Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2012, Blaðsíða 38
38 Menning 9.–11. nóvember 2012 Helgarblað L eikrit Ragnars Braga­ sonar, Gullregn, sem frumsýnt var af Leik­ félagi Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleik­ hússins um síðustu helgi, fjall­ ar um sjúkt samband sonar og móður. Þau búa í blokk í Breiðholtinu, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. Móðirin hefur stundað bótasvik árum saman, skrifað sjálfa sig og soninn öryrkja, mjólkað kerfið af mikilli leikni, meira að segja farið í árlegar sólarlandaferðir með strákinn á kostnað skatt­ greiðenda. Já, þetta er sjálfstæð kona, þó að líklega væri hún ekki til í að mæta í þáttinn hjá Jóni Ársæli. Sonurinn – sem er kominn á fertugsaldur – er reyndar ekki meiri öryrki en svo að hann stundar ísklifur uppi á Hvannadalshnjúki og er á kafi í björgunarsveitarstarfi. Það er sem sagt allt í lukk­ unnar velstandi hjá þeim mæðginum. En þá kemur babb í bátinn, eins og verða vill í leikritunum. Stráksi tekur upp á því að verða ástfanginn og drífa sig að heiman. Hann heldur að vísu áfram að ganga undir mömmu gömlu, enda kann hún á honum tökin, veit nákvæmlega hvaða takka hún á að styðja á til þess að halda honum undir pilsfaldinum. En þó að þetta sjálfstæðis­ brölt hans sé út af fyrir sig nógu slæmt, er valið á unnustunni kornið sem fyllir mælinn; hún er pólsk að uppruna og hefur ekki göfugra starf með hönd­ um en að þrífa gamalmenni. Og mömmu er afar lítið gefið um útlendinga; hún er þjóð­ lega sinnuð og bregst hart við öllu sem ögrar djúpri föður­ landsást hennar. Þegar sú pólska nefnir til dæmis að kleinur séu líka til í Póllandi, er frúnni stórlega misboðið; ef þetta er rétt hlýtur skýr­ ingin að vera sú að einhverjir útlendingar hafi komið hingað fyrr á öldum og síðan stælt þessa frumsköpun okkar í bök­ unarlistinni. Af samskiptum móðurinnar og unga fólksins spinnast svo ýmsar uppákom­ ur, kómískar framan af, en ekki eins kómískar þegar á líður. Góðar týpur Ragnar Bragason hefur orðið mikla reynslu sem kvik­ myndaleikstjóri og handrits­ höfundur, en Gullregn er frumraun hans fyrir leiksvið. Hann kemst að sumu leyti vel frá henni, að öðru leyti miður vel. Aðalstyrkur verksins er góð skopfærsla á kunnugleg­ um týpum. Hver kannast ekki við þær: annars vegar stjórn­ sömu frekjuna sem held­ ur uppi andlegu og tilfinn­ ingalegu þrælahaldi og alltaf getur orðið sér úti um „kó­ ara“, fólk sem gengst upp í að þóknast henni, hins vegar móthverfu hennar: beygluna sem lifir í sífelldum ótta við að missa þjónshlutverkið og þarf að drekka sig fulla til að sýna ofurlítinn manndóm stöku sinnum? Helsti fulltrúi „beyglunnar“ í leikritinu er nágrannakona frúarinnar, illa bækluð kona, barnsleg og ein­ föld sál, sem vill einungis sjá hið góða í manninum, alltaf bregða hinu betra, aldrei horf­ ast í augu við að samferða­ mennirnir geti átt til að vera sjálfelskir og jafnvel illviljaðir. Ragnari tekst vel að lýsa þessum tveimur konum og kostulegu samspili þeirra, fyndnu og sorglegu í senn. At­ riðin milli þeirra tveggja eru það besta í leiknum, þó að þau megi ekki vera lengri en þau eru. Aðaláherslan er vissu­ lega á því kómíska, en hún helst lengst af innan marka hins