Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 18
18 Fréttir 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað í því að hann tregðast við að halda fundi, skrifa fundargerðir og skrá ákvarðanir niður. Einn heimildar- maður DV segir að Pálmi geri þetta til að ekkert skriflegt sé til sem bendli hann við ákvarðanatökuna ef illa skyldi fara. Sjálfhverfur persónuleiki Einn af heimildarmönnum DV seg- ir að Pálmi sé mjög sjálfhverfur og hafi lítinn áhuga á skoðunum og vilja annarra. „Það er sterkt í Pálma að honum finnst sínir hlutir merki- legri en annarra. Hann er rosa- lega blindur á það að fólk í kring- um hann hafi einhverjar þarfir líka. Hann er rosalega sjálfhverfur og narsissískur. Hann er eiginlega efni í rannsókn á margan hátt að þessu leyti.“ Viðmælandinn segir að af- leiðingin af þessum sjálfhverfa hugs- unarhætti sé sú að Pálmi endi alltaf uppi á kant við fólk í kringum sig. „Það er athugunarefni í sjálfu sér fyr- ir Pálma sem einstakling af hverju hann á enga vini. Það er mjög sér- stakt að maður á þessum aldri eigi ekki kunningja eða vini í lengri tíma. Flestir sem hafa farið frá honum, Matthías, Birgir Jónsson sem var for- stjóri hjá Iceland Express til skamms tíma, Pétur Már Halldórsson sem vann hjá Fons, og fleiri – ég get talið upp fólk í allan dag – hafa hrökklast í burtu frá honum og hann endar á að líta á þetta fólk sem óvini sína. Þetta þýðir ekki að þetta fólk líti á sig sem óvini Pálma þó að hann líti þannig á það.“ Annað dæmi um starfsmann Pálma sem hefur hætt hjá honum í fússi er Andri Már Stefánsson, sem er frændi hans. Hann var starfsmað- ur hjá Pálma, eins konar persónuleg- ur aðstoðarmaður, þar til í fyrra. Þá hætti hann hjá Pálma og í kjölfarið deildu þeir um launagreiðslur sem Andri taldi sig eiga inni hjá honum. Sú deila endaði með aðkomu lög- manns Pálma en fór þó vel á endan- um fyrir þennan fyrrverandi starfs- mann Pálma. Enn annar viðmælandi DV seg- ir að ekki þurfi að leita lengi til að finna fólk sem lent hafi í stappi við Pálma. „Þú þarft ekki að leita lengi til að finna fólk sem getur lýst því hvernig er að lenda í stríði við Pálma Haraldsson.“ Og ann- ar viðmælandi DV segir að hugsun Pálma um fólk sé á þá leið að ann- að hvort sé fólk ,,með honum eða á móti“ og þar af leiðandi líti hann svarthvítum augum á það: Þeir sem áður störfuðu fyrir hann verða andstæðingar hans ef þeir hverfa til annarra starfa. Paranoja Pálma Viðmælandi DV segir að þetta sé karakterbrestur hjá Pálma; paranoja hans sé svo mikil að hann telji að allir fyrrverandi samstarfsmenn sínir séu að vinna á móti sér. Viðkomandi seg- ir að það sé erfitt að hugsa svona á Ís- landi, „að loka öllum dyrum og geta svo ekki opnað þær til aftur“. ,,Ef þú horfir í kringum þig og sérð bara fífl þá hlýtur eitthvað að vera að hjá þér. Ég bara vorkenni Pálma því á endanum þá hlýtur það bara að vera honum sem líður illa. En það getur enginn talað um fyrir honum nema hann sjálfur.