Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 72
Allt er gott
sem endar
vel!
Sundbíó í
september
n Atli Bollason úr hljómsveitinni
Sprengjuhöllinni og Jóhann Alfreð
Kristinsson, einn af grínistum Mið-
Íslands, eru á meðal þeirra sem
skipuleggja kvikmyndahátíðina
RIFF í ár. Í tilkynningu frá Atla
kemur fram að hið árlega sundbíó
verði haldið með pompi og prakt í
Laugardalslaug þann 29. septem-
ber næstkomandi. „Sundbíóið er
orðin ein af sérgreinum RIFF og
einhver vinsælasti viðburður há-
tíðarinnar ár eftir ár. Ungir gest-
ir sem aldnir skella sér
í sund og njóta þess
að svamla um leið
og þeir horfa á ein-
hverja perluna úr
kvikmyndasögunni.“ Í
ár varð kvikmyndin
Back to the Fut-
ure fyrir valinu
og að sögn
Atla Bolla-
sonar verð-
ur Laugar-
dalslaug
skreytt í
samræmi
við atriði úr
myndinni.
Hannes
fluttur
n Glæsilegt einbýlishús listakon-
unnar Kötlu Jónasdóttur í Ing-
ólfsstræti er til leigu. Útrásarvík-
ingurinn Hannes Smárason bjó þar
í sumar ásamt nýju kærustunni
sinni, Brynju X. Vífilsdóttur en ný-
lega bárust fréttir af því að hann
væri skilinn við eiginkonu sína,
Unni Sigurðardóttur. Katla er fyrr-
um eiginkona viðskiptajöfursins
Kevin Stanford sem var giftur tísku-
drottningunni Karen Miller. Hús
Kötlu er einstaklega
glæsilegt en það
var gert upp fyr-
ir nokkrum árum
síðan. Húsið er nú
falt til leigu fyrir
hálfa milljón á
mánuði.
Músíkalskur
markvörður
n Einn dáðasti handknattleiks-
markvörður Íslendinga, Guðmund-
ur Hrafnkelsson, sýndi á sér nýja
hlið á Götubarnum á Akureyri
um liðna helgi. Götubarinn hef-
ur náð miklum vinsældum og þá
sérstaklega vegna flygils sem öll-
um er frjálst að leika á. Myndast
þar jafnan mjög góð stemning þar
sem menn leika vel valin dæg-
urlög á hljóðfærið og gest-
ir á barnum taka vel
undir. Guðmundur
gerði sér lítið fyrir
og kitlaði nóturnar
á flyglinum síðast-
liðið laugardags-
kvöld og sýndi það
að hann er ekki bara
liðtækur í mark-
vörslunni.
Þ
að kom í raun ekkert fyrir höf-
uðið á honum. Hann var að-
eins upphleyptur á enninu
eftir hjálminn,“ segir Linda Sól-
ey Halldórsdóttir, móðir Bergs Páls
Karvels sonar, 6 ára, sem varð fyrir bíl
skammt frá heimili sínu í Mosfellsbæ
á miðvikudag. „Hann lenti á bílnum,
fór upp á húddið og flaug svo út í gras,“
segir hún um slysið. Læknar sem
meðhöndluðu drenginn eftir slysið,
sem og foreldrar hans, eru sannfærð
um að hjálmurinn hafi jafnvel bjarg-
að lífi hans. Linda vill vekja athygli á
mikil vægi hjálmsins, en sonur hennar
fer aldrei út að hjóla án hans.
Bergur Páll slapp þó ekki alveg
ómeiddur frá slysinu því sköflungur-
inn á honum brotnaði og þarf hann
því að vera í gifsi í allt að sex vikur.
Linda segir það vera erfitt fyrir son
sinn, en hann taki þessu þó af miklu
æðruleysi. Bergi Páli var vissulega
brugðið eftir slysið en það virðist ekki
hafa gert hann afhuga hjólreiðum.
Hann er strax farinn að tala um nýtt
hjól sem hann langar að eignast.
Linda vill taka fram að ekki sé við
ökumann bílsins að sakast í þessu
tilfelli. Bílnum var ekið á löglegum
hraða í íbúðahverfi, en Bergur Páll og
vinir hans gleymdu sér þegar þeir fóru
yfir götuna. „Eins og hann segir sjálfur,
hann gleymdi að kíkja,“ segir Linda.
Ökumanninum var brugðið eftir að
hafa ekið á drenginn en Linda gætti
þess ásaka hann ekki. „Ég knúsaði
hann bara fram og til baka. Og hann
var bara yndislega góður og hringdi í
okkur um kvöldið. Það var allt í góðu.“
solrun@dv.is
Hjálmurinn bjargaði
n Móðirin knúsaði ökumanninn í bak og fyrir
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 31. áGúSt–2. SepteMBer 2012 100. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Skiptir höfuðmáli Bergur Páll á það
hjálminum sínum líklega að þakka að ekki
fór verr þegar hann varð fyrir bíl.