Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Qupperneq 36
H anna tekur á móti blaða- manni í stílhreinu og fallegu húsnæði hátíðarinnar í Lækj- argötu. Hanna er myndlist- armenntuð og hefur stýrt og tekið þátt í að móta fleiri tugi verkefna bæði innanlands og erlendis. Hún býður upp á kaffi við sporöskjulaga borð í litlum en björtum fundarsal. Þekkingin frelsandi Það er aðeins rúmur mánuður síð- an Hanna tók við nýju starfi en hún hefur nóg fyrir stafni. „Ég byrj- aði á því að átta mig á þeim verk- efnum sem voru í vinnslu. Hvað væri búið að samþykkja fyrir hátíð- ina næsta vor og hvaða svigrúm ég hefði. Það kom í ljós að ég hef mjög mikið svigrúm. Sem er náttúrulega mikill kostur og frábært að hafa.“ Hanna segist bera mikla virðingu fyrir sögu Listahátíðar. Á sama tíma segir hún nauðsynlegt að laga hana að breyttu samfélagi. „Ég hef áhuga á þeirri þekkingarsköpun sem hefur átt sér stað á vettvangi Lista hátíðar í gegnum tíðina. Hún er dýrmæt fyrir margra hluta sakir, meðal annars vegna þess hversu fjölbreytt hún er og vegna þess að nákvæmlega þessi þekking hefur hvergi annars staðar orðið til. Hátíðin hefur verið mik- ilvægt hreyfiafl í íslenskri menn- ingu síðustu fjörutíu árin. Ég er líka upptekin af hlutverki Listahá- tíðar og hvernig það hefur þróast í takt við samfélagið. Við erum nefni- lega ekki bundin af þeirri þekk- ingu sem við sköpum. Þvert á móti er hún frelsandi. Listahátíð er sam- tímis vettvangur til þess að rifja upp og skapa nýtt. Og ég held að hún sé á merkilegum tímamótum af því að samfélagið hefur breyst svo mikið.“ Í rannsóknarvinnu „Listræn stefnumótun stofnunar á borð við þessa tekur mið af þörf- um og möguleikum samfélagsins, þó að hún sé einnig einstaklings- bundin. Þegar Listahátíð var haldin í fyrsta sinn var ekki sú gróska í menn- ingarlífinu sem nú er. Meðal annars þess vegna er Listahátíð í Reykjavík hátíð allra listgreina. Fyrir vikið hefur hún óvenjulega mikla breidd og dýpt og það er eitt af því sem er svo áhuga- vert við hana.“ Hanna nefnir að hér hafi á síðustu árum orðið til margar sérhæfðar hátíðir sem hafi fest sig í sessi. Margar þeirra eru haldnar um svipað leyti og Listahátíð. „Það er eðlilegt að Listahátíð hugi að því hvernig hún lagar sig að þessum breyttu aðstæðum. Það útheimt- ir svolítið rannsóknarstarf, sem við erum að vinna núna.“ Gaman að takast á við nýja hluti Hún er spennt fyrir nýju starfi. „Ég hef áhuga á að takast á við nýja hluti og mér hefur tekist að haga starfsævi minni í samræmi við það. Listahátíð er skapandi vinnustaður og skapandi vinnustaðir eru sveigjanlegir vinnu- staðir. Þetta er lítill vinnustaður en Listahátíð á í samstarfi við fjölda listamanna og menningarstofnana 36 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Flutningurinn var frábær“ Sigur Rós Laugardalshöll „Frjálsleg uppskrift í réttum hlutföllum“ Astralterta Stuðmenn/Ágúst Guðm. Hönnu Styrmisdóttur er nauðsynlegt að vera ávallt á ferð. Það skiptir hana ekki máli hvort það er í tíma eða rúmi. Hún er nýr listrænn stjórnandi Listahátíðar og settist niður með Kristjönu Guð- brandsdóttur og sagði henni frá nýju starfi og ferðum sínum um heim- inn og hálendi Íslands. Á stöðugu ferðalagi Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Um Hönnu Styrmisdóttur n Hanna hefur BFA-próf í myndlist frá Parsons School of Design í París og New York. n Meistaragráðu í myndlist frá Chelsea College of Art and Design í London n Framhaldsgráðu í Critical Studies frá Malmö Art Academy. n Hún hefur búið í sjö löndum í þremur heimsálfum. n Hún hefur starfað sem leiðsögumaður á sumrin í meira en 20 ár. n Hennar uppáhaldsstaðir eru á hálendinu, m.a. Gæsavatnaleið og Askja. n Hún er yngri dóttir Sigrúnar Finnbogadóttur og Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. n Hanna á 13 ára son sem gengur í Landakotsskóla. Faðir hans er frá Búrma. n Hanna hefur stýrt og tekið þátt í að móta fleiri tugi verkefna bæði innanlands og er- lendis. Meðal þeirra helstu eru Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands (Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Hafnarborg/RÚV 2011), Lóan er komin (Steingrímur Eyfjörð, Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum 2007) og Matthew Barney (í Nýlistasafninu 2003). n Áður gegndi Hanna m.a. störfum upplýsinga- og verkefnastjóra og fræðslufulltrúa í Norræna húsinu og Listasafni Reykjavíkur. Skapandi vinna „Ég hef áhuga á að takast á við nýja hluti og mér hefur tekist að haga starfsævi minni í samræmi við það. Listahátíð er skapandi vinnustaður og skapandi vinnu- staðir eru sveigjanlegir vinnustaðir. Þetta er lítill vinnustaður en Listahátíð á í samstarfi við fjölda listamanna og menningarstofnana og það er líf í húsinu.“ mynd eyÞóR áRnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.