Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 14
Landsbankinn, sem er í eigu ís- lenska ríkisins, er orðinn stærsti hlut- hafi baðstaðarins Bláa lónsins eftir yfirtökuna á eignum Sparisjóðsins í Keflavík sáluga. Ríkisbankinn á orð- ið fjórðungshlut í Bláa lóninu sem Sparisjóðurinn í Keflavík hafði leyst til sín vegna skuldsetningar hluthafa baðstaðarins. Meðal annars er um að ræða hluta af hlutabréfum félags- ins Hvatningar hf. sem er í eigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins og fyrrverandi næststærsta hluthafa bað- staðarins. Næststærsti hluthafi Bláa lónsins í dag er HS Orka en Hvatning hf. er þriðji stærsti hluthafinn. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, staðfestir að Landsbankinn hafi eignast hlutabréf Sparisjóðsins í Keflavík í Bláa lón- inu. „Allar eignir SpKef eru komnar í hendur Landsbankans, þar með tal- in bréf í Bláa lóninu. Það er almennt ekki markmið Landsbankans að eiga hlutafé í félögum í óskyldum rekstri og það á við um þetta félag eins og önn- ur.“ Kristján vill hins vegar ekkert segja til um það „að sinni“ hvort til standi að selja hlutinn í Bláa lóninu eða ekki. Landsbankinn heldur því áfram utan um hlutinn samkvæmt þessu svari Kristjáns. Af svari hans að dæma er það ekki markmið Landsbankans að eiga hlutinn til langframa og því má ætla að bankinn losi sig við hlutinn. Tekjur upp á 2,5 milljarða Bláa lónið, sem er einn af vinsælli án- ingarstöðum ferðamanna sem koma til Íslands, er öflugt fyrirtæki sem skil- aði tekjum upp á tæplega 16 milljónir evra, um 2,5 milljarða króna, á árinu 2009, samkvæmt ársreikningi þess árs. Rekstrarhagnaður var af Bláa lón- inu árið 2009 upp á 1,8 milljónir evra, um 300 milljónir króna. Einungis sala á aðgangsmiðum í Bláa lónið nam 5,5 milljónum evra, rúmum 900 millj- ónum króna, á árinu. Tekið skal fram að aðgangur í Bláa lónið kostar 4.800 krónur. Af rekstrarniðurstöðum Bláa lónsins að dæma sést því að þar er um að ræða sterkt fyrirtæki með gott sjóð- streymi. Félagið var hins vegar nokkuð skuldsett og átti í viðræðum við lán- ardrottna sína um endurfjármögnun á lánum. Úr varð að hluta af kröfum á hendur félaginu var breytt í hluta- félaginu árið 2009. Í árshlutareikningi fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2010 bentu endurskoðendur Bláa lónsins á að fyrirtækið þyrfti að endurfjár- magna lán upp á rúmlega 10 milljón- ir evra, rúmlega 1,65 milljarða króna, í ársbyrjun 2011, og að stjórnendur félagsins ynnu að þessari endurfjár- mögnun. Skuldum breytt í hlutafé Þannig eignaðist Sparisjóðurinn í Keflavík hlutinn í Bláa lóninu árið 2009. Í skýrslu sem Fjármálaeftirlit- ið vann um Sparisjóðinn í Keflavík rétt fyrir hrunið 2008 kom fram að lán til Bláa lónsins voru ein stærsta áhættuskuldbinding sjóðsins. Félag Gríms Sæmundsen, Hvatning ehf., skuldaði sparisjóðnum til að mynda 821 milljón króna og lágu hluta- bréf í Bláa lóninu fyrir 397 milljónir króna að baki þeim lánum. Heildar- lánafyrirgreiðsla til Bláa lónsins og Hvatningar nam 2,1 milljarði króna, eða rúmum 14 prósentum af eigin- fjárgrunni sparisjóðsins. Á milli ár- anna 2008 og 2009 minnkaði hlutur Hvatningar ehf. í Bláa lóninu um tíu prósentustig, fór úr 27 prósentum og niður í 17. Sparisjóðurinn virðist því hafa leyst til sín hluta af bréfum Hvatningar. Í ársreikningi Bláa lónsins kem- ur fram að hlutafé Bláa lónsins hafi verið aukið um nærri 2,9 milljarða króna á árinu 2009. Hlutafjáraukning- in fór þannig fram að kröfum Spari- sjóðsins í Keflavík og Eignarhalds- félagi Suðurnesja var breytt í hlutafé. Um þetta segir í ársreikningnum: „Í hlutafjáraukningunni fólst breyting á langtíma- og skammtímakröfum Sparisjóðsins í Keflavík og Eignar- haldsfélags Suðurnesja hf. á hendur félaginu í hlutafé.