Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 56
40 Menning 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
É
g var að koma af æfingu með
Borgardætrum. Það er svo
erfitt að ná okkur saman,“ seg
ir Andrea afsakandi um leið og
við komum okkur fyrir á kaffi
húsi við gömlu höfnina í Reykjavík,
en við færðum tímasetningu viðtals
ins til svo það skaraðist ekki á við æf
inguna. „Við erum að fara að syngja
með Stórsveitinni á djasshátíðinni og
svo verða þær náttúrulega í afmæl
inu í Eldborginni,“ bætir hún við og
pantar sér kaffi.
Andrea verður fimmtug þann 13.
september næstkomandi og ætlar að
fagna áfanganum með stæl með því
að blása til heljarinnar afmælistón
leika í Hörpu 15. september.
Hún hræðist það ekki að eldast
og er sátt við að verða fimmtug. „Það
liggur fyrir okkur öllum sem lifa svo
lengi og ég er búin að lifa til fimm
tugs. Það er nú ákveðinn áfangi að
tóra það lengi. Fimmtugt er náttúru
lega bara ungur aldur í dag. Fólk er
að sprikla fram yfir nírætt í góðum
fíling þannig að ég á helling eftir,“
segir Andrea og hallar sér brosandi
aftur í stólnum.
„Ég hef aldrei haft neina aldurs
komplexa. Eitthvað svona: Úúú…
það má enginn vita hvað ég er göm
ul,“ segir hún hálfhvíslandi til að ít
reka hvað aldur getur verið mik
ið bannorð. Aldurinn er það svo
sannarlega ekki fyrir Andreu sem
tekur honum fagnandi með aðdá
endum sínum í stærsta tónleikahúsi
landsins.
Enginn uppáhaldsmoli
Á afmælistónleikunum munu koma
fram langflestar þær hljómsveitir
sem Andrea hefur starfað með í
gegnum tíðina. Má þar nefna Tod
mobile, Tweety, Blúsmenn Andreu,
Bíóbandið, Borgardætur og Grafík.
Þá mun hún einnig syngja dúetta
með ýmsum tónlistarmönnum og
lofar heilmikilli tónlistarveislu.
„Mér þykir vænt um öll þessi
bönd á sinn hátt,“ segir hún aðspurð
hvort hún eigi sér uppáhaldshljóm
sveit. „Þetta eru allt góð tímabil og
einhver fílingur og mér finnst ég
bara hafa verið mjög heppin að fá
að vinna með svona flottu fólki í
svona ólíkum verk efnum. Ég held að
ég hefði ekki getað verið í einhverju
einu bandi með eina tónlistarstefnu
og látið allt annað vera. Þetta er bara
eins og að fá sér að smakka á öllum
bitunum í konfektkassanum og finn
ast allt gott á sinn hátt. Það er enginn
uppáhaldsmoli, þeir eru allir bara
jafngóðir.“
Fjölskyldan kemur frá Noregi
Andrea tók ákvörðun um það
snemma í vor að fagna afmæl
inu sínu með þessum hætti en að
baki þeirri ákvörðun liggur helst ein
ástæða. Hana langaði til að bjóða
fjölskyldunni sinni sem býr erlend
is í Hörpuna og leyfa henni að hlýða
á hljómsveitirnar sem hún hefur
fæstar séð á sviði. „Fjölskyldan mín
er búsett í Noregi og hefur verið í 30
ár. Þau ætla öll að mæta, foreldrar
mínir, systkini og makar og systkina
börn. Svo kemur fjölskyldan mín frá
Akureyri og héðan úr Reykjavík. Svo
er ég núna bara: Hvað var ég að pæla,
maður!?“ segir Andrea og baðar út
höndum til að leggja áherslu á hvað
þetta var brjálæðisleg hugmynd.
„Þetta er svolítið meira en að segja
það, að standa að svona tónleikum
og líka bara að ná í gegn. Það er svo
rosalega mikið í gangi og flott í boði.
Maður þarf svolítið að standa á
tánum og veifa og segja: Halló,
ég er hér, ég er líka að gera eitt
hvað!“ Andrea vonast þó til að
sem flestir sem hafi áhuga á ferli
hennar og tónlist sjái sér fært að
koma.
Andrea ætlar ekki að láta
tónleikana nægja heldur mun
einnig koma út safnplata sem
sem spannar 25 ára feril hennar
í tónlistarbransanum. Um er að
ræða gífurlegt magn af efni sem
henni fannst mjög skemmtilegt
að fara yfir. Hún viðurkennir þó
að það hafi ekki verið auðvelt
verk að velja á safnplötuna.
„Ég held við höfum fundið
einhvern þverskurð. Það er í
mörg horn að líta og það
hefur ansi mikið breyst á
25 árum, en það lifir nú
nokkuð vel flest af þessu.
