Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 4
Lét mömmu smygla dópi
n Par ákært fyrir að skipuleggja fíkniefnainnflutning
T
uttugu og fimm ára kona játaði
fyrir Héraðsdómi Reykjaness á
fimmtudag að hafa skipulagt
fíkniefnasmygl í lok maí. Kær-
asti hennar, sem er á fertugsaldri, var
einnig ákærður fyrir fíkniefnasmyglið
en hann neitaði sök. Konan fékk móð-
ur sína til að flytja með sér ferðatösku
frá Danmörku til Íslands en í töskunni
voru 569 grömm af kókaíni sem talið
er að hægt hefði verið að framleiða
um tvö kíló af kókaíni úr. Móðirin var
stöðvuð við eftirlit í Leifsstöð þann 25.
maí síðastliðinn.
Parið er einnig ákært fyrir að hafa
skipulagt innflutning á 350 grömm-
um af kókaíni hingað til lands. Því er
gefið að sök að hafa fengið par á fer-
tugsaldri til að sækja efnin til Spán-
ar og flytja þau með sér til Íslands.
Parið er einnig ákært í málinu en
hvorugt mætti ekki við þingfestingu
á fimmtudag. Fyrrgreinda parið er
einnig ákært fyrir að hafa staðið að
innflutningi á 140 grömmum af kóka-
íni frá Danmörku til Íslands. Konan
neitaði sök í því máli, maðurinn ját-
aði að hluta til en sagðist hafa staðið
einn að þeim innflutningi en burðar-
dýrin voru tekin við eftirlit í Leifsstöð
þann 8. desember síðastliðinn. Þau
afhentu efnin einstaklingi í Kaup-
mannahöfn í febrú ar en ekkert varð af
innflutningnum þar sem sá einstak-
lingur hvarf frá málinu. Konan er
einnig ákærð fyrir að hafa ekið undir
áhrifum ávana- og fíkniefna 25. maí
síðastliðinn. Þá var hún undir áhrif-
um kannabisefna og var þar að auki
með rúmt gramm af amfetamíni á sér.
Konan játaði sök í þeim ákærulið.
4 Fréttir 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Leiðrétting
Vegna fréttar í miðvikudags-
blaði DV um starfshóp sem
skipaður var af ríkisstjórninni
til að kanna möguleg skaða-
bótamál á hendur þeim sem
álitnir voru hafa valdið ríkinu
fjárhagslegu tjóni í aðdraganda
hrunsins, ber að taka fram að
fulltrúar í umræddum starfs-
hóp fengu ekki greidd laun.
Þau mistök urðu að orðið
„ekki“ varð út undan í setn-
ingu sem átti að taka það skýrt
fram að engin laun hefðu verið
greidd fyrir setu í hópnum. Af
þessum sökum varð ósamræmi
milli setningar og millifyrir-
sagnar í greininni þar sem tek-
ið var fram: „Ekki á launum.“
Leiðréttist það hér með.
S
teinar Aubertsson, sem var
handtekinn í Amsterdam
þann 18. ágúst síðastliðinn
grunaður um að hafa ætlað
að selja íslenska konu man-
sali, hafði verið eftir eftirlýstur af
Interpol í tengslum við umfangsmik-
ið fíkniefnasmygl hér á landi. Gefin
var út alþjóðleg handtökuskipun á
hendur honum þann 26. júní síðast-
liðinn og í kjölfarið lýst eftir honum á
heimasíðu Interpol.
Framseldur til Íslands
Steinari hafði tekist að fara huldu
höfði í um tvo mánuði, allt þar til ís-
lensk kona gerði hollenskum lögreglu-
yfirvöldum viðvart og hann var í kjöl-
farið handtekinn. Konan hafði dvalið
í íbúð sem Steinar hafði til umráða en
óttaðist að hann, ásamt fleiri einstak-
lingum sem einnig voru handteknir í
tengslum við málið, ætlaði að neyða
sig í vændi í Brasilíu eins og hún lýsti
í viðtali við DV. Steinar er enn í haldi
lögreglunnar í Amsterdam og verð-
ur framseldur til Íslands á næstunni
vegna meintra fíkniefnabrota.
