Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Síða 37
Viðtal | 37Helgarblað 24.–26. júní 2011 almennt vakið lukku og allir eru glaðir. Þá er ég alveg viss um það að þar hafi verið einhverjir sem hafi ver- ið búnir að mynda sér fyrir fram ein- hverja skoðun en hafa svona aðeins þurft að endurskoða hana.“ Spurði hvort hann vildi vera „memm“ Við snúum okkur aftur að borgar- málunum. Kalli kann vel við sig í Ráðhúsinu en viðurkennir þó að hafa alls ekki stefnt þangað. „Þetta er mjög skrýtið. Ég kem eiginlega aldrei hingað inn nema til að kjósa. Síðan allt í einu er maður farinn að vinna hérna.“ Hann hafi engan veginn búist við því að hann færi að vinna í Ráð- húsinu þegar Jón Gnarr bað hann um að vera með á lista Besta flokks- ins. „Nei, ég bjóst ekki við því. Ekki fyrr en kannski svona mánuði fyr- ir kosningar. Í nóvember í fyrra fékk ég Facebook-skilaboð frá Jóni þar sem hann sagði mér að við ætluð- um að bjóða fram í vor, hvort ég væri memm. Ég spurði bara hvað ég þyrfti að gera og hann sagði: „Ekkert. Þetta á bara að vera gaman.““ Jón ótrúlega skemmtilegur og barngóður Hann hefur þekkt Jón í mörg ár. „Ég hef þekkt Jón síðan ég var krakki. Hann og systir mín voru kærustupar þegar ég var bara 10–11 ára. Þá var hann 17 ára og þau voru saman í ein- hver þrjú ár. Hann var alveg frábær. Ótrúlega skemmtilegur og barngóð- ur. Hann var alltaf að leika við mig. Næstum því þannig að systir mín var farin að missa þolinmæðina. Hann var alltaf að leika við litla pjakkinn. Hann hafði alltaf rosa áhuga á því sem ég var að gera. Ég held hann hafi alltaf vitað af mér í gegnum tíðina og ég af honum. Það er gaman að taka upp þráðinn núna síðan við vorum í Sinclair Spectrum-tölvunni minni. Ég var mjög upp með mér að hon- um skyldi vera hugsað til mín,“ segir hann og sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa slegið til. „Maður hefur eignast alveg frábæra vini í þessu.“ Hélt hann kæmist ekki inn Það þurfti ekki mikið til að sann- færa hann um að vera með. Hann dembdi sér í slaginn og sér ekki eft- ir því. Það sem fyrst var hálfgert grín vatt upp á sig. „Allt í einu var maður bara kominn í framboð. Ég hugsaði bara að þetta væri sniðugt. Kannski myndi maður ná Jóni inn og hann gæti hrist eitthvað upp í þessu. Það hefur nú gerst áður að flokkur sem hefur náð einum manni inn hefur fengið borgarstjóra út af oddaat- kvæði.“ Þegar líða fór að kosningum sýndu skoðanakannanir fram á mik- ið fylgi Besta flokksins. Þá fóru að renna tvær grímur á Kalla. „Svona mánuði fyrir kosningar talaði ég við vinnuveitendur mína og sagði þeim að þetta væri svolítið krítískt ástand,“ segir hann hlæjandi. Erfitt að fá konur á lista „Mér finnst bara alveg ótrúlegt að við skyldum ná sex manns inn. Ég var í fimmta sæti. Var reyndar í fjórða sæti fyrst en svo þurfti að kynbæta listann,“ segir hann og vill meina að það hafi verið erfitt að fá konur til að vera ofarlega á lista flokksins. „Við upplifðum það þann- ig að það var mjög erfitt að fá kon- ur til að vera ofarlega á lista. Okkur fannst það skrítið en svona er það bara. Það var reynt og reynt en end- aði þannig að við gátum ekki ver- ið með svokallaðan fléttu lista. Það kemur reyndar ekki að sök því Einar Örn er mjög mjúkur maður og Óttar (Proppé, innsk. blm.) vildi helst að hann væri kona. Honum finnst það sín mesta skömm í lífinu að vera ekki kona,“ segir Kalli og glottir við tönn. Úr rauðsokkufjölskyldu Kalli játar því að hann sé femín- isti. „Já, ég er alinn upp af tveim- ur konum, mömmu minni og stóru systur minni. Mamma mín á þrjár systur. Ein þeirra á tvær dætur sem eru mjög nánar mér, voru eins kon- ar uppeldissystur mínar. Það hefur verið mikið af konum í kringum mig alla tíð. Mamma og systur henn- ar voru miklar rauðsokkur á sínum tíma og amma líka. Afi var mikill kommúnisti og þau öll reyndar voru miklir sósíalistar og kommúnistar. Hann