Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Side 32
32 Úttekt 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað DV fékk fjölbreyttan hóp til að velja bestu og verstu íslensku sjónvarpsþættina frá upphafi. Fjöldi þátta komst á blað en úrslitin eru ljós. Versti íslenski sjónvarpsþáttur sögunnar er Hringekjan með Góa í fararbroddi. Besti þátturinn þykir hins vegar Næturvaktin. Hringekjan verst – Næturvaktin best Verstu sjónvarpsþættirnir 1 Hringekjan „Ég var gapandi yfir því hvað hann var leiðinlegur.“ „Versti spjallþáttur allra tíma. Einstaklega vandræðalegur.“ „Grínþáttur biskupssonarins. Man ekki heitið enda hef ég reynt að gleyma að hann hafi nokkurn tímann verið til.“ „Misheppnaðist rosalega!“ „Erfitt að stroka hann út úr minninu.“ „Áttaði mig aldrei því hvert þátturinn ætlaði og ég held að Gói hafi ekki vitað það heldur.“ „Það þýðir ekki að búa til umgjörð um þátt, finna hressan leikara, láta hann leika þáttastjórnanda og láta svo bara vaða. Að fleygja fólki út í djúpu laugina er of algengt í íslensku sjónvarpi. Einstaklega ófagmannlegt. Reynt var að láta Helgu Brögu leika spjallþátta- drottningu einu sinni, með svipaðri útkomu.“ 2 Kallakaffi „Bara alls ekki góður.“ „Hvað í veröldinni var þetta?“ „ Hræðileg tilraun til að búa til „USA sitcom“.“ „Ákaflega dapurt. Eitthvað sem ekki virkaði þar.“ „Gamanefni þar sem steingleymdist að hafa gamanið með.“ 3 Kexvexsmiðjan „Vandræðalegur.“ „Mjög vondur.“ „Hét það ekki Kexverksmiðjan? Allavega var það eitthvað sem maður man ekkert eftir, það var svo vont eitthvað.“ „Hverjum datt í hug að setja klámfengna fimmaurabrandara á besta sýningartíma á laugardögum þegar öll fjölskyldan er að horfa og endursýna það svo á sunnudögum á eftir Stundinni okkar? Hrein hörmung frá a til ö. Enginn minnihlutahópur í þjóðfélaginu var óhultur fyrir þessu aulagríni – og húmorinn var fjarri góðu gamni.“ 4 Tríó „Hef aldrei skilið að það sé gert sjónvarp um leiðinlegt fólk. Af hverju eru ekki skemmtilegir karakterar skrifaðir. Þunglyndir og fólk með Tourette er ekki skemmtilegt í marga þætti í röð. Skelfilegt sjónvarp frá a-ö.“ „Misheppnað. Líklega reynsluleysi sem fór með þáttinn, lítið fjár- magn og handrit sem þyrfti meiri yfirlegu.“ „Sá bara einn þátt og það var meira en nóg. Gjörsamlega misheppn- uð tilraun til að gera íslenskan þátt í anda hinna frábæru Klovn. Vantaði einfaldlega brandara og skemmtilegar persónur. Leikararnir reyndu sitt besta en höfðu einfaldlega ekkert gott að moða úr.“ 5–6 Búbbarnir „Hvað var þetta? Hvað kostaði þetta? Hver gerði þetta? Almesta flopp síustu ára. Svo ekkert fyndið að það hálfa væri hellingur. Ótrúlegt að þetta hafi sloppið í gegn.“ „Hver hleypti þessu eiginlega í gegn? Almáttugur. Hljómaði vel, brúður að gera sjónvarpsþátt, hef séð það áður og líkað vel. Fimmaurabrandarar út í eitt og misheppnuð tónlistaratriði. Aulahrollur af verstu sort.“ 5–6 Johnny Naz „Feitur Johnny var ekki alveg að gera sig. Einhver allt annar karakter. Eins og Erpur hafi ekki horft á gömlu þættina til að rifja upp karakterinn. Kjánalegt allt saman.“ „Hvað get ég sagt … ekkert.“ Á tali við Hemma Gunn „Hlýtur að vera mesta lágkúra sem hefur verið framleidd á norðurhveli jarðar. Ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja.“ Kiljan „Bókaklúbbar eiga ekki heima í sjónvarpi. Slæmt, slæmt, slæmt.“ Fiskur án reiðhjóls „Þetta var bara skelfilegt sjónvarp og leiðinlegur þáttur.“ Jing Jang „Fólk sem var greinilega ekki með reynslu í sjónvarpi rembdist við að vera fyndið. Gekk bara engan veginn upp.“ Hraðfréttir „Grínfréttatíminn sem er á RÚV. Man ekki hvað hann heitir enda hef ég reynt að gleyma að hann hafi verið til.“ Íslendingar „Var á Skjá Einum árið 2001 í umsjá Fjalars Sigurðssonar. Alveg hræðilegur þáttur. Gat ekki verið leiðinlegri.“ The Singing Bee „Karókí í sjónvarpi. Það hljómar bara rangt. Jónsi er æði en fékk mínus fyrir að láta plata sig út í þetta og halda að þetta myndi ganga upp.“ Reykjavíkurnætur „Flott fólk sem kom að þessum, gríðar- legar væntingar og svo bara skot í fótinn. Svipað og ljósasýningin í Hörpu.“ Spjallþátturinn hennar Rósu Guðmundsdóttur „Rósa er ágæt en þessir þættir voru hreint út sagt ömurlegir.“ Sönn íslensk sakamál „Tilfinningaklám og ekki farið bara eftir dómunum eins og í fyrri seríunni. Lítið búið en þetta lofar ekki góðu.“ Fangavaktin „Þetta dó með Dagvakt- inni. Fangavaktin var ömurleg. Nema Björn Thors var frábær. Allt annað var drasl. Virtist sem allt „crew-ið“ væri orðið þreytt en gerði þetta fyrir peninga.“ Hlemmavídeó „Pétur Jóhann að reyna að kreista út pening með því að þykjast. Það er aldrei góð uppskrift. Pétur Jóhann með skegg. Það var lélegt. Þunglyndur Pétur Jóhann, þetta var grín er það ekki?“ Íslenski piparsveinninn „Án orða.“ Eiríkur „Tilfinningaklám.“ Latibær „Vafasamt.“ Djúpa laugin „Úff.“ Steindi „Sucks.“ Ástarfleyið „White trash tv.“ Fólk með Sirrý „Misheppnuð stæling á Opruh. Það er ekki nóg að vera sæmilega öruggur og sætur. Margir íslenskir raunveruleikaþættir valda mér kjánahrolli, svo mikið vantar upp á fagmennskuna. Ég kvíði því svolítið að sjá Master Chef Ísland en vona það besta.“ ÞESSIR VORU LÍKA SLÆMIR Anna Kristjánsdóttir vélstjóri Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður Guðríður Haraldsdóttir ritstjóri Guðjón Helgason fréttamaður Hjördís Rut Sigurjónsdóttir blaðamaður Ingibjörg Reynisdóttir leikkona og rithöfundur Jón Óskar myndlistarmaður Jón Mýrdal fjölmiðlamaður Kristín Jónsdóttir þýðandi Kiddi Bigfoot plötusnúður Magni Ásgeirsson tónlistarmaður Oddvar Örn Hjartarson listamaður Ólafur Valur Ólafsson þjónustustjóri Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður Ragna Ingólfsdóttir íþróttakona ÁLITSGJAFAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.