Steinar kærir konuna
Steinar hefur nú lagt fram kæru á
hendur konunni fyrir meiðyrði og
hefur ásamt öðrum sem handteknir
voru í Amsterdam kært konuna fyr-
ir rangar sakargiftir í Hollandi. Hann
segir fréttaflutning af málinu hafi
skaðað mannorð sitt og þeirra sem
eru honum nákomnir. Hann hafi aft-
ur á móti fallist á framsalsbeiðni ís-
lenskra yfirvalda vegna fíkniefna-
brots sem hann er grunaður um að
tengjast og vonist til að komast heim
á næstu dögum og „hreinsa sig af
ásökunum í því máli“.
Sagður tengjast Svedda tönn
Í viðtali við DV sagði konan meðal
annars að hún hefði séð mikið
magn eiturlyfja í íbúð Steinars og
stóran hníf. Lögmaður Steinars í
Amsterdam staðfesti í samtali við
DV að lögreglan hefði fundið eiturlyf
og ólögleg vopn í íbúðinni þar sem
fólkið dvaldi, en sagði jafnframt að
dómari hefði úrskurðað að lögreglan
hefði ekki verið með löglega leit-
arheimild og því væri ekki hægt að
leggja fram ákæru vegna þeirra.
Konan sagðist einnig hafa heyrt
samtal á milli Steinars og fleiri að-
ila í Brasilíu. Fólkið hefði talað um og
við íslenskan einstakling sem stadd-
ur er í Brasilíu sem þau kölluðu „afa“.
Samkvæmt heimildum DV og eins og
Fréttablaðið hefur greint frá tengist
Steinar Sverri Þór, eða Svedda tönn
eins og hann er kallaður, sem var
meðal annars eftirlýstur á Spáni þar
sem hann flúði undan fangelsisdómi.
Sverrir Þór situr nú í fangelsi í Bras-
ilíu og hefur samkvæmt heimildum
DV aðgang að tölvu með netaðgangi í
klefa sínum. Þá á hann að hafa verið í
Skype-samskiptum, meðal annars við
Steinar, innan úr fangelsinu.
Ekki áður hlotið dóm
Fólkinu sem var handtekið var sleppt
úr haldi þann 21. ágúst en Steinar
situr enn í gæsluvarðhaldi og verð-
ur framseldur til Íslands á næstunni
sem fyrr segir. Eftir handtökuna í
Amsterdam samþykkti hann fram-
salsbeiðni íslenskra yfirvalda og mun
koma til landsins innan tíðar.
Steinar er sem fyrr segir talinn
tengjast smygli á miklu magni af
kókaíni en upp komst um málið í lok
maí þegar tollgæslan á Keflavíkur-
flugvelli stöðvaði íslenska konu og
danskan karl, bæði á sjötugsaldri,
sem voru að koma frá Danmörku. Í
ferðatösku þeirra var vandlega falið
um eitt kíló af kókaíni. Fólkinu var
sleppt að lokinni yfirheyrslu, en í
kjölfarið var framkvæmd húsleit á
nokkrum stöðum þar sem lagt var
hald á töluvert magn af fíkniefnum.
Handtökuskipun var gefin út á
hendur Steinari en hann er talinn
hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið.
Steinar er fæddur árið 1983 og er
því 29 ára. Hann hefur ekki hlotið
dóm vegna sakamáls hér á landi.
n Steinar sagður tengjast Svedda tönn sem situr í brasilísku fangelsi
Þræðir
liggja til
Svedda
tannar
„ Í viðtali við DV
sagði konan með-
al annars að hún hefði
séð mikið magn eiturlyfja
í íbúð Steinars og stóran
hníf.
