Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 28
„Hann dó nánast samstundis“ 28 Viðtal 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað S ólin skín eins og áður en tilfinningin er önnur. Það hefur eitthvað breyst. Fyr- ir utan það að vindurinn næðir og þeir fáu sem eru á ferli halda jakkanum þétt upp að líkamanum. Haustið gerir vart við sig, ný árstíð er að renna upp, nýtt upphaf. Það er kominn tími til að gera upp og halda áfram. Í útvarp- inu ómar nýjasti slagarinn henn- ar Þórunnar Antoníu, „there‘s no turning back, turning back.“ Þannig líður Einari Ólasyni líka – nú vill hann létta byrðum fortíðar af sér og skapa sér nýja framtíð. Þótt hann hafi ekki verið gefinn fyrir að horfa mikið í baksýnisspegilinn og segir að það sé aðeins til þess fall- ið að keyra á neyddist hann til þess þegar þrjátíu ára hjónabandi lauk í vor. Hann er í þeim fasa að endur- skilgreina sjálfan sig og er rétt að finna taktinn á ný, syngjandi sæll og glaður. Samfélag ættleiddra barna Í litlu bíslagi við hvítt timburhús í Kópavoginum tekur Einar á móti mér. Hann tók þetta á leigu eftir skilnaðinn og býr þarna með tík- inni Perlu. Á veggjunum hanga stórar ljósmyndir sem hann hefur tekið og látið prenta á ál. Sjálfur er hann fæddur í Keflavík en var vikugamall gefinn til Húsavíkur. Hann er ástandsbarn, móðir hans vann í Officera-klúbbn- um, var einstæð móðir og bjó hjá systkinum sínum. Á árunum 1956– 1960 eignaðist hún fimm börn sem hún gaf öll frá sér, stelpu árið 1956, Einar árið 1957, aðra stúlku árið 1958 og tvíbura árið 1960. „Við erum öll Kanabörn,“ segir Einar. Hann situr við borðstofuborðið undir mynd af þara. Tíkin Perla er óróleg og geltir inni í eldhúsi svo hann ákveður að hleypa henni fram en gefst upp á látunum í henni og fer með hana út í bíl. Á Húsavík voru fleiri börn í göt- unni sem voru ættleidd. „Það var mikið af ættleiddum börnum í götunni og það má segja að þar hafi myndast samfélag ættleiddra barna. Bróðir minn var líka ætt- leiddur en frá annarri konu. Það voru aldrei nein leyndarmál í kring- um þetta og allt frá því að ég man eftir mér vissi ég að ég væri ætt- leiddur,“ segir Einar. Hann vissi svo sem ekk- ert mikið meira en það, foreldrar hans þekktu ekki sögu móður hans en þekktu nafn hennar og vissu það eitt að hann ætti systkini. „Ég var svona sautján, átján ára þegar ég fór að leita að henni. Þá hafði það blundað í mér lengi. Mér fannst mikil- vægt að þekkja uppruna minn,“ segir Einar sem ræddi þetta við foreldra sína sem hvöttu hann áfram. „Árið 1974 fann ég systur hennar sem bjó þá í Skerjafirðinum. Ég hringdi í hana og sagði að ég væri sonur Alice Schmidt og hún bauð mér í heimsókn. Henni brá auðvitað en ekkert á við það hve mér brá þegar ég gekk inn í for- stofuna hjá henni og sá mynd af ungum manni í herklæðum sem mér fannst vera ég. Það var elsti bróðir minn. Við erum mjög líkir í fasi, hreyfingum og andliti. Hún gaf mér síðan símanúmer og heimilisfang hjá mömmu. Að öðru leyti man ég lítið eftir þessu sam- tali, ég var eiginlega bara í losti, yf- irspenntur.“ Grétu saman Einar ók síðan beinustu leið heim til sín og hringdi í móður sína og kynnti sig, sagðist heita Einar og vera sonur hennar, fæddur árið 1957. „Hún fór bara að gráta og ég grét með henni. Í kjölfarið skrif- uðumst við á og hún sendi mér myndir af sér. Ég er líkur henni, sér- staklega hakan,“ segir hann og ýtir hökunni fram. „Það fylgdi því viss léttir að sjá myndir af henni því ég vildi vita hvernig hún liti út og hvernig manneskja hún væri. Í rauninni er saga hennar stór- merkileg. Hún var alltaf að leita að riddaranum á hvíta hestinum, við vitum það