Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 50
„Ég er ótrúlega lánsamur að hafa fundið dásamlega konu sem leist á mig og fengið þrjú frábær börn með inn í líf mitt – og það fjórða á leiðinni vegar ekki neitað að þarna fer ungur, myndarlegur, harðduglegur og list- rænn maður sem einhvern veginn fær allt til að breytast í gull í höndum sér. Hann hefur nú gefið piparsveins- lífið upp á bátinn og á von á barni með unnustu sinni, Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Menningarhússins Hofs á Akur- eyri, en starfsemi þess hefur gengið afar vel eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Ingibjörg og Magnús unnu saman hjá Leikfélagi Akureyrar á sín- um tíma. Ingibjörg Ösp á þrjú börn úr fyrra sambandi en um fyrsta barn Magnúsar er að ræða og hann er að vonum afar spenntur. „Í byrjun janú- ar eigum við von á litlu barni. Ég iða í skinninu og við hlökkum öll ótrúlega mikið til,“ segir hann brosandi og viðurkennir að hann hafi alltaf verið mikill barnakarl. Dásamleg kona Hann segist ekki eiga erfitt með að gíra sig inn í fjölskyldulífið. „Líf mitt hefur verið frekar einfalt fram að þessu – of einfalt. Það hefur snúist um leikhús frá morgni til kvölds. Það hefur verið gott líf – en auðvitað er raunverulega lífið það að eiga fjöl- skyldu og horfa á börn vaxa úr grasi. Þetta er auðvitað mikil breyting fyr- ir mig en hún er jákvæð á allan hátt, himnasending. Í forgangi er og verð- ur auðvitað að sinna fólkinu sínu og njóta þess. Samhliða því sinnir mað- ur svo leikhúsinu eins og maður best getur,“ segir hann og eftirvæntingin leynir sér ekki í röddinni. Þau Ingi- björg eru bæði í krefjandi störfum í hvort í sínum landshlutanum en Magnús miklar ekki fyrir sér ferða- lögin. „Þetta er bara dásamlegt. Við erum bæði það heppin að vera í skemmtilegum og gefandi störfum. Auðvitað væri einfaldara ef störf- in væru í sama landshlutanum – en fyrst svo er ekki, þá vinnur maður bara úr því. Sem betur fer eru sam- göngur þannig að það er ekki mik- ið mál að skutlast á milli. Við erum stolt af því að vera öflugir bakhjarl- ar Flugfélags Íslands. Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af því félagi á næst- unni.“ Hann segist varla vita hvar hann eigi að byrja þegar hann er beðinn um að lýsa konunni sem bræddi hjarta hans. „Það er bara allt við hana, hún er svo góð manneskja. Við eigum alveg einstaklega vel saman og höfum svipaða sýn á lífið. Hún er skemmtileg, klár og auðvitað falleg- ust, sætust og allt það,“ segir hann brosandi og bætir við: „Ég er ótrúlega lánsamur að hafa fundið dásam- lega konu sem leist á mig og fengið þrjú frábær börn með inn í líf mitt – og það fjórða á leiðinni. Þau Arna, Andrea og Stefán eru alveg ótrúlega skemmtileg.“ Leikhús þarfnast ástríðu Fyrir Magnúsi Geir er leikhúsið ástríða, atvinna og áhugamál. Önnur áhugamál hans eru bókmenntir, tón- list og kvikmyndir. „Aðaláhugamál- ið er að vera með fólkinu mínu, fjöl- skyldu og vinum, en svo finnst mér góð hvíld í því að sjá góða kvikmynd. Í sporti finnst mér fátt skemmti- legra en að fara á skíði en vegna þess hversu mikið er að gera í leikhúsinu á veturna hef ég ekki sinnt því eins og ég vildi. Ég hef mikinn áhuga á stjórn- un og að fylgjast með þjóðfélagsum- ræðunni. Ég hafði mikla ánægju af því að sækja mér MBA-nám við HR fyrir nokkrum árum og finnst gaman að takast á við stjórnarsetu í RÚV. Það er mjög skemmtilegt verkefni.“ Aðspurður segir hann gott leikhús þarfnast ástríðu og kunnáttu. „Svo þarf sterkan og samheldinn hóp lista- manna og annars starfsfólks. Hverju leikhúsi er mikilvægt að spyrja sig sí- fellt um hlutverk sitt. Slíkt felst í því að hlusta á hvaða sögur samfélagið vill heyra og þarf að heyra. Íslenskt leikhús er almennt gott og íslenskir leikarar eru með þeim betri sem ég hef séð. Íslensku leik- ararnir hella sér almennt í verkefn- in, leggja allt undir og eru oft opnari á tilfinningar en þeir leikarar sem maður sér annars staðar. Við höfum það líka fram yfir flestar ef ekki all- ar þjóðir hvað leikhúsið á Íslandi er mikil almenningseign. Hér fara flest- ir í leikhús á meðan annars staðar er það oft þröngur hópur elítunnar sem sækir leikhúsin,“ segir hann og bæt- ir við að eftir að áskriftarkortin ruddu sér rúms fari stór hópur reglulega í leikhús. „Fjöldi kortagesta í Borgar- leikhúsinu er um 11 þúsund og hver þeirra kemur fjórum sinnum á ári í leikhúsið. Það eru náttúrulega for- réttindi fyrir okkur sem störfum í leik- húsinu að finna fyrir þessum áhuga.