29. ágúst 2012
w
w
w
.d
v
.i
s
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 29.–30. ágúst 20
12 miðvikudagur/fimmtudagur
9
9
. t
b
l
.
10
2
. á
r
g
.
l
e
ið
b
. v
e
r
ð
4
2
9
k
r
.
„Það
átti að
selja mig“
komst naumlega undan
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268
1.250 kr
1.350 kr
HOLLT
OG GOTT
PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868
1.250 kr
ALLT FYRIR
AUSTURLENSKA MATARGERÐ
699 kr. 550 kr.
387 kr.
320 kr.
Opið:
mán - föst Kl. 11 - 21
lau - sun Kl. 12 - 21
n Fjórir handteknir í Amsterdam
n Eins var leitað af Interpol
n Fórnarlambið segir sögu sína
n Sefur illa og fær martraðir
Íslendingar Í haldi fyrir mansal
eftirlýstur
Hún heitir
Reykia Fick
n Nefnd eftir Reykjavík
Háskinn
á hring-
veginum
Alls kyns farartæki á þjóðvegi 1
n Deilt um
aðbúnað
í gistiskýli
„kjósa
frekar
að sofa
úti“
2–3
12–13
3
8
Hinir
eldri eru
hamingju-
samari 20
hrunverjar
sleppa frá
rÍkisstjórn
n Starfshópur greip í tómt n Engar bætur sóttar á næstunni 4
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Lýsti reynslu
sinni Konan lýsti
upplifun sinni í
viðtali við DV á
miðvikudag.
Eftirlýstur Steinar Aubertsson hafði verið
eftirlýstur hjá Interpol frá því í lok júní.
Játaði og neitaði Parið bæði játaði og neitaði sakargiftum við þingfestingu í Héraðs-
dómi Reykjaness á fimmtudag.
Brennisteinslykt
við Hverfisfljót
Myndband sem tekið var af Atlants-
flugi á fimmtudag staðfestir að
Skaftárhlaup hafi komið úr vestari
katlinum. Vísbendingar um hlaup-
ið hafa verið greinilegar síðan 25.
ágúst en hlaupið er lítið og vatnið
hefur verið nokkra daga að ferðast
undir Vatnajökli, sem er lengri tími
en vant er. Vatnsrennsli Skaftár við
Sveinstind var síðdegis á fimmtu-
dag um 180 rúmmetrar á sekúndu,
og mun flóðið væntanlega ekki
verða mikið stærra en það. Síðast
hljóp úr vestari katlinum í júlí 2011.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan hefur fengið til-
kynningar um brennisteinslykt við
Hverfisfljót, sem rennur úr Síðu-
jökli. Myndbandsupptaka úr flug-
vél sem flaug yfir sporð Síðujökuls
á fimmtudag benda einnig til þess
að eitthvað af hlaupvatninu hafi far-
ið í Hverfisfljót. Meðal annars sáust
nokkrir litlir ísjakar á floti í ánni
nálægt jökuljaðrinum og brenni-
steinslykt var sterkust við útfall-
ið. Kunnugt er um einn stað undir
vestanverðum Vatnajökli, þar sem
hlaupvatn á ferð um jökulbotninn
getur flæmst af vatnasviði Skaft-
ár yfir á vatnasvið Hverfisfljóts og
er þekkt eitt sambærilegt dæmi um
þetta, við stórt hlaup úr Eystri Skaft-
árkatli árið 1995.
Veðurstofan starfrækir vatna-
mælistöð við Hverfisfljót en ekki
er unnt að sækja gögn úr henni
um síma. Mældar vatnshæðar-
breytingar í Hverfisfljóti verða skoð-
aðar ítarlega þegar gögnin hafa ver-
ið sótt.
Starfsmenn Veðurstofu fylgjast
náið með þróuninni.