Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 16
16 | Fréttir 24.–26. júní 2011 Helgarblað
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
NÝJASTA SPENNUBÓK
GARÐYRKJUMANNSINS!
„Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum
Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út.
Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og
þjóðfræðingur. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar
úr íslenskum görðum prýða bókina.
Fæst í öllum bókaverslunum og á www.rit.is
„Í dag eru meðferðarúrræði orðin
það góð að þessi gagnrýni sem er að
koma fram núna er einfaldlega ekki
við hæfi,“ segir Edda Ýrr Einarsdóttir
sem stofnaði Forma, samtök átrösk-
unarsjúklinga, ásamt Ölmu Geirdal
árið 2005. Hún vísar þar til nýlegrar
gagnrýni Ölmu á þau úrræði sem át-
röskunarsjúklingum stendur til boða
á Íslandi í dag. Hún segir gagnrýnina
tæplega eiga rétt á sér og sé til þess eins
að rífa niður meðferðina sem stendur
til boða. Edda er einnig alfarið á móti
þeim yfirlýsingum að ekki sé hægt að
lækna átröskun og að eingöngu sé
hægt að lifa með henni. „Þetta er ein-
faldlega röng sýn á þennan sjúkdóm,“
segir Edda sem glímdi við átröskun í
fjögur ár og er sjálf gangandi dæmi um
að hægt sé að læknast.
Alma stofnaði nýlega önnur sam-
tök um málefni átröskunarsjúklinga
sem nefnast VökuRó.
Brenndi sig á samstarfinu
„Þegar við förum út í þetta þá átti þessi
umræða alveg rétt á sér. Þá stóð heil-
brigðiskerfið á ákveðnum krossgöt-
um. Það var verið að byrja með ákveð-
ið ferli og það vantaði heilmikið þar,“
segir Edda og bendir á að staðan sé
allt önnur í dag. Hún setur spurning-
armerki við hin nýstofnuðu samtök og
vegna þeirra og umfjöllunar DV um
styrkjamál Forma ákvað hún að stíga
fram og gera hreint fyrir sínum dyr-
um. Hún brenndi sig á samstarfinu við
Ölmu, sem var henni erfitt.
Óábyrg í meðferð fjármuna
Leiðir Eddu og Ölmu lágu saman
þegar sú síðarnefnda setti sig í sam-
band við Eddu eftir að hafa séð hana
í blaðaviðtali og þær ákváðu að fara
út í samstarf.
„Eftir að samstarfið hófst fór ég
smátt og smátt að sjá að samstarfs-
kona mín átti mjög erfitt með sam-
skipti og þegar lengra leið á varð
mér ljóst hversu óábyrg hún var
í meðferð fjármuna,“ segir Edda.
„Auðvitað ber ég mína ábyrgð, ég er
annar af tveimur einstaklingum sem
stýrði þessum samtökum. Ég hefði
getað sagt stopp strax. Ég var ekki
manneskja í það en það er ekki af-
sökun.“ Edda segir það þó vissulega
kosta að reka samtök sem sinna ráð-
gjöf og sjá um fræðslu. „Við héldum
tvö málþing og eina styrktartónleika
og allt umstang í kringum það kost-
aði sitt. Hins vegar var ég mjög ung
og óreynd og hafði enga þekkingu á
rekstri.“
Samstarf við fagaðila lykilatriði
Edda segist eftir þessa reynslu með
Forma vera mjög tortryggin í garð
allra sjúklingasamtaka. „Það þarf að
vera til einhvers konar rammi utan
um slík samtök, velferðaráðuneyt-
ið og Landlæknisembættið verða
að vinna að því. Sérstaklega þeg-
ar fólk er að taka við styrkjum frá
einstakl ingum, fyrirtækjum og hinu
opinbera fyrir hönd ákveðins sjúk-
lingahóps. Slíkt getur auðveldlega
farið úr skorðum og féð ekki nýst
sem skyldi,“ segir Edda. Hún trúir
því samt statt og stöðugt að einstak-
lingar sem hafi náð bata af átröskun
og hafi þekkingu á bak við sig sem
geti nýst öðrum, geti í samstarfi við
aðstandendur og fagaðila haft mjög
góð áhrif á aðra sem eru að vinna
sig út úr þessu. „Ég tel samstarf við
fagaðila vera lykilatriði í þessu máli,“
ítrekar Edda að lokum og vonar að
slík samtök verði að raunveruleika.
Meðferðin reyndist vera
kaffihúsaspjall
Ung kona sem glímdi lengi við át-
röskun og fór meðal annars í ráð-
gjöf hjá Ölmu Geirdal, gagnrýnir
meðferð hennar. „Hún er oft með
í höndunum yngri stelpur sem eru
oft á viðkvæmum aldri. Þær eru
kannski ekki endilega langt leiddar
en það er oft brothættasti tíminn,“
segir hún. Unga konan treysti sér
ekki til að koma fram undir nafni
en vill benda á að samtök eins og
Forma geti verið varhugaverð, enda
séu yfirleitt ekki fagaðilar innan vé-
banda þeirra. Unga konan vill að
það fari fram gagnrýnin umræða
um sjálfstæð samtök af þessu tagi
enda sé um vandmeðfarinn mála-
flokk að ræða.