“ Jákvæður en með skap Þegar hann er inntur eftir kostum sínum og göllum segist hann eiga erfitt með að meta sjálfan sig. Aðr- ir hljóti að vera betur til þess falln- ir. Hann viðurkennir þó að hann sé mikill keppnismaður. „Ég geri mikl- ar kröfur til annarra og sjálfs mín og er metnaðarfullur. Ég held líka að ég sé kappsamur en geti stundum orðið þrjóskur. Flestir þessara eiginleika hafa bæði jákvæðar og neikvæð- ar hliðar. Ég tel að ég sé jákvæður og bjartsýnn að eðlisfari og það litar minn stjórnunarstíl. Ég held að nálg- un mín sem stjórnanda sé yfirleitt út frá jákvæðni og trú á hæfileika starfs- manna. Ég reyni að ná því besta fram í fólki og reyni að skapa hvetjandi umgjörð um starfsemina. Helsti styrkleiki Borgarleikhúss ins er einmitt samheldinn, jákvæður hópur sem nýtur þess að gera það sem hann er að gera. Ég hef ekki trú á ógnarstjórn, einvöldum eða mönn- um sem stjórna með hótunum. Ég vil að fólki líði vel í vinnunni. Ekki þannig að þetta sé allt rólegzt og af- slappað heldur að það finni að þegar það leggur á sig skili það árangri. Ég er meðvitaður um að ég geri miklar kröfur, kannski stundum of miklar. Ég hef skap en ég tel líka að þeir sem vinna í leikhúsi þurfi að hafa skap, við viljum ekki að það ríki lognmolla í leikhúsinu. Við í Borgarleikhúsinu erum heppin því hér ríkir yfirleitt mjög jákvætt og gott andrúmsloft.“ Gerir ekki öllum til geðs Varðandi gagnrýni segist hann vissu- lega hlusta og taka til sín það sem betur megi fara. „Markmiðið er að hafa áhrif á okkar áhorfendur. Gagn- rýnendur eru hluti af þeim. Það er samt ekkert sem segir að þeir hafi réttara fyrir sér en einhver annar. Svo tekur maður mismunandi mark á fólki og röddum. Oft er gagnrýni mjög uppbyggileg og almennt er hún unnin af bestu getu og góðum hug til leikhússins og áhorfenda. En vissulega er ekki hægt að gera öllum til geðs. Enda er það ekki markmiðið. Í Borgarleikhúsinu munum við sýna 26 leiksýningar á leikárinu og í fyrra tókum við á móti 210 þúsund gestum. Ef við ætluðum að vera upptekin af því að allt verði að vera fyrir alla yrði útkoman flöt og óspennandi leikhús sem tæki ekki á einu né neinu. Við viljum bjóða upp á afgerandi og ólík verk og hugsum þetta eins og regnboga eða litróf. Við viljum spila á alla litina en ekki á alla í einu. Þá yrði liturinn bara grábrúnn.“ Langar að leikstýra meira Þrátt fyrir að hafa stofnað fjölskyldu og eiga von á barni með norðlenskri mey og þá staðreynd að eflaust vildu margir sjá hann aftur í stóli leikhússtjóra LA er Magnús Geir ekkert á leiðinni úr stóli borgarleikhússtjóra. „Það er svo margt spennandi í lífinu og ef það væru fleiri klukkutímar í sólarhringnum þá væri auðvitað margt sem væri gaman að gera til viðbótar. Það væri til dæmis gaman að leikstýra meira. Staðreyndin er hins vegar sú að ég er í skemmtilegasta starfi sem ég get hugsað mér. Ég er hluti af frábær- um hópi starfsmanna Borgarleik- hússins, það er góð sigling á leikhús- inu og ótrúlega skemmtileg verkefni fram undan. Leikárið fram undan er svakalega spennandi og mörg mjög flott verkefni komin inn á leikárin þar á eftir. Ég mun því, hér eftir sem hing- að til, reyna að vinna mín verk af alúð og leggja mig fram. Ég hef aldrei haft nein rosaleg langtímaplön fyrir sjálfan mig. Ég er nýbyrjaður á nýju ráðningartímabili í Borgarleikhúsinu. Hvað verður eft- ir að því tímabili lýkur veit enginn. Ég trúi því að það verði sem verða vill. Kannski mun ég taka við öðru leik- húsi síðar eða gera eitthvað allt annað. Þetta snýst allt um hverju maður hefur ánægju af og hvað veitir gleði.“ n 34 Viðtal 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Genginn út Magnús Geir hefur lengi verið eftirsóttur piparsveinn en hann kannast ekki við það. Nú hefur hann gefið piparsveinalífið upp á bátinn fyrir ástina og er alsæll. Erfitt að fylgjast með LA „Það er sárt að fylgjast með Leikfélagi Akureyrar og því góða starfi sem þar hefur byggst upp fjara út,“ segir Magnús og vonar að þeim takist að snúa vörn í sókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.