Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Síða 44
44 | Fókus 24.–26. júní 2011 Helgarblað
Hvað ertu að gera?
mælir með...
Hljómplata
Ég trúi á þig
„Þessi tilraun
Bubba finnst mér
skemmtileg, að gefa
út sálarplötu, þótt
hún hafi ekki alveg
verið fullkomin.“ -
Birgir Olgeirsson
Hljómplata
Strengur
„Tónlistarinnar á
plötunni má því njóta
á að minnsta kosti tvo
vegu: Með upptökunni af vatnsföllunum
eða án þeirra. Sama hvor leiðin er farin þá er
Strengur veisla fyrir þá sem hafa gaman af
því að hlusta á fallegan og róandi bassaleik
með sérstæðu kryddi.“ - Ingi F. Vilhjálmsson
kvikmynd
Bridesmaids
„Ég hafði heyrt utan að mér að myndin væri
góð en ég gerði mér engan veginn grein fyrir
því hversu góð hún væri.“ - Viktoría
Hermannsdóttir
bók
Sláttur
„Sláttur er frambæri-
legt og fínlega skrifað
verk.“ - Kristjana
Guðbrandsdóttir
mælir ekki með...
bók
Rosabaugur
yfir Íslandi
„Myndin sem Björn
dregur upp af Baugs-
málinu er ansi skökk
og skæld.“ - Ingi F.
Vilhjálmsson
anna kristín pálsdóttir fréttamaður:
Hvaða tímarit lestu helst? „Tímarit les
ég lítið en þeim mun meira les ég dagblöðin.
Föstudagar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér
þar sem þá fæ ég Fréttablaðið, DV, Moggann
og Fréttatímann inn um lúguna heima.
Þá get ég gleymt mér yfir ýmsum greinum
og umfjöllunum sem ég finn á netinu
klukkustundum saman.“
Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna?
„Þessa stundina eiga Bítlarnir hug minn all-
an, þar sem ég er að hita upp fyrir ferð til New
York á tónleika með Paul McCartney. Annars
hlusta ég mest á íslenskar dægurperlur,
Magga Eiríks og Hauk Morthens, sem og
taktfastari tónlist þegar ég fer út að hlaupa.
Þá verða stöllurnar Robyn og Rihanna oft
fyrir valinu. Gott stöff í bland.“
Hvert ferðu út að borða ef þú mátt
ráða? „Vegamót eru í sérstöku uppáhaldi
hjá fjölskyldunni. Borða þar minnst einu sinni
í viku og þá oftast pítsusamlokuna sem er
það besta sem ég fæ. Sushi er síðan ofarlega
á óskalistanum þegar ég fæ að ráða.“
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
„Fram undan er kærkomið helgarfrí. Ég ætla
vonandi að sóla mig og njóta veðurblíðunnar
í sundi og á hlaupum um Elliðaárdalinn.
Síðan er á dagskrá sérstakt útflutningspartí
hjá vinum mínum sem eru að flytja úr Hlíð-
unum og vilja kveðja hverfið með viðeigandi
hætti. Ef ég þekki þann hóp rétt verður
dansað og sungið fram eftir nóttu.“
Með Bítlana
á heilanum
Þ
etta er hugmynd sem ég
fékk þegar ég las smásögu
eftir Svövu Jakobsdóttur.
Veruleikinn sem hún bjó
við þá speglar svolítið þann
veruleika sem við búum við í dag,“
segir kvikmyndagerðarkonan Vera
Sölvadóttir um kvikmyndina sem
hún vinnur að því að fá styrki fyrir.
Hún skrifar sjálf handritið en
byggir eins og áður segir á smásögu
Svövu. „Þetta er svona eftir-hruns-
dæmi þar sem fólk er búið að byggja
einhvern veginn brjálæðislega
fína veggi í kringum sig en er síðan
óhamingjusamt innan veggjanna.
Það hefur svo ótrúlega margt breyst
hér á stuttum tíma. Til dæmis fólk
sem maður hélt að myndi aldrei
missa vinnuna er búið að
missa vinnuna og veit ein-
hvern veginn ekkert alveg
hvað það á að gera.“
lærði í Frakklandi
Vera lærði kvikmyndagerð
í Frakklandi. Þangað flutti
hún 12 ára gömul með
mömmu sinni sem fór út
til að vinna við útflutning á
saltfiski.
„Ég var þar þangað til
ég fór heim til Íslands í
menntaskóla. Ég bjó í pínu-
litlu krummaskuði þar sem
var rosalega lítið af dóti. Þar
var eiginlega ekkert, einn
banki, bar og pósthús, alveg
pínulítið. Ég bjó þar í þessi
þrjú ár og kom svo heim. Ég
fór síðan aftur út og fór þá í
háskóla.“ Þá tók hún BA-próf
í leikhús- og kvikmynda-
fræði, master í kvikmynda-
fræði og svo annan master í
praktískri kvikmyndagerð og
útskrifaðist sem leikstjóri og hand-
ritshöfundur. „Ég tók þetta allt bara í
einum slurk og var þá bara búin með
þetta,“ segir Vera brosandi.
