Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 23
Þetta er voðalega mikill skellur Þorbjörg Rafnar borgaði um 11 milljónir fyrir búseturétt hjá Eir. – DV Vaxtarmöguleikar Spurningin „Að sjálfsögðu.“ Birna María Styff 21 árs myndlistarkona „Fokk já.“ Marlon Lee Úlfur Pollock 30 ára tónlistarmaður „Nei, það geri ég ekki.“ Jóhann Valdimar 28 ára tölvumaður „Já, það er alls staðar í kringum okkur.“ Nína Sigríður Hjálmarsdóttir 20 ára þjónn „Já, það geri ég.“ Indriði Arnar Ingólfsson 21 árs listnemi Trúir þú á huldufólk? 1 Veðurfræðingur veitti ráðherra rothöggið Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sýndi veðurkort sem varaði við óveðri í september í Sjónvarpinu á miðvikudag. 2 2007-martröð í eigu ríkisins Fimm manna fjölskylda keypti lóð á Sunnuflöt og teikningar á 70 milljónir árið 2007. 3 Vinnur við að kúra Jackie Samuel starfar sem kúrari en er sögð verri en vændiskona. 4 „Það hefur verið migið á mig, hrækt á mig, ráðist á mig ófríska“ Hjúkrunarfræðingur um vinnuað- stæður á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans. 5 Fær ekki bætur frá Latabæ Ljósastandur féll á aðstoðarleik- stjóra sem fær engar bætur vegna slyssins. 6 Lögleiddu kannabis í skugga forsetakosninga Kannabisneytendur fögnuðu laga- breytingu í Colorado og Washington. 7 Fullur til ama í sundlaug Maður sem var til vandræða í Ásvallalaug í Hafnarfirði var handtekinn á miðvikudag. Mest lesið á DV.is Eigi skal hefna … M ikið er nú yndislegt að fá að vera ég; að hafa aldrei haft það á samviskunni að hafa kosið Framsókn eða Sjálfstæðisflokk. Ég nýt þess að segja það hverjum þeim sem heyra vill og einnig þeim sem ekki vilja heyra, að ég er saklaus af öllum þeim ósóma sem helmingaskiptaveldið stundaði. Og ég leyfi mér þann munað að benda fólki á, að ennþá eru á þingi menn sem eru útbíaðir af ýmiskonar vibba sem þeir ötuðu sig sjálfviljugir. Núna biðla þessir menn til kjósenda og vilja fá sín sæti tryggð með prófkjöri. Bjarni Ben treystir á að fólkið í flokkn­ um hans sé svo skelfilega heimskt að það vilji ekki kannast við allan þann aulagang og þá slóð milljarða sem eftir hann liggur í rústum viðskipta­ lífsins. Bjarni er nefnilega svo klár, að hann kennir Jóhönnu Sigurðardóttur um allar ógöngurnar sem íslensk þjóð hefur mátt þola. Tryggvi Þór Herberts­ son er á samskonar biðilsbuxum; vill að fólk gleymi því að í Ráninu stýrði hann þjófafélagi sem var kallað Saga Capital. En auk þess var Tryggvi dyggur stuðn­ ingsmaður og hægri hönd hins dæmda misindismanns, Geirs Haarde. Og enn og aftur sést hve hin femíníska hugsun er flott, því Þorgerð­ ur Katrín kúlulánadrottning og skuldu­ nauturinn Ólöf Nordal, sem setið hefur sem hægri hönd Bjarna Ben í varafor­ mannsembætti, segja nú báðar skilið við hina sífrandi hjörð. Það þarf annaðhvort mikla heimsku eða yfirnáttúrulega vorkunnsemi til að mæta á kjörstað og raða kúlulánaþeg­ um og fulltrúum glæpaklíku Sjálfstæð­ isflokksins á lista. En svo þarf væntan­ lega hvort tveggja til að kjósa þá sömu klíku. En það er einsog við hérna á hjara veraldar höfum aldrei náð að tileinka okkur þá einföldu speki sem birtist í indverskum fræðum og kallast karma­ lögmálið. Þetta sama element má svo­ sem sjá í kristni og yfirleitt öllum trúar­ brögðum. Þetta er meira að segja að finna í stjórnmálaályktunum og stjórn­ arskrám. En virðist – engu að síður – hafa farið framhjá íslenskum stjórn­ málamönnum. Reyndar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, en þar eru á ferð örfáir einstaklingar í stjórnmálastétt sem virkilega kunna að skammast sín. Ránið var sviðsett af peningamönn­ um sem fóru með klinkið okkar til Tortóla. En peningakarlarnir nutu bæði stuðnings og afskiptaleysis valdaklíku sem einnig hagnaðist á Ráninu (sem