Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Qupperneq 13
Fréttir 13Helgarblað 19.–21. október 2012 Um þetta er kosið n Á kjörseðlinum verða sex spurningar n Skiptar skoðanir um margt Ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslur í sögunni Íslendingum hefur þrisvar áður verið gefið tækifæri til að segja hug sinn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Um það bil 79 ár eru frá því að síðasta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin. Í öll þrjú skiptin hlíttu stjórnvöld niðurstöðum atkvæðagreiðslnanna án þess þó að vera lagalega bundin af þeim. 1908 Kosið um innflutningsbann á áfengi. 1916 Kosið um þegnskylduvinnu karlmanna. 1933 Kosið um afnám áfengisbanns. Þjóðkirkjuákvæði Þriðja spurningin á kjörseðlinum snýr að því hvort stjórnarskráin eigi að innihalda ákvæði um þjóðkirkju. Núverandi stjórnarskrá kveður á um að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Í stjórnarskránni er hins vegar einnig kveðið sérstaklega á um að þessari grein megi breyta með venjulegum lögum. Alla jafna þurfa tvö mismunandi þing að sam­ þykkja stjórnarskrárbreytingar en venjulegum lögum er hægt að breyta jafnóðum og hvert þing samþykkir þær. Breytingarnar eru því umtals­ vert auðveldari. Í tillögum stjórnlagaráðsins er ekki kveðið sérstaklega á um að þjóð­ kirkja sé á Íslandi. Í 18. grein tillagn­ anna er kveðið á um trúfrelsi þar sem meðal annars segir að öllum skuli tryggður réttur til trúar og lífsskoðun­ ar. Í 19. grein tilagnanna er hins vegar kveðið á um að í lögum megi kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Það að ekki sé sérstaklega kveðið á um hvaða kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi hefur að öllum líkindum ekki bein áhrif á stöðu þjóðkirkjunnar. Um hana gilda sérstök lög. Í skýringum með tillögum stjórnlagaráðs kemur fram að ekki hafi fengist úr því skor­ ið nákvæmlega hvaða áhrif það hefði að fella burt þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá og því hafi það verið fært í hendur löggjafans að taka ákvörðun um hvernig eigi að hátta breytingum á þjóðkirkjunni. Verði það hins vegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar, og ef stjórnvöld ákveða að hlíta þeirri niðurstöðu, þarf að greiða aftur atkvæði til að breyta kirkjuskipan ríkisins. Bæði núgild­ andi stjórnarskrá og tillögur stjórn­ lagaráðs gera ráð fyrir því að kos­ ið verði í almennri atkvæðagreiðslu um breytta kirkjuskipan. Bæði þjóð­ kirkjan og andstæðingar þjóðkirkju­ ákvæðis í stjórnarskrá hafa bent á þetta. Agnes M. Sigurðardóttir bisk­ up hefur hins vegar sagt mikilvægt að halda ákvæðinu í stjórnarskrá þrátt fyrir að afnám þess þýddi ekki að­ skilnað ríkis og kirkju. Samtökin Sið­ mennt, sem hafa barist fyrir aðskiln­ aði, hafa á hinn bóginn sagt að þó brotthvarf ákvæðisins þýði ekki að­ skilnað sé það stórt og mikilvægt skref í áttina að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju.  Andstæðingar segja Þeir sem vilja afnema sérstakt ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnar­ skránni segja að það sé mikilvægt skref í áttina að aðskilnaði ríkis og kirkju. Það er þó ekki svo að ákvæðið eitt og sér geri þjóðkirkjuna að þjóð­ kirkju.  Stuðningsmenn segja Kirkjan hefur fjallað um stjórnar skrárákvæðið og hafa helstu rökin fyrir afnámi þess ekki verið sú að þjóðkirkjan sé hluti af sögu og menningu landsins og að hún gegni þar mikilvægu hlutverki. Persónukjör Eitt af því sem oft hefur borið á góma í kjölfar hrunsins er möguleikinn á persónukjöri. Persónukjör er þegar kjósandi getur kosið einstaka fram­ bjóðanda af lista í stað þess að kjósa heilan lista frá einum stjórnmála­ flokki eins og nú er gert. Nokkrar mismunandi útfærslur eru til um persónukjör og hefur stjórnlagaráð lagt fram sína eigin útfærslu fram í tillögum sínum að nýrri stjórnarskrá. Þær tillögur ganga út á að kjósend­ ur geti kosið af bæði kjördæmalista og landslista stjórnmálahreyfinga og þvert á lista. Í núgildandi stjórnarskrá er ekki kveðið á um persónukjör en í tillög­ um stjórnlagaráðs segir að kjósandi velji með persónukjöri frambjóð­ endur af lista. Persónukjör þekkist þó innan stjórnmálahreyfinga og eru prófkjör dæmi um persónukjör. Þá býðst kjósendum að strika menn af lista í þingkosningum og hafa þannig áhrif á röðun manna á lista. Þessi leið hefur þó lítil áhrif og er mjög sjald­ an sem útstrikanir hafa mikil áhrif á uppröðun lista. Mikinn fjölda fólks þarf til að mynda til að færa mann í nær öruggu þingsæti niður lista þannig að hann nái ekki kjöri. Í atkvæðagreiðslunni á laugardag er ekki spurt hvort útfærsla stjórn­ lagaráðs eigi að gilda um persónu­ kjör heldur aðeins hvort stjórnar­ skráin eigi að innihalda ákvæði um að heimila slíkt kjör í meira mæli en nú er. Persónukjör er við lýði í nokkrum ríkjum í kringum okkur en í flestum ríkjum er þó ekki geng­ ið jafn langt og stjórnlagaráð gerir ráð fyrir.  Andstæðingar segja Andstæðingar persónukjörs telja að mikil áhersla á persónur geti ýtt undir ómálefnalega stjórn­ málabaráttu og hafa jafnvel bent á að þekkt andlit ættu enn greiðari leið í stjórnmál en minna þekktir einstak­ lingar.  