Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Síða 25
Fréttir | 25Helgarblað 24.–26. júní 2011
Dagur í lífi hinna landlausu
n Á mánudaginn var alþjóðlegur dagur flóttamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna n Íslendingar hafa undanfarið verið minntir ítrekað á bága stöðu flóttafólks
mat- og drykkjarvörum. Þá á eftir að
taka allt annað inn í myndina. Mán-
aðarlegur matarpeningur flóttafólks
er hins vegar 30 þúsund krónur.
Aðbúnaður ferðalanga mun
betri
Á neðri hæð annarrar byggingarinnar
er gistiheimili fyrir ferðamenn en það
heitir Fit Hostel og er hluti af alþjóða-
keðjunni International Youth Hostels,
sem stílar inn á yngri kynslóð bak-
pokaferðalanga. Til þess að vera hluti
af keðjunni þurfa eigendur Fit Hostels
að sjá til þess að gistiheimilið uppfylli
ákveðnar lágmarkskröfur hvað varð-
ar hreinlæti, öryggi og verðlag. Þessi
hluti gistiheimilisins er til fyrirmynd-
ar. Mjög hreinlegt er um að litast, í eld-
húsinu eru nýjustu tól og tæki, nóg af
diskum og bollum í hillum, á baðher-
bergjunum glansa speglarnir. Á gang-
inum er langt teppi, á veggjunum mál-
verk og í setustofunni nettengd tölva,
svo eitthvað sé nefnt.
Þrátt fyrir þó nokkurn mun á að-
búnaði eru eigendur Fit Hostels þeir
sömu og reka heimilið fyrir flótta-
menn. Það er í þeirra verkahring að
sjá til þess að aðbúnaður flóttafólksins
standist samningsbundnar kröfur Út-
lendingastofnunar. Stofnunin virðist
við fyrstu sýn gera minni kröfur til að-
stæðna til handa flóttafólki heldur en
International Youth Hostels gerir þeg-
ar kemur að því að hýsa bakpokaferða-
langa tímabundið. Eftirlitinu virðist að
minnsta kosti vera ábótavant sé litið til
diska- og glasaleysis íbúanna, inter-
netleysisins eða sturtuaðstöðunnar.
Ég fékk að nota sturtu í einni álm-
unni sem flóttafólkið heldur til í. Mjög
erfitt var að stilla sturtuna en vatn-
ið var annaðhvort ískalt eða sjóðandi
heitt. Þá var sturtubotninn stíflaður
og engin leið fyrir íbúa að laga slíkt,
án allra verkfæra. Aðspurðir um málið
sögðu íbúar að eigendur gistiheimilis-
ins lofuðu því oft að laga hluti, en löng
bið væri oft eftir slíku viðhaldi.
Á jaðri samfélagsins
„Ég fékk vinnu í fiskvinnslu hjá fjöl-
skyldufyrirtæki á daginn og á kvöldin
hjálpa ég við að ganga frá tækjabún-
aðinum,“ segir Ezdin við mig síðar.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hitti
hann. Ég var viðstaddur pítsuveislu
sem hann hélt um mánaðamótin þeg-
ar hann fagnaði því að honum hefði
verið veitt hæli hér á landi.
Þá tók ég einnig viðtal við palest-
ínska flóttamanninn Mousa Al Jaradat
sem hafði nokkrum dögum fyrr reynt
að svipta sig lífi inni á herbergi sínu
á gistiheimilinu. Mousa bíður ennþá
á Gistiheimilinu. Fyrr í sama mán-
uðinum reyndi íranski flóttamaður-
inn Mehdi Kavyan Poor sjálfsíkveikju
í húsnæði Rauða krossins eftir sjö ára
óvissu og bið. Í kjölfarið var hanni vist-
aður á geðdeild en hann er að minnsta
kosti þriðji hælisleitandinn sem hefur
verið lagður inn á geðdeild undanfar-
ið ár.
Tvær sjálfsvígstilraunir á einum
mánuði hafa vakið upp spurningar um
aðbúnað flóttafólks hér á landi sem
og félagslega stöðu þess. Fyrir rúmum
tveimur árum svipti lettneskur karl-
maður sig lífi á gistiheimilinu. Hann
hafði sótt um hæli hér og taldi lífi sínu
ógnað í heimalandinu.
Ég kveð Ezdin nokkru fyrir ellefu rétt
áður en hann heldur í vinnuna. Hann
er einn af þeim fáu heppnu sem hafa
fengið hæli hér á landi. Ísland hefur
einungis tekið við um 530 flóttamönn-
um allt frá árinu 1956. Samkvæmt ný-
legri skýrslu flóttamannahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna (UNHCR) um stöðu
flóttafólks á heimsvísu er flóttafólk
einungis 0,026 prósent fólks á Íslandi.