Þetta er alveg að virka
enn þann dag í dag. Fyrir
mér allavega,“ segir Andr
ea glettin og sýpur á kaff
inu.
Hefur bara unnið með
snillingum
Ferill Andreu er mjög fjöl
breyttur og það er varla til
sú tónlistarstefna sem hún
hefur ekki fiktað við. En er
eitthvað sem stendur upp úr
af þessum ólíku verkefnum?
„Það var dálítið gaman
að hlusta á Grafíkdiskinn
og bara gaman að hlusta á
þessa músíkstíla sem voru
í gangi á sínum tíma sem
eru skemmtileg heimild og
lýsandi fyrir hvernig músík
senan var á hverjum tíma.
Þetta er náttúrulega svolítið
langur tími, 25 ár, en mér
finnst þetta hafa liðið nokk
uð hratt samt,“ segir hún hlæjandi.
„Ég get ekki sagt að það standi neitt
sérstakt upp úr. Þetta er bara mjög
skemmtileg breidd. Þetta er popp,
rokk, stríðsáramúsík, blúsinn og
gömlu íslensku lögin. Bæði „cover“
og frumsamið.“
Andrea segir safnplötuna eðlilega
verða mjög fjölbreytta og efnið svo
lítið út um allt. Það hafi ekki verið
auðvelt að raða tónlistinni saman á
diskinn.
„Ég er voðalega opin fyrir allri
tónlist og alltaf til í að prófa og taka
áskorunum. Taka að mér verkefni
sem gætu verið manni ofviða þegar
upp er staðið. Svo líka bara að setja
saman bönd með músík sem mað
ur fílar. Ég hef verið ótrúlega hepp
in með samstarfsfólk alltaf hreint.
Þetta eru allt saman bara einhverj
ir snillingar sem maður hefur unnið
með.“
Alltaf sama stuðið
Todmobile er líklega sú hljómsveit
sem flestir tengja Andreu sterkast
við, en óhætt er að fullyrða að lang
flestir Íslendingar sem komnir eru
yfir þrítugt þekki einhver lög með
hljómsveitinni.
Tónleikarnir bera yfirskriftina
Stelpurokk en það er einmitt nafn á
lagi með Todmobile sem hefur ver
ið starfandi frá árinu 1988. Hljóm
sveitin er enn í fullu fjöri þrátt fyrir
örlitlar mannabreytingar, og gaf síð
ast út disk í fyrra. Blaðamann leikur
forvitni á að vita hvort það sé alltaf
sama stuðið hjá þeim. Hvort stemn
ingin í bandinu sé sú sama og áður
fyrr? „Já,“ svarar Andrea án þess að
hika. „Það hefur ekkert breyst. Það
er rosa stuð og það er líka svo mik
il spilagleði þegar við spilum svo
sjaldan. Auð vitað var alltaf gam
an hjá okkur en þetta er ekki svona
rútína núna eins og þegar við spiluð
um sem mest í gamla daga. Þetta er
svona skemmtilegur hittingur þegar
við spilum í dag.“
Tennurnar fjarlægðar
Kjaftasögur, umtal og annað áreiti
fylgir gjarnan því að vera þekkt
andlit, hvort sem um er að ræða
tónlistarbransann eða aðrar starfs
greinar. Andrea vill þó ekki meina að
slíkt hafi fengið á hana í gegnum tíð
ina. „Auðvitað er alltaf eitthvert fólk
sem kann sig ekki. Það var kannski
meira hérna á árum áður. Ekki í dag
allavega. Það er þá á bak við mig og
ég heyri það ekki, ef svo er.“ Það er
ekkert sem situr eftir í henni, enda
gleymir hún slíkum leiðindum jafn
óðum. „Það er miklu frekar að fólk sé
að koma upp að manni og þakka fyr
ir það sem maður hefur gert fyrst það
hefur tækifæri til þess. Vill þakka fyr
ir músíkina og biðst afsökunar á að
það skuli vera að trufla mig.“
Einhverjar kjaftasögur tengdust
framtönnum Andreu. Hún skart
aði lengi vel stóru frekjuskarði og
tennurnar voru útstæðar. Margir litu
eflaust á það sem hálfgert einkenn
ismerki hennar. Það vakti því tölu
verða athygli fyrir nokkrum árum
þegar skarðið var skyndilega horfið
og tennurnar ekki lengur útstæðar.
Lagfæringin á tönnunum kom þó til
af illri nauðsyn og var langt frá því að
vera skyndihugdetta hjá Andreu.