trúverðuga. Ragnar er ekki heldur illa staddur sem höfundur og leikstjóri að eiga völ á öðrum eins leikkonum og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Halldóru Geirharðsdóttur sem eiga hér óborganlegan samleik. Öllu miður tekst hon­ um upp með þær persónur sem hann reynir að nálgast með meiri alvöru: soninn og kærustuna. Þær eru að vísu sléttar og felldar og ekki spilla traust tök leikendanna, Hall­ gríms Ólafssonar, sem leikur vel að vanda, og Brynhildar Guðjónsdóttur, sem hefur verið fjarri sviðinu um stund og gaman er að sjá þar aftur. En helsti veikleiki verksins er að mínu viti viðleitni höf­ undar til að gera uppreisnar­ tilraunir sonarins gegn ofur­ valdi móðurinnar skiljanlegar. Til þess fer hann aldrei nógu langt inn í persónuna, legg­ ur ekki á sig þá sálfræðilegu greiningarvinnu sem þörf hefði verið á. Að því leyti er hann svo sem ekkert einsdæmi meðal þeirra sem eiga texta á fjöl­ um reykvískra leikhúsa nú um stundir – því miður. Hávar betri en Ragnar Um þessar mundir er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu annað nýtt íslenskt leikrit sem var frumsýnt fyrir nokkrum vik­ um. Það heitir Jónsmessu­ nótt og er eftir Hávar Sigur­ jónsson. Þetta er prýðilega skrifaður fjölskyldureyfari, raunar það besta sem ég hef séð frá hendi Hávars sem hefur verið allafkastamikill en mistækur höfundur fram að þessu. Það er frábærlega leikið af öflugum leikhópi undir stjórn Hörpu Arnar­ dóttur, sem sviðsetur af frumleik og hugkvæmni en um leið fullkominni hollustu við inntak verksins. Því nefni ég þetta verk hér, að Hávar sneiðir þar hjá þeirri gryfju sem Ragnar fellur í: hann freistast ekki til að reyna að reisa dramatíska hátinda á viðkvæmu burðar­ virki kómedíunnar. Húmor Jónsmessunætur er grimm­ ur og alvörunni, því sorglega og nöturlega, er smeygt inn án þess að það verki á nokkurn hátt truflandi, brjóti gegn ríkjandi tón­ tegund. Í Gullregni verður annað uppi á teningnum. Þar tekur Ragnar U­beygju rétt undir lokin með þeim afleiðingum að brosleg og sannferðug mannlífsmynd umhverfist í verk af því tagi sem gjarnan eru kennd við vasaklúta og melódramatík. Og maður hugsar eins og svo oft áður í leikhúsinu: af hverju í ósköpunum er svona mörgum íslenskum höfundum fyrirmunað að enda leikritin almennilega? Af hverju þurfa þeir alltaf að vera að grípa til ómerki­ legra og útslitinna bragða til að geta hnýtt endahnútinn á söguna og sent okkur heim? Í Jónsmessunótt, svo ég ljúki þeim samanburði, er loka­ myndin eitt hið snjallasta í sýningunni, lokar henni en heldur þó öllu opnu efnis­ lega. Sagan er á enda, og þó alls ekki á enda, og við áhorf­ endur erum sáttir við það. Að þessu sögðu skal skýrt tekið fram að ég skemmti mér á heildina litið ágætlega yfir Gullregninu. Fyrst og fremst þakka ég það fyndum og lipurlega skrifuðum texta og góðri frammistöðu leik­ enda. Sem fyrr segir eru Sig­ rún Edda og Halldóra burða­ rásarnir, en Halldór Gylfason er líka hreint afbragð í litlu hlutverki tryggingaeftirlits­ manns sem birtist inni á gólfi hjá frúnni þegar sviksemi hennar verður skyndilega lýðum ljós með atvikum sem ég mun ekki upplýsa um hér (tek þó fram að það gerist ekki á fésbókinni þó að hún fái líka sinn skammt eins og sitthvað fleira