tók þátt í þessu líka þrátt fyrir að vera af gamla skólanum. Það var alltaf verið að spila Áfram stelpur, og svoleiðis, heima hjá mér,“ segir Kalli en hann steig líka sjálfur á svið á fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. „Ég er nefnilega svo heppinn að vera annar af tveimur karlmönnum sem stigu á svið þann daginn. Það vildi þannig til að mamma var með konunum að skemmta sér og pabbi átti að sjá um okkur systkinin. Síð- an var Leikfélag Reykjavíkur með atriði á sviðinu. Pabbi sem er leik- ari var fenginn sem eini karlmað- urinn til að leika í því atriði. Systir mín átti að passa mig á meðan og var með mér svona bak við sviðið og hélt mér meðan við vorum að horfa á pabba. Hún sleppti mér eina sek- úndu og ég hljóp út á sviðið og beint í fangið á pabba. Hann tók mig upp og við vorum þarna feðgarnir á svið- inu og konunum fannst pabbi rosa- lega mjúkur og sætur,“ segir hann og brosir að minningunni. Netið og tónlistin Karl er menntaður tölvunarfræðing- ur frá Háskóla Íslands. Barnsskón- um sleit hann í Hlíðunum í Reykjavík og til skamms tíma í Svíþjóð. Hann gekk í Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég tók mér fimm ár í að klára menntaskólann, standard- inn var fjögur,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Ég var dálítið aktív- ur í félagslífinu sem kom smá niður á náminu. Ég var í nemendastjórn, kórnum, skemmtiráði, tók þátt í upp- færslum hjá leikfélaginu og ýmsu svona.“ Það var einmitt í MH sem hann kynntist vinum sínum sem standa með honum að vefsíðunni Bagga- lúti og hljómsveitinni sem ber sama nafn. Baggalútur er ein vinsælasta skemmtisíða landsins og hljómsveitin hefur líka heillað marga með gaman- sömum slögurum sínum. „Einhvern tímann árið 2001 fékk ég sendan link á einhvern svona vef sem hét bagga- lútur.com með frétt. Bragi sagði mér endilega að skrifa frétt og senda sér í tölvupósti. Ég skrifaði eitthvað og hann setti það inn og bara vá þetta er komið á internetið. Við sendum þetta svo áfram á vini okkar og fannst þetta alveg frábært. Síðan byrjuðu bara fleiri og fleiri að lesa þetta. Þá fengum við okkur íslenskt .is lén þegar okkur fannst þetta vera orðið nógu þroskað.“ Byrjaði sem grín Tónlistina byrjuðu þeir félagar að semja sem algjört grín. „Þetta byrj- aði sem mjög svona hógvært grín hjá okkur. Við ákváðum að gera eitt jólalag og völdum að sjálfsögðu lag- ið Crazy Crazy Nights með Kiss. Við sendum það bara svo frá okkur, það hlaut ágætis hljómgrunn en ekkert mikinn. Svo nokkrum árum seinna vorum við búnir að senda frá okkur einn slagara og það var svona fyrsta lagið sem fólk fór að taka eftir. Það var ekki fyrr en 2005 sem við gáfum út fyrstu plötuna okkar með frum- sömdu efni. Síðan þá höfum við ver- ið mjög aktívir.“ Þeir Baggalútsmeð- limir hafa gefið út sex plötur á jafn mörgum árum og Kalli segir þetta alltaf vera jafn skemmtilegt. „Það er alltaf gaman að taka svona tarnir þar sem maður hitt- ir strákana mikið og við búum eitt- hvað til.“ Glöð í hjarta þrátt fyrir allt Átökin í borgarstjórn hafa verið áberandi. Deilur milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa verið fyrir- ferðarmiklar og reglulega rata frétt- ir af þeim í fjölmiðla. Hann segir þetta oft vera átök. „Ég hef orðið var við það að á þessum opinbera vett- vangi finnst mér oft erfitt að sitja fundi. Ég hef setið fundið borgar- ráðsfundi fyrir luktum dyrum og þar hef ég séð alls konar sem mað- ur er ekkert að segja frá án þess að rjúfa trúnað. Það er öðruvísi að vera á þessum opnu fundum. Maður verður stundum var við það að það er ósanngjörn orðræða í gangi og ég finn fyrir því alveg í borgarstjórn. Það er svona svolítið meira leikhús fáránleikans á þessum opnu fund- um. Þar passar fólk oft betur hvað það segir. Inni á lokuðum fund- um getur fólk meira og minna tal- að frjálst. Í borgarstjórnarsalnum eru samt, þrátt fyrir að fólk sé orð- vart, látnir flakka alveg ótrúlegustu hlutir. Þetta kemur sjaldnast fram í fjölmiðlum. Ég er líka bara ekk- ert viss um að það hlusti margir á þessa fundi. Það eru allavega fáir á pöllunum yfirleitt. Maður situr oft og hlustar á þegar það er verið að tala um hluti þar sem búið er að taka sannleikann og snúa illa upp á hann til að láta okkur líta illa út. En við erum glöð í hjarta.