Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 70
300 Íslendingar koma að Noah
n Arnoddur Magnús leikur við hlið Jóhannesar Hauks og Arnars Dan í stórmyndinni
E
ins og fram hefur komið, leika
íslenskir leikarar í bandarísku
stórmyndinni Noah en myndin
er að hluta til tekin upp á Ís-
landi. Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá munu þeir Jóhannes Hauk-
ur Jóhannesson og Arnar Dan fara
með hlutverk en DV hefur nú feng-
ið staðfest hjá fjölmiðlafulltrúa Para-
mount Pictures að leikarinn Arnodd-
ur Magnús Danks fari einnig með
hlutverk í myndinni. Þá eru ótaldir
þeir íslensku statistar og aukaleikar-
ar sem koma að myndinni en eins
og DV hefur áður sagt frá var leit-
að til bardagakappa úr Mjölni til að
leika stríðsmenn. Þegar DV hafði
samband við forsvarsmenn bardaga-
klúbbsins fengust engin svör enda
er það oftast venjan að leikarar skrifi
undir plagg um þagnarskyldu þegar
svo stór Hollywood-verkefni eru
annarsvegar.
Arnoddur Magnús nam leiklist
við háskólann í East London frá 1997
til 2000 auk þess sem hann hefur sér-
menntað sig í bardagaatriðum og
skylmingum, sem ætti að koma sér
vel í myndinni.
Talið er líklegt að hlutverk íslensku
leikaranna verði í minni kantinum
en stóru stjörnur Noah eru Russell
Crowe, Jennifer Connelly, Sir Ant-
hony Hopkins og Emma Watson en
það er Darren Aronofsky sem leik-
stýrir myndinni. Samkvæmt örugg-
um heimildum blaðsins unnu Mjöln-
ismenn með Crowe og Connelly en
leikarinn sagði einnig frá því á Twitt-
er-síðu sinni að hann hefði sjálfur æft
í Mjölni, bæði áhættuatriði sem og lyft
þar lóðum ásamt einkaþjálfara sínum.
Um 150 íslenskir statistar og
aukaleikarar koma að myndinni og
álíka margir eru í starfsmannahópn-
um í kringum myndina svo allt í allt,
eru hátt í 300 Íslendingar sem koma
að þessari stórmynd.
54 Fólk 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
J
arðskjálfti sem mældist 4,6
stig á Richter skók suðvestur-
horn landsins um hádegisbil
á fimmtudag. Í kjölfarið reið
flóðbylgja stöðuuppfærslna yfir
samskiptavefinn Facebook þar sem
allir kepptust við að deila upplifun
sinni af skjálftanum. Þeir sem ekki
fundu fyrir neinu, létu heldur ekki
sitt eftir liggja.
Flestir íbúar á svæðinu voru ef-
laust að sinna sínum daglegu störfum
og þörfum þegar skjálftinn hristi upp
í tilverunni og eðlilega var því upplif-
un manna af honum misjöfn. Stöðu-
uppfærslurnar báru þess glögglega
merki. Sumir virtust skelkaðir, aðrir
spenntir og enn aðrir svekktir yfir því
að hafa misst af honum.
Tefldi við páfann
Sigmar Vilhjálmsson, fjölmiðla-
maður og eigandi Hamborgara-
fabrikkunnar, var einn þeirra sem
sinnti eðlilegum þörfum sínum
þegar allt fór að hristast. Hann var
ansi opinskár og deildi persónu-
legri reynslu sinni af skjálftanum
með Facebook-vinum sínum: „Ha-
haha skemmtileg lífsreynsla að
vera á klósettinu að tefla við páfann
þegar skjálfti uppá 4,6 ríður yfir.
Hélt fyrst að ég væri að slá met í
niðurhali. :)“
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi
Besta flokksins og Baggalútsmaður
fann einnig vel fyrir skjálftanum þar
sem hann var staddur í Borgartún-
inu: „Vó, stuð á 7. hæð í Borgartúni!“
Upplifun kærustu hans og sambýlis-
konu, Tobbu Marinós rithöfundar,
var keimlík: „WOW skrifstofan mín
hristist!“
Kastljóssmaðurinn Jóhannes
Kr. Kristjánsson fór ekki varhluta af
hristingum þar sem hann var að fá
sér sæti: „Þar sem ég settist í stólinn
skalf allt.“
Jarðskjálftinn hristi ansi vel upp í
Óttari M. Norðfjörð rithöfundi sem
virðist hafa verið hálf skjálfandi
þegar hann skrifaði stöðuuppfær-
slu á Facebook. Hún var einföld en
sýndi glögg-
lega að hann
var með á
nótunum.
„Jarrrðeðaksjáll-
efti!!!“
Borgarbúar stela athyglinni
Marta María Jónasdóttir, umsjónar-
maður Smartlands á mbl.is, tjáði
umheiminum að lítið hefði farið
fyrir skjálftanum í höfuðstöðvum
Morgunblaðsins í Hádegis móum.