sumir kalla hrun). Þeir sem græddu á daginn og grilluðu á kvöldin, gerðu það á kostnað heildarinnar. Stjórnmálaelít­ unni virðist fullkomlega fyrirmunað að viðurkenna mistök sín. Og í stað þess að skammast sín og lofa bót og betrun, er viðkvæðið ávallt á sömu lund; að grenja og kenna öðrum um eigin afglöp. Hvernig í ósköpunum ætla sjálfstæð­ ismenn að fá fram hreint borð og sak­ lausan svip með því að hafa Bjarna Ben við stýrið? Það er álíka gáfulegt og að láta hvíthetti skipuleggja réttindabar­ áttu blökkumanna eða fela vítis englum að annast réttarkerfið. En vissulega er lofsverð döngun þeirra sem koma úr skápnum og vilja ljá frjálshyggju íhalds­ ins lið sitt. Þar sýna menn ögn af dáð og dirfsku. Síst á ég þó von á því að sjálf­ stæðismenn losi okkur við viðbjóðinn og það rotna regluverk sem leyfir siðblind­ um svindlurunum að koma bakdyra megin inn í samfélagið með illafengið fé. Því segi ég enn og aftur: ­Eigi skal hefna Björns bónda, heldur safna liði og gráta. Indæl væri vistin hér í veraldlegum bjarma ef allir gætu óskað sér að eignast betra karma. N ýlega kom út efnismikil skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um hagvaxtarmöguleika Íslands. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þessar: n Áhersla á auðlindagreinar (fisk, orku og ferðamenn) mun ekki skila okkur nægum verðmætum til að skapa störf eða verðmæti til að viðhalda góðum lífskjörum. n Leggja þarf áherslu á „alþjóðlega geir­ ann“ – þekkingargeirann eða þann hluta atvinnulífs sem byggir á hugviti starfs­ fólks, og á möguleika til að selja vörur sínar og þjónustu erlendis. Þannig verði til hagvöxtur á Íslandi. n Hárri landsframleiðslu (lífskjörum) á Íslandi í dag, er haldið uppi af löngum vinnudegi. Hátt vinnuframlag skyggir á lága framleiðni víðast hvar í atvinnu­ lífinu. n Okkur er hættan búin þegar neysla fer að aukast, en fjárfesting ekki. Þá mynd­ ast viðskiptahalli (við eyðum meira en við öflum) og við förum að safna skuld­ um. n Helsta hindrun Íslands til hagvaxtar á næstu árum eru fjármagnshöft og hár fjármagnskostnaður fyrirtækja sem stendur í vegi fjárfestingar. Að mati McKinsey felst lausnin í að styrkja til muna „alþjóðlega geirann“ með betra rekstrarumhverfi fyrirtækja sem geta sótt á erlenda markaði og byggja viðskiptalíkön sín á hugviti starfs­ fólks. Þar er okkur hins vegar ekki að tak­ ast vel upp. Össur, Actavis, Marel hafa t.d. flutt lykilþætti starfsemi sinnar til útlanda og vöxtur annarra fyrirtækja er mikið til utan Íslands. Stóriðjan , sjávar­ útvegurinn og fjölmörg önnur alþjóðleg fyrirtæki hafa nú þegar sagt skilið við krónuna og gera upp í erlendum mynt­ um. Þar skipta höft og hár vaxtakostn­ aður miklu máli. Stóru alþjóðlegu fyrir­ tækin eru að gefast upp á Íslandi. Nú þurfa stjórnmálamenn í öllum flokkum að sameinast um að styrkja þekkingargeirann, auka vægi menntun­ ar og rannsókna og breyta rekstrar­ umhverfi þeirra fyrirtækja sem skapa hagvöxt framtíðarinnar. Við þurfum að styrkja nýsköpunardrifið hagkerfi því auðlindadrifið hagkerfi mun ekki geta vaxið með þjóðinni. Hér þarf að marka nýja atvinnustefnu. Við jafnaðarmenn erum tilbúnir í það verkefni. Einhver verður að gera það Sennilega þykir fæstum ljúft að láta draga bílinn sinn úr stæði. Þetta kemur þó fyrir af ýmsum ástæðum og þá kemur einhver á kranabíl. Mynd sigtryggur ariMyndin Umræða 23Helgarblað 9.–11. nóvember 2012 Kjallari Magnús Orri Schram „Stóru alþjóðlegu fyr- irtækin eru að gefast upp á Íslandi. Hún veltur minna á mér Kristín Tómasdóttir er ánægðust með nýju bókina af öllum bókum sínum. – DV Þetta er ekki eldiviður Jóni Gnarr fannst ljótt að horfa á Óslóartréð brennt. – DV Skáldið skrifar Kristján Hreinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.