Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 6
Tóku milljarða í arð en greiddu ekki 22 Mikil fækkun innbrota n Þjófnuðum og eignaspjöllum fækkar einnig í borginni Þ jófnaðir á höfuðborgar- svæðinu voru 285 í septem- ber og fækkaði þeim nokkuð frá ágústmánuði. Þetta kem- ur fram í nýrri afbrotatölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu fyrir septembermánuð. Leita þarf aftur til desembermánaðar 2007 til að finna jafn fáar tilkynn- ingar um þjófnaði í einum mánuði og voru í september síðastliðnum. Alls hafa verið skráðir 3.382 þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu 2012, 797 inn- brot, 1.028 eignaspjöll og 534 of- beldisbrot. Fjöldi umferðarslysa það sem af er ári er 248. Þjófnuð- um hefur fækkað um 10 prósent samanborið við sama tímabil árið 2011, innbrotum um 30 prósent, eignaspjöllum um 18,5 prósent en ofbeldisbrotum fjölgaði um 3 prósent. Umferðarslysum fækkaði um 10 prósent milli ára miðað við tímabilið frá janúar til loka sept- ember. Fjöldi innbrota stóð nánast í stað á milli mánaða og voru 66 í september en það er minnsti fjöldi innbrota í einum mánuði frá upp- hafi talninga. „Eftirtektarverð- ur árangur er því að nást í fækkun innbrota annan mánuðinn í röð. Innbrotum í heimili, fyrirtæki og í ökutæki fækkaði í mánuðinum, en innbrotum í verslanir fjölgaði,“ segir lögreglan í skýrslu þar sem afbrotatölfræðin er kynnt. Fjöldi eignaspjalla var 103 í september sem er lítilsháttar fjölgun frá síð- asta mánuði. Þetta eru þó mun færri brot en á sama tíma á síð- asta ári. Tilkynningum um rúðu- brot fjölgaði en fækkun var á öðr- um tegundum eignaspjalla. 6 Fréttir 19.–21. október 2012 Helgarblað 10 þúsund undirskriftir: „Ánægð með þennan áfanga“ Rúmlega 10 þúsund hafa skrifað undir kröfu um Betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefna- vandans, en SÁÁ kynnti átakið fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sem skrifa undir skora á stjórnvöld að verja 10 prósentum af áfengisgjaldinu til að byggja upp endurhæfingu fyrir mikið veika áfengissjúklinga, aðstoð við fólk eft- ir meðferð til að komast til virkni í samfélaginu og úrræði fyrir börn sem alast upp við álag vegna mikill- ar ofneyslu á heimilum sínum. „Við erum mjög ánægð með þennan áfanga,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. „Fyrir tæpum tveimur vikum hafði enginn heyrt af þessu máli svo það er frábært að nú þegar hafi yfir 10 þúsund manns skrifað undir. Það er líka ánægjulegt að undirskrift- irnar hafa safnast hraðar upp á síð- ustu dögum. Og við merkjum það af viðbrögðum fólks þegar við bjóð- um því að skrifa undir að þetta mál njóti almenns og víðtæks stuðnings meðal þjóðarinnar.“ Markmiðið með átakinu er að bæta lífsgæði þriggja hópa. Barna sem alast upp við mikla ofneyslu á heimilum sínum og búa við mikið álag af þeim sökum; álag sem gerir börnin útsettari fyrir að þróa með sér áfengis- og vímuefnasýki síðar meir og eykur líkur á að þau fái aðra geðræna og líkamlega sjúkdóma og glími við félagslegan vanda. Í öðru lagi fólk sem kemur úr áfengis- og vímuefnameðferð og þarf stuðning til að komast til mennta, vinnu eða virkni í samfélaginu. Og í þriðja lagi veikustu sjúklingana sem hafa ekki fengið úrræði við hæfi. Vill á þing fyrir Sjálfstæðisflokk Vilhjálmur Bjarnason lektor hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Vilhjálmur býður sig fram í 1.–6. sæti. Hann er hagfræðingur og hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta frá árinu 2000. Í tilkynningu frá honum segir að mál- efni og kjör fatlaðra séu honum hug- leikin. Frá því fjármálakerfi landsins hrundi hefur Vilhjálmur fjallað um hrunið í fjölmiðlum, auk þess sem hann hefur veitt rannasóknarnefnd- um um hrun banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs margvísilegar upp- lýsingar. Hann er kvæntur Auði Maríu Aðalsteinsdóttur bókaverði og eiga þau tvær dætur. Góður árangur Að mati lögreglunnar hef- ur eftirtektarverður árangur náðst í fækkun innbrota upp á síðkastið. B ræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir fengu um 9 millj- arða króna í arðgreiðslur til hollensks eignarhaldsfélags síns, Bakkabræður Holding B.V., á árunum fyrir íslenska efnahags- hrunið. Félagið hélt utan um hluta- bréfaeign þeirra í Exista, stærsta