Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 33
Viðtal | 33Helgarblað 24.–26. júní 2011
uð.“ „Þau sýndu öllum bréfið frá mér
og sögðu að ég væri vitleysingur. Þau
vissu sem var að bræður mínir myndu
aldrei trúa mér þannig að þau notuðu
þetta gegn mér.“
Áður en hún gerði það rifjaðist það
upp fyrir henni að hún hafði séð mann
hengja sig í fiskikrónni hans pabba, en
hann átti skúr þarna við höfnina þar
sem þau bjuggu í litlu sjávarplássi úti
á landi. „Ofbeldið versnaði alltaf og
vatt upp á sig. Síðan komu fleiri menn
að. Einn þeirra var orðinn hræddur.
Honum fannst þetta orðið of gróft og
honum var farið að líða illa yfir þessu.
Hann hengdi sig þarna í krónni og ég
horfði á hann gera það.
Ég áttaði mig á því þegar ég sá bíó-
mynd þar sem einn hengdi sig og ég
vissi að það var eitthvað rangt við at-
riðið. Því ég vissi hvernig það væri
þegar maður hengdi sig, að tungan
færi ósjálfrátt út og annað.
Þegar ég áttaði mig á þessu brast
ég í grát og hringdi í pabba til að
spyrja hvort það hefði einhver hengt
sig í krónni þegar ég var lítil stelpa.
„Það var alltaf einhver að hengja sig í
krónni,“ sagði hann. Þetta var svarið
sem ég fékk. Þetta var áður en ég sagði
honum að ég myndi eftir misnotkun-
inni.“
Á svipuðum tíma treysti hún einn-
ig konu sem hún þekkti fyrir sögu
sinni. Viðbrögð hennnar voru: „Ég skil
ekki svona kellingar sem eru að kvarta
yfir því þótt pabbi þeirra hafi verið að
hreyfa hann á milli læranna á þeim.
Ég meina, so what?“
Hinir voru enn verri en pabbi
Ofbeldið fór nánast alltaf fram þarna í
fiskikrónni sem pabbi hennar átti við
höfnina. Þar voru þrjár samliggjandi
fiskikrær og innangengt á milli þeirra.
Til að komast inn þurfti að ganga upp
stiga í fyrstu króna. Þar geymdi hann
var fullt af netum sem Rósa klifraði
stundum í. „Þessir menn gerðu mikið
grín að mér. Þetta byrjaði þannig. Ein-
hver sýndi mér áhuga sem lítilli stelpu
og hinir tóku þátt í því. Einu sinni létu
þeir kúlur ofan á bringuna á mér þar
sem brjóstin áttu að vera. Svo vatt
þetta stöðugt upp á sig, áhugi þeirra
óx og þeir urðu djarfari. Þetta gerðist
bara. Þetta var ekkert sem þeir lögðu
á ráðin um eða ákváðu fyrir fram að
gera. Ég varð kannski ein eftir með
einum þeirra eða tveimur og þá gerð-
ist eitthvað. Þeir prófuðu sig áfram og
komust að því hvað hinir samþykktu
að þeir mættu ganga langt. Svona þró-
aðist þetta.
Pabbi var ekki alltaf verstur í mis-
notkuninni, þá hefði ég örugglega ver-
ið misnotuð lengur. Hann var aðallega
í kossum og snertingu. Ég man aldrei
eftir því að hann hafi haft samfarir við
mig, en hann notaði aðra hluti til að
fara inn í mig,“ segir hún og grípur um
höfuð sér. Á meðan hún segir frá tekur
hún reglulega pásu á máli sínu en nú
þagnar hún alveg. Segir svo að hinir
hafi hins vegar gert það, haft samfarir
við hana. „Að sjálfsögðu.“ Það reynist
henni um megn að ræða þetta og við
tökum pásu. Hún dregur Trópí upp úr
töskunni og þambar hann. Fær sér svo
súkkulaðibita. Eftir smástund treystir
hún sér til þess að halda áfram.
Byrjaði sakleysislega
„Þetta byrjaði sakleysislega en svo
kom tímabil þar sem ofbeldið var
meira. Síðan hætti það og sakleysið
tók aftur við. En smám saman þurfti
pabbi alltaf meira. Og meira. Þegar ég
var orðin algjörlega aum þarna niðri,
þegar ég var orðin … “ segir hún og
hikar: „Þegar það var farið að sjá á mér
hægðist á þessu. Svo fór hann aftur af
stað. Þetta endaði svo með ósköpum
og hætti þá,“ segir hún lágróma.
„Þegar ég segi að þetta hafi byrj-
að sakleysislega þá er það af því að
þetta var ekki svo vont þá. Þetta var
ókei og ég lifði það af. Í staðinn fékk
ég viðurkenninguna sem ég þráði. Ég
átti leyndarmál. Með pabba! Fyrst ég
átti króna með honum fannst mér ég
einhvers virði. Og við hliðina á krónni
var sjoppa og þar keypti pabbi stund-
um kók handa mér eftir að hann hafði
misnotað mig. Ég mátti ekki heldur
segja hinum krökkunum frá því. Og
þetta fannst mér sko eitthvað.
Þetta var asnaleg tilfinning, ég veit
það. Aumingja mamma hataði mig
fyrir þetta. Hún gerir það enn þann
dag í dag. Hún átti að vera þarna með
honum.“
Í þessu samhengi minnist hún þess
hvað hún var afskipt í raun og veru.
Einu sinni þegar hún kom heim frá út-
löndum buðu bræður hennar henni
spila með sér. „Ég hugsaði bara: Ég!