Ólafur Stephenssen, ritstjóri Frétta-
blaðsins benti á þetta í leiðaranum
„Gerum við okkar bezta?“ í tilefni af al-
þjóðlegum degi flóttamanna. Þar benti
hann á að nágrannaríki okkar taka við
allt að því fertugfalt fleiri flóttamönn-
um en við. Samkvæmt UNCHR eru
19,2 milljónir flóttafólks í heiminum.
Oft og tíðum eru miklar hömlur á
ferðafrelsi þess og möguleikar fólks til
þess að sjá um sig sjálft takmarkaðir.
Þetta veldur því að flóttafólk er oftast á
jaðri samfélagsins sem tekur við þeim.
Atvinnu- og aðgerðaleysi
Þegar líður að hádegi færist aukin
hreyfing á Gistiheimilið Fit. Gangarn-
ir fyllast, flestir þeirra sem þar fara eru
karlmenn á miðjum aldri. Keppst er
um sturturnar, á meðan aðrir taka til
við eldamennsku. Mér er tjáð að marg-
ir gestanna vaki fram eftir og sofi þess
vegna út, eða eins og einn viðmæland-
inn segir: „Þegar menn hafa ekkert að
gera í lífinu, þá vaka þeir fram eftir.“
Allir þeir sem ég ræði við eru sam-
mála um eitt, það erfiðasta sé hversu
lítið sé við að vera. Mikið atvinnu-
leysi ríkir á Suðurnesjum og þó svo að
vinnuveitandi bjóðist til að ráða flótta-
mann í vinnu, getur tekið rúman mán-
uð að fá atvinnuleyfið í gegnum kerfið.
Þá veikir það réttarstöðu flóttafólks að
atvinnuleyfi þess sé háð einum vinnu-
veitanda. Ber mörgum saman um
að slíkt fyrirkomulag geti leitt til eins
konar „þrælsótta“ flóttafólks sem get-
ur ekki barist fyrir réttindum sínum
af ótta við að missa vinnuna og þar af
leiðandi atvinnuleyfið.
Enginn þeirra sem ég ræði við, fyrir
utan Ezdin, hefur verið svo heppinn að
fá vinnu, þrátt fyrir að margir hafi leit-
ast eftir slíku. Einn þeirra býður nú eft-
ir svari frá bar í Reykjavík. Ég færi mig
yfir í hina bygginguna, þá sem er nær
Njarðarbrautinni. Þar er svipað um
að lítast og í hinni álmu flóttafólksins.
Í eldhúsinu er fátt annað en gömul og
illa farin eldavél, í skápunum enginn
borðbúnaður, en í þessu eldhúsi virk-
ar ísskápurinn. Hinn 32 ára gamli Raz
Mohammad frá Afganistan sýnir mér
eldhúsið. Hann segir mér síðan að
hann ásamt fleirum ætli sér að ræða
við fulltrúa Rauða krossins um að-
stæðurnar á heimilinu og býður mér
að koma með.
Gamall þjónustusamningur
Á meðan Mohammad og fleiri sitja
einkafund með fulltrúa Rauða kross-
ins spyr ég Áshildi Linnet, fram-
kvæmdastjóra Hafnarfjarðardeildar
Rauða krossins, hvort eðlilegt sé að að-
búnaðurinn á gistiheimilinu sé í eins
slöku ásigkomulagi og raun ber vitni.
„Ég veit að samningurinn um þjón-
ustuna er orðinn gamall. Eitt af því
sem var til dæmis ekki innifalið í þess-
um samningi var internetaðgangur.“
Hún segir samninginn í endurskoðun.
Hún segir ástæður þess að borðbún-
að vanti mögulega þær að undanfarið
hafi verið mikið um flutninga, en ljóst
sé að Gistiheimilið eigi að útvega borð-
búnað.
„Þetta er bara eitthvað sem við
verðum að skoða ef þetta er ennþá
svona. Eitt af því sem við gerum er
að fylgjast með aðbúnaði og ýta á að
hann sé eins og hann á að vera.“ Hún
segir þó að svíþjóðaskrifstofa flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, hafi metið það sem svo að
aðstæður á gistiheimilinu hafi farið
batnandi.
Áður en við yfirgefum hús Rauða
krossins í Reykjanesbæ fá þeir sem
eru nýkomnir á gistiheimilið aðgang
að fatalager Rauða krossins. Þeirra
á meðal er Líberíumaðurinn sem ég
hitti um morguninn. Hver þeirra má
fylla einn höldupoka af fötum, en það
gera þeir eftir að hafa rótað í nokkr-
um ruslapokum á gólfinu og athugað
hvort eitthvað í hillum lagersins pass-
ar þeim.
