Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Side 34
34 Viðtal 19.–21. október 2012 Helgarblað ekki neitt vandamál. Hún var þannig karakter.“ Hann brosir blíðlega og segist vera ratvís á sterkar og sjálfstæðar konur. Þær séu og hafi alltaf verið allt í kring. Pabbi hans var rafvirki og vann lengi vel mikið úti á landi en móðir hans lét það ekki á sig fá. „Mamma var mjög sjálfstæð kona. Hún tók bílpróf töluvert á undan pabba og keypti bíl. Svo bauð hún fjölskyldunni í sunnudagsbíltúr, smurði brauð og fór með okkur á Þingvelli. Það þótti óvenjulegt, enda öfugt við það sem tíðkaðist á þessum tíma þegar margar konur voru próf- lausar en hún setti það ekki fyrir sig. Hún var minn langbesti vinur alla tíð.“ Öflugir menn Seinna kynntist hann annarri konu og eignaðist með henni þrjú börn. Með tímanum uxu þau í sundur og skildu um fertugt. Þá kom Hel- ena inn í líf hans en þau hafa ver- ið saman síðan. Fjölskyldan er náin og hann segir að hún samanstandi af sterkum karakterum. Þrátt fyrir það sé misklíð nánast óþekkt enda sé það gjarna þannig fólk sem getur unnið vel saman. Hann hefur reynsl- una, ekki bara frá fjölskyldulífinu heldur líka úr verkalýðsbaráttunni. „Í tíu ár var ég á stöðugum þvæl- ingi og fór hringinn í kringum landið tvisvar til þrisvar á ári og kenndi rafvirkjum á námskeiðum. Þar til formaður Rafiðnarsambands- ins veiktist og varð að hætta með til- tölulega skömmum fyrirvara. Þar sem ég þekkti nánast hvern einasta félagsmann í gegnum kennsluna var ég fenginn í hans stað. Ég vildi að stjórn félagsins yrði einnig endur- nýjuð. Það varð úr og ég valdi alla öflugustu mennina í félaginu. Sum- ir sögðu að ég væri galinn, ég gæti ekki stjórnað félaginu með alla frek- ustu gaurana mér við hlið. Ég svar- aði því til að ég þyrfti þá allavega ekki að hafa áhyggjur af því að þeir kæmu aftan að mér, því þeir væru það hreinskiptir og öflugir karakter- ar. Það reyndist rétt ákvörðun, okkur tókst vel að vinna saman og við gerð- um Rafiðnaðarsambandið að mjög öflugu félagi.“ Í kapphlaupi við verðbólguna Hann bendir á að nú sé talað um ís- lenskt efnahagsundur. Að hans mati á sú umræða eigi rétt á sér, hér hafi ekkert undur átt sér stað. Krónan hafi hins vegar verið felld eftir hrunið og það skapi þessa ímynd. „Það átta sig ekki allir á því þegar þeir segja að krónan sé svo góð að þegar hún er felld er hluti af launum fólks tekinn og færður annað. Krónan var felld um helming og launin eru núna sambærileg því sem gerðist árið 2005. Munurinn er aukaskattur sem er lagður á fólkið. Flestir launamenn borga brúsann og aðrir sleppa, til dæmis sjávarút- vegurinn sem græðir á tá og fingri og mokar inn peningum. Eins og alltaf þá lenda peningarnir hjá fámennum hópi þjóðarinnar. Svo er alltaf bent á að við gerum svo lélega kjarasamninga. Á 40 ára afmæli Rafiðnaðarsambandsins árið 2010 tókum við saman hvað við hefðum samið um miklar kaup- hækkanir á þessum árum. Það var vel yfir 3.000 prósent. Á sama tíma hafði danska rafiðnaðarsambandið samið um 330 prósenta hækkun. Við hefðum getað haldið því fram að við værum þá í mun betri stöðu en því fer víðs fjarri. Við vorum alltaf að keppast við verðbólguna, eins og Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, sem var einn stærsti efnahags- sérfræðingur fyrri efnahagsstjórna, sagði þá var svo gott að hafa krón- una því þá væri blóðsúthellingalaust hægt að leiðrétta góða kjarasamn- inga. Þetta sagði hann opinberlega og það var akkúrat það sem var gert. Það var eins og við stæðum á hlaupabretti, hlypum og hlypum en stæðum alltaf á sama stað. Á meðan náðu Danirnir vaxandi kaupmætti. Síðan stóðu þessir sömu menn og réðust að verkalýðshreyfingunni vegna þess að launin voru svo lág. En það var ekki við okkur að sakast, stjórnmálamenn gengisfelldu alltaf kjarasamningana.