hlut- hafa Kaupþings og eiganda Símans, VÍS, Lýsingu og Bakkavör. Þessa pen- inga tóku þeir bræður út úr hollenska félaginu. Þetta sama félag, Bakkabræður Holding B.V., var með útistandandi lán við Kaupþing upp á tæplega 22 millj- arða króna við bankahrunið árið 2008. Veðin fyrir þeim lánum voru í hluta- bréfunum sem hollenska félagið hafði keypt. Engar persónulegar ábyrgðir voru fyrir lánunum. Þegar eignir gamla Kaupþings voru verðmetn- ar og fluttar yfir í Nýja-Kaupþing eftir hrunið í október 2008 voru þessir tæp- lega 22 milljarðar króna verðmetnir á 0 krónur. Það er að segja Nýja-Kaupþing bjóst við því að útlánin væru töpuð að fullu og bókfærði niðurfærsluna í efnahagsreikning sinn við skiptinguna á milli gamla og nýja bankans. Ekk- ert bendir til að þessi staða hafi breyst á síðastliðnum fjórum árum: Útlán arftaka Kaupþings, Arion banka, til Bakkabræður Holding B.V. eru töpuð. Einn stærsti arðþiggjandinn Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is kemur fram að þetta sama félag, Bakkabræður Holding B.V., hafi verið einn af stærstu arðþiggjendum á Ís- landi á árunum fyrir hrunið. Í töflu yfir stærstu arðþiggjendurna kemur fram að árið 2006 hafi félagið fengið tæplega 3 milljarða króna í arð vegna hlutabréfaeignar sinnar og rúmlega 5 milljarða króna ári síðar. Félagið átti tæp 50 prósent í Exista á þessum tíma. Samtals fékk félagið því rúma 8 millj- arða króna á tveimur árum. Árið 2005 nam arðgreiðslan út úr Exista til hluthafa sinna milljarði króna og fékk Bakkabræður Holding B.V. tæp 60 prósent af þeirri greiðslu þar sem félagið átti enn stærri hlut í félaginu en síðar varð. Samtals námu arðgreiðslurnar til félagsins því tæp- lega 9 milljörðum króna á þessum árum. Enginn arður rann út úr Exista árið 2004. Greiddu ekki fyrir hlutabréfin Staðan er því sú í tilfelli Bakkabræður Holding B.V. að félagið greiddi arð frá Íslandi vegna hlutabréfakaupa sem fjármögnuð voru af Kaupþingi. Fé- lagið greiddi því ekki fyrir hlutabréf- in sjálft, með eigið fé, heldur lánaði bankinn því fyrir þeim. Arðurinn sem rann til félagsins fór hins vegar ekki í uppgreiðslu á skuldunum við bank- ann heldur tóku eigendur Bakka- bræður Holding B.V. hann út sem sína persónulegu eign. Svo, í bankahruninu 2008, þegar verðmæti hlutabréfanna í Kaupþingi og Exista hrundi, og þar með undir- liggjandi veð bankans fyrir lánunum, stóð Nýja-Kaupþing frammi fyrir því að geta ekki innheimt kröfuna á hend- ur Bakkabræður Holding B.V. þar sem veðin voru orðin lítils virði. Arðurinn sem þessi hlutabréf sem Bakkabræður greiddu ekki fyrir var hins vegar áfram eftir sem þeirra persónulega eign og gat bankinn ekki, og getur í reynd ekki, sótt þessa peninga til bræðranna. Arð- urinn sem bræðurnir halda eftir nem- ur því að minnsta kosti tæpum helm- ingi af skuldum eignarhaldsfélags þeirra í Hollandi. Kaupa upp eignir Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að bræðurnir Lýður og Ágúst hefðu upp á síðkastið varið um sex milljörðum króna til að kaupa hluta- bréf í Bakkavör af íslenskum aðilum en bræðurnir misstu yfirráð sín í fyrir- tækinu í kjölfar efnahagshrunsins. Á meðal þeirra sem bræðurnir keyptu af eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóð- ur starfsmanna ríkisins. Arion banki hefur hins vegar ekki viljað selja þeim bræðrum hlutabréf sín í félaginu og hefur bankinn reynt að leggjast gegn því að Bakkbræður eignist fyrirtækið aftur. Ekki er hægt að fullyrða hvaðan þeir fjármunir koma sem Bakkbræður nota nú til að kaupa upp hlutabréf í Bakkavör. Kannski er um að ræða lánsfé og kannski þá fjármuni sem bræðurnir tóku í arð út úr íslenskum fyrirtækjum á árunum fyrir hrunið. Ljóst er að bræðurnir gætu fjármagn- að slík uppkaup með peningum sem þeir eiga. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Arion banki bókfærði 22 milljarða útlán til Bakkabræðra á 0 krónur Kaupa upp eignir Bakkabræð- urnir Lýður og Ágúst Guðmunds- synir tóku að minnsta kosti níu milljarða króna í arð til félags síns í Hollandi á árunum fyrir hrunið. „Samtals fékk fé- lagið því rúma 8 milljarða króna á tveimur árum. Arðgreiðslur til Bakkabræður Holding B.V. 2005 590 milljónir 2006 2.956 milljónir 2007 5.136 milljónir Samtals 8.682 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.