Að spila með bræðrum mínum! Vá.
Mér fannst það stórkostlegt. Núna er
ég farin að átta mig á því að það er allt
í lagi með mig en það hefur tekið öll
þessi ár að sjá það.“
„Hvað ertu að gera við hann
pabba þinn?“
Einu sinni kom mamma hennar að.
Rósa var þá fimm eða sex ára. Pabbi
hennar, sem drakk nánast aldrei og
misnotaði hana aldrei heima, var full-
ur og kærulaus. Hann tók hana upp
í rúm inni í svefnherbergi, fór úr að
neðan og níddist á henni. Þegar móð-
ir hennar kom að þóttist hann áfeng-
isdauður. „Hún tók því þannig að ég
væri að leita á pabba. Hún reiddist
mér, tók í aðra löppina og höndina
á mér og henti mér á skápinni inni í
herbergi. Þaðan henti hún mér inn
á gang, opnaði dyrnar inn á baðher-
bergið þar sem græn gamaldags vog
stóð á gólfinu og henti mér svo á hana.
Hún var brjáluð eins og gefur að skilja
og öskraði á mig. „Helvítis drullusokk-
urinn þinn,“ sagði hún. „ Hvað ertu að
gera við hann pabba þinn? Helvítis
ógeðið þitt.“ Ég man bara að ég end-
aði á þessari grænu ógeðslegu vigt og
hugsaði með mér að nú væri ég aldeil-
is búin að gera eitthvað vitlaust.
Mamma setti sökina á mig og ég
tók við henni. Ég hélt á henni mörg ár,
sökinni og skömminni. Á tímabili vissi
mamma alveg hvað var að gerast en
hún talaði aldrei um þetta. Eftir þetta
atvik minntist hún ekki orði á þetta.
Hún sagði bara að ég væri geðveik og
rægði mig úti um allt.“
Eftirminnileg jól
Eins og gefur að skilja var Rósa allt-
af hrædd. Hún var hrædd þegar faðir
hennar bar hana á bakinu upp stigann
og hún var hrædd þegar hún lagðist á
koddann á kvöldin. „Ég var full af ótta,
skelfingu lostin gagnvart lífinu. En ég
veit ekki hvað ég var hrædd við. Ég var
bara hrædd við allt og alla.
En þótt ótrúlegt megi virðast leit-
aði ég svolítið í pabba, því hann hélt
stundum með mér. Eins og einu sinni
þegar ég fékk dúkku í jólagjöf en
mamma sá mig með gamla bangsann
Ofbeldi gegn börnum á Íslandi
1. Reikna má með því að allt að 4.000 börn séu þolendur heimilisofbeldis eða búi við
heimilisofbeldi, á ári hverju á Íslandi. Gera má ráð fyrir að heimilisofbeldi gegn börnum
sé verulega vanskráð.
2. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2000 er ofbeldi þar sem konur eru gerendur í
fæstum tilvikum tilkynnt. Fórnarlömb kvenna tilkynna ofbeldið síður, sérstaklega vegna
þess að ofbeldið snýr mest að yngri börnum, undir 5 ára aldri.
3. Samkvæmt rannsókn á tilkynningum til þriggja stofnana félagsþjónustunnar í
Reykjavík og Hafnarfirði beita mæður börn sín oftar ofbeldi en feður. Í heild voru skoðuð
77 mál og voru mæður ábyrgar fyrir ofbeldinu í 64% tilfella.
4. Í rannsókninni kom einnig fram að þessar konur ættu það margar hverjar sam-
eiginlegt að vera einstæðar, áfengissjúkar og eiga við geðræn vandamál að stríða.
5. Í rannsóknum og skýrslum kemur hins vegar staðfastlega fram að karlmenn eru
oftar gerendur en konur í ofbeldismálum.
6. 16,7% kvenna og 8,1% karla á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun
sem börn. Í 77% tilfella voru þolendur yngri en 13 ára þegar misnotkunin hófst og í 67%
tilfella var um grófa eða mjög grófa misnotkun að ræða.
7. Í skýrslum Stígamóta kemur fram að flestir ofbeldismenn í málum þeirra sem leita
til samtakanna séu karlmenn, eða á milli 92–98%. Konur hafa verið 1–4% ofbeldis-
manna.
8. Barnaverndarnefndir fá 430 tilkynningar um kynferðisofbeldi á ári og 223 rann-
sóknarviðtöl eru tekin í Barnahúsi á ári. En á síðustu fimm árum var sakfellt í 71 máli.
9. 8.100 börn hafa orðið ölvuð og 71 milljón króna frá opinberum aðilum er varið í
forvarnir. 6.300 börn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en ekki er varið krónu frá
opinberum aðilum í forvarnir gegn því.
10. Á vegum ríkisins eru engar opinberar, virkar forvarnaraðgerðir gegn ofbeldi á
börnum. Engin þverfagleg ráð sjá um að fylgjast með ofbeldi gegn börnum og enginn
einn ráðherra ber ábyrgð á málefninu.
Úr skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi.
„Ég veit hvað þið gerðuð“
„Hún var brjáluð
eins og gefur að
skilja og öskraði á mig.
„Helvítis drullusokkur-
inn þinn,“ sagði hún.
„Hvað ertu að gera við
hann pabba þinn?
Helvítis ógeðið þitt.“
Ég man bara að ég
endaði á þessari grænu
ógeðslegu vigt og
hugsaði með mér að
nú væri ég aldeilis búin
að gera eitthvað vit-
laust.
m
y
n
d
s
ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
i