Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 24.–26. júní 2011 Helgarblað
K
alli segir frá því hvernig þetta
hús blasti við þeim þegar þau
gengu þar inn, nýkjörnir borg
arfulltrúar Besta flokksins, fyr
ir tæpu ári. „Við rákumst fljótt á hluti
sem okkur fannst skrítið að væru
eins og þeir væru. Þá spyr maður
bara eins og barn: Af hverju er þetta
svona? Stundum fær maður mjög
lógísk svör sem eru góðar ástæður
fyrir en stundum er ekkert mál að
breyta því. Eins og til dæmis að Jóni
fannst vanta tónlist í Ráðhúsið og nú
er spiluð hérna íslensk tónlist. Þægi
leg íslensk tónlist og allir eru ánægð
ir. Það var ekki mikið mál,“ segir
hann og ljúf íslensk tónlist ómar í
bakgrunni. Hér hefur hann starfað í
rúmt ár og kann vel við það.
Vantar borgarfulltrúafrú
Líf hans hefur reyndar breyst tölu
vert á einu ári. Fyrir ári var hann
einhleypur tölvunarfræðingur en
í dag er hann ástfanginn borgar
fulltrúi. „Stundum gerast hlutirnir
bara svona hratt og einhvern veginn
þá breytist líf manns bara á einu ári
án þess að maður fái nokkuð við það
ráðið. Það er bara gaman, bara rússí
bani,“ segir Kalli en hann er í sam
búð með fjölmiðlakonunni og rithöf
undinum Þorbjörgu Marinósdóttur,
Tobbu Marinós.
Ástarsamband þeirra byrjaði
á óvæntan og skemmtilegan hátt.
„Strax eftir kosningarnar í fyrra fékk
ég símtal frá Eiríki Jónssyni sem var
þá ritstjóri á Séð og Heyrt. Hann
sagði við mig að hann væri að fjalla
um maka nýju borgarfulltrúanna.
Ég var búinn að frétta af því að hann
væri að tala um þetta og hafði ekkert
að óttast þegar ég svaraði símanum
því að ég átti engan maka. Það var nú
aðeins öðruvísi en ég bjóst við. Hann
gerði það eiginlega að stóru fréttinni
að ég ætti engan maka. Það endaði í
því að ég var settur á forsíðuna með
fyrirsögnina „Vantar borgarfulltrúa
frú“,“ segir Kalli skælbrosandi og bæt
ir við: „Þetta fannst mér gríðarlega
fyndið og ég kippti mér ekkert upp
við þetta en svona í framhaldinu þá
hitti ég Tobbu á bar. Hún náttúrlega
var að vinna á blaðinu og kom að
spyrja mig hvernig gengi eftir þetta
og hvort það væru ekki að hrannast
inn tilboð og svona.“
Kynntist Tobbu á eigin
forsendum
Tobba reyndi fyrst að koma Kalla
og annarri stelpu á barnum saman
en hann hafði meiri áhuga á henni.
Í framhaldinu fóru þau að hittast æ
oftar. „Svo þróaðist þetta einhvern
veginn. Það er mjög fyndið svona eft
ir á að við skyldum byrja saman eftir
að hún hafði slengt mér á forsíðuna
og djókað með þetta. Og tekið hlut
verkið svo að sér sjálf.“
Þau hafa verið áberandi sam
an síðan örvar Amors hittu þau í
hjartastað. Tobba er ekki þekkt fyrir
að liggja á skoðunum sínum og hef
ur verið umdeild. Kalli segist ekki
hafa haft fyrirframákveðna skoðun
á henni. „Fyrst um sinn hugsaði ég
bara: Fólk hefur alls konar skoðan
ir á henni en ég ætla að mynda mér
mínar eigin. Ég hafði kannski helst
þá skoðun að systir mín vann með
henni og hún sagði að hún hefði ver
ið „aðalfjörið“ á staðnum, alltaf lang
skemmtilegust. Ég hafði það í vega
nesti. Það var svona skoðunin sem ég
hafði á henni fyrir fram. Síðan kynnt
ist ég henni bara eins og hún er og á
mínum eigin forsendum.“
Tobba ver sig sjálf
Hann segist reyna að láta það ekki
pirra hann þegar fólk hafi skoðan
ir á kærustunni hans. „Það fer alveg
í taugarnar á mér. Ég held að það
hjálpi mér samt að vera í þessu starfi.
Núna í heilt ár er fólk líka búið að
hrauna yfir minn gamla vin og núver
andi borgarstjóra og segja alls konar
hluti um hann sem eru ekki sann
ir. Gefa honum mjög óvægna gagn
rýni. Það hefur verið mjög lærdóms
ríkt að fylgjast með hvernig hann
tekur henni. Oft hefur mann lang
að til að rjúka fram og verja hann en
hann tekur þessu af ákveðnu æðru
leysi. Tobba gerir það nefnilega líka
og maður hugsar bara: Ég ætla ekki
að taka þennan slag fyrir viðkom
andi. Maður hefur kannski stundum
sagt eitthvað en ég veit það ekki. Það
er bara meira frábært að fylgjast með
þeim og hvernig þau eru og láta það
ekki á sig fá. Mér finnst það svo sterkt
karaktereinkenni. Það er alveg til fyr
irmyndar. Þá fer þetta minna í taug
arnar á manni.“
Kærastan ekki allra
Hann er ánægður með kærustuna
og reynir ekki að fela það. „Hún er
ákveðin týpa sem fellur ekki öllum
í geð. Hún er mjög „dómínerandi“ í
hóp, það fer mikið fyrir henni – mikil
læti og fjör. Það sést langar leiðir þeg
ar maður kynnist henni hvað hún er
góð manneskja. Það er svona númer
eitt. Mikið væri heimurinn leiðinleg
ur ef allir væru eins.“
Hann segir flesta hafa verið
ánægða með ráðahaginn. „Það eru
allir bara búnir að taka þessu voða
vel og eru bara mjög ánægðir. Nátt
úrulega sannir vinir og fjölskylda
sem þykir vænt um mann hafa það
að leiðarljósi að ef maður sjálfur er
glaður þá skiptir annað ekki máli
þannig að það er bara búið að vera
mjög jákvætt og gleðilegt. Ég hef
fundið til dæmis fyrir því í öllum
mínum vinahópum þar sem Tobba
hefur komið inn að hún hefur bara
Borgarfulltrúinn Karl Sigurðsson ætlaði sér aldrei
að fara í borgarmálin. Hann kynntist ástinni fyrir til-
viljun rétt eins og hann endaði óvart í borgarstjórn
Reykjavíkur. Hann segist vera femínisti sem hafi verið
umvafinn konum í æsku, er ótrúlega ástfanginn af
Tobbu Marinós og þau eru að leita sér að íbúð til
að búa í saman. Viktoría Hermannsdóttir hitti
Kalla, eins og hann er jafnan kallaður, yfir kaffibolla
í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar ræddi hann um hörkuna í
borgarmálunum, ástina, tónlistina og Jón Gnarr.
„Ef okkur tekst samt
að hreinsa til er
það bara til hagsbóta fyrir
borgina. Okkur finnst við
þá hafa áorkað einhverju.
Ánægður borgarfulltrúi „Ég held að
eftir okkar fjögur ár hérna muni fólk senni-
lega vera ánægt með það hvernig borgin er.
Ekki að það muni endilega þakka okkur.“
Búinn að finna
stóru ástin