Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 46
46 | Lífsstíll 24.–26. júní 2011 Helgarblað Austurlenskir mittislindar Nýjasta sumaræðið er mittisbelti í anda japönsku geisjanna. Beltin voru áberandi á tískusýningapöllunum þegar kynnt var sumartískan fyrir árið 2011. Beltin koma í alls kyns útfærslum, allt frá því að vera í mörgum lögum til hefðbundnari og einfaldari belta. Beltin gera heilmikið fyrir heildarútlitið og geta gefið gömlum flíkum nýtt líf. „Gefandi að gleðja fólk með köku“ Á sumrin fá þeir sem eru sagðir hafa græna fingur að njóta sín í garðræktinni. Þá er tilvalið að lakka neglurnar líka grænar enda sumarlegt og þykir hámóðins um þessar mundir. Allt er vænt sem vel er grænt. Grænar neglur Friðrika Geirsdóttir, eða Rikka eins og fólk þekkir hana, lærði matargerð í hinum virta Le Cordon Bleu mat- reiðsluskóla í London og hefur síðan þá kynnt matargerð af ýmsum toga fyrir Íslendingum. Hún fór aftur til London fyrir nokkru og sótti nám- skeið hjá samnemanda sínum og vinkonu, Peggy Porschen, sem er einn þekktasti kökugerðarmaður landsins. „Ég fór á námskeið hjá henni til að læra gerð „cupcakes“ sem ég hef reynt að venja landann á að kalla bollakökur,“ segir Rikka. „Ég heillaðist af bollakökunum, þær eru bragðgóðar og fallegar og þær krefjast þess að ég nota sköpunar- kraftinn sem er eitthvað sem mér finnst nauðsynlegt. Ég held að það hafi allir gott og gaman af því að gera bollakökur.“ Bók sem á að gleðja augu og maga Í bók Rikku er að finna fjölda upp- skrifta og leiðbeininga sem fólk getur unnið út frá. Rikku fannst tilvalið að gefa út slíka bók um mitt sumar. „Sumir spyrja mig hvers vegna ég sé að gefa út bók núna en mér fannst þetta vera skemmtileg sumarbók og við hæfi að gefa hana út núna en ekki í bókaflóði í desember. Mér líður auk þess vel að hugsa út fyrir kassann og synda á móti straumnum,“ segir hún og hlær. „Þetta er bók sem á að gleðja bæði augu og maga.“ Gefandi starf Það hefur verið nóg að gera hjá Rikku allt árið því bollakökurnar hafa verið vinsælar. „Ég er að baka fyrir sumar- brúðkaupin og sumarveislurnar og sem betur fer finnst mér þetta svo skemmtilegt að ég gleymi mér í þessu. Það gleður alltaf fólk að fá köku, þetta er gefandi starf.“ Í nýútkominni bók gefur hún upp- skriftir að alls konar bollakökum og kremi. Vanillukökur og súkkulaði- og rommbollakökur eru í uppáhaldi hjá Rikku. „Mér finnst vanillukökurnar alltaf mjög klassískar og þær uppfylla þessa sætindaþörf sem ég hef. En svo finnst mér líka mjög góðar bollakökur með súkkulaði og rommi.“ Rikka gefur lesendum uppskriftir að bollakökum. Þar á meðal girnilega uppskrift að kókosbollakökum með bounty-kremi sem lesendur geta spreytt sig á. Bollakökur með kókosmjólk og Bounty fyrir 12 manns 270 g sykur 150 g smjör 2 egg 240 g hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 50 ml kókosmjólk 1 1/2 tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 170 gráður. Hrærið saman sykur og smjör þar til bland- an verður ljós og létt. Bætið einu eggi í senn út í og hrærið stuttlega á milli. Blandið þurrefnunum saman við ásamt kókosmjólkinni og vanilludrop- unum. Sprautið deiginu jafnt í formin og bakið kökurnar í 16–18 mínútur. Bounty-krem 110 gr smjör, mjúkt 450 g flórsykur 60 ml mjólk 60 g Bounty-súkkulaði, saxað og brætt Hrærið smjör og vanilludropa vel saman og bætið flórsykri og mjólk saman út í og hrærið þar til blandan er jöfn og slétt. Sprautið kreminu á kökurnar. Nóg að gera í sumar Rikka kemst varla í sumarfrí því annirnar í bakstrinum eru svo miklar. Súkkulaðikökur 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjör 2 egg 260 g hveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 40 g kakó 200 ml mjólk Hitið ofninn í 170 gráður. Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið. Blandið þurr- efnunum saman og hrærið saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni. Sprautið deiginu jafnt í formin og bakið í 16-18 mínútur. Súkkulaðikrem 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smör, brætt 1 tsk vanilludropar 1 1/2 msk sterkt kaffi 3 msk romm 1 msk mjólk 1/2 tsk salt Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropum, kaffi og salti. Sprautið kreminu á kökurnar. Kókos- og bounty- bollakaka Nýútkomin bók Rikku Súkkulaði- og rommbollakaka Sólbrenndar tær Konur ættu að vara sig á því að vera mikið í sandölum í sól. Annars er hætta á því að fæturnir verði jafnævintýralega mynstraðir og á myndinni hér að ofan. Ráð við þessu er að bera sterka sólarvörn á fæturna og skipta reglulega um skó. Fjölbreytni Beltin koma í alls kyns útfærslum. Geisja Hér má sjá mittisbelti með japönskum brag. Haustlína H&M Haustlína H&M hefur litið dagsins ljós og hún kemur skemmtilega á óvart. Litað rúskinn, látlausar káp- ur með loðfeldