Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 19.–21. október 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að styttist í loka- takmark þeirr- ar vegferðar sem ég hóf 1. janúar 2011. Þá einsetti ég mér að klífa hundruð fjalla í því skyni að komast upp á Mont Blanc árið 2013. Þessu fylgdi að ég myndi létta mig um 40 kíló, að minnsta kosti. Þ egar ég lít um öxl get ég sagt með stolti að áformin hafa gengið ágætlega eftir. Í fyrra fór ég í yfir 300 fjallgöngur og þetta árið verða þær ívið fleiri. Ég komst langleiðina á Hvannadals- hnjúk en 52ja fjalla hópurinn varð að snúa frá þegar um 200 metra hækkun var eftir. Í sumar gekk ég á Heklu og áður á Baulu. Ógleyman- legt var að ganga á eldfjallið Teide á Tenerife. Fram að þessu hef ég stað- ið við öll þau markmið sem ég setti mér. Úthald mitt er orðið þannig að stökkbreyting hefur orðið frá því ég var 135 kíló og átti í talsverðum erfiðleikum með að standa upp úr djúpum stól. Nú finnst mér ég vera fær á flesta tinda. E n lífið er ekki einungis sigrar. Þarna eru líka ósigrar. Þar sem eru fjöll eru gjarnan dalir. Undanfarið hef ég þyngst um fjögur kíló. Það er vegna ákveðins kæruleysis í mataræði. Ég held mig að vísu við sykurlausu AB-mjólkina en hef á stundum verið djarftækur til ostsins á hrökkbrauðið. Þá hef ég tilhneigingu til að borða ívið meira en ég þarf á kvöldin. Afleiðingin er sú að ég hef þyngst. Það góða við ástandið er að nú segi ég stopp. Osturinn fær að fjúka og lauslæti í mat víkur fyrir festu. Stefnan er sú að léttast um 10 kíló á næstu fjórum mánuðum. Þann 1. febrúar á næsta ári mun ég verða 89 kíló og 46 kíló farin. Þar mun ég staldra við og ákveða hvort ég þurfi að léttast meira fyrir ferðina upp á Mont Blanc. S ú leið sem ég fer á Mont Blanc endar í 4.800 metra hæð. Vandinn við gönguna verður fyrst og fremst vegna þunna loftsins. Ég kynntist því á Teide að svimi og máttleysi fylgir því að vera í 3.700 metra hæð. Það gekk þó ágætlega hjá mér að aðlagast. Fróð- ir menn segja mér að fyrrverandi reykingamenn eigi mun betra með að aðlagast þunnu háfjallaloftinu. Það mun sem sagt vinna með mér að hafa reykt þar til fyrir rúmum tveimur árum. Áætlun mín og væntanlegra ferðafélaga gerir ráð fyrir að ná þessum hæsta tindi Evrópusam- bandsins í maí eða september á næsta ári. Spennan er þegar orðin mikil. Þangað til mun ég fara á Hvannadalshnjúk, Eyjafjallajökul og hugsanlega Herðubreið. A ðalatriðið er að setja sér markmið og standa við þau. Ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við eftir Mont Blanc. Kannski hætti ég alveg að ganga á fjöll. Líklegra er þó að ég muni í framhaldinu setja stefnuna á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Það eitt er víst að nóg er af fjöllum til að klífa. Ég léttist um 46 kíló Hollur og fljótlegur morgunverður M orgunmaturinn er mikil- vægasta máltíð dagsins, eins og allir vita. Margir eru þó óduglegir við að borða á morgnana en oft er tímaskortur ástæðan. Ef morgun- matnum er sleppt förum við fljót- lega að finna til hungurs og það hægist á brennslunni. Það er því til mikils að vinna að finna sér tíma til að útbúa fyrstu máltíð dagsins. Bandarísk rannsókn sem birtist í American Journal of Epidemiology, sýndi að þeir sem fá 22 til 55 prósent af heildarhitaeiningum dagsins úr morgunmatnum þyngdust einungis um tæpt hálft kíló að meðaltali á fjórum árum. Þeir sem fengu 0 til 11 prósent af daglegum hitaeiningum á morgnana þyngdust um nær 1,5 kíló. Önnur rannsókn sýnir að þeir sem sleppa reglulega morgunmat eru 4,5 sinnum líklegri til að þjást af offitu en þeir sem taka sér tíma til að borða á morgnana. Á síðu Women‘s Health má finna fljótlegar og hollar uppskriftir að morgunmat. Fljótlegur og þægilegur Einn bolli af haframjöli inniheldur 25 grömm af