Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 34
6 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Framhaldsskólalíf Skólastarf í skólum landsins er hafið að nýju. Blaða- maður og ljósmyndari reyndu að fanga stemninguna í stuttri heimsókn í nokkra af stærstu framhaldsskól- um landsins. Í Casa er matsala og nokkrir sóf- ar þar sem MR-ingar ráða ráðum sínum. Þar sitja nokkrir krakkar á fyrsta, öðru og þriðja ári. Nokkr- ir með námsbækurnar og glugga aðeins í þær. „Það er þægilegt að vera hérna,“ segir einn og teygir úr fótunum upp á borð. Á gangin- um er verið að taka myndir af ný- nemum í nemendaskírteini og útivið eru enn nokkrir sem fá sér smók. Það er minna af bílum fyr- ir utan Menntaskólann í Reykja- vík en marga aðra skóla. Mögulega af því í miðborgina gengur mikið af strætisvögnum. Ljóst er þó að margir mæta á reiðhjóli í skólann því hjólagrindurnar eru þéttskipað- ar glæsilegum hjólum. Í bókhlöðunni Íþöku er að finna bókasafn Menntaskólans í Reykja- vík. Þar svífur gamall andi yfir bókahillunum. Einhver gárungur hefur skrapað af stafi á hurðinni inn í lessalinn. Þar stendur ekki lengur Lessalur, heldur Lessa. Inni í Íþöku eru tveir nemend- ur að lesa og reikna. Sigmar Her- mann Ómarsson er í fjórða bekk á náttúrufræðibraut og Hrefna Björk Jónsdóttir nemandi í fimmta bekk á náttúrufræðibraut og segjast þau bæði nýta lessalinn oft enda þægi- legt og hljóðlátt þar inni. Menntaskólinn í Reykjavík Gamall andi og fáir á einkabíl Kvikmyndaskóli Íslands Fáir á ferli Kvikmyndaskólinn er til húsa við Ofanleiti 2. Þar eru þeir Dukagj- in Idrizi, Elvar Bjarni Guðmundsson og Trausti Hafliðason mætt- ir til náms, Dukagjin og Elvar læra á tæknibraut skólans og Trausti nemur leikstjórn og framleiðslu. Það eru fáir nemendur á ferli við skólann. „Skólastarfið er ekki farið almennilega af stað,“ segir Elvar þótt skólinn hafi verið settur í síðustu viku. Þeir segja nemendur og starfsfólk setja svip á skólalífið og það einkennist af mikilli vinnu.“ Gamall andi Í Íþöku er kyrrð og næði. Þar sátu Sigmar og Hrefna. Maja Andrea Menntaskólinn við Hamrahlíð „Jakki úr Rokki og Rósum, Dr. Martens-skór, buxur úr Topshop.“ Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir Menntaskólinn við Hamrahlíð „Peysa úr Topshop. Skór frá Timberland.“ Björn Hrafn- kelsson Menntaskólinn við Hamrahlíð „Buxurnar eru frá Jack & Jones, ég hef ekki hugmynd um hvaðan restin er. Úr fataskápnum?“ Tómir pítsukassar og gosumbúðir eru við inngang Fjölbrautaskólans við Ármúla. Í dag er busað. Ein hurð hefur verið merkt sérstak- lega: Inngangur fyrir busa. Skólinn er stór og bjartur eftir umbætur sem hafa verið gerðar á honum síðustu ár. Þar inni hitta blaðamaður og ljósmyndari fyrir lítinn hóp busa. Tvær stúlkur eru á náttbuxunum og með blautt hárið eftir einhvers konar vígsluraunir. Það er mikil tilhlökkun í hópnum eftir komandi vetri. Á öðru borði sitja eldri og lífs- reyndari nemendur og segjast lykta af mysu. Mysan átti að sjálf- sögðu að lenda á „busakindun- um“ en nokkrar sterklyktandi slettur fóru á þá eldri og reyndari. Fram hjá gengur foringi glæpa- félags Íslands. Hann er reynd- ar ekki alræmdur sá, er kennari skólans og félagið snýst um bók- menntir. Þau eldri sættast á að sitja fyrir á myndum þrátt fyr- ir mysusletturnar. „Þú verður að vera í erfðagóssinu,“ segir einn við annan og sá hinn sami gríp- ur græna og myndarlega úlpu. „Erfðagripur frá mömmu,“ útskýr- ir hann. Það þarf ekki að útskýra það frekar því með þessum orðum dæmist flíkin í flokk hátísku. Fjölbrautaskólinn við Ármúla Busakindur og mysuslettur Busar á bekk Þau voru spennt fyrir komandi vetri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.