“ Vill klára aðildarumræður Lausnin felst í því að skipta krónunni út að mati Guðmundar. „Því tel ég að það sé mikilvægt að ræða það til enda hvað okkur stendur til boða ef við semjum við Evrópusambandið. Ég er ekki viss um að við samþykkjum samninginn en við eigum að skoða möguleikana. Stærsti kosturinn við það er að þá gætum við fengið stuðning við að losna við krónuna og gjaldeyrishöftin. Við gerum það ekki sjálf, við skuldum það mikið og erum enn með þessa snjóhengju hér inni og ráðum ekkert við það. Eina leiðin væri að fella krón- una aftur um sextíu til sjötíu prósent. Ég efast um að fólk sé tilbúið til þess.“ Til að útskýra hvað hann á við seg- ir hann: „Við lifum hér í einangraðu umhverfi. Við erum með krónu sem við vitum ekki hversu mikils virði er vegna þessa. Við getum haldið svona áfram í svona tvö ár til viðbótar en þá verður það sjónarspil búið og við neyðumst til að horfast í augu við staðreyndirnar.“ Áróðurinn meiðir „Oft er ég gáttaður á ummælum manna sem eru eða hafa verið í póli- tík og því hvað þeir tala af mikilli van- þekkingu um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í samfélaginu, hvernig hag- kerfið virkar, hvernig kjarasamn- ingar verða til og hvernig samskipt- um er háttað á vinnumarkaðnum. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég hlusta á umræðuna sem einkennist oft af yfirburða fá- visku. Sumir slá í kringum sig innihalds- lausum klisjum og upphefja sjálfa sig með fullyrðingum sem eiga ekki við rök að styðjast. Það versta er að þetta er sjónarspil sem menn komast upp með, að slá sig til riddara á kostnað annarra.“ Slíkur áróður getur reynt á þol- rifin, sérstaklega þegar hann snýr að manni sjálfum. Guðmundur seg- ir að það lærist að þola umræðuna, en það sé ekki alltaf auðvelt og hvað þá þegar hann var að byrja í þessum bransa. „Ég tók þetta alveg rosalega nærri mér og var stundum svo full- ur af heilagri vandlætingu að ég gat varla gengið. Með tímanum færðu skráp en samt hefur þetta alltaf áhrif á mann. Þetta gjörbreytir þínu persónulega lífi. Mér finnst til dæm- is gaman að fara í sundlaugar. En drottinn minn dýri, það er ósjald- an sem ég stend upp og geng í burtu af því að það er veist að mér í heita pottinum. Menn hrauna yfir mig af því að við höfum ekki afnumið verð- trygginguna. Verkalýðshreyfingin getur ekki afnumið verðtrygginguna, Alþingi gerir það.“ Hrakinn af pöbbnum Áreitið er ekkert minna annars stað- ar. „Við höfum lent í því nokkrum sinnum, ég og konan mín. Við förum oft í leikhús og stundum höfum við ákveðið að kíkja aðeins á pöbb áður en við förum aftur heim fyrst við erum á annað borð búin að splæsa í leigu- bíl. Þar hefur það nokkrum sinnum komið fyrir að það er gerður aðsúg- ur að mér og ég hef verið hrakinn út af pöbbnum og konan eyðilögð. Það fylgir því töluverð persónuskerðing að vera í svona starfi og það kallar á ákveðna tegund af karakter. En þetta er bara svona og hefur verið sérstak- lega slæmt síðustu ár. Ég hef náttúru- lega kallað þetta yfir mig á vissan hátt því ég hef verið virkur í þjóðmála- umræðunni. En í Rafiðnarsambandinu er ég ekki einn þótt sumir haldi það. Á bak við formanninn er átján manna stjórn og þar koma með- al annars saman formenn tíu öfl- ugra stéttarfélaga. Ég verð alltaf að tala fyrir hönd stjórnarinnar og af- sala rétti mínum til að hafa sjálf- stæðar skoðanir. Þannig að það hef- ur gerst að ég er að segja eitthvað í fjölmiðlum sem er andstætt minni persónulegu skoðun. Það er mín sið- ferðisleg skylda að tala fyrir hönd meirihlutans. Annars væri ég bara tekinn í bakaríið í félaginu.