Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Síða 29
Viðtal 29Helgarblað 19.–21. október 2012 inum og talaði um pólitík. Hann var alltaf ósammála öllu sem ég sagði, var augljóslega að reyna mig. En það fannst mér mjög skemmtilegt. Ég varð svakalega sjóveik. Man að á einni baujuvaktinni ældi ég níu sinnum. En ég gat ekki gefist upp. Skipstjórinn var búinn að segjast ekki ætla að ráða konu og ég var eina konan um borð. Ég hefði bara svikið allar konur í landinu ef ég hefði guggnað. Það hefði ekki gengið upp. Þetta var líka allt í lagi flesta daga, ef maður var ekki þunnur. Við þær að- stæður var þetta algert helvíti,“ segir hún og hristir höfuðið. Alþingisveik Þegar hún rifjar upp sjóveikina dettur henni í hug að kannski verði hún alþingisveik, komist hún á þing. „Núna þegar ég er að bjóða mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar þá hugsa ég stundum. Vá, hvað er ég að gera? Hvernig í ósköpunum dettur mér í hug að bjóða mig fram til Al- þingis? Kannski verð ég svona al- þingisveik? Það virðist vera hræði- legt andrúmsloft sem þar er. Kannski stofnun sem er ekkert fyrir óþolin- móða manneskju eins og mig. En aftur kemur upp sama hugsunin; ég verð að koma því áfram sem ég stend fyrir. Ég vil að sækja rétt fólks og vera ýtin,“ segir hún ákveðin á svip. Úr sjómennsku í svínahirð Eftir vetrarvertíðina á Hornafirði kom humarvertíð og þá var ekki í boði fyrir utanbæjarfólk að vera í plássi. Björk hélt til Danmerkur og gerðist svínahirðir. „Lífið tekur stundum undarlega snúninga og ég veit ekki hvað það er sem stjórnar lífi manns. Ég fór til Danmerkur að læra iðjuþjálfun en endaði bara sem svínahirðir á stóru búi. Ég réð mig til starfa og þarna voru 300 gyltur og hvert svín með ótal grísi. Þetta var risavaxið bú og reyndar mjög merkileg reynsla. En á órökréttan hátt komst ég ekki í iðjuþjálfun og vissi ekkert hvað ég ætti að leggja fyrir mig. Fór því heim, fletti námskrá Háskólans og tók skyndiákvörðun í flýti sem reyndist frábær – að læra uppeldisfræði og fé- lagsráðgjöf.“ Tækifæri í stað meðvirkni Félagsráðgjöf finnst Björk skemmti- legasta fag sem hún þekkir. „Mað- ur er alltaf að vinna með fólki að því breyta einhverju til batnaðar í lífi þess. Það er enginn sem leitar til fé- lagsráðgjafa nema hann vilji breyta einhverju í lífi sínu. Það er eitthvað í lífinu sem þú ert ekki sáttur við og vilt leysa. Þá er svo mikilvægt að vera góður en verða ekki meðvirkur með aðstæðunum sem festir fólk í farinu sem það vill komast úr.“ Meðvirknina segir hún stundum ríka í velferðar- kerfi okkar Íslendinga og hún getur stuðlað að því að festa fólk í fátæktar- gildru. „Bæði er um að ræða úrræða- leysi og við gerum ekki nægilega miklar kröfur til fólks. Við þurfum að gefa öllum tækifæri til að breyta að- stæðum til hins betra en stundum erum við að viðhalda vandanum.“ Stopp – hingað og ekki lengra Hún tekur dæmi um meðvirknina. „Stundum gefum við fólki tækifæri og það vill ekki nýta það. Þó að það hafi verið metið vinnufært. Í þeim tilfellum vil ég hreinlega setja fólki skilyrði um að taka úrræðunum. Um þetta eru skiptar skoðanir. Ég er ein af þeim sem vill skilyrða fjárhags- aðstoð sveitarfélaganna. Ef að fólk neitar vinnuúrræðum og starfsþjálf- unarúrræðum, bara vegna þess að það sér ekki hag sinn í því að taka þeim ekki, þá finnst mér að eigi að segja stopp. Það er hins vegar ekki hægt með núgildandi lögum og ég vil beita mér fyrir breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Það er meðal annars þess vegna sem ég vil fara á þing. Ég er kona sem er tilbúin til að segja. Nei, hingað og ekki lengra. Þú ert vinnufær og verð- ur að takast á við tilveruna.“ Fátæktargildran Björk segir fólk sem hefur verið lengi án úrræða þurfa góða hjálp. Það sé oft búið að þróa með sér mikla depurð, jafnvel þunglyndi og ýmiss konar líkamleg vandamál. „Þá verður einhver annar að hjálpa til og ég er alveg til í að vera vonda konan sem setur því stólinn fyrir dyrnar og segir: Hingað og ekki lengra. Í dag er fólk á atvinnuleysisbótum í allt að fjögur ár og síðan fara margir á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögun- um. Þetta getur verið stórhættu- leg fátæktargildra og við eigum ekki að leyfa fólki óhindrað að ganga í hana. Við eigum að koma til hjálpar strax. Það þarf að gera það á góðan hátt og gagnvart þeim sem vilja það og eru vinnufærir. Þeir sem eru veik- ir eiga að fá aðstoð heilbrigðis -og tryggingakerfisins og endurhæfingu til þess að komast aftur í vinnufært ástand.