úr þjóðlífi samtíðarinnar). Það eru ekki margir leikarar sem geta stolið senunni frá Sigrúnu Eddu með því einu að leika hreint hversdagsmenni, býrókrata sem er einungis að sinna skyldustörfum sínum; Halldóri tekst það nú samt. Halldór dró reyndar einnig upp listilega skýra mynd af manni sem við kynnumst aðeins sem rödd í síma; það er svona frekar grófur alþýðu strákur, sem býr úti á landi, og frúin hefur kynnst á spjallrásunum, en er ekki alveg klár á því hvort hún vill nokkuð vera að dingla með; hún er jú er þessi haltu mér, slepptu mér­týpa. Þá var Hanna María Karlsdóttir óaðfinnanlegur jólagestur með heilabilun, svo um­ komulaus í hjólastólnum sínum, puntuð upp eins og lítið jólabarn, starandi tóm­ um augum út í bláinn, svo maður fékk sting í hjartað. Frábær leikmynd Og eitt verð ég enn að nefna enn áður en ég stend upp frá tölvunni, og það er leik­ myndin. Hún sýnir blokkar­ íbúðina á algerlega natúral­ ískan hátt; meira að segja stigagangurinn frammi fær bergmál sem hljómar mjög svo eðlilega; látum vera að þau stigahús, sem ég hef kynnst í Breiðholtinu, séu öll svo teppalögð að svona myndi aldrei heyrast í þeim; ég keypti það samt. Hættan við leikmyndir af þessu tagi er sú að þær verði einhæfar og leiðigjarnar, en hjá því er sneitt með útpældri ljós­ beitingu, bæði með hæfi­ legum umskiptum í aðal­ lýsingu á sviði og ekki síður ljósbrigðum í ýmsum skotum og afkimum íbúðarinnar sem auka á dýpt og fjölbreytileik rýmisins. Mest munar þó um útsýnið út um stofugluggann þar sem við blasir gullregn það, sem leikurinn þiggur nafn af og höfundur nýtir í symbólsku skyni, og handan þess breiðholtskt blokkar­ umhverfi, harla kunnuglegt, en þó einkar fallega pó­ etíserað með myndrænum umsnúningi og sjónrænum brögðum sem kalla fram breytingar eftir veðri, árs­ tíð og almennu andrúmslofti leiksins. Leikmyndin er verk Hálfdanar Lárusar Pedersen sem að sögn leikskrár hef­ ur gert leikmyndir fyrir kvik­ myndir, en aldrei áður spreytt sig í leikhúsi, þótt ótrúlegt sé. Það var sannarlega kominn tími til að fá góðan skammt af nýju og FERSKU blóði inn í leikmyndadeild Leik­ félags Reykjavíkur og ósk­ andi að stjórnendur þess sjái sér fært að nýja krafta Hálf­ dans Lárusar oftar. Og tón­ list Mugison á milli atriða var líka mjög vel heppnuð, eins og við var að búast. Hún er einnig frumraun hans á leik­ sviðinu. Þó að leikrit Ragnars sé ekki fullkomin smíð, er þetta á heildina litið ánægjuleg kvöldstund sem á að geta gert mönnum glatt í geði nú þegar skammdegið er að leggjast yfir. Næst þegar einhver spyr mig hvað sé nú helst að sjá í leikhúsunum mun ég vísa honum á Jónsmes­ sunótt, Jóhann Sigurðarson að leika Mark Rothko á Litla sviði Borgarleikhússins, og Gullregn – í þessari röð! n Jón Viðar Jónsson leikminjasafn@akademia.is Leikrit Gullregn eftir Ragnar Bragason Leikstjóri: Ragnar Bragason Leikmynd: Hálfdan Lárus Pedersen Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Mugison Sýnt á Nýja sviði Leikfélags Reykjavíkur Tilfinningalegt þræla- hald í Breiðholtinu Sjúkt samband sonar og móður Aðalsöguhetjurnar mjólka kerfið af mikilli list. „Aðal- styrkur verksins er góð skop- færsla á kunnugleg- um týpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.