“ Spillingin blasti við Hann lítur á klukkuna og sér að hann er að renna út á tíma, á að vera mættur á annan fund eftir hálftíma og á enn eftir að ræða mál málanna nú fyrir helgina, kosningarnar. Nú er stundin runninn upp og eftir margra mánaða streð verða tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni loks lagðar fyrir þjóðina. Kosningarnar snúast líka um það sem hann var að tala um áðan, mis- skiptingu auðs og réttlæti. „Þetta óréttlæti sem er hérna og þessi ójafna skipting á svokölluðum þjóðarauð er glíman sem þetta snýst fyrst og fremst um. Það er alltaf verið að tala um að hér ríki ófriður og reiði og ann- að slíkt en það sprettur fyrst og fremst af þessu. Þegar hrunið varð opnast hér Pan- dórubox,“ segir hann með tilheyrandi hreyfingum sem undirstrika orð hans „… og allt í einu blasir við að þrátt fyr- ir að hér væri því haldið fram að á Ís- landi væri minnsta spilling í heimi og allt væri svo opið og gagnsætt var það rangt. Allt í einu blasti við að hér hefði ákveðinn hluti þjóðarinnar náð til sín gríðarlegum völdum og um leið dreg- ið til sín stóran hluta af þjóðarkök- unni. Þetta vildu menn lagfæra. Meðal annars með því að lag- færa kosningakerfið. Fyrirfram er vit- að að flokksskrifstofurnar velja inn á listana. Eins og kosningakerfið er í dag þá er það tryggt að um helming- ur þeirra þingmanna sem eru efstir á listum munu fara inn á þing. Það þýð- ir að flokksskrifstofurnar ráða ríflega helming þingmanna og tryggja sér þannig völd. Í tillögu stjórnlagaráðs er ráðin bót á því. Kjördæmum er til dæmis fjölg- að í tillögum stjórnlagaráðs og lág- mörk sett á þingmannafjölda í hverju þeirra. Við höfum ekkert við risavax- in kjördæmi að gera, þar sem það eru kannski sex til áttahundruð kíló- metrar endanna á milli funkera kjör- dæmin ekki sem skyldi. Þannig að við leggjum til að kjördæmin verði átta og leggjum það einnig til að það verði að lágmarki þrjátíu þingmenn af lands- byggðinni, eða næstum helmingur þingmanna. Síðan er verið að tala um að til að tryggja atvinnu í kjördæmum úti á landi þurfi landsbyggðarþingmenn að hafa meira þingvald, fá hlutfalls- lega fleiri þingmenn en atkvæðin segja til um, eins og verið hefur. Engu að síður er atvinnuleysið mest á Suðurnesjum þannig að þessi rök standast ekki skoðun. Og ef þú vilt sjá hvar félagslegur ójöfnuður er mestur þá skaltu fara upp í Breiðholt. Samt halda menn fram þessum marklausu rökum sem eru orðin að föstum klisj- um en eru bara bull, innihaldslaust kjaftæði.“ Ótrúlegur dómur Eftir hrunið blasti við öllum hversu ójöfn skipting var í samfélaginu og hún er framkvæmd þannig að það er spilað með gengi krónunnar, laun- in sem þú átt í vasanum. Þú vaknar upp með tíkall í vasanum en þegar þú ferð að sofa áttu ekki nema fimm- kall. Það er búið að taka fimmkall af þér og setja hann í vasa fámenns hóps sem virðist telja að hann eigi að ráða hér öllu og að það skipti mestu máli hvað hann hefur um hlutina að segja. Þessi hópur veður um í pening- um og hefur lögfræðinga í kringum sig sem segja að það séu engir aðr- ir hæfir til að semja stjórnarskrána nema þeir. Þessi hópur var algjör- lega á móti því að hér væri haldinn þjóðfundur, það þótti út í hött því þeir hefðu hæfileika og getu og í raun einkaleyfi á því að hafa þetta eins og þeir vildu. Þeir gengu meira að segja svo langt að fá stjórnlagaþingið dæmt ógilt vegna þess að það vantaði þök á kjörklefakassana á íþróttahúsinu þar sem kosningin fór fram. Eins og einhver væri uppi í rjáfri til að kíkja á það hvernig þú greiddir atkvæði. Þessi dómur var náttúrulega yfir- gengilega heimskulegur og það var ótrúlegt að lesa rökin sem voru sótt til þess að ógilda kosninguna.