Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Page 42
42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 24.–26. júní 2011 Helgarblað Skaust í stórmarkað með leigubíl: Erindið var rán Leigubílar eru til ýmissa erinda brúklegir og margir sem kjósa að nýta sér þjónustu leigubílstjóra þegar þarf að skjótast eitthvert og vera snöggur að. Það var sennilega eitthvað á þá leið sem 31 árs karl- maður frá Árósum í Danmörku hugsaði þegar hann tók leigubíl og bað bílstjórann að skutla sér í Kiwi Minipris-stórmarkaðinn á Mølle- vangs Alle í Árósum. Þangað kominn bað viðskipta- vinurinn leigubílstjórann að hinkra við á meðan hann skytist inn rétt sem snöggvast og sinnti erindi sínu. Eins og leigubílstjóra er siður tók hann vel í bónina og beið hinn rólegasti á meðan kúnninn var inni í stórmarkaðnum. Innan skamms birtist farþeginn aftur, settist inn í leigubílinn og gaf upp nýjan áfangastað. Leigubílstjórinn varð forviða þegar lögreglan stöðvaði för þeirra nokkrum mínútum síðar en þrátt fyrir að koma af fjöllum fyrst í stað rann fljótlega upp fyrir honum að farþeginn hafði ekki sinnt því sem myndu kallast hefðbundin inn- kaup á Kiwi Minipris-stórmark- aðnum – ó nei! Þess í stað hafði hann framið rán í stórmarkaðnum og eftir á gert leigubílstjórann samsekan með því að breyta leigubílnum í flóttabíl. Ræninginn hafði eitthvert reiðufé upp úr krafsinu og að sögn starfsmanns Kiwi Minipris hafði ræninginn í hótunum með eitt- hvað sem hann faldi undir peys- unni. Reyndar hafði lögreglan ekki erindi sem erfiði í leit sinni að vopni af einhverju tagi þegar ræninginn var handtekinn í leigu- bílnum skömmu síðar, en leigu- bílstjórinn mun að öllum líkum sleppa við vandræði vegna þessa óvenjulega farþega sem hann fékk á þriðjudagskvöldið. Ekki er nema rétt rúmt ár síðan bankaræningjar reyndu að komast undan í leigubíl eftir að hafa fram- ið rán í Jyske-bankanum á Ama- gerbrogade í kóngsins Kaupin- höfn. Ekki gekk það sem skyldi og þeir höfðu ekki lagt langan veg að baki þegar lögreglan hafði hendur í hári þeirra. Sennilega er best að nýta sér þjónustu leigubíla þegar um hefðbundna ferð frá einum stað til annars er að ræða og láta banka- og búðarrán bara eiga sig. L éopold Dion var kanadískur raðmorðingi sem var upp á sitt besta í Quebec í Kanada á 7. áratug síðustu aldar og fékk viðurnefnið Skrýmslið frá Pont- Rouge. Fyrsta fórnarlamb Léopolds var ung kona frá þorpinu Pont- Rouge í Kanada og naut Léopold aðstoðar bróður síns við árásina. Þeir nauðguðu konunni við járn- brautarteina og stungu hana síðan með hníf og skildu eftir í þeirri full- vissu að hún tórði ekki lengi. Konan lifði af þrátt fyrir áverkana. Léopold snéri sér að ungum drengjum og fyrsti drengurinn sem féll fyrir hendi hans var Guy Luckenuck. Guy var tólf ára og var í Quebec-borg til að sækja píanó- tíma þegar hann varð á vegi Léo- polds. Léopold blekkti Guy með því að þykjast taka ljósmyndir á filmu- lausa myndavél og sagði síðan að hann vildi halda myndatökunum áfram annars staðar. Hann ók með drenginn út fyrir borgina, á afvik- inn stað, þar sem hann kyrkti hann og gróf. Tveir drengir „ljósmyndaðir“ Þann 5. maí 1963 