Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 62
StórSlagur
á anfield
Þ
riðja umferð ensku úrvals
deildarinnar í knattspyrnu
fer fram um helgina þegar
níu leikir fara fram. Stór
leikur umferðarinnar er án
efa viðureign Liverpool og Arsenal
á sunnudag en bæði lið þurfa
nauðsynlega á sigri að halda. Eng
landsmeistarar Manchester City
taka á móti Queens Park Rangers á
sunnudag en síðast þegar þessi lið
mættust fengu áhorfendur mikið fyr
ir peninginn. Þá munu Gylfi Sigurðs
son og félagar í Tottenham mæta liði
Norwich en Tottenham hefur byrjað
tímabilið frekar illa og er aðeins með
eitt stig eftir tvo fyrstu leikina.
Lucas frá lengi
Liverpool verður án miðjumanns
ins Lucas Leiva þegar liðið tekur
á móti Arsenal. Leiva, sem er ný
kominn á skrið aftur eftir erfið hné
meiðsli, meiddist illa í leiknum gegn
Manchester City um liðna helgi
og er óttast að hann verði frá í allt
að þrjá mánuði. Brendan Rodgers,
stjóri Liverpool, ætti að öðru leyti að
geta stillt upp sínu sterkasta liði en
fyrir utan Lucas er Joe Cole einnig
á meiðslalistanum. Tyrkinn Nuri
Sahin, sem nýlega kom á láni frá
Real Madrid, gæti einnig leikið sinn
fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann ætti
að vera mikill fengur fyrir Liverpool
og útilokar ekki að ganga í raðir fél
agsins eftir að lánssamningur hans
rennur út. „Það er aldrei að vita. Ég
hlakka til tímabilsins og við mun
um gera allt sem í okkar valdi stend
ur til að enda í einu af fjórum efstu
sætunum,“ sagði Sahin en Liverpool
tapaði illa fyrir West Brom, 3–0, í
fyrstu umferðinni en gerði svo 2–2
jafntefli við Manchester City um
liðna helgi.
Arsenal í vandræðum
Arsenalliðið þarf nauðsynlega að
rétta úr kútnum eftir tvö markalaus
jafntefli í tveimur fyrstu leikjun
um. Liðið virðist sakna Robins van
Persie sem var seldur til Manche
ster United fyrir skemmstu og hef
ur sóknarleikur liðsins verið bitlaus.
Ekki er útilokað að fleiri sterkir leik
menn yfirgefi Arsenal á næstunni.
Samningaviðræður félagsins við
vængmanninn Theo Walcott hafa
siglt í strand og er jafnvel búist við
að tilboð frá Liverpool og Manche
ster City berist í leikmanninn áður
en félagaskiptaglugginn lokar á
laugardag.
Dembele saknað
West Ham og Fulham mætast í
fyrsta leik helgarinnar í hádeginu á
laugardag. Fulhamliðið hefur byrj
að tímabilið vel; vann Norwich 5–0
í fyrstu umferðinni en var óhepp
ið að ná ekki stigi gegn Manche
ster United í 3–2 tapi um liðna
helgi. Moussa Dembele gekk í rað
ir Tottenham í vikunni en hann hef
ur verið einn besti leikmaður Ful
ham undanfarin misseri. Nýliðar
West Ham unnu góðan sigur á Aston
Villa í fyrstu umferðinni en töpuðu
svo illa fyrir Swansea um síðustu
helgi, 3–0. Manchester City tekur
á móti QPR á sunnudag. Þessi lið
mætt ust í dramatískum leik í loka
umferð ensku deildarinnar í fyrra.
Þá sigraði Manchester City 3–2 og
tryggði sér Englandsmeistaratitil
inn. Umferðinni lýkur svo síðdeg
is á sunnudag þegar Southampton
tekur á móti Manchester United.
Southampton hefur tapað báð
um leikjum sínum en spiluðu vel á
móti Manchester City í fyrstu um
ferðinni. United þarf á öllum stigun
um að halda ætli þeir sér að halda
í við toppliðin. Þeir töpuðu fyrir Ev
erton í fyrstu umferðinni en unnu
svo nauman sigur á Fulham um síð
ustu helgi, 3–2. n
n Liverpool og Arsenal mætast um helgina n Magnús Gylfason spáir í spilin
Spáin
DV sló á þráðinn til Magnúsar Gylfasonar,
þjálfara karlaliðs ÍBV, og fékk hann til að
spá í spilin fyrir leiki helgarinnar. Magnús,
sem er harður United-maður, býst við
skemmtilegri helgi en á þó von á að okkar
maður, Gylfi Þór Sigurðsson, þurfi að
verma tréverkið þegar Tottenham mætir
Norwich.
