Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 58
Spergilkál gegn krabbameini n Konur með brjóstakrabbamein taka þátt í tilraun með lyfi sem unnið er úr grænmetinu Í Bandaríkjunum hefur verið sett af stað tilraun þar sem konum sem hafa greinst með krabba- mein er gefið lyf sem byggir á efni úr spergilkáli. Ástæðan er sú að fyrri rannsóknir benda til að efnið, sulforaphane, styrki ensím í brjóstvefnum og vísindamenn hafa nú gert lyf úr efninu. Það hefur lengi verið talið að með því að neyta spergilkáls og grænmetis af sömu tegund minnki áhættan á ýmsum sjúkdómum, allt frá gigt til krabbameins. Hvernig það gerist hefur þó ekki verið vit- að. Vísindamenn við Food Res- earch-stofnunina telja nú að að efnið sulforaphane í spergilkáli sé beinlínis vopn gegn krabbameini. „Til þess að fá nægilega mikið af efninu þarf sjúklingurinn að borða þrjá til fjóra skammta af spergilkáli á viku. Sumum gæti fundist það mikið en nú þegar ég hef séð hvaða áhrif það hefur, læt ég fjöl- skyldu mína alltaf borða spergilkál þrisvar til fjórum sinnum í viku,“ segir Maria Taka, læknir við Food Research-stofnunina í samtali við Daily Mail. Rannsóknir sýna að efnið vinnur einnig gegn krabba- meinsfrumum sem eru ónæmar fyrir krabbameinslyfjum og geisl- um. 42 Lífsstíll 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað Fóstureyðingar auka líkur á fyrir- burafæðingu Því fleiri fóstureyðingar sem kona hefur gengist undir því meiri líkur eru á að hún eignist barn fyrir tímann. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggð var á gögnum yfir 300 þúsund finnskra mæðra. Í hópi þúsund kvenna sem höfðu aldrei farið í fóstureyðingu fæddust þrjú börn fyrir 28 viku, fjögur hjá þeim sem höfðu farið í eina fóstureyðingu og sex hjá konum sem höfðu farið í þrjár fóstureyðingar eða fleiri. Niðurstöður rannsóknar- innar birtust í tímaritinu Human Reproduction. Þekktu sjúkdóma af göngulaginu n Þeir sem fara skyndilega að ganga hægar ættu að huga að líkamlegri heilsu G öngulag getur komið upp um ýmsa kvilla sem hrjá okkur eða jafnvel verið vís- bending um að eitthvað sé að sem vert er að athuga frekar. Nýlega komust vísindamenn til að mynda að því að þegar fólk gengur hægt eða ef skyndilega fer að hægjast á göngulaginu þá geti það verið merki um vitsmunalega hningun. Slíkt geti meðal annars bent til að einstakling- ur sé með byrjunarstig Alzheimer- sjúkdómsins. Hér er það sem vísindamenn hafa að segja um göngulag og hvað það getur þýtt: Að spígspora eða vagga rassinum til og frá Getur bent til að rassvöðvarnir séu slappir og það getur leitt til bæði verkja í baki og fótleggjum. Ef þú dill- ar þér eins og ofurfyrirsæta gætirðu til dæmis átt það á hættu að þjást af bak- verkjum með tímanum. Kyrrsetufólk hefur gjarnan svona göngulag. Að ganga hægt Ef þú gengur iðulega rösklega er það yfirleitt merki um að líkamsstarfsemi þín sé í góðu lagi. Þeir sem ganga hægt eða fara skyndilega að hægja á hraðanum gætu þó þurft að staldra aðeins við og huga að líkamlegri heilsu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lífslíkur þeirra sem ganga hægt eru yfirleitt minni heldur en þeirra sem ganga hratt. Þá getur hægt göngulag gefið til kynna að einstaklingur þjáist af liðabólgu, sykursýki eða andlegri hrörnun. Að vera skrefstuttur Getur gefið til kynna að einstaklingur þjáist af slitgigt eða vöðvaskemmd- um vegna mikillar göngu á hælahá- um skóm. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að skrefstuttar konar eiga erf- iðara með að fá fullnægingu en kyn- systur þeirra sem taka stærri skref. Skortur á handahreyfingum Getur bent til að viðkomandi þjáist af einhverjum heilsufarsvanda sem tengist baki, hálsi eða öxlum. Þegar við göngum sveiflum við yfirleitt hönd á móti fæti. Hjá flestum er þetta ósjálfráð hreyfing. Þannig mynd- um við sjálfkrafa þann stuðning við mjóbakið sem við þurfum á að halda þegar við göngum. Þegar einstaklingur gengur þannig að önnur öxlin er frekar laus en hin stíf þá getur það bent til vandamála í baki