öll. Hún varð ástfangin í stríðinu og kynntist manni sem hét George Wilsey. Hann var síðan kall- aður til Normandí þaðan sem hann hvarf. Síðan eignaðist hún okkur öll og gaf okkur frá sér. Það var svo árið 1966 sem síminn hringdi á jóladag. Þá bjó hún í Njarðvík ásamt bróð- ur sínum og systur. Bróðir hennar svaraði og þá var George á línunni. Hann bað bróður hennar um að skila því til mömmu að hann myndi sækja hana á morgun. Ég á úrklippu úr einhverju blaði þar sem þau eru að ganga út úr flugvélinni og fyrirsögnin á fréttinni er Icelandic Love Story. Þau bjuggu saman í Flórída það sem eftir var en hann vissi aldrei af okkur, börn- unum sem hún gaf,“ segir Einar en elsti sonur hennar fór með henni út. „Það vissi enginn af okkur. Einu sinni fór ég suður til Keflavíkur með systur minni þar sem við hittum gamla vinkonu hennar mömmu. Þegar hún tók á móti okkur sagði hún, „jæja, svo þið eruð börnin sem ég hélt að mamma ykkar hefði lóg- að.“ Hún hélt að mamma hefði farið í fóstureyðingu. Ég skil ekki hvernig hún gat leynt þessu.“ Neitaði að hitta hann Einar gerði einu sinni tilraun til þess að hitta móður sína. „Ég fór til Flórída árið 1980 og hún bjó í svona klukkutíma fjarlægð. Ég hringdi í hana og bað hana um að hitta mig en hún neitaði og sagðist óttast viðbrögð eiginmannsins. Ég held að hún hafi bara ekki viljað hitta mig. Kannski var einhver hræðsla í henni af því að hún var loksins búin að hitta riddarann á hvíta hestin- um, ég veit það ekki,“ segir Einar þungur á brún. Hann hélt þó sambandi við móður sína. „Við skrifuðumst á og hún gekk alltaf út frá því að ég ætti að vera sáttur við lífið eins og það væri. Ég áttaði mig aldrei á því hvort hún sæi eftir því að hafa gef- ið okkur frá sér, ég varð þess allavega ekki var. En hún sagði að ég hefði alist upp hjá góðu fólki, bað mig um að reyna að sætta mig við það að hún hefði ekki getað ekki alið okkur upp og sagðist vona að hún hefði gefið okkur betra líf. Í raun fékk ég aldrei svör við þeim spurningum sem brunnu á mér. Ég vildi til dæm- is fá að vita hvaðan ég kem og af hverju hún gaf mig. Ég fékk aldrei svör við því,“ segir Einar þar sem hann situr eirðarlaus og órólegur á móti mér. Móðir hans lést um pásk- ana fyrir fjórum árum síðan. „Í raun og veru þá ber ég engar tilfinningar til hennar,“ seg- ir hann einlægt. „Systkini mín voru við dánarbeð hennar og mér bauðst það líka. Á tímabili langaði mig til þess en ég tók ákvörðun um að gera það ekki. Ég hef stundum séð eftir því en það er ekkert sem skiptir máli í mínu lífi. Þessum kafla er bara lokið. En ég get ekki skilið hvernig hún gat lifað með þessu, að eiga börn á Ís- landi og hitta þau aldrei.“ Frelsið í sjávarplássinu Sú tilfinning ágerðist þegar Einar varð sjálfur faðir. „Ég á þrjú börn og eina fósturdóttur. Það var mjög einkennileg tilfinning sem fylgdi því að verða faðir og upplifa þessi tengsl við börnin og hugsa til þess á sama tíma að móðir mín hafi gef- ið mig frá sér. Ég skil ekki hvernig það er hægt að gefa fimm börn, eða bara eitt. Á sama tíma er ég þakklátur yfir því að hún hafi gert þetta því ég er ánægður með lífið eins og það er. Ég hef oft velt því fyrir mér hvern- ig lífið hefði verið ef ég hefði verið áfram hjá henni. Sem betur fer ólst ég upp á Húsavík en ekki í Banda- ríkjunum. Það voru forréttindi að fá að al- ast upp í litlu sjávarþorpi úti á landi þar sem ég var frjáls og gat hlaup- ið um og leikið mér eins og ég vildi. Eins þykir mér alltaf vænt um að hafa náð síðustu síldarárunum á Húsavík, sjá kerlingarnar salta og bátana koma svo drekkhlaðna í land að ekkert stóð upp úr nema stýrishúsið. Ég er mjög sáttur við