“ Frábært að Hanna Birna njóti trausts Hann segir stemminguna innan minni ráðanna vera betri. „Inni í fagráðunum er rosalega góð sam- staða. Allavega í mínu fagráði, í um- hverfis- og samgönguráði.“ Það eru mörg erfið mál sem borgarstjórn tekur fyrir og hann segir viðbrögðin misjöfn. „Þegar það er verið að tala um hluti eins og í atvinnumálum og þetta er komið út í þessa hápóli- tísku hluti þá verða átökin meiri.“ Fylgi Besta flokksins hefur minnkað samkvæmt skoðana- könnunum. Í síðustu skoðana- könnun á vegum Gallup kom í ljós að meirihluti borgarbúa treystir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, odd- vita Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, best. Aðeins 17 prósent treysta Jóni Gnarr. „Það er auðvelt að gera skoðanakönnun strax eft- ir mjög erfiðar aðgerðir sem vekja ekki miklar vinsældir og láta eins og það gildi heilt yfir en það er bara stikkprufa á ákveðnum tímapunkti. Mér finnst frábært að fólk treysti henni. Það er líka fullt af fólki sem kaus hana og hennar fólk. Það er gott að þau njóti trausts. Maður get- ur ekki sagt annað en flott og fínt.“ Vilja hreinsa til Kalli er viss um að tilgangurinn helgi meðalið. Það er náttúrulega alltaf þannig að það er meira tal- að um það sem er neikvætt. Fólk sendir sjaldnar póst til að hrósa. „Það kemur fyrir en meiri partur- inn af umræðunni fer í gagnrýni, sem er eðlilegt. Stundum á hún rétt á sér en stundum byggir hún ekki á réttum upplýsingum. Mér finnst við alveg vera á réttri braut. Ég held að eftir okkar fjögur ár hérna muni fólk sennilega vera ánægt með það hvernig borgin er. Ekki að það muni endilega þakka okkur. Eftir að við erum búin þá finnst mér líka allt eins líklegt að eitthvað af þeim flokkum sem voru hérna áður komi og taki við. Jafnvel þó að við bjóð- um fram aftur sem er ekkert víst að við gerum þá er ekkert víst að fengj- um mann inn. Það er bara allt í lagi. Ef okkur tekst samt að hreinsa til þá er það bara til hagsbóta fyrir borg- ina. Okkur finnst við þá hafa áorkað einhverju.“ Ætla kaupa íbúð saman Hann lítur björtum augum á fram- tíðina. Næst á dagskrá eru íbúðar- kaup. Hann og Tobba stefna að því að kaupa sér saman íbúð í mið- bænum. „Við erum búin að vera að leita að íbúð í nokkra mánuði núna. Við höfum séð nokkrar góð- ar en erum einhvern veginn ekki al- veg búin að finna draumaeignina. Við höfum fulla trú á að við finnum hana. Við erum bara svona í róleg- heitunum að leita. Við ætluðum að vera flutt niður í miðbæ fyrir sum- arið. Við erum að reyna að finna eitthvað mjög miðsvæðis þar sem er stutt í vinnuna fyrir okkur bæði. Ég er búinn að lesa yfir henni pistil- inn um það hvað það sé umhverf- isvænt, verandi formaður umhverf- is- og samgönguráðs,“ segir Kalli og hlær dátt. Hann segist vera ástfang- inn upp fyrir haus og viðurkennir að Tobba sé stóra ástin í lífi hans. „Já, hún er það.“ viktoria@dv.is „Við erum búin að vera að leita að íbúð í nokkra mánuði. Við höfum séð nokkrar góðar en erum einhvern veginn ekki alveg búin að finna draumaeignina. „ Í nóvember í fyrra þá fékk ég Face­ book­skilaboð frá Jóni þar sem hann sagði mér að við ætluðum að bjóða fram í vor, hvort ég væri memm. Ótrúlega ástfanginn „Stundum gerast hlutirnir bara svona hratt og einhvern veginn þá breytist líf manns bara á einu ári án þess að maður fái nokkuð við það ráðið. Það er bara gaman, bara rússíbani.“ Búinn að finna stóru ástina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.