eða hálsi. Slíkt orsakast yfirleitt af miklu kyrrsetulíferni. Eiga erfitt með stiga Getur bent til að einstaklingur þjá- ist af bólguhnúðum við tærnar eða slitgigt í hnjánum. Fyrstu merki um bólguhnúða geta verið særindi við stóru tána og sársauki þegar geng- ið er berfætt upp stiga. Það getur gerst þrátt fyrir að engin merki séu um bólgur en verkurinn er merki um eyðing sé hafin í liðamótum. Máttleysislegt göngulag út á hlið Getur bent til slitgigtar eða þá að við- komandi sé einfaldlega með of þunga handtösku. Það er einkennandi fyrir þá sem þjást af slitgigt í mjöðmum að ganga máttleysislega og jafnvel örlítið út á hlið. Að vera með of þunga tösku get- ur einnig valdið slíku göngulagi en það er ekki hollt fyrir líkamann. Ef einstaklingur er alltaf með of þunga tösku á hægri öxlinni getur það valdið því að vinstri fótleggurinn styttist. Slíkt göngulag snýr upp á hrygginn og getur valdið spennu í mjóbakinu sem leiðir til bakverkja. Að þramma Getur bent til skorts á B12-vítamíni eða ómeðhöndlaðrar sykursýki. Þegar fætur okkar snerta jörðina ber- ast boð til heilans um staðsetningu útlimanna. Skaddað stöðu- og hreyfi- skyn getur valdið ósamhæfðu göngu- lagi þar sem viðkomandi skynjar síð- ur hvar fætur hans eru staðsettir. Þeir sem þjást af þessum kvillum lyfta gjarnan fótunum hátt upp og skella þeim svo á jörðina til að hafa betri til- finningu fyrir því hvar fæturnir lenda. B12-vítamínskortur og sykursýki skaða meðal annars taugarnar sem stýra hreyfingu neðri hluta líkamans. Þetta getur komið fram í doða, mátt- leysi og erfiðleikum með að samhæfa hreyfingar. Að skella fótunum Getur bent til ómeðhöndlaðrar sykursýki, þjótaks, taugasjúkdóma eða heilablóðfalls. Einstaklingur sem þjáist af einhverjum þessara kvilla hefur takmarkaða stjórn á vöðvunum í fótleggjunum. Það verður til þess að hann þarf að lyfta hnjánum hátt upp til að koma í veg fyrir að hann dragi fæturna á eftir sér. Að draga fæturna Getur gefið til kynna að einstakling- ur þjáist af Parkinson-sjúkdómn- um sem er stigvaxandi taugahrörn- unarsjúkdómur. Hann orsakast af dópamínskorti í heilanum sem veld- ur því að viðkomandi glatar stjórn á hreyfingum sínum. Að draga fæturna er mjög algengt einkenni hjá þeim sem þjást af Parkinsonsveiki. Þegar sjúkdómurinn er lengra genginn geta þeir sem af honum þjást einnig farið að vagga fram og til baka þegar þeir ganga sem veldur því gjarnan að þeir detta með tilheyrandi meiðslum. Bakverkir Háir hælar og of þungar hand- töskur geta orsakað ýmsa kvilla. Sykursýki Þeir sem þjást af ómeðhöndlaðri sykursýki eiga það til að þramma eða skella fótunum þegar þeir ganga. Hemja æxli Efni úr spergilkáli er notað til þróunar lyfja. Þrífum krukk- urnar vel Sultugerð er eitt af haustverkun- um á mörgum heimilum og nú þegar berjatínslutíminn er að ná hámarki er gott að vera bú- inn að undirbúa sig. Þeir sem hafa safnað glerkrukkum til að setja sultur í geta farið að þrífa þær en það er ýmislegt sem þarf að huga að. Á heimasíðu Leið- beiningastöðvar heimilanna segir að nauðsynlegt sé að þvo og hreinsa krukkur og lok mjög vel. Annars geti bakteríur kom- ist á kreik og dafnað en það vill enginn. Eins auki það geymslu- þol að vanda til verka við þrifin, og hreinlæti við sultugerð er jafn mikilvægt og við aðra matar- gerð. Þá er bara að bíða eftir að lyngið fyllist af berjum. Bláberin eru sérstaklega holl þar sem þau eru full af vítamínum og andox- unarefnum og hafa því marg- vísleg góð áhrif á líkamann. Píanóstillingar breyta heilanum Með því að stilla píanó still- irðu einnig heilann. Þessu halda vísindamenn fram sem hafa orðið vitni að breytingum í heila þeirra sem starfa við píanó- stillingar. Vísindamenn við há- skóla í London og Newcastle komust að því að heilinn að- lagar sig þegar spilaðar eru tvær nótur samtímis. Heilaskanni leiddi í ljós breytingar í dreka (e. hippocampus) en það svæði stjórnar meðal annars minninu. Breytingar voru í réttu hlutfalli við starfsaldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.