“ Á sínar góðu hliðar „En Pálmi er auðvitað ekki alslæmur. Hann getur verið alveg rosalega aumingjagóður, eða góður við þá sem minna mega sín og þurfa hjálp. Ég hef séð hann leggja sig fram meira en eðlilegt gæti talist til að hjálpa fólki. Hann er samt bara svo blindur á fólk í kringum sig og kann sig ekki í samskiptum,“ segir heimildar maður DV. Þá segir viðmælandinn að Pálmi sé auðvitað mjög klár þrátt fyrir alla sína persónulegu misbresti. „Þetta er alveg eldklár náungi og mjög tal- naglöggur. Hann sér oft möguleika sem aðrir sjá ekki. Þegar aðrir menn lesa ársreikning og sjá bara eitthvert svartnætti getur Pálmi lesið hann og séð björtu hliðarnar og möguleikana í honum.“ Þá nefna viðmælendur DV „vinnusemi“ Pálma, sem jaðri við of- virkni. Dæmdur til að enda einn Einn af viðmælendum DV segir að vegna þeirra karaktereinkenna Pálma sem snúast um slælega færni í mannlegum samskiptum hafi hann endað á því að rústa öllu sem hann hefur komið nálægt. „Allt sem hann hefur komið ná- lægt hefur hann rústað á endan- um,“ segir viðmælandinn. „Sjáðu bara til dæmis muninn á Jóni Ás- geiri og honum. Þeir hafa farið sams konar leið í lífinu en Jón Ás- geir á bara fullt af vinum ennþá og er bara ekki eins hataður af þeim sem unnu með honum. En allir sem hafa unnið með Pálma vilja ekki vinna með honum aftur og enda á því að verða persónulegir óvinir hans,“ segir viðmælandi DV. Annar viðmælandi blaðsins seg- ir að Pálmi sé dæmdur til að enda einn: „Hann er einfari og er því lík- lega dæmdur til að enda einn af því hann kann sig ekki í samskiptum við fólk.“ Lítið eftir Staða Pálma í dag er þannig að hann er búinn að missa eða selja þær fyrirtækjaeignir og þau hluta- bréf sem hann átti á Íslandi á ár- unum fyrir hrun. Nú stendur hann einnig í málaferlum við fyrrverandi eiginkonu sína út af skilnaðinum við hana og skiptum á búi þeirra. Embætti sérstaks saksóknara er sömuleiðis á eftir Pálma og er hann með réttarstöðu sakbornings í að minnsta kosti einu máli. Ljóst er einnig að Pálmi á, þrátt fyrir mik- ið tap og mikinn ólgusjó síðastliðin ár, milljarða króna eignir í útlönd- um sem hann situr á, til dæmis í Lúxem borg. Ef marka má orð Pálma í við- talinu við DV þá skiptir sú stað- reynd að hann á peninga ekki miklu máli fyrir hann, að minnsta kosti var honum sama um þá pen- inga sem hann tapaði í hruninu. Í viðtalinu sagði Pálmi að mann- orðið væri honum allt: „Líður mér illa? Já, alveg skelfilega. Sé ég eft- ir peningunum sem ég hef tapað í þessi hruni? Nei. Sé ég eftir mann- orði mínu? Já, alveg gríðarlega, gríðarlega. Ég gerði allt til að fá það aftur. Af hverju missti ég það? Af því að ég var þátttakandi í leiknum. Skammast ég mín? Já, að sjálfsögðu fyrir sumt en annað ekki. Af hverju skyldi ég ekki gera það? Annað væri óeðlilegt.“ Milljarðarnir sem Pálmi á í út- löndum ættu því ekki að skipta hann miklu máli og ættu að vera lítil sárabót fyrir hann á þeim erf- iðu tímamótum sem hann stendur um þessar mundir. Fátt annað en þessir peningar standa þó eftir hjá Pálma eftir viðskiptasögu hans síð- ustu ár. Ekki náðist í Pálma við vinnslu greinarinnar. Erlendu símanúmeri Pálma virðist hafa verið lokað eftir sölu hans á Iceland Express. n „Það ætti að vera athugunarefni fyrir Pálma af hverju hann á enga vini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.