun geti verið meira endurnærandi en klukkustundarsvefn. Sumum finnst betra að hressa sig við með því að fara í líkamsrækt, út að hlaupa eða fá sér sundsprett. Grilluð tortilla Tilvalin í nestisboxið M ennt er máttur, eins og segir í ljóðinu. Þetta vita flestir en auðvelt er að gleyma sér yfir hinum ýmsu tímaþjófum. DV tók saman lista yfir nokkra tímaþjófa og hvernig á að forðast þá: Netið Eins frábært og internetið er þá er það nú líklega einn mesti tímaþjóf- ur nútímanámsmannsins. Það er auðvelt að missa einbeitinguna með tölvuna fyrir framan sig og allar vef- síður hins magnaða vefheims. Auð- vitað er lausnin sú að sleppa því að vera með tölvuna í tíma en sumum finnst það verra. Fyrir þá sem kjósa fremur að taka niður glósur á tölv- una en eiga erfitt með að halda sig frá internetinu getur lausnin verið sú að aftengjast netinu meðan á tíma stendur. Þá er ekki eins freistandi að kíkja „aðeins“ á fréttir eða aðrar síð- ur. Facebook Fésbókin sem meirihluti þjóðarinn- ar notar er mikill tímaþjófur í skól- anum. Í raun getur hún verið sniðug þegar kemur að náminu. Til dæm- is er hún hentug í hópavinnu þar sem fólk getur stofnað hóp og unnið saman í gegnum netið og deilt hug- myndum sín á milli. Hins vegar er óþarft að nota fésbókina í kennslu- stundum eða þegar verið er að læra. Það er í raun ótrúlegt hvað það er auðvelt að gleyma sér á síðunni og tíminn líður á meðan. Lausnin er að skammta sér tíma og fara alls ekki inn á fésbókina með- an á kennslustund stendur. Í prófatíð getur það líka reynst þrautin þyngri að gleyma sér ekki á vefnum. Það er þó til lausn. Hægt er að nota for- rit þar sem þú getur valið hvað þú vilt vera mikið á vefnum. Sumir láta loka yfir daginn og geta svo farið inn á fésbókina þegar þeir koma heim að kvöldi. Þá er vefurinn ekki að trufla námið yfir daginn, fyrir þá sem hafa hvað minnstu sjálfsstjórnina. Finnið forritið Self Control á Google. Snjallsímar Það eru allir í símanum… alls stað- ar! Símar eru reyndar bannaðir í kennslustundum á ýmsum skóla- stigum. Í grunnskólum og í mörgum menntaskólum er nemendum bann- að að nota síma í tíma. Hvort sem nemendur eru að nota símana til þess að hringja, senda SMS, fylgjast með á netinu eða spila leiki, þá er það truflandi. Bæði fyrir hina í kennslu- stofunni en ekki síst þá sjálfa. Svarið er: slökkvið á símanum. Nám er dýr- mætt og síminn getur beðið meðan á kennslu stendur. Ef síminn er til vandræða í heimanáminu er gott að geyma hann uppi í hillu eða á öðrum góðum stað. Setja sér ákveðinn tíma í lærdóm og leyfa sér svo að kíkja í símann í fyrirfram ákveðinn tíma. Ef lærdómurinn er ekki búinn þá er hafist handa við að læra á ný og svo er símatími eftir ákveðinn tíma og þannig getur það gengið áfram. Leikir Það verður að viðurkennast að sum- ir tímar eru skemmtilegri en aðrir í skólanum. Í leiðinlegum tímum er freistandi að gera eitthvað allt annað en að fylgjast með því sem kennar- inn hefur að segja. Margir hafa lent í því að gleyma sér í hinum og þess- um tölvuleikjum meðan á kennslu- stund stendur. Lausnin er einfald- lega að byrja ekki. Alls ekki freistast til að fara í einn leik því yfirleitt verða þeir fleiri. Mestu tímaþjófarnir Nokkur góð ráð n Slökktu á netinu Ef þú vilt glósa í tölvunni skaltu aftengjast netinu. Þá er ekki eins freistandi að vera sífellt að kíkja á tölvupóstinn eða netsíður. n Skammtaðu þér tíma Settu þér markmið fyrir daginn. Til dæmis 10 mínútur á netinu – svo læra í klukku- stund – svo 5 mínútur á netinu og svo framvegis. n Lokaðu fésbókinni Fyrir allra mestu fésbókarfíklana getur verið gott að loka hreinlega á síðuna í smátíma. Það er hægt að fá forrit á netinu sem lokar fésbókinni í ákveðinn tíma og þá er ekki möguleiki að komast inn fyrr en á þeim fyrirfram ákveðna tíma sem gefinn var í upphafi. n Fylgstu með í tíma! Það mun skila sér. n Aftengist netinu í tímum n Ekki láta tölvuleiki freista þín Truflandi Símar eru miklir tímaþjófar í náminu. Það getur líka verið auðvelt að gleyma sér á internetinu eða í tölvuleikjum þegar maður á að vera fylgjast með í tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.