Laugardagur:
West Ham – Fulham X
„Þetta er Lundúnaslagur. Ég held að
þetta verði jafntefli. Fulham hefur byrjað
ágætlega en þar sem þetta er á heimavelli
West Ham set ég X á þennan leik.“
Swansea – Sunderland 1
„Ég spái 1:0 fyrir Swansea. Þeir hafa byrjað
af krafti og eru á heimavelli. Stemningin er
þeirra megin.
Tottenham – Norwich 1
„Tottenham vinnur þennan leik örugg-
lega. Þeir verða bara að rífa sig upp af
rassgatinu. Ég á ekki von á að Gylfi byrji.“
West Brom – Everton X
„Þetta verður hörkuleikur. Bæði lið byrjað
rosalega sterkt. Ég held að þetta fari
jafntefli.“
Wigan – Stoke 1
„Mér finnst Wigan bara svo miklu
skemmtilegra fótboltalið að ég get ekki
annað en sett 1 á þann leik.“
Man City – QPR 1
„Það verður að setja 1 á þennan leik. Þeir
vinna alla heimaleikina í vetur – nema á
móti United.“
Sunnudagur:
Liverpool – Arsenal X
„Ég held að þetta verði jafntefli. Þetta
lyktar af markalausu jafntefli.“
Newcastle – Aston Villa 1
„Newcastle vinnur öruggan sigur þarna.“
Southampton – Man Utd 2
„Ég set 2 á þennan leik. Þetta verður
samt áframhaldandi ströggl hjá United.
Þeir eru ekki búnir að slípa sig saman
en þeir hafa þetta á seiglunni. South-
ampton virka sprækir en United verður
að vinna.“
46 Sport 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
„South
ampton
virka sprækir
en United verð
ur að vinna
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Barátta Það er jafnan
hart tekist á þegar Liver-
pool og Arsenal mætast.
Það er engin ástæða til að
ætla að annað verði uppi á
teningunum um helgina.
A–riðill
FC Porto
Dynamo Kiev
Paris SG
Dinamo Zagreb
B–riðill
Arsenal
Schalke
Olympiakos
Montpellier
C–riðill
AC Milan
Zenit
Anderlecht
Malaga
D–riðill
Real Madrid
Man. City
Ajax
B. Dortmund
E–riðill
Chelsea
Shakhtar Donetsk
Juventus
FC Nordsjælland
F–riðill
FC Bayern
Valencia
Lille
BATE Borisov
G–riðill
Barcelona
Benfica
Spartak Moskva
Celtic
H–riðill
Man. United
Braga
Galatasaray
CFR Cluj
Dregið í Meistaradeild Evrópu:
Manchester City
í dauðariðlinum
Dregið var í riðla í Meistaradeild
Evrópu á fimmtudag og er óhætt
að segja að Englandsmeistar
ar Manchester City fái verðugt
verkefni. Þeir drógust í riðil með
Spánarmeisturum Real Madrid,
Þýskalandsmeisturum Borussia
Dortmund og Hollandsmeistur
um Ajax. City ætti þó að mæta til
leiks reynslunni ríkari því í fyrra
lentu þeir einnig í erfiðum riðli;
mættu Napoli, Bayern Munchen
og Villareal og komust ekki
áfram. Nágrannar City, Manche
ster United, voru öllu heppnari
með drátt. Þeir mæta Braga frá
Portúgal, Galatasaray frá Tyrk
landi og CFR Cluj frá Rúmeníu.
Evrópumeistarar Chelsea ættu
einnig að komast upp úr sínum
riðli. Þeir mæta þó Ítalíumeistur
um Juventus, Shakhtar Donetsk
frá Úkraínu og Nordsjælland frá
Danmörku. Dráttinn í heild sinni
má sjá hér að neðan.
Riðlarnir
Iniesta
bestur
í Evrópu
Andres Iniesta, miðjumaður
Barcelona og spænska lands
liðsins, hefur verið útnefnd
ur knattspyrnumaður ársins
í Evrópu. Það er Evrópska
knattspyrnusambandið, UEFA,
sem stendur fyrir valinu en 53
blaðamenn í Evrópu sjá um að út
nefna besta leikmanninn. Iniesta
hlaut nítján atkvæði í efsta sætið
en þar á eftir komu Lionel Messi
og Cristiano Ronaldo sem fengu
sautján atkvæði hvor. Iniesta
hefur átt góðu gengi að fagna
undanfarin misseri. Hann varð
Evrópumeistari með spænska
landsliðinu í sumar þar sem hann
var valinn leikmaður mótsins.
Þá varð hann bikarmeistari með
Barcelona í vor. Lionel Messi hlaut
verðlaunin á síðasta ári en á eftir
honum komu Xavi Hernandez og
Cristiano Ronaldo í þriðja sæti.