Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 34
6 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Framhaldsskólalíf
Skólastarf í skólum landsins er hafið að nýju. Blaða-
maður og ljósmyndari reyndu að fanga stemninguna
í stuttri heimsókn í nokkra af stærstu framhaldsskól-
um landsins.
Í Casa er matsala og nokkrir sóf-
ar þar sem MR-ingar ráða ráðum
sínum. Þar sitja nokkrir krakkar á
fyrsta, öðru og þriðja ári. Nokkr-
ir með námsbækurnar og glugga
aðeins í þær. „Það er þægilegt að
vera hérna,“ segir einn og teygir
úr fótunum upp á borð. Á gangin-
um er verið að taka myndir af ný-
nemum í nemendaskírteini og
útivið eru enn nokkrir sem fá sér
smók. Það er minna af bílum fyr-
ir utan Menntaskólann í Reykja-
vík en marga aðra skóla. Mögulega
af því í miðborgina gengur mikið
af strætisvögnum. Ljóst er þó að
margir mæta á reiðhjóli í skólann
því hjólagrindurnar eru þéttskipað-
ar glæsilegum hjólum.
Í bókhlöðunni Íþöku er að finna
bókasafn Menntaskólans í Reykja-
vík. Þar svífur gamall andi yfir
bókahillunum. Einhver gárungur
hefur skrapað af stafi á hurðinni
inn í lessalinn. Þar stendur ekki
lengur Lessalur, heldur Lessa.
Inni í Íþöku eru tveir nemend-
ur að lesa og reikna. Sigmar Her-
mann Ómarsson er í fjórða bekk á
náttúrufræðibraut og Hrefna Björk
Jónsdóttir nemandi í fimmta bekk
á náttúrufræðibraut og segjast þau
bæði nýta lessalinn oft enda þægi-
legt og hljóðlátt þar inni.
Menntaskólinn í Reykjavík
Gamall andi og
fáir á einkabíl
Kvikmyndaskóli Íslands
Fáir á ferli
Kvikmyndaskólinn er til húsa við Ofanleiti 2. Þar eru þeir Dukagj-
in Idrizi, Elvar Bjarni Guðmundsson og Trausti Hafliðason mætt-
ir til náms, Dukagjin og Elvar læra á tæknibraut skólans og Trausti
nemur leikstjórn og framleiðslu. Það eru fáir nemendur á ferli við
skólann. „Skólastarfið er ekki farið almennilega af stað,“ segir Elvar
þótt skólinn hafi verið settur í síðustu viku. Þeir segja nemendur og
starfsfólk setja svip á skólalífið og það einkennist af mikilli vinnu.“
Gamall andi Í Íþöku er kyrrð og
næði. Þar sátu Sigmar og Hrefna.
Maja Andrea
Menntaskólinn við Hamrahlíð
„Jakki úr Rokki og Rósum, Dr. Martens-skór,
buxur úr Topshop.“
Ragnhildur Erla
Þorgeirsdóttir
Menntaskólinn við Hamrahlíð
„Peysa úr Topshop.
Skór frá Timberland.“
Björn Hrafn-
kelsson
Menntaskólinn við Hamrahlíð
„Buxurnar eru frá Jack & Jones, ég hef
ekki hugmynd um hvaðan restin er. Úr
fataskápnum?“
Tómir pítsukassar og gosumbúðir
eru við inngang Fjölbrautaskólans
við Ármúla. Í dag er busað. Ein
hurð hefur verið merkt sérstak-
lega: Inngangur fyrir busa.
Skólinn er stór og bjartur eftir
umbætur sem hafa verið gerðar á
honum síðustu ár. Þar inni hitta
blaðamaður og ljósmyndari fyrir
lítinn hóp busa. Tvær stúlkur eru á
náttbuxunum og með blautt hárið
eftir einhvers konar vígsluraunir.
Það er mikil tilhlökkun í hópnum
eftir komandi vetri.
Á öðru borði sitja eldri og lífs-
reyndari nemendur og segjast
lykta af mysu. Mysan átti að sjálf-
sögðu að lenda á „busakindun-
um“ en nokkrar sterklyktandi
slettur fóru á þá eldri og reyndari.
Fram hjá gengur foringi glæpa-
félags Íslands. Hann er reynd-
ar ekki alræmdur sá, er kennari
skólans og félagið snýst um bók-
menntir. Þau eldri sættast á að
sitja fyrir á myndum þrátt fyr-
ir mysusletturnar. „Þú verður að
vera í erfðagóssinu,“ segir einn
við annan og sá hinn sami gríp-
ur græna og myndarlega úlpu.
„Erfðagripur frá mömmu,“ útskýr-
ir hann. Það þarf ekki að útskýra
það frekar því með þessum orðum
dæmist flíkin í flokk hátísku.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Busakindur og
mysuslettur
Busar á bekk
Þau voru spennt
fyrir komandi vetri.