“ Áttu sölurétt á hlutabréfunum Í ársreikningi Bláa lónsins fyrir árið 2009 kemur fram að í byrjun júní árið 2011 – í þessum mánuði – hafi þeir hluthafar Bláa lónsins sem breyttu skuldum sínum í hlutafé árið 2009, Sparisjóðurinn í Keflavík og Eignar- haldsfélag Suðurnesja, átt sölurétt á hlutum sínum í fyrirtækinu. Þar sem Landsbankinn yfirtók eignir Spari- sjóðsins í Keflavík, þar með talinn hlutinn í Bláa lóninu, færðist þessi söluréttur yfir til Landsbankans með yfirtöku bankans á eignum spari- sjóðsins. Um þetta segir í ársreikningnum. „Á tímabilinu frá 1. júní 2011 – 7. júní 2011 eiga Sparisjóðurinn í Keflavík og Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. sölu- rétt á hlutum sínum í S-flokki, sem þá kynnu mögulega að vera óseldir, til félagsins sjálfs. Söluréttarverðið skal vera nafnverð hlutanna í EUR marg- faldað með 2,22 en að auki skal það bera 19% fasta ársvexti frá 1. septem- ber 2009 til uppgjörsdags kaupréttar- ins. Þrátt fyrir þessi ákvæði eru þessi hlutabréf færð á meðal eigin fjár enda er það mat stjórnenda að hverfandi líkur séu á því að félagið þurfi að leysa þessi bréf til sín og greiða þá vexti sem þau bera.“ Þetta þýðir að Landsbankinn á sölurétt á fjórðungshlutnum í Bláa lóninu og getur þar með selt hlut sinn í fyrirtækinu á tilteknu gengi ef svo ber undir. Sölurétturinn virkur í haust Grímur Sæmundsen segir aðspurður að sölurétturinn hafi færst fram í tím- ann vegna falls Sparisjóðsins í Kefla- vík og annarra mála. „Þetta hefur frestast allt þannig að sölurétturinn hefur ýst aftur. Sölurétturinn verður því ekki virkur fyrr en í október eða nóvember á þessu ári,“ segir Grímur og bætir því við aðspurður að eign- arhaldið á Bláa lóninu hafi því ekki breyst ennþá. Grímur segir að Bláa lónið hf. hafi kauprétt á hlutabréfum Lands- bankans áður en söluréttur bankans virkjast. „Sölurétturinn virkjast ekki nema hluthafarnir nýti ekki kauprétt- inn. Þannig að kauprétturinn gildir á undan,“ segir Grímur. Aðrir hluthafar Bláa lónsins, meðal annars HS Orka og Hvatning, félag Gríms, geta því eignast bréf Landsbankans ef sá vilji er fyrir hendi. Grímur segir hins vegar að engin ákvörðun hafi verið tekin um það fyrir hönd Bláa lónsins hvort bréf Landsbankans í Bláa lóninu verða keypt eða ekki. Ríkisbankinn mun því áfram eiga hlutinn í þessum fræga ferðamannastað í að minnsta kosti nokkra mánuði í viðbót áður en dreg- ur til tíðinda. Líkt og áður segir gefur Landsbankinn ekkert upp um hvað bankinn hyggst gera við hlutinn í Bláa lóninu. 14 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað n Landsbankinn er orðinn meirihlutaeigandi í Bláa lóninu Málið frestaðist Grímur segir að söluréttur Landsbankans á hlutabréfum bankans í Bláa lóninu verði ekki virkur fyrr en í október. „Allar eignir SpKef eru komnar í hendur Landsbankans, þar með talin bréf í Bláa lóninu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ríkið stærsti hluthafinn Íslenska ríkið er orðið stærsti hluthafi Bláa lónsins í gegnum ríkisbankann, Landsbankann. Ástæðan er sú að Sparisjóðurinn í Keflavík leysti til sín 25 prósent í Bláa lóninu sem síðar rann inn í Sparisjóðinn. bláa lÓNIÐ í ríKISEIGU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.