Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 57
Menning 41Helgarblað 31. ágúst–2. september 2012
varð hljóðfæralaus árið 1985,“ segir
Andrea og á þar við sellóið sem hún
lærði á. „Á þeim tíma labbaði maður
ekkert inn banka og bað um lán fyrir
hljóðfæri. Svo hitti ég fólk sem hvatti
mig til að fara að syngja, það gæti
enginn tekið það frá mér. Í framhaldi
af því kíkti ég í klassísku deildina.“
Varð amma fyrir fimm árum
Hún byrjaði að fikta við sönginn í
Tónlistarskólanum í Garðabæ, þar
sem hún var að kenna, en færði sig
svo í Söngskólann eftir að hafa hitt
Guðmundu Elíasdóttur á förnum
vegi. „Hún fór að forvitnast um það
hvað ég væri að gera því ég hafði
verið hjá henni sem krakki á Akra
nesi í söngdeild þar sem við settum
upp barnasöngleiki og svona.“ Guð
munda hvatti Andreu til að koma í
Söngskólann, sem hún og gerði, og
lauk þar sjöunda og áttunda stigi í
klassískum söng. „Það var bara mjög
skemmtilegt að detta inn í þennan
óperufíling og klassíska ljóðasöng.
Það var mjög lærdómsríkt og gam
an.“
Hún var að ljúka náminu þegar
hljómsveitarmeðlimir í Grafík höfðu
samband og vildu fá hana í prufur.
„Þannig atvikaðist það nú að ég var
allt í einu komin inn í þennan bransa.
Og hér er ég í dag, með þrítugan son
og fimm ára barnabarn og lít yfir far
inn veg.“ Hún er sátt, getur ekki ann
að en verið það. „Þau vandamál
sem hafa komið upp hjá manni eru í
rauninni bara lúxusvandamál miðað
við margt annað sem fólk þarf að díla
við í lífinu.
Ég held bara að það sem kemur
upp, maður verði bara að læra af því.
Maður fæðist ekki með alla vitneskju.
Þetta er bara eins í tónlistinni. Maður
byrjar einhvers staðar. Þegar ég er að
hlusta á gamalt efni, plötur og upp
tökur og svona þá heyri ég að maður
var einu sinni ungur og var einu sinni
að byrja. Í dag er ég náttúrulega með
reynslu á bakinu, búin að tileinka
mér ýmislegt og veit hvað má betur
fara. Maður vonar að það skili sér á
einhvern hátt.“
Langar að læra músíkþerapíu
Tónlistin heillaði Andreu strax í
barnæsku. Hún var alltaf syngjandi
og trallandi, eins og hún orðar það,
og fiktaði í öllum hljóðfærum sem
urðu á vegi hennar. Hún stundaði
nám í tónlistarskólum þegar hún var
barn og unglingur og fann fljótt að
þessi heimur átti við hana. „Maður
er einhvern veginn búinn að hrærast
í þessu alla tíð og þekkir varla neitt
annað. Þó maður hafi unnið alls kon
ar störf þá er þetta samt það mikill
partur af manni og verður það áfram.
Það er svolítið seint að snúa við blað
inu núna og fara að gera eitthvað allt
annað en það er allt hægt. Einhvern
veginn togast maður alltaf inn í þetta
aftur.“
Aðspurð hvort önnur framtíðar
störf hafi einhvern tíma komið til
greina segist hún minnast þess að
hafa skrifað það í minningabæk
ur vinkvennanna í grunnskóla að
hún ætlaði að verða fóstra eða hár
greiðslukona. Hún starfaði um
tíma á barnaheimilum áður en hún
hellti sér af fullum krafti út í tón
listina svo hún hefur fengið nasa
þefinn af þeim starfsvettvangi. Hár
greiðslukonudraumurinn náði þó
aldrei lengra en á blað í minninga
bók.
Í seinni tíð hefur Andreu þó
dreymt um að læra músíkþerapíu,
þar sem unnið er með tónlistina sem
hjálpartæki gegn ýmsum vandamál
um. „Ég trúi því og veit það að tón
list er heilandi. Alveg eins og þegar
maður er í vatni. Tónlist og vatn er
svo heilandi og ég nota oft tónlist
þegar mér líður illa eða þegar ég
er ógeðslega kát. Tónlist er svo stór
þáttur í lífi fólks. Hún er alls staðar,
í eyrunum á manni allan daginn og
fólk tekur þessu sem sjálfsögðum
hlut. Stundum fattar maður að mað
ur er orðinn tens og pirraður og þá
slekkur maður á útvarpinu og fattar
að þetta er bara áreiti sem á ekki við
þessa stundina.
Þegar ég var að vinna á barna
heimilum notaði ég mikið músík og
var með músíkkennslu í leikskólum.