„Moggahöllin er brynvarin, fann
ekki fyrir neinu!“
Starfsmenn á Birtíngi, sem með-
al annars gefur út Vikuna, Nýtt líf
og Séð og heyrt, voru hins vegar tví-
saga af upplifuninni í höfuðstöðvum
sínum í Garðabænum. „Garðabær-
inn er greinilega varinn fyrir jarð-
skjálftum ... Lifi 210!“ Skrifaði Björk
Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt á
Facebook-síðu sína. Í athugasemda-
kerfinu fyrir neðan sköpuðust í kjöl-
farið umræður þar sem Elín Arn-
ar, ritstjóri Vikunnar, sagði allt
aðra sögu: Ekki vinnustaður – hér
var greinilegur jarðskjálfti, við
fund um hann allar.“ Björk svaraði
að bragði: „Ekkert hér, ekkert haggar
Séð og Heyrt!“ Þá bætti Elín við: „en
Vikan er með nótunum!!!“
Það voru þó ekki eingöngu íbú-
ar á suðvesturhorninu sem tjáðu sig
um skjálftann á Facebook, en Þór-
hildur Ólafsdóttir, fréttamaður RÚV
á Akureyri, var hálf ósátt við þetta út-
spil höfuðborgarbúa svona rétt fyr-
ir helgina: „Alveg er þetta eftir höf-
uðborgarbúum. Geta ekki unað
Akureyri að fá smá athygli út á 150
ára afmælið. Setja í jarðskjálfta af
athyglissýki. Týpískt.“
Knattspyrnumenn hvekktir
Twitter-samfélagið lét ekki sitt eftir
liggja í skjálftauppfærslum en sjón-
varpsmaðurinn Logi Bergmann var
ansi sáttur við sína upplifun: „Sko
mig. Ég fann fyrir skjálftanum. Það
er sumsé ekki satt að allt fari fram-
hjá mér! “
Erlendum liðsmönnum knatt-
spyrnu félaga hér á landi virtist ansi
brugðið og tístu um málið. Mark
Doninger, leikmaður Stjörnunnar,
var staddur í rúminu þegar skjálftinn
reið yfir og tíst hans bar þess merki
að hann væri hvekktur eftir að rúmið
hans hafði leikið á reiðiskjálfi. Gary
Martin, leikmaður KR var frá sér
numinn þegar hann komst að því að
fyrirbærið sem hristi heimilið hafði
verið jarðskjálfti.
Atli Sigurjónsson, liðsfélagi hans
var þó ekki var við skjálftann: „Af
hverju var ég ekkert var við þennan
jarðskjálfta, heyrði bara í Gary fara
með bænirnar.“ n
Flóðbylgja
á Facebook
n Misjöfn upplifun af jarðskjálfta n Simmi Vilhjálms sat á klósettinu
Jarðskjálfti Sumir virtust skelkaðir, aðrir
spenntir og enn aðrir svekktir yfir því að hafa
misst af honum.
Hrikalegur Jóhannes Haukur á örugglega eftir að
sóma sér vel í kvikmyndinni, innan um stríðskappa
og risa Hollywoodstjörnur.
Russell Crowe Leikarinn
sagði frá því á Twitter-síðu
sinni að hann hefði æft
áhættuatriði myndarinnar í
bardagaklúbbnum Mjölni.
Með stórskerta
IKEA-greind
Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson er
haldinn óstjórnlegum samsetn-
ingarkvíða ef marka má fésbók-
arfærslu. Þar talar Karl Ágúst um
greindirnar átta, það er málgreind,
rýmisgreind, stærðfræðigreind,
tónlistargreind, hreyfigreind, fé-
lagsgreind, sjálfsþekkingargreind
og umhverfisgreind. „Mér hefur
lengi fundist vanta þá níundu í
kenninguna, sem er IKEA-greind
– ég verð að viðurkenna að ég er
með stórskerta IKEA-greind –
hvert einasta húsgagn sem ég hef
keypt í IKEA hef ég þurft að setja
saman að minnsta kosti tvisvar,
þrátt fyrir afar greinargóðar leið-
beiningar,“ segir leikarinn og bætir
við að hans bíði þrír pappakassar
sem hann sé að fresta í lengstu lög
að takast á við.
Uppgjafar-
trommari
Þormóður Dagsson, forsprakki og
söngvari hljómsveitarinnar Til-
bury, var nýlega í viðtali við breska
tónlistartímaritið Artrocker þar
sem hann segir frá stofnun hljóm-
sveitarinnar og tónlistarflórunni
á Íslandi. Hann birtir tengil á við-
talið á Facebook-síðu sinni undir
yfirskriftinni: „Viðtal við uppgjaf-
artrommara.“ En Þormóður lamdi
húðir með hljómsveitum á borð
við Jeff Who? og Hudson Wayne,
áður en hann steig fremst á sviðið
og greip hljóðnemann sér í hönd.
Einn vina hans á Facebook vill
þó ekki taka undir uppgjöfina: „Þú
ert ekki uppgjafartrommari. Þú
tókst skrefið upp á við.“ Þormóði
líkar við ummælin svo hann er að
öllum líkindum sáttur við hlut-
skipti sitt.
Hýr á brún
og brá
Það er óhætt að segja að for-
síða nýjasta tölublaðs Nýs Lífs
hafi vakið mikla athygli, en
hana prýð-
ir Bjarni
Benedikts-
son, for-
maður
Sjálfstæð-
isflokksins.
Líkt og sjá
má er Bjarni
hýr á brún
og brá á myndinni sem geng-
ið hefur manna á milli á Face-
book. Sumum finnst uppstill-
ingin heldur kvenleg en öðrum
þykir augljóst að kosningar séu
í nánd. Nýtt Líf skartar reyndar
tveimur forsíðum, því á helm-
ingi upplagsins er sænska söng-
konan Loreen sem hefur ekki
fengið jafn mikla athygli. Um
50 manns hafa deilt forsíðunni
með Bjarna beint af Facebook-
síðu Nýs Lífs á meðan Loreen
hefur aðeins fengið 5 deilingar.