Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 19
Fréttir | 19Helgarblað 24.–26. júní 2011
að hann vissi ekki að fíklar leystu
yfirleitt morfínplástra upp í vatni eft-
ir að hafa klippt þá í nokkra hluta og
sprautuðu sig svo með efninu svarar
hann því neitandi. „Þú verður að fyr-
irgefa að ég vissi það ekki fyrr en síð-
ar. Það hvarflaði ekki að mér þarna
í upphafi. Ég ákvað að skrifa lítið
hverju sinni svo hann gæti ekki út-
leyst mikið hverju sinni til að eiga hjá
sér en nægjanlegt til að það hjálpaði
út af verkjunum. Ég taldi mig vera í
erfiðri stöðu en að ég væri sennilega
að gera rétt. “
„Kann ekkert á fíkla“
Til eru sérstök lyf til þess að koma
í veg fyrir að fíkill fari í alvarleg
fráhvörf, svo sem methadone og
buprenorphine og er venjulega not-
ast við þau þegar óttast er um frá-
hvarfseinkenni. Spurður hvort rétt-
ara hefði verið að skrifa upp í þau
lyf frekar en fentanyl segir Sverrir:
„Jú, jú, það eru til svo sem önnur
lyf en ég vildi að það gerðist inni á
stofnun. Ég sagði honum af hverju
ég væri að gera þetta, og sagði að
hann yrði að standa við sitt og að ég
gæti ekki gert þetta framar. Það var
okkar síðasta viðtal. Þá sagðist hann
vera á leiðinni í meðferð. Ég sagði
honum þá að það væri gott því ég
gæti ekki gert þetta framar. Ég sagði
að ég hafði haldið að ég væri að
hjálpa honum til þess að líða betur
þangað til hann færi í meðferð hélt
að ég væri að hjálpa þér til þess að
þér gæti liðið betur og svo færir þú
í meðferð og þá væri hægt að taka á
framhaldinu hvernig sem það yrði
en hann gæti ekki verið framar á
mínum vegum ég treysti mér ekki til
þess. Ég eyddi miklum tíma í það og
ég hélt að ég væri að hjálpa þessum
dreng. En ég kann ekkert á fíkla ég
skal segja það alveg eins og er. “
Þegar þú lítur til baka finnst
þér það hafa verið röng ákvörðun
að hafa skrifað upp á morfín fyrir
hann? „Svarið er það að ef að ég á
eftir að lenda í svona aftur þá held
ég að ég myndi ekki gera það. Eitt-
hvað yrði ég samt að gera af ótta
við til dæmis alvarleg fráhvarfsein-
kenni. Ég myndi gera eitthvað til
þess að reyna grípa inn í málið, en
ég veit ekki almennilega hvað það
ætti að vera. Ég lá mikið yfir þessu
eftir að hann dó.“
Sótti um undanþágu
Sverrir sem er orðinn 75 ára gam-
all segir ekki rétt að hann hafi ekki
fengið leyfi til að halda áfram rekstri
læknastofu sinnar vegna þessa
máls. Hann hafi sjálfur óskað eftir
því að hætta 1. júlí á stofu en hann
mun hada áfram störfum sínum á
MS Setrinu en Sverrir hefur helg-
að drjúgum hluta starfsferils síns í
þágu MS sjúklinga og er mikilsvirtur
á því sviði. „Þegar maður er orðinn
75 ára þarf maður að sækja um til
landlæknis til að fá leyfi til að reka
lækningastofu. Ég sótti bara um til 1.
júlí vegna þess að ég ætlaði að hætta
að reka stofu og það var veitt. Hins
vegar er ég læknir í MS Setrinu og
MS samtökunum og mun halda því
áfram og reikna með að fá að fram-
lengja aðeins rekstrinum á stofunni
en það er þá eingöngu út af sér-
stökum verkefnum. Það verður ekki
lengur hægt að panta hjá mér tíma.
Þetta ræddi ég við landlækni en við
ræddum ekkert um nein mál sem
tengjast öðru. Landlæknir minntist
ekki á þetta einu einasta orði. Hann
sagði meira að segja við mig að ég
ætti að tala við hann aftur í júní ef
ég vildi halda áfram að reka stofu.“
Fálkaorðan vekur upp umræðu
Geir Gunnlaugsson landlæknir
staðfestir í samtali við DV að Sverri
hafi í febrúar síðastliðinn fengið
leyfi til að reka læknastofu sína fram
að næstu mánaðamótum og að
umfang lyfjaávísana hans á ávana-
bindandi lyf hafi verið til skoðunar.