Þeir virðast flestir vera litlu nær um
gang sinna máli, að viku liðinni geta
þeir fundað með fulltrúa Rauða kross-
ins á nýjan leik. Ég hef fengið að heyra
að dagurinn sé sérstakur að því leyti að
starfsmaður Útlendingastofnunar sé
staddur hjá félagsþjónustu Reykjanes-
bæjar. Slíkt er ekki vanalegt. Fólki gefst
því tækifæri til þess að spyrja sérstak-
lega út í sín mál og hvar það sé statt í
ferlinu.
Íhugar sjálfsvíg
Yassin Hassan Yassin frá Sómalíu er
einn þeirra sem ég hitti hjá félagsþjón-
ustunni. Ég tók viðtal við hann síðast-
liðið haust en þá leit út fyrir að hann
yrði sendur aftur til Möltu á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar, en hún
kveður á um að íslenskum yfirvöldum
sé heimilt að senda flóttamenn aftur til
þess Evrópulands sem þeir komu fyrst
til. Hann hefur verið á gistiheimilinu
í rúma átta mánuði en veit ekki ná-
kvæmlega hver staðan er á hælisum-
sókn hans.
„Það er mjög illa séð að við komum
fram í fjölmiðlum og segjum sögu okk-
ar og frá aðbúnaðinum hér. Mönnum
„Fátækt að fela heiminn fyrir sjálfum sér“
„Þessu tengt má hugsanlega bæta við þriðja lið, sem er bara hversu mikið Ísland hefur
lagt á sig gegnum tíðina til að horfast ekki í augu við að fólk utan þjóðflokksins okkar sé
jafn fyllilega til og við sjálf. Reykjanesið hefur
leikið merkilegt hlutverk í þessari viðleitni –
þar voru hermennirnir auðvitað hýstir, sem á
tímabili máttu aðeins bregða sér í bæjarferð
á miðvikudagskvöldum, kvöldunum sem
ríkisvaldið ákvað að ekki mætti veita áfengi.
En eftir að herinn fór er þessi ysti útjaðar
höfuðborgarsvæðisins enn nokkurs konar
útlendingageymsla. Þar dvelur ekki bara
flóttafólkið á Fit Hostel, heldur voru til
dæmis kínversku verkamennirnir sem reistu
Hörpu geymdir í blokk á gamla herstöðvar-
svæðinu. Enda virðast samskipti þeirra og
Íslendinga utan vinnu hafa verið nánast
engin – aldrei rakst ég þá á kaffihúsum. Þeir
voru færðir í og úr blokkinni, í og af afgirta
vinnusvæðinu, með rútum. Þetta er ekki fyrst
og fremst þeirra skaði, heldur okkar. Það er gríðarlega mikil fátækt að fela heiminn fyrir
sjálfum sér. Ísland er hluti af stærri heimi. Fjöldi aðila beitir töluvert miklu handafli til að
halda þeirri staðreynd í skefjum.“
Haukur Már Helgason, heimspekingur og leikstjóri nýju heimildarmyndarinnar Ge9n, á blogg-
síðu sinni haukur.perspiredbyiceland.com.
Taka við fertugfalt fleiri
„Sú spurning er hins vegar áleitin hvort við höfum lagt það af mörkum sem við getum
til að hjálpa fólki sem neyðzt hefur til að flýja heimkynni sín. Frá árinu 1956 hefur Ísland
tekið við um 530 flóttamönnum. Í skýrslu
UNHCR eru 89 manns með stöðu flótta-
manna (hælisleitendur og fólk án ríkisfangs
er þá ekki talið með) sagðir á Íslandi í lok árs
2010. Hvernig sem á málið er litið eru þetta
sorglega fáir í samanburði við frammistöðu
flestra nágrannalanda okkar í móttöku
flóttamanna. Í Svíþjóð og Noregi eru flótta-
menn um 0,8% mannfjöldans, í smáríkinu
Lúxemborg um 0,6%, í Austurríki 0,5%, í
Danmörku 0,3% og í Finnlandi og á Írlandi
um 0,2%. Talan á Íslandi? Heil 0,026% sam-
kvæmt skýrslu UNHCR. Nágrannaríkin taka
við tífalt til fertugfalt fleiri flóttamönnum
miðað við mannfjölda.“
Ólafur Stephensen ritstjóri um Fréttablaðs-
ins í leiðaranum „Gerum við okkar bezta?“
þann 21. júní
Reiknivél velferðarráðuneytisins um dæmigert
neysluviðmið til að reka eins manns heimili
Útgjöld án samgangna
og húsnæðiskostnaðar:
130.601
Mánaðarlegur
matarpeningur
flóttafólks: 30.000
Fríðindi: Frítt í almenningssamgöngur, sund sem og í heilsurækt í Reykjanesbæ.
Mánaðarlegur
vasapeningur
flóttafólks: 10.000