“ Björk segir virka starfsendur- hæfingu skila mjög góðum árangri í þessu tilliti. „Sú hugsun sem verið er að innleiða í tryggingakerfið er góð. Hún er sú að í framtíðinni eigi að meta færni fólks en ekki skerðingar. Í dag er öll örorka metin út frá þeirri færniskerðingu sem fólk hefur. Mér finnst það mannréttindabrot þegar verið er að bjóða fólki upp á ör- orku vegna sinnar fötlunar án þess að bjóða þeim fyrst upp á nám og eða endurhæfingu til að takast á við vinnumarkaðinn. Reykjavík hefur boðið upp á hundruð starfa á þessu ári í gegnum Vinnandi veg og tekið þátt í Nám er vinnandi vegur. Þá settum við á lagg- irnar Atvinnutorg fyrir ungt fólk sem í mörg ár hefur verið utan vinnu- markaðar og skóla. Þetta er að skila sér hjá þeim sem taka þátt. En við verðum líka að ná til þeirra sem geta en vilja ekki taka þátt.“ Blindir fái tækifæri Hún tekur dæmi af blindum ung- mennum og finnst það óhæft að þeim sé boðið upp á örorkulífeyri við 18 ára aldur, óháð hæfni þeirra til alls kyns starfa. „Í Danmörku og Svíþjóð er fólki ekki boðin örorka ef það er eingöngu blint. Því er boðin starfshæfing til þess að læra eitt- hvað sem það ræður við. Blindir geta sinnt ótrúlega mörgum og fjölbreytt- um störfum. En á Íslandi fá blindir örorkulífeyri strax við 18 ára aldur. Björk hefur reynslu af því að blind- ir fái ekki næg tækifæri, þó það hafi breyst með tilkomu þekkingarmið- stöðvar blindra og sjónskertra. Í fimm ár starfaði hún hjá Blindrafé- laginu. Samfélagið má ekki segja við einstaklinginn, við erum ekki að gera ráð fyrir þér virkum þátttakanda að minnsta kosti ekki á vinnumarkaði. Við erum til í að framfleyta þér það sem eftir lifir. Þetta er dæmi um „góð- mennsku“ sem er svona aumingja- gæska. Mér finnst öll aumingjagæska til þess fallin að halda fólki í vondum málum.“ Umburðarlyndi gagnvart fötluðum Björk segir að með því að gera ekki kröfur í samræmi við getu hvers og eins séum við í raun að líta niður á fólk. Það eigi við um alla – líka þá sem eru alvarlega fatlaðir. „Með því að þjónusta og aðstoða fólk í samræmi við þarfir þess, getum við ætlast til meiri þátttöku af því. Við verðum því að fjármagna þjón- ustu sem er forsenda þeirrar virkni sem við viljum sjá. Vonast ég til þess að notendastýrð persónuleg aðstoð verði til þess að fleiri fatlaðir verði virkir. Nú á eftir að takast á um fjár- mögnun þess verkefnis, og það skil- ar vonandi miklu í betri lífsgæðum þeirra sem munu sjálfir stýra þeirri aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Á sama tíma verðum við að passa okkur á því að sjúkdómsvæða ekki öll frávik. 20 prósent þjóðarinn- ar eiga við þunglyndi að stríða ein- hvern tímann á ævinni. Við megum ekki láta alla fá læknisvottorð upp á óvinnufærni og örorku því flestir ná bata. Þá dreifum við líka athyglinni og þjónustunni á of marga, því við verðum að gera vel við þá sem veikj- ast illilega og lifa við fatlanir vegna sjúkdóma og eða meðfæddra eigin- leika. Ég er til að mynda skeptísk á greiningar gagnvart börnum – sem oft eru gerðar til að fjármagna sér- staka þjónustu til dæmis í skólum. Það á að mæta þörfum fólks, án þess að sjúkdómsgera hegðun þeirra. Því um leið og við gerum það úrræða- væðum við líf fólks – fólks sem fyrst og fremst þarf á skilningi og um- burðarlyndi að halda.“ Fangavörður í hegningarhúsinu Björk segir harðan heiminn höfða til sín enda kemur á daginn að meðan hún var í háskólanámi starfaði hún þrjú sumur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. „Margir þurfa spark í rassinn, bæði þeir sem eru í vondri félagslegri stöðu og líka við hin. Ég tvíefldist í þeirri vitneskju minni í þessari vinnu sem var líka góður skóli fyrir póli- tík. Maður lærir hversu vald er vand- meðfarið. En líka hversu mikilvægt það er að gefa skýr skilaboð og hafa ekki einhvern misskilning svífandi í lausu lofti. Maður þarf að geta beitt aga og verið strangur til þess að gera gott. Í fangelsinu lærði ég og áttaði mig á því hvað það er að vera í valda- stöðu gagnvart fólki sem er virkilega brotið og hefur kannski alla tíð átt óskaplega brotið líf – aldrei fengið þau tækifæri sem ég fékk.“ Sexí í fangavarðarbúning Björk kynntist eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, á námsár- unum. „Hann féll fyrir mér í fanga- varðarbúningnum,“ segir Björk og brosir. „Hann segir þetta alltaf í gamni. Honum fannst ég alltaf svo sexí í fangavarðarbúningnum á morgnana þegar ég var að fara í vinnuna. Við kynntumst í stúd- entapólitíkinni. Ég fékk hann til að halda fyrirlestur um sósíalisma í for- tíð og nútíð og fékk hann til að segja frá 68-kynslóðinni.“ Hún segir að eftir fyrirlesturinn hafi hann haldið sína leið en hún hitt hann annað veifið á förnum vegi. „Fáum mánuðum síðar tókum „Honum fannst ég alltaf svo sexí í fangavarðar- búningnum á morgnana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.