Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 38
Hártískan í anda eftirstríðsáranna
n Stelpurnar á Hairdoo leggja línurnar fyrir hártísku vetrarins
H
árgreiðslan er stór hluti af
heildarútliti hverrar mann-
eskju og tískan í dag er fjöl-
breytt bæði hjá karlmönnum
og kvenmönnum. Stelpurnar á Hair-
doo fylgjast vel með tískunni og eitt
af því sem þær segjast taka helst eft-
ir í hártískunni í dag er að karlmenn
eru farnir að hugsa mun meira um
hártísku en áður. Línurnar eru líka
styttri núna en hefur verið síðustu
ár og straumarnir í ár minna einna
helst á þá hártísku sem var kringum
árið 1950. Strákarnir eru hins vegar
ekki mikið að lita á sér hárið eins og
var fyrir nokkrum árum en hafa mik-
ið verið í því að láta raka mynstur
í hliðarnar og allt útlit fyrir að það
muni halda áfram í vetur.
Hjá kvenfólki eru styttri línur að
koma meira inn en áður og litirn-
ir að verða meira áberandi, til að
mynda fjólublár, rauður, bleikur og
kopar. Hárlengingar eru svo alltaf að
verða vinsælli en á Hairdoo er boð-
ið upp á hárlengingar sem festar eru
í með sílikonhringjum og fara því
ekki illa með hárið. Einnig er sniðugt
að setja litaða hárlengingarlokka í
skólakrakka sem vilja strípur án þess
að lita hárið.
kidda@dv.is
10 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Styttri línur Í vetur verða línurnar
styttri og litirnir meira áberandi.
Rakað í hliðunum Strákar hafa mikið
verið í því að láta raka mynstur í hliðarnar.
Litaðir lokkar Það er sniðugt að setja
litaða hárlengingarlokka í skólakrakka sem
vilja strípur án þess að lita hárið.
matvæli sem
bæta námsgetuna
9
Hefur þú einhvern tímann gengið inn í her-
bergi án þess að muna hvaða erindi þú áttir
þangað? Manstu kannski ekki um hvað þessi
grein fjallar? Þessa dagana eru mörg ung-
mennin að setja sig í stellingar fyrir komandi
skólavetur. Með haustinu breytist gjarnan
neyslan og við förum ósjálfrátt að borða
orkuríkari mat. Neysla á eftirfarandi matvæli
hjálpar minninu og bætir námsárangur.
1 Heilkorn Vertu viss um að
morgunkornið,
mjölið og pastað sé
úr heilkorni. Sam-
kvæmt rannsókn
hafa konur sem
taka inn B12- og B6-
vítamín töluvert betra
minni en aðrar konur. Fáu réttu
vítamínin úr fæðunni.
2 Feitur fiskur Matvæli á borð við feitan fisk, fiskolíu, lýsi
og valhnetuolíu eru rík af ómega-3
fitusýrum sem
innihalda mik-
ið af fitu-
sýrunni DHA
sem skiptir
sköpum fyr-
ir heilbrigði
taugakerfis-
ins. Samkvæmt rannsókn getur lágt
magn DHA aukið líkur á Alzheimer-
sjúkdómnum og gleymsku. Fiskur
inniheldur einnig joð sem hjálpar
okkur að skýra hugann.
3 Tómatar Miklar líkur eru á að andoxun-
arefni í tómötum
verji heilann gegn
frumuskemmdum
líkt og þeim sem
verða hjá Alzhei-
mer-sjúklingum.
4 Vítamín Fólin-
sýra og B12-
vítamín koma
í veg fyrir að
efnið „homocy-
steine“ safnist
saman í líkamanum
en homocysteine er talið eiga sök á
Alzheimer. Efnabætt morgunkorn er
frábær uppspretta B12 og inniheld-
ur einnig flókin kolvetni sem gefa
okkur næga orku og halda huganum
skýrum yfir daginn.
5 Sólber C-vítamín er
talið bæta and-
lega og huglæga
snerpu. Góð leið
til að tryggja að
þú fáir nóg af þessu
mikilvæga vítamíni er
að njóta sólberja.
6 Graskersfræ Lófafylli á dag
og þú hefur tryggt þér
ráðlagðan dagskammt af
sinki sem er bráðnauðsynlegt fyrir
minni og hugarleikni.
7 Spergilkál Spergilkál
er ríkt af K-
vítamíni sem
bætir vitsmuna-
lega virkni og
námsgetu.
8 Salvía Salvía hef-
ur lengi haft það
orðspor að hún
bæti minnið.
9 Hnetur Samkvæmt rannsókn sem birtist í American Journal
of Epidemiology getur neysla
á E-vítamíni hindrað
minnisleysi. Hnetur eru
frábær valkostur því þær
eru ríkar af E-vítamíni
líkt og grænt salat, fræ,
egg og brún hrísgrjón.
Nestisbox
sem enginn
fær staðist
Í mörgum skólum er boðið upp
á heita máltíð í hádeginu en slík
máltíð kostar foreldra 5000–7000
krónur á mánuði. Unglingar eyða
enn meiru í nesti og kaupa oft
skyndibita í nálægum verslunum.
Nestisframleiðslan vex mörg-
um í augum. Það getur verið hvetj-
andi að hafa nestisboxin af skraut-
legra taginu.
Bentobox bjóða upp á fjöl-
breytni því þá er nestinu pakkað
í box sem hafa mörg hólf og hægt
að setja mismunandi mat í hvert
hólfi. Bento er ekki síður skreytilist
en matseld og flestir opna spennt-
ir nestisboxið sitt og vekja líklega
mikla hrifningu félaga sinna.
Þá má finna skemmtilega poka
og box fyrir unglinga sem hafa vís-
un í húmor. Pokar skreyttir pödd-
um koma í veg fyrir að bekkjarfél-
aginn seilist í nestið og girnilegt
samlokubox er lystaukandi.