Stuðningsmenn segja Þeir sem talað hafa fyrir auknu persónukjöri segja að þannig sé val kjósenda aukið og að stjórn­ málamenn muni finna fyrir aukinni persónulegri ábyrgð. Kjósendum gefst þá tækifæri til að velja sér einstakling á þing sem hann leggur traust sitt á en ekki endilega heilan stjórnmálaflokk. Jafnt vægi atkvæða Eins og núgildandi lög um alþingis­ kosningar eru hafa ekki öll atkvæði jafnt vægi. Í síðustu alþingiskosn­ ingum árið 2009 voru til að mynda 2.366 atkvæði á bak við hvern kjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi en í Suðvesturkjördæmi voru 4.850 at­ kvæði á bak við hvern kjörinn þing­ mann í kjördæminu. Þetta þýðir að frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi þurftu ríflega tvöfalt fleiri atkvæði til að ná kjöri en þingmaður í Norðvest­ urkjördæmi. Misjafnt er á milli kjördæma og kosninga hversu mikill munur er á vægi atkvæða. Í núgildandi stjórn­ arskrá er kveðið á um að misvæg­ ið megi ekki vera meira en einn á móti tveimur og ef munurinn er meiri eru þingsæti færð á milli kjör­ dæmanna. Þannig mun eitt þingsæti færast frá Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur kjördæmi í næstu kosning­ um. Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að öll atkvæði hafi jafnt vægi. Gefin er heimild til Alþingis til að hafa landið aðeins eitt kjördæmi þar sem fullkomið jafnvægi er á milli atkvæða eða binda allt að 30 sæti af 63 við ákveðin kjördæmi. Í 39. grein tillagnanna segir að tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skuli ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll 63 þingsætin.  Andstæðingar segja Helstu andstæðingar þess að jafna vægi atkvæða hafa sagt að ójafn­ vægið komi í veg fyrir íbúar í þéttbýli hafi of mikil á hrif á kostnað dreifbýl­ is. Þannig sé eðlilegt að íbúar í dreifðri byggð, líkt og í kjördæmum utan höf­ uðborgarsvæðisins, hafi fleiri þing­ menn á Alþingi en annars væri ef at­ kvæði þeirra vægi jafnt á við þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.  Stuðningsmenn segja Stuðningsmenn þess að jafna vægi atkvæða benda á að eðlilegt sé að atkvæði allra kjósenda vegi jafnt óháð búsetu. Mál í þjóðar- atkvæðagreiðslu Síðasta spurningin á kjörseðlin­ um snýst um hvort gefa eigi heim­ ild fyrir því að ákveðinn hluti kosningabærra manna geti kraf­ ist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál í þinginu. Í tillögum stjórnlaga­ ráðs er gert ráð fyrir að tíu pró­ sent kjósenda geti krafist þjóðarat­ kvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Gert er ráð fyr­ ir að atkvæðagreiðslan sé bind­ andi þannig að lögin falli úr gildi ef kjósendur hafna þeim en annars haldi þau gildi sínu. Lítil hefð er fyrir þjóðaratkvæða­ greiðslum hér á landi en þær hafa þó færst í aukana á síðustu árum. Forseti Íslands hefur þrívegis sent mál í þjóðaratkvæðagreiðslu en greidd voru atkvæði um tvö þeirra. Fyrsta málið sem forsetinn sendi til þjóðarinnar voru fjölmiðla­ lögin árið 2004 en Alþingi ákvað að draga lögin til baka áður en til þjóðaratkvæðagreiðslunnar kom. Svipuð þróun hefur átt sér stað í öðrum Evrópulöndum þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið fátíðar. Bæði í Sviss og á Ítalíu eru ákvæði í stjórnarskrá þar sem kjós­ endum er heimilað að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Íslandi hefur íbúalýð­ ræði í sveitarstjórnum ver­ ið í gildi frá árinu 2011 en sam­ kvæmt sveitarstjórnar lögum geta 20 prósent kjósenda í viðkom­ andi sveitarfélagi krafist atkvæða­ greiðslu. Dæmi um slíkt er íbúa­ kosning í Hafnarfirði um heimilun stækkun álversins í Straumsvík en stækkuninni var hafnað.  Andstæðingar segja Helstu rökin sem færð hafa verið fyrir því að fjölga ekki þjóðar­ atkvæðagreiðslum um einstaka mál hafa verið að þær geti valdið minni kjörsókn. Þá hafa and­ stæðingar þess sagt að fleiri at­ kvæðagreiðslur geti ýtt undir að mál séu skoðuð hvert fyrir sig frekar en í samhengi.  Stuðningsmenn segja Þeir sem barist hafa fyrir aukn­ um þjóðaratkvæðagreiðslum segja að það muni auka þátttöku og skiln­ ing fólks á málefnunum sem um ræðir. Þannig verði stjórnvöld hverju sinni betur upplýst um óskir og vilja kjósenda. n Um þetta snýst atkvæðagreiðslan 1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nei, ég vil ekki að tillögur stjórn- lagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einka- eigu lýstar þjóðareign? Já. Nei. 3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já. Nei. 4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já. Nei. 5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? Já. Nei. 6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosn- ingarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já. Nei. Skiluðu frumvarpinu Það var í lok júlí 2011 sem stjórnlagaráð afhenti Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Í baksýn má sjá nokkra meðlimi stjórnlagaráðs. Mynd Hörður SVeinSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.