„Auðvitað hefur það áhrif en hann
er líka kominn á aldur. En það er
erfitt að fara í opinbera umræðu um
einn einstaka lækni. Það að hann
hafi hlotið fálkaorðuna vekur síðan
upp umræðu um Sverri hjá þeim
sem telja að lyfjaávísanir hans hafi
átt þátt í ógæfu nákominna, ég hef
skilning á því.“
Brugðust við ábendingum
Geir segir landlæknisembættið
ekki hafa haft neitt að gera með þá
ákvörðun forsetans að sæma Sverri
fálkaorðunni. „Landlæknisemb-
ættið hefur ekkert með það að gera.
Það er alfarið mál forsetans og það
hefur ekki verið leitað til embættis-
ins vegna þess á neinn hátt,“ segir
Geir en aðspurður segist hann ekki
hafa neina skoðun á orðuveiting-
unni. „Mikilvægast er að við höfum
brugðist við ábendingum sem höf-
um fengið og það hafa verið teknar
ákvarðanir á grundvelli niðurstöðu
þeirrar skoðunar.“ Þegar Geir er
inntur eftir útskýringu á því hvers
vegna Sverrir fær að halda lækn-
ingaleyfi segir hann alltaf matsat-
riði hvenær læknar eru sviptir leyfi.
„Mér finnst ekki við hæfi að ég sé að
tjá um mig um þetta sorglega atvik
sem þú ert að vísa til og lækninga-
leyfi Sverris.“
Spurður hvort eðlilegra væri
að mál af slíku tagi væru rannsök-
uð af lögreglunni frekar en Land-
læknisembættinu, þar sem hætta
á að kunningsskapur og tengsl
milli lækna gætu haft áhrif á með-
ferð kvartanna sem berast til emb-
ættisins segir Geir að slíkt hafi ekki
áhrif á störf embættisins. „Það er
ekki þannig að það séu félagar og
kunningjar sem standa vörð um
hvorn annan. Það er reynt að kom-
ast að niðurstöðu í öllum málum
sem byggjast á lögum um embætt-
ið og eftirlitshlutverk þess. Við vilj-
um ekki að það sé stjórnlaust flæði
af þessum lyfjum sem hafa verið til
umræðu, þessu svokölluðu lækna-
dópi og við höfum verið og erum að
vinna í því að koma í veg fyrir það.“
Vaxandi vandamál
Björgvin Björgvinsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni
í Reykjavík segir læknadóp verða
sífellt stærra vandamál og að lög-
reglan taki eftir töluverði aukningu
í notkun þess hjá fíklum. „Þetta er
vaxandi vandamál enda fjölmörg
andlátsmál þar sem ungt fólk deyr
vegna ofneyslu lyfja sem það hef-
ur keypt á götunni eða fengið eftir
öðrum leiðum, meðal annars frá
læknum.“ Björgvin segir lögregl-
una hafa verulegar áhyggjur af því
hversu auðvelt það virðist vera fyrir
fíkla að komast yfir læknadóp. Að-
spurður hvort lögreglan sé mátt-
vana þegar kemur að því að finna
úrræði til að stöðva flæði lækna-
dóps á götuna segir hann að svo
sé ekki. „Það vantar kannski aukið
eftirlit hjá Landlæknisembættinu
með þessum hættulegu lyfjum. Það
er líka spurning um breytta löggjöf
eða eitthvað slíkt.“
Eigum að finna ástæðuna
Björgvin segir lögregluna rannsaka
öll andlátsmál og þegar óvænt and-
lát ber að höndum og ef grunur er
um ofneyslu lyfja eða fíkniefna fer
fram lyfjarannsókn og réttarkrufn-
ing. Lögreglan rannsaki alltaf þær
aðstæður sem hinn látni var í og
reyni að rekja atburðarásina. „Síð-
an þegar niðurstaða krufningar og
lyfjaleitar er lokið, tekur lögreglan
rannsóknina saman og ákæruvald-
ið fær málið til ákvörðunar.“
Hann segir lögregluna ekki
rannsaka dauðsföll fíkla sem deyja
vegna lyfjaeitranna öðruvísi en
önnur andlátsmál þegar fólk deyr
skyndidauða og segir þær rann-
sóknir oft vera mjög viðamiklar.
Björgvin bendir á að það sé einn-
ig mikilvægt að skoða samfélagið
í heild og hvers vegna ástandið sé
eins slæmt og raun ber vitni. „Hvers
vegna er þetta ástand svona? Af-
hverju eru krakkar reiðubúnir til
að sprauta sig og taka þessi lyf. Við
erum alltaf að tala um afleiðingarn-
ar en við eigum að reyna að finna
ástæðuna.“
FÉKK DAUÐASKAMMTINN HJÁ LÆKNINUM
Dauðadóp Umbúðir af fentanyl-plástrum sem ættingjar mannsins fundu í fötum hans
eftir að hann lést.
Domus Medica Maðurinn fékk
hjartastopp inni á salerni þar.