„Það var í raun ekkert að gerast
með tennurnar á mér þegar ég var að
byrja. Ég var með ósköp venjulegar
tennur um tvítugt en ég fékk bein
eyðingu í tannbeinið og tennurnar
fóru að fara af stað. Það gerðist nátt
úrulega rosalega hægt þannig að
fólk tók ekki eftir því nema það væri
að hitta mig með löngu millibili. Ef
maður skoðar myndir af mér sést að
þetta varð alltaf meira og meira og
undir lokin þurfti að gera eitthvað í
málinu. Það var ekkert hægt að rétta
þær eða neitt svoleiðis. Það var ekk
ert hald. Þegar beineyðing er í gangi
minnkar alltaf haldið í tönnunum,“
útskýrir Andrea. „Þær voru bara að
fara eitthvert út í buskann,“ bæt
ir hún við. Það var því nauðsynlegt
að fjarlægja tennurnar að hluta og
koma fyrir nýjum í staðinn.
„Það var einhvern tíma einhver
saga um það að ég hefði sagt að
ástæðan fyrir því að ég léti ekki laga
í mér tennurnar væri sú að ég væri
hrædd um að það myndi breytast í
mér röddin. Það er bara algjör vit
leysa og ég hefði aldrei látið þetta út
úr mér,“ segir hún og bendir á hún
syngi ekki mikið með tönnunum.
„Fólk kemur til mín og segir: „Af
hverju léstu laga þetta, guð minn
góður!?“ og veit ekki neitt,“ segir hún
með tilþrifum.
Missti hljóðfærið og fór að
syngja
Andrea er fædd á Akureyri en flutti
á Akranes áður en hún byrjaði í
grunnskóla og bjó þar þangað til hún
kláraði samræmdu prófin. Hún er
elst af sjö systkinum og viðurkenn
ir að oft hafi verið mikið að gera á
heimilinu. Hún var dugleg að gæta
systkina sinna og hjálpa til, en 12 ára
gömul átti hún orðið sex yngri systk
yni.
Andrea var mjög virkur ungling
ur, eins og hún orðar það, hafði gam
an af félagslífi, tónlist og skemmtun
um. Hún viðurkennir að foreldrum
hennar hafi eflaust þótt hún erfið
ur og uppreisnargjarn unglingur, en
það hafi líklega bara verið af því að
hún var elst.
Eftir að hafa lokið samræmdu
prófunum á Akranesi lá leið hennar
til Noregs þar sem hún fór í lýðhá
skóla. Skömmu eftir að hún kom aft
ur heim og settist að í Reykjavík flutti
fjölskylda hennar til Noregs og hefur
búið þar síðan.
„Ég varð passlega að standa á eig
in fótum í Reykjavík frekar ung og
það gekk svona upp og niður. Maður
gekk á veggi og fékk kúlu og jafnaði
sig,“ segir hún.
Fyrsta hljómsveitin sem hún gekk
til liðs við var Grafík, árið 1987, þá
var hún 25 ára gömul og var að ljúka
námi í klassískum söng. Þá hafði
hún einnig lært á selló um nokkurt
skeið. Það kann margan að undra að
röddin var ekki fyrsta hljóðfærið sem
Andrea veðjaði á í tónlistinni og að
vissu leyti má segja að það hafi ekki
komið til af góðu að söngurinn varð
ofan á. „Ég var með lánshljóðfæri og
Andrea Gylfadóttir verður fimmtug í september
og ákvað af því tilefni að halda afmælistónleika í
Hörpu. Hún vildi bjóða fjölskyldu sinni í Noregi upp á
almennilega tónlistarveislu. Hún lítur sátt yfir 25 ára
feril sinn í tónlist og segist aldrei hafa látið kjafta-
sögur og umtal á sig fá. Þrátt fyrir að vera nokkuð
sátt í dag fann hún lengi fyrir örlítilli eftirsjá þegar
hún heyrði fallegan óperusöng eða sellókonserta.
Hún valdi að fara aðra leið en fær útrás fyrir að spila
á selló heima í stofu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
settist niður með Andreu og ræddi um ferilinn,
kjaftasögurnar, draumana og ástina.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal
„Ég var með ósköp
venjulegar tenn-
ur um tvítugt en ég fékk
beineyðingu í tannbeinið
og tennurnar fóru að
fara af stað.
Borgardætur Allir samstarfsfélagar Andreu
í gegnum tíðina tóku vel í það þegar hún bað
þá um að taka þátt í afmælistónleikunum. Hér
sitja Borgardætur á æfingu fyrir veisluna.
Fimmtug Andrea hræðist það ekki að eldast o
g
hefur aldrei verið með aldurskomplexa. Hú
n tekur
aldrinum fagnandi með stórveislu í Hörpu.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu
byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
„Eins og að syrgja gamlan kærasta“