„Komin út á hálan ís“
Konan segist lítið hafa grætt á fund-
unum með Ölmu. „Hún hlust-
aði eitthvað smá en þetta var voða
mikið hún að segja frá sér og sinni
reynslu. Þetta var miklu meira bara
eitthvað spjall og ekkert markvisst.
Þetta var allt á gráu svæði hvað þær
kölluðu meðferð. Þær töldu sig vera
að hjálpa þeim en samt var ekki
farið eftir neinu kerfi,“ segir konan.
Hún er þó sannfærð um að Alma
hafi viljað vel og vilji enn, en hún
hafi bara ekki næga þekkingu til
að halda utan um svona starfsemi.
„Hún er komin út á hálan ís finnst
mér og hún var það líka síðast.“
Hittust á kaffihúsum
Konan hitti Ölmu alltaf á kaffi-
húsum og það fannst henni frekar
óþægilegt. „Það er það sem aðskil-
ur einhvers konar meðferð frá spjalli
og það er að hittast á almennings-
stað. Ég bað hana alltaf um að hitt-
ast á fáförnum stöðum því ég vildi
ekki láta bendla mig við þetta,“ seg-
ir konan sem á þar við sjúkdóminn
sjálfan sem hún vildi ekki að væri á
allra vitorði.
Hún var á tímabili mjög veik og
langt leidd af átröskun. Var komin
með annan fótinn í gröfina, eins og
hún orðar það sjálf. Og hefur þar af
leiðandi mikla reynslu af því hvern-
ig meðferð við átröskun fer fram
inni á geðdeild, þar sem svokall-
að átröskunarteymi starfar. Teym-
ið vinnur að bata með sjúkling-
unum eftir markvissu kerfi. „Þetta
er engan veginn sambærilegt og í
raun ekki hægt að setja þetta í sama
flokk.“ Hún segist þó gera sér grein
fyrir því að spítalinn geti ekki sinnt
öllum en bendir á að meðferðarað-
ilar úti í bæ, bæði geðlæknar og sál-
fræðingar, sinni einnig átröskunar-
sjúklingum með góðum árangri.
Konan bendir á að forvarnir gegn
átröskunum og fræðsla í grunnskól-
um, líkt og VökuRó vill berjast fyrir,
sé einnig þáttur sem sé vandmeð-
farin. Hún segir fræðsluna sjálfa
jafnvel geta ýtt undir átröskun, sé
ekki rétt að henni staðið. Þá þurfi
fræðslan frekar að beinast að for-
eldrum og skólayfirvöldum, held-
ur en börnunum og unglingunum
sjálfum.
Hætti meðferðinni
Erna Ómarsdóttir, sem einnig var í
ráðgjöf hjá Ölmu, tekur undir með
konunni. „Mér finnst hún ekki vera
hæf til þess að gera það sem hún
er að gera núna og ég treysti henni
ekki fyrir því.“
Hún segir meðferðina hafa falist í
kaffihúsaspjalli þar sem Alma talaði
um sjálfa sig. „Hún hjálpaði mér í
raun ekki neitt.“ Þá segir Erna Ölmu
skyndilega hafa tekið þá ákvörðun
að hún vildi ekki hafa hana í með-
ferð lengur. „Ég veit í raun ekki af
hverju,“ segir Erna.
SamStarfið við
Ölmu var erfitt
n Edda Ýrr segir Ölmu Geirdal hafa verið óábyrga í meðferð fjármuna n Alfarið á móti yfir-
lýsingum um að ekki sé hægt að læknast af átröskun n Samstarf við fagaðila er lykilatriði„Ég hefði getað sagt
stopp strax. Ég var
ekki manneskja í það en
það er ekki afsökun.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Gagnrýni ekki við hæfi
Edda segir gagnrýni á úrræði
átröskunarsjúklinga í dag
ekki eiga rétt á sér. Hún rífi
eingöngu niður meðferðina.
Erfitt samstarf Samstarfskona Ölmu,
sem og skjólstæðingar hennar, segja hana
hafa verið erfiða í samskiptum.
Kvartað til Landlæknisembættisins
Alma Geirdal var oftar en ekki talsmaður Forma út á við og kom fram í fjölmörgum
viðtölum. Hún var dugleg að gagnrýna hvernig staðið væri að málefnum átröskunar-
sjúklinga á Íslandi, líkt og hún gerir nú í gegnum VökuRó. Gagnrýni Ölmu gekk svo langt
að í apríl árið 2007 sá þáverandi landlæknir, Matthías Halldórsson, sig knúinn til að svara
henni opinberlega með því að birta bréf á heimasíðu embættisins. Þar benti hann á að
miklar framfarir hefðu orðið í málefnum átröskunarsjúklinga og að staðan væri alls ekki
jafnslæm og Alma segði hana vera.
Á svipuðum tíma kom í ljós að vaxandi óánægja var á meðal aðstandenda átröskunar-
sjúklinga með starfsemi Forma. Þótti mörgum Forma ganga fulllangt í baráttunni á
neikvæðan hátt. Landlæknisembættið staðfesti að þeim hefðu borist kvartanir, meðal
annars vegna ráðgjafaþjónustu samtakanna. Spegillinn, félag aðstandenda átrösk-
unarsjúklinga, gagnrýndi Forma einnig fyrir að hafna samstarfi, en eigna sér engu að
síður heiðurinn af áralangri baráttu Spegilsins þegar umbætur voru gerðar í málefnum
átröskunarsjúklinga.