flóknum kolvetnum og 4 grömm af trefjum. Flóknu kol- vetnin munu gefa þér orku fyrir morguninn og trefjarnar mun halda þér söddum fram að hádegi. Bættu við ferskum eða þurrkuðum berjum og smá hlynsírópi og þá ert þú kom- inn með staðgóðan en jafnframt bragðgóðan morgunmat. Uppskrift n 1 bolli sojamjólk eða vatn n 1/2 bolli haframjöl n 1/4 bolli ber n 1 msk. hlynsíróp Berjavöfflur Búðu til vöffl- ur í vöfflujárni. Smyrðu þær svo með hnetu smjöri, leggðu ber ofan á og leggðu vöffluna saman. Þá ertu kominn með eins konar vöfflusamloku. Uppskrift n 4 bollar hveiti n 1 bolli strásykur n 100 gr smjörlíki n 4 tsk. lyftiduft n 3 egg n Vanilludropar n 1/2 matskeið hnetusmjör n 1/4 bolli örlítið kramin bláber, brómber, eða hindber Morgun-burrito Þessi morgunverður heldur þér saddri fram að hádegi. Eggjahvítan og magri osturinn gera þetta að hollum máls- verði sem bragðast vel. Uppskrift n 2 msk. salsa n 1/4 bolli rifinn fitusnauður ostur n 1/4 bolli ferskt kóríander n 1 stórt egg n 4 eggjahvítur þeyttar n 1/2 bolli skorin fitulítil skinka n 1 heilhveititortillakaka Einnar mínútu eggjahræra Þetta tekur einung- is örfáar mínútur að matreiða. Uppskrift n 3 egg n 1/2 bolli skornir sveppir n 30 gr. rifinn mozzarella-ostur n 1 tesk. smjör eða olía Jógúrt og ferskir ávextir Jógúrt inniheldur nægilegt magn af próteini til að gefa þér orku allan daginn. Ef þú setur kotasælu, ferska ávexti og múslí út á mun þér jafnvel finnast þú vera að borða ljúffengan eftirrétt frekar en nauðsynlegan morgunmat. Uppskrift n 1 bolli fitusnauð bláberjajógúrt n 1/2 bolli kotasæla n 1/2 bolli bláber eða jarðarber n 2 msk. múslí n 1 tsk. saxaðar hnetur eða möndlur n 2 tsk. rifið dökkt súkkulaði Eggjakaka og ristað brauð Þetta gæti ekki verið auðveldara. Fullt af spínati og tómötum og svo bragðgott og mettandi að það væri hægt að nota þetta sem kvöldmat. Uppskrift n 1 egg n 2 eggjahvítur n Spínat n Tómatar n Rifinn mozzarella- ostur n 2 sneiðar af heilkorna- brauði Hnetusmjörs- og sultupönnukaka Slepptu sírópinu og settu frekar hnetusmjör og sultu á pönnukökuna. Það er hægt að steikja pönnukökurnar kvöldið áður eða jafnvel fyrr og eiga í frystinum. Uppskrift n 1 heilhveiti pönnukaka n 1 tsk. hunang n 1/4 tsk. maísmjöl n 1/4 bolli bláber n 2 tsk. hnetusmjör Blandaðu hunangi og maísmjöli í skál og hrærðu saman. Bættu berj- unum út í, hrærðu og settu svo í örbylgjuofn í 90 sekúndur eða þar til blandan er orðin heit og þykk. Smyrðu hnetusmjöri á pönnukök- una og settu berjablönduna yfir. Kryddjurtaeggjahræra Leyniefnið í þessari uppskrift er tofu. Ef þú býrð til of mikið má vel geyma afgangana og hita upp seinna. Best er að setja þá í loftþéttar umbúðir og frysta. Uppskrift n 2 msk. olía n 1 lítill rauðlaukur, fínt hakkaður n 400 gr mjúkt tófu n 1/4 tsk. salt n 1/8 tsk. pipar n 1/8 tsk túrmerik n 1 bolli rifinn fitusnauður cheddar-ostur n 2 msk. hakkað ferskt basil n 1 msk. hakkað ferskt timjan Hitaðu olíuna á djúpri pönnu á miðlungs hita. Steiktu laukinn í 5 mínútur þar til hann verður mjúk- ur. Bættu tofu saman við laukinn. Kryddaðu með salti, pipar og túr- merik. Láttu malla í 5 mínútur og hrærðu í á meðan. Taktu pönnuna af hitanum og bættu við osti, basil og timjan og hrærðu þar til osturinn bráðnar. Berðu fram með grófu ristuðu brauði og mjólkurglasi. Samloka með eggi og osti Búðu til ljúffenga og saðsama samloku í morgunmat. Uppskrift n 1 spælt egg n 2 sneiðar heilhveiti- brauð n 2 sneiðar af skinku n 1 sneið fiturskertur ostur n 1 sneið tómatur n 2 salatblöð Berjavöfflur, morgun-burrito og pönnukökur með hnetusmjöri og sultu eru nokkrar af uppástungunum. Mikilvægasta máltíðin Margir lenda í tímaþröng á morgnana og sleppa því að borða morgunmat. Mynd PHotoS.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.