Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Page 40
Þ eir sem vinna skrifstofustörf, sitja allan liðlangan daginn fyrir framan tölvuna og halda því jafnvel áfram þegar heim er komið eða setjast fyrir framan sjónvarpið, ættu að fara að hugsa sinn gang. Sérfræðingar sem rannsakað hafa hvaða áhrif kyrrseta hefur á fólk hafa tekið saman niður- stöður átján rannsókna með 794.577 þátttakendum og sýna þær skýrt að mikill munur er á heilsufari þeirra sem sitja mikið og hinna sem hreyfa sig eitthvað af ráði. Samkvæmt niðurstöðunum getur kyrrseta aukið líkur á sykursýki, hjartasjúkdómum og dregið úr lífslíkum. Fólki þröngvað til kyrrsetu Stuart Biddle, prófessor við University of Loughborough og einn vísinda- mannanna sem tók saman niður- stöðurnar, vill meina að sam félagið þröngvi fólki almennt of mikið til að sitja. Við skrifborð í vinnunni, í skól- anum, í bílnum og svo framvegis. „Það er hægt að draga úr setunni með ýmsum einföldum leiðum. Til dæmis með því að brjóta upp langan dag við skrifborðið með því að færa tölvuna þangað sem þú getur staðið við hana og skipst þannig á að standa og sitja við vinnuna. Fjölga stand- andi fundum, fara í gönguferðir í há- deginu og minnka sjónvarpsáhorf á kvöldin,“ segir Biddle. Hér eru fimm ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir ekki að sitja allan daginn: Líkur á dauðsfalli aukast Samkvæmt niðurstöðum rannsókn- ar sem birtist í The American Journal of Epidemiology í júní þá eru konur sem sitja lengur en í sex klukku- stundir á dag 40 prósent líklegri til að að deyja á næstu þrettán árum held- ur en þær sem sitja í þrjá tíma eða skemur. Hvað karlmenn varðar þá aukast líkurnar á dauðsfalli um 18 prósent ef þeir sitja lengur en í sex tíma á dag. Sjónvarpsgláp hefur áhrif Fyrir hvern klukkutíma sem þú situr fyrir framan sjónvarpið minnkar þú lífslíkur þínar um 22 mínútur, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem birtust í British Journal of Sports Medicine í ágúst síðastliðnum. Líkur á krabbameini aukast Talið er að um 170.000 krabba- meinstilfelli á ári hverju megi rekja til mikillar kyrrsetu. Í flestum til- fellum er um að ræða ristil- og brjóstakrabbamein. Um hálftíma röskleg ganga á dag getur þó dregið verulega úr líkunum á krabbameini þrátt fyrir kyrrsetuna. Rassinn verður stærri Svo virðist sem langvarandi þrýstingur á ákveðið svæði geti valdið allt að 50 prósenta meiri fitu- söfnun á svæðinu en ella. Kyrrsetan setur eðli málsins samkvæmt tölu- verðan þrýsting á rassinn og eykur fitusöfnun á því svæði. Líkur á hjartaáfalli aukast Samkvæmt niðurstöðum nýlegr- ar rannsóknar vísindamanna í Louisiana eru þeir einstaklingar sem sitja meirihluta dagsins 54 prósent líklegri en aðrir til að deyja úr hjarta- áfalli. Vísindamennirnir komust jafnframt að þeirri niðurstöðu að kyrrsetan ein og sér ætti mjög stór- an þátt í ýmsum hjarta- og æðasjúk- dómum. n Stattu ef þú vilt lifa n Mikil kyrrseta getur aukið líkur á sykursýki, hjartaáföllum og dregið úr lífslíkum„Það er hægt að draga úr setunni með ýmsum einföldum leiðum. Ekki sitja of mikið Ef þú vinnur fyrir framan tölvu allan daginn er góð regla að færa tölvuna til svo þú getir stundum staðið við vinnuna. Lesblinda er ekki merki um heimsku n Móðir lesblinds barns gefur ráð 1 Treystu innsæi þínu Leit-aðu til sérfræðings ef þú tel- ur eitthvað vera að. 2 Biddu barnið að teikna það sama og þú Barnið getur eflaust teiknað hjarta ef þú biður það um það. Teikna þú hjarta og segðu barninu að teikna eins. Það gæti reynst erfiðara. 