Hún hefur haft í nógu að snú-
ast síðan hún sneri heim frá Frakk-
landi. Hún hefur verið að reyna fyr-
ir sér í kvikmyndagerð, gert nokkrar
stuttmyndir og heimildarmynd. Hún
hefur einnig kennt kvikmyndagerð
við Kvikmyndaskóla Íslands auk þess
sem hún leiðbeinir ferðamönnum á
sumrin. Einnig er hún í stjórn WIFT
á Íslandi, Women in Film and Televi-
sion, og er söngkona í hljómsveitinni
BB & Blake.
töffari og strákastelpa
Vera er töffari og óhrædd við að segja
sína skoðun. Hún þvertekur fyrir að
vera strákastelpa, hún sé bara hún
sjálf. „Stelpur geta alveg verið svona.
Ég var kölluð strákastelpa þegar ég
var lítil því ég gerði hluti sem strák-
ar eiga venjulega að vera að gera. Það
eru hlutir sem ég held að samfélagið
búi til. Ég held að einstaklingar fæð-
ist „neutral“ en séu svo bara búnir
til, mótaðir af samfélaginu. En mér
finnst líka rosa gaman að klæða mig
í stelpuföt. Það er hegðun sem hefur
áunnist því ég var ekki svoleiðis,“ seg-
ir hún.
Sem söngkona finnst henni gam-
an að koma fram í hinum ýmsu gerv-
um. „Við reynum að klæða okkur upp
og hafa þetta svolítið skemmtilegt.
Það hjálpar líka mér sjálfri í að „per-
forma“. Með Veru í hljómsveitinni er
leikarinn Magnús Jónsson. Samstarf
þeirra byrjaði fyrir nokkrum árum í
París. Þá bjó hún í París en hann var
á Íslandi. „Við kynntumst þegar ég
var að gera útskriftarmyndina mína.
Ég fékk hann til að gera tónlist fyrir
mig gegn því að ég syngi fyrir hann
lag sem hann var að gera á frönsku.
Við gáfum út plötu í fyrra sem heit-
ir það sama og hljómsveitin, BB &
Blake. Síðan höfum við unnið
rosalega lítið saman fyrr en núna en
við vorum að gefa út nýtt lag. Lagið
heitir Good or Bad.“
Vera vinnur núna að tónlistar-
myndbandi við lagið.
konur í fáum tilvikum
leikstjórar
Hún sinnir kvikmynda-
gerðinni af ástríðu en
hvernig er að vera kona í
kvikmyndagerð á Íslandi?
„Ef ég tala út frá sjálfri
mér þá hef ég allavega
ekki enn fundið fyr-
ir neinni mismunun gagnvart mér.
En tölurnar hins vegar segja ýmis-
legt. Það eru ekkert rosalega margar
myndir í fullri lengd sem leikstýrt er
af konum, margar eru þó framleidd-
ar af konum,“ segir Vera og veltir fyr-
ir sér hver ástæðan sé. „Konur eru
framleiðendur, þær eru alveg inni
í bransanum en lítið sem leikstjór-
ar. Við hjá WIFT erum að rannsaka
hverjar orsakirnar eru í sambandi við
þetta því það virðist vera að þær séu
alveg að sækja um styrki og svona en
það er svo einhver staður þarna þar
sem þær detta út. Hvort það er hjá
framleiðendum eða hvar vitum við
ekki. Við erum að reyna að finna út
leiðir til að geta fjármagnað svona
rannsóknir. Konur eru allavega ekki
að skila sér í leikstjórastólinn sem er
mjög leiðinlegt. Þetta er svona í öll-
um heiminum.“
vandamálið liggur í uppeldinu
Hún segir að vandinn gæti legið í
barnæskunni og uppeldinu. „Þetta
er líka spurning um það að vand-
inn byrjar miklu fyrr en þegar mað-
ur er kominn út í bransann. Vandinn
er að það er byrjað að móta okkur
miklu fyrr, bara strax þegar við kom-
um í skóla eða jafnvel enn fyrr. Það er
búið til sérstakt „gender“ fyrir okkur.
Að við eigum að haga okkur svona.
Það þarf að taka á því fyrr að þessi
mýta um stelpur eigi að vera þægar
og góðar og vera hljóðar og svona.
Konur skila sér ekki
í leikstjórastólinn
Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan vera Sölvadóttir stefnir að því að gera sína
fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Hún tók nýlega að sér nýtt hlutverk en í vetur verður
hún þáttastjórnandi á RÚV. Þar mun hún fjalla um kvikmyndir í nýjum menningar-
þætti sem Þórhallur Gunnarsson stjórnar. Vera berst fyrir bættri stöðu kvenna í
kvikmyndaheiminum og segir kvikmyndabransann á Íslandi vera í slæmum málum.„Ég var kölluð
strákastelpa þegar
ég var lítil því ég gerði
hluti sem strákar eiga
venulega að vera að gera.
Það eru hlutir sem ég
held að samfélagið búi til.
með mörg járn í eldinum Vera hefur kennt
kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands auk þess
sem hún leiðbeinir ferðamönnum á sumrin. Þá er hún í
stjórn Women in Film and Television, WIFT, á Íslandi, er
söngkona í hljómsveitinni BB & Blake, þáttastjórnandi
á RÚV og lærir nú að aka mótorhjóli.
myndir SiGtryGGur ari„Geena Davis gerði
rannsókn þar sem
kom í ljós að stelpur hætta
að skrifa á einhverjum vissum
tímapunkti og detta einhvern
veginn út. Kannski er það á
þeim tímapunkti sem þær
byrja að mála sig og pæla í
útlitinu, ég veit það ekki. Allur
þessi tími er í raun tapaður
tími fyrir venjulega stelpu í
svona skapandi störfum.