það hvern- ig þetta þróaðist, hvar ég endaði og ólst upp. Foreldrar mínir voru mér mjög góðir, alveg yndislegt fólk. Mig skorti aldrei neitt. Mér var kennt að vinna strax í æsku og mamma kenndi okkur að bjarga okkur, sauma, stoppa í sokka, elda, þrífa og strauja. Við lærðum það sem við þurftum að kunna,“ segir Einar og bætir því hlæjandi við að hann sé nú alveg maður í að strauja skyrturnar sín- ar sjálfur. Faðir hans rak krambúð á Húsavík þar til hann tók við mat- vöruverslun sem hann rak fram eftir öllu, eða þar til hann var orðinn veikur maður í kringum 1985. „Hann fékk nokk- ur hjartaáföll en var hress fram í andlátið,“ segir Einar. Faðir hans dó fyrir sex árum síðan. Leitin að pabba Blóðföður sinn hitti Einar aldri en hann leitaði hans líka. „Eftir að ég fann mömmu fór ég að leita að honum. Í raun og veru gaf mamma mér aldrei leyfi til þess. Hún gaf mér upp nafn á manni en ég hafði ekkert í höndunum og veit ekki hvort hún sagði satt, ég varð bara að treysta því. Þetta var frekar sjald- gæft nafn, Thomas Egan, og einu sinni eyddi ég mánaðarlaununum í að hringja í alla menn sem báru þetta nafn í Bandaríkjunum. Þeir voru bara áttatíu talsins,“ segir Ein- ar en leit hans bar engan árangur. „Þeir sem vildu tala við mig vildu bara ræða eldgosið í Vatnajökli en aðrir skelltu á mig.“ Honum þykir það skrýtin tilfinn- ing að vita ekki hver pabbi sinn er. „Ég hefði viljað sjá mynd af honum og fá að vita hvernig maður hann er. Hvort hann eigi börn, kannski á ég hálfsystkini í Bandaríkjunum,“ segir Einar hugsi. „Ég væri til í að loka þessum hring. Auðvitað hefði líka verið gaman að sjá hann en ég get ekki gert neina kröfu til þess.“ Systkini sín hefur hann öll fund- ið og þau halda sambandi. „Papparazzaði“ prinsinn Það var svo árið 1979 sem Ein- ar flutti til Reykjavíkur. Eftir ára- mótin hóf hann ferilinn sem blaða- ljósmyndari, sama dag og Vigdís varð forseti. Á ferlinum lenti hann í ýmsum ævintýrum og mörgum eftirminnilegum. Einn daginn fékk hann til dæmis að hanga með Hall- dóri Laxness. Það var á sjötíu ára rithöf- undarafmæli hans og Einari fannst ekki leiðinlegt að fá að mynda hann í túninu heima. Hvað þá að hlýða á sögurnar. „Halldór var náttúrulega snillingur og það voru forréttindi að fá að eyða smá tíma með hon- um. Hann sagði mér til dæmis frá því þegar Inga fyrrverandi eigin- kona hans kom að vitja hans á spít- ala. Hann spurði hver hún væri og hún svaraði, „Halldór minn, þetta er ég. Inga, fyrrverandi konan þín.“ Þá spurði hann „nú og var það far- sælt hjónaband?“ Greinilega ekki!“ segir Einar hlæjandi. Það er létt yfir honum þegar hann rifjar þetta upp. Honum Einar Ólason ljósmyndari segir frá því þegar hann horfði á einn besta vin sinn verða litla bróður sínum að bana með voðaskoti. Þeir voru bara sautján ára, úti að leika sér með nýju rifflana sína og ætluðu sér ekkert illt. En slysin gera ekki boð á undan sér og Einar varð aldrei samur á eftir. Hann sagði Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur einnig frá leitinni að móðurinni sem gaf hann aðeins vikugamlan frá sér og föðurnum sem hann fann aldrei. Þá rifjaði hann upp eftirminnileg at- vik frá ferlinum, eins og það þegar Albert Guðmunds- son kýldi hann kaldan svo úr datt tönn. „ Í einhverjum fífla- gangi rak hann riffilinn í gegnum klofið á sér og skaut aftur fyrir sig. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Uppáhald s Fá verkefni voru eins skemmtileg og það þegar Einar eyddi degi með Halldór i. Næsta verkefni Einar undirbýr fyrstu einkasýninguna á áratugalöngum ferli þar sem hann vinnur með náttúruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.