3 Berstu fyrir þjónustu Það getur verið erfitt að finna réttu þjónustuna við hæfi og það er best að byrja að leita sem fyrst. 4 Ekki bíða og sjá Ef þú veist í hjarta þínu að það er ekki allt með felldu leitaðu þá hjálpar. 5 Lesblinda er ekki merki um heimsku Þú getur ver- ið limalaus íþróttamaður. Þú get- ur verið blindur lestrarhestur. Þú getur verið lesblint gáfnaljós. En þú þarft aðrar leiðir til að læra en flestir. 6 Lesblindir hafa aðra náðargjöf Listinn yfir les- blinda snillingar er langur. 7 Það virkar ekki allt fyrir alla Lesblinda er ekki „ein stærð hentar öllum“-kvilli. Það er ekki til nein lækning eða aðferð sem virkar fyrir alla. 8 Leyfðu barninu að vera barn Ekki einblína bara á lesblinduna. Leyfðu barninu að njóta sín í íþróttum og því sem það hefur áhuga á. 9 Allt sem þarf er sjálfs-traust og námsáhugi Það skiptir ekki máli hvort þú lærir al- gebru tólf ára eða eftir tvítugt. Við erum allt of föst í því að eiga læra þetta og hitt á ákveðnum aldurs- skeiðum. 10 Að eiga lesblint barn ger-ir þig ekki að slæmu for- eldri Þú gerir þitt besta og það er ekki hægt að biðja um meira. Hríðir hafa lengst n Eldri og þyngri mæður eru ekki áhrifavaldur S amkvæmt rannsókn National Institute of Health hafa hríðir lengst um tvær, þrjár klukkustundir miðað við lengd þeirra í kringum 1960. Tímalengdin hefur aðallega átt sér stað á fyrsta stigi fæðingarinnar, útvíkkunartímabilinu. „Þótt mæð- ur í dag séu eldri, þyngri og fæði stærri börn hafa slíkar breytur ekki áhrif á lengdina. Niðurstöð- urnar eru þær sömu ef við tökum þær breytur út,“ segir dr. Katherine Laughon, einn vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni en Laughon segir vísindamenn ekki geta nákvæmlega útskýrt ástæð- una fyrir lengri hríðum. Ástæðuna gæti verið að finna í aukinni notkun á mænurótardeyf- ingum. Þær séu mun algengari í dag og geti hægt á hríðum í sum- um tilfellum um 40–90 mínútur. En sama hver ástæðan er segir Laug- hon að normið hafi breyst og að laga verði væntingar okkar að því. „Við verðum að endurskoða skil- greiningar okkar á „óeðlilegum“ hríðum og skoða tímasetningar á inngripum. Ef væntingarnar eru óraunsæjar getur það orðið til þess að til alls kyns inngripa sé gripið þegar þau eru í raun ónauðsyn- leg.“ n Hríðir Fyrsta stig fæðinga hefur aðallega lengst. Edik á pensilinn Það kemur fyrir á bestu bæjum að það gleymist að þrífa málning- arpensla eftir notkun. Þegar það gerist verða hárin stíf og í mörg- um tilfellum pensillinn ónothæf- ur í kjölfarið. Það er þó hægt að mýkja hárin aftur en gott ráð er gefið á mangegoderaad.dk. Þar segir að setja skuli pensilinn í sjóðandi vatn og bæta smá ediki út í vatnið. Þegar pensillinn hef- ur legið í bleyti í nokkurn tíma þá er hægt að þrífa hann með vatni og uppþvottalegi og hann verður eins og nýr. 40 Lífstíll 19.–21. október 2012 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.