Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 25
Hverjir eru skríllinn? Umræða 25Helgarblað 19.–21. október 2012 undir teppinu sem hann sjálfur stóð á. Ekki frekar en nokkrum manni sem á hlýddi. Ekki frekar en nokkur ein­ asti félagsmaður í Ísfélaginu, þess­ um stærsta einkaklúbbi Íslands, hef­ ur gert að loknu Hruni, og hafa þau þó haft til þess heil fjögur ár. Fjórum árum eftir Hrun er greini­ legt að Ísfólkið nennir þessu ekki lengur. Kurteisisgríman er fallin. Nú skal segja hlutina eins og þeir voru. Við hefðum átt að halda völdum. Við hefðum aldrei átt að lúffa fyrir þess­ um skríl. Nú er komið að okkur aftur, burt með ykkur! Hverjir eru skríllinn? En hverjir eru skríllinn? Sá sem stýrði landinu á hausinn og neitaði að víkja eða fólkið sem krafðist þess af honum? Hverjir eru skríllinn? Sá sem kallar fólk skríl fyrir að mótmæla mistökum sem hann gengst ekki við, eða fólkið sem mót­ mælir vegna þess að það sýpur dag­ lega seyðið af þeim sömu mistök­ um? Hverjir eru skríllinn? Sá sem dró Bónusfána að húni Alþingishúss eða þingmennirnir sem inni sátu prúðir og prófkjörnir með Bónusgrísinn á bakinu? Hverjir eru skríllinn? Þau sem öskruðu „Út með ykkur!“ af þingpöllum er allt var hrunið eða þingmenn sem drógu þau, af öllum, fyrst fyrir dómstól eftir Hrun? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem kveikti eld við Al­ þingishúsið eða þingmenn sem þáðu milljónir frá hrunvöldum og sitja enn á þingi? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem púaði á Geir Haar­ de þegar Ísland var fallið eða Geir Haarde sjálfur sem tók við 55 millj­ ónum frá FL og Landsbanka svo hann gæti haldið áfram að gera ekk­ ert gegn þeim sem forsætisráðherra? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem á Austurvelli hrópaði „Davíð er dýr!“ eða Davíð sjálfur sem ólmast líkt og dýr gegn öllum þeim sem reyna að leiðrétta mistök hans? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem hundsar þau skríls­ legu skrif eða fólkið sem borgar fyrir að láta bera sér þau heim? Hverjir eru skríllinn? Þeir sem Mogginn mígur á eða þau sem kvitta upp á miguna með störfum sínum á blaðinu? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem les um milljarða­ afskriftir Moggans í DV eða fólkið sem kallar DV sorpblað? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem berst fyrir nýrri stjórn­ arskrá vegna almannahagsmuna eða fólkið sem berst gegn henni af eiginhagsmunum? Hverjir eru skríllinn? Fólk sem vill að þjóðin fái að hafa skoðanir á stjórnarskránni eða hinir sem kalla slíkt „fúsk“? Hverjir eru skríllinn? Fólkið sem vill að þjóðin fái að hugleiða með sér nokkur atriði í væntanlegri stjórnarskrá eða þau sem vilja koma í veg fyrir slíka hugs­ un? Skrílsmegin í lífinu Kæru vinir. Verum ekki skrílsmegin í lífinu heldur mætum öll á kjörstað á laugardag og segjum já við spurn­ ingu 1. Látum þá ekki ná landinu af okkur aftur. Leggjum ekki Ísland inn í Ísfélagið. n „látum þá ekki ná landinu af okkur aftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.