“ Kosið um sambandsslit Það eru einnig marklaus rök seg- ir Guðmundur að núverandi stjórna- skrá hafi verið samþykkt með 98 pró- sentum atkvæða. „Það vita það allir sem það vilja vita að það var verið að bera sambandsslitin undir lands- menn, hvort við ættum að verða full- valda ríki eða ekki og það var rekinn mjög ákveðinn áróður um allt land að allir yrðu að mæta og sýna að þjóðin stæði saman um að slíta sambandinu við Dani. Því fylgdi reyndar líka ný stjórnar- skrá sem var samin í miklum flýti og strax talað um að hún bæri þess merki og það þyrfti að laga ýmislegt. Þannig að nú þegar hefur ýmsu verið breytt á leiðinni og stundum nánast með handalögmálum eins og þegar kjör- dæmaskipuninni var breytt. Það var ekki gert í friði og spekt eins og forset- inn vill láta vera og reyndar fleiri. Þannig að þegar menn koma með þau rök að það megi ekki breyta stjórn- arskránni því hún var samþykkt af 98 prósentum kosningabærra manna þá vita þeir hinir sömu að það er ekki rétt. Í fyrsta lagi er þetta ekki lengur sama stjórnarskrá af því að ýmsum atriðum hefur þegar verið breytt og í öðru lagi var fólk að greiða atkvæði með sam- bandsslitum við Dani. Fyrir utan að það er búið að setja saman stjórnlaganefnd og vinna 800 síðna skýrslu um rannsóknir sér- fræðinganna. Við unnum síðan úr þessu öllu og lögðum í það gríðar- lega vinnu. Við vorum að í 115 daga og menn tala stundum um að það hafi verið allt of stuttur tími. Þá er gott að minna á að stjórnarskrá Bandaríkj- anna var samin á 116 dögum en menn telja gjarna að það sé besta stjórnar- skrá í heimi.“ Baráttan um Ísland Það eru ekki allir menn sem lifa það að fá að taka þátt í mótun stjórn- askrárinnar og það er því einstakt tækifæri sem þjóðin hefur núna um helgina til þess að láta rödd sína heyrast. Guðmundur getur því ekki skilið að hluti þjóðarinnar ætli að láta það yfir sig ganga að hún eigi ekki að skipta sér af þessu með því að mæta á kjörstað. „Hvort sem fólk segir já eða nei á það að mæta. Það væri auðvitað betra ef sem flestir segðu já, en mér finnst það allavega lykilatriði að fólk sýni það í verki að það vill taka þátt í því að stjórna landinu og láti það ekki bara í hendurnar á einhverjum sérfræðingum sem telja sig vita bet- ur en við hin. Með fullri virðingu fyr- ir sérfræðingum þá hefur almenning- ur líka skoðanir og hann á allan rétt á því að móta samfélagið sem við lif- um í.“ Þjóðfundurinn er honum ofarlega í huga, þar sem húsmæður sátu við sama borð og prófessorar og ræddu stöðu samfélagsins, grunngildin og framtíðina. „Það var svo gaman að fylgjast með því, þarna kom fólk saman víðs vegar að og af öllum stétt- um og gerðum en allir voru opnir og brosandi, allir tóku höndum saman um að leysa þetta verkefni og báru til þess miklar væntingar. Fólk gekk brosandi út af þjóðfundinum með þá von í hjarta að vinnan myndi skila ár- angri, stuðla að betra samfélagi þar sem réttlætið væri meira og spillingin minni. Að hér tækist að skapa samfé- lag sem byggir á jafnræði og þjóðar- tekjum er skipt jafnt á milli manna. Síðan neyðumst við til að horfa upp á það að þessi hópur sem er bú- inn að ná öllu til sín berst um af öll- um lífs- og sálarkröftum, með öll- um þessum peningum sem hann hefur og eyðileggur það sem fólk skildi sátt við þegar það gekk út af þjóðfundinum, brosandi og bjart- sýnt. Þeir eiga vissulega peningana til þess og þeir eiga lögfræðinga og skríbenta sem hafa burði til að tak- ast á við það verkefni að koma í veg fyrir að þetta takist. En það er sárt að sjá það gerast.“ n „Þessi hópur sem er búinn að ná öllu til sín berst um af öllum lífs- og sálarkröftum, með öllum þessum peningum sem hann hefur og eyði- leggur það sem fólk skildi sátt við þegar það gekk út af þjóðfundinum, bros- andi og bjartsýnt. „Ég lenti í einelti en ég tók það ekki inn á mig því ég var orðinn svo sjálfstæður að ég sætti mig bara við það og fór að gera eitthvað annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.