Bjó bara til mitt eigið kerfi sem all
ir höfðu gaman og gott af. Það fóru
margir í músíknám jafnvel út frá því
og foreldrarnir vilja halda því fram
að þetta hafi kveikt í mörgum af
börnunum. Sum eru bara stór nöfn
í dag,“ segir Andrea sposk. „Ég nefni
engin nöfn,“ bætir hún hlæjandi við.
„Ég ætla nú ekki að fara að grobba
mig af því, þetta á ekki að hljóma
þannig.“
Spilar á selló heima
Þrátt fyrir að hún segist sátt þegar
hún lítur yfir farinn veg leikur blaða
mann forvitni á að vita hvort hún
finni ekki til eftirsjár vegna neins.
Andrea hikar örlítið við spurn
inguna. „Ég veit það ekki,“ segir hún
og tekur sér smátíma til að hugsa.
„Ég er orðin svolítið sátt við það bara
hvar ég er stödd í dag. Ég til dæmis
valdi að fara ekki í óperusöng held
ur í þetta, mér fannst eins og hitt væri
meira bein lína. Mig langaði að gera
svo margt í músíkinni. Og í einhvern
tíma var alltaf svona smá eftirsjá
þegar ég heyrði flottan óperu söng og
sellókonserta og svona. Þá hugsaði
ég: Kannski hefði ég átt … Þetta var
svolítið eins og maður væri að syrgja
gamlan kærasta. En þú náttúrulega
breytir ekki orðnum hlut, þannig að
ég er bara sátt við það og spila á mitt
selló heima í stofu alsæl með það.“
Andrea fékk selló í afmælisgjöf
frá manni sínum, Einari Rúnarssyni,
fyrir nokkrum árum og spilar tölu
vert á það, en bara heima við. „Það
er svona svolítið prívat. Ég hef haldið
svona smá stofutónleika fyrir fjöl
skylduna,“ segir hún hálffeimnislega
og hlær.
Andrea viðurkennir að hún gæli
stundum við þá hugmynd að fara
með sellóið út af heimilinu til að
leyfa fleirum að njóta þess fögru tóna
en henni finnst hún ekki vera tilbú
in. „Ég þarf að æfa mig almennilega.
Maður vill vera boðlegur. Ég æfi mig
aðallega í góðu tómi þegar enginn
er heima. Ekki það að ég sé svona
hræðilegur spilari, ég er bara ekki í
þjálfun og verð bara aum í puttunum
ef ég spila of lengi.“
Fékk óvænt bónorð
Andrea og Einar hafa verið saman
í 18 ár og giftu sig fyrir 4 árum, en
bónorðið var ansi skemmtileg og
óvænt uppákoma. „Ég var að syngja
á jólatónleikum með Borgardætr
um og þær voru báðar búnar að
gifta sig, Ellen og Berglind. Einar
var á tónleikunum og við vorum að
grínast með að honum hlyti bara að
vera illt í hnjánum. Hvað hann væri
nú að pæla að vera ekki búinn að
fara á hnén. Við þusuðum um þetta,
kannski einum of mikið, og grínuð
umst í honum. Heyrðu, hann fór
bara á hnén á tónleikunum og ég
hélt ég yrði ekki eldri, þetta var svo
ólíkt honum.“ Auðvitað sagði Andr
ea já. Fréttin flaug eins og eldur í sinu
um íslenska netheima og ættingj
ar Andreu í Noregi lásu um uppá
komuna, hringdu og spurðu hvenær
brúðkaupið yrði. „Það varð ekkert
aftur snúið og við giftum okkur um
sumarið. Það voru bara allir að koma
svo það varð að vera brúðkaup. Við
giftum okkur bara í garðinum heima.
Það var voða gaman. Svona er nú
sagan á bak við það, annars værum
við örugglega ógift ennþá.“
Þegar Einar var spurður að því
eftir bónorðið hvort það hefði ver
ið vel skipulagt, svaraði hann því
til að hann hefði hugsað þetta í
fimm sekúndur áður en hann lét til
skarar skríða. „Við værum nú enn
þá saman þó það hefði ekki orðið
brúðkaup, en það er fínt að vera
giftur,“ segir Andrea sem nýtur þess
að vera fimmtug eiginkona, móðir
og amma. n
„Svo hitti ég
fólk sem
hvatti mig til að
fara að syngja,
það gæti enginn
tekið það frá mér
Fjölbreyttur ferill Andrea hefur starf-
að með fjölmörgum hljómsveitum á 25 ára
ferli sínum í tónlistarbransanum en á erfitt
með að gera upp á milli þeirra. Fyrir henni
er ferillinn eins og konfektkassi þar sem
allir molarnir eru góðir. myndir yþór árnaSon
„Eins og að syrgja gamlan kærasta“