urðu á vegi Léo- polds tveir ungir drengir, Alain Car- rier, sem var átta ára, og Michel Morel, tveimur árum eldri. Léopold notaða sömu aðferð og reynst hafði svo vel við fyrsta morðið; að þykjast taka ljósmyndir. Honum tókst að lokka drengina inn í bíl sinn og ók síðan sem leið lá að niðurníddu húsi í Saint-Ray- mond-de Portneuf. Léopold fór síðan í fangaleik svo hann gæti bundið Alain inni í hús- inu. Að því loknu snéri hann sér að eldri drengnum, Michel, og fór með hann út fyrir þar sem hann fór þess á leit við hann að hann afklæddist. Léopold viðhafði engar vífilengj- ur og kyrkti Michel, fór síðan inn í húsið og kæfði Alain. Myrtur skammt frá gröf Guys Undir lok maí 1963, þann 26. nán- ar tiltekið, féll þrettán ára dreng- ur, Pierre Marquis, fyrir ljósmynd- unarbrellu Léopolds. Skammt frá þeim stað sem geymdi líkams- leifar Guys Luckenuck, sem Léo- pold hafði myrt rúmum mánuði fyrr, bað Léopold drenginn að sitja fyrir án fata. Pierre varð við ósk Léopolds en þegar Léopold gerð- ist ofbeldisfullur snérist Pierre til varnar. En þrettán ára guttinn hafði lít- ið í Léopold að gera og þrátt fyrir hetjulega og örvæntingarfulla bar- áttu endaði hann ævi sína eins og Guy og hinir drengirnir. Þegar þarna var komið sögu var Léopold á skilorði vegna nauðgun- ar á kennslukonu nokkrum árum fyrr og þar af leiðandi ekki alveg óþekkt stærð hjá lögreglunni og daginn eftir morðið á Pierre Mar- quis var Léopold handtekinn. Lýsing lánsams drengs Það sem varð Léopold að falli var lýsing ungs drengs sem flækst hafði í blekkingarvef Léopolds en orð- ið svo lánsamur að sleppa lifandi frá kynnum þeirra. Reyndar var það svo að Léopold hafði ráðist á yfir tuttugu drengi þó aðeins fjórir væru til frásagnar eftir á. Í heilan mánuð þráaðist Léo- pold Dion við á bak við lás og slá, neitaði allri sök eða aðild að morð- unum en að lokum fór þó svo að hann bugaðist og sagði rannsókn- arlögreglunni frá glæpum sínum í smáatriðum. Léopold gerði gott betur því hann fór með lögregluna á þá staði þar sem hann hafði graf- ið drengina. Verjandi Léopolds var reynslu- mikill glæpalögmaður, Guy Bertr- and að nafni, og eins og stundum vill verða fór ekki allt sem skyldi. Málalyktir urðu þær að Léopold var einungis ákærður fyrir eitt morð, morðið á Pierre Marquis, vegna skorts á sönnunum í hinum mál- unum, og 10. apríl 1964 kvað dóm- arinn Gérard Lacroix upp þann dóm að Léopold skyldi hengdur. Síðar var dómnum breytt í lífstíð- arfangelsi og sá dómur gekk eft- ir því 17. nóvember 1972 var Léo- pold stunginn til bana af samfanga, Normand „Arabíu-Lawrence“ Chaampagne. Arabíu-Lawrence var síðar úrskurðaður ósakhæfur sökum geðsýki. n Þóttist vera ljósmyndari til að nálgast fórnarlömbin n Réðst á tuttugu og einn dreng, en myrti fjóra n Var að síðustu aðeins ákærður fyrir morð á einum dreng„En þrettán ára guttinn hafði lítið í Léopold að gera og þrátt fyrir hetjulega og örvænt- ingarfulla baráttu endaði hann ævi sína eins og Guy og hinir drengirnir. SkrýmSlið frá Pont-rouge Skrýmslið frá Pont-Rouge Léopold Dion réðst á 21 dreng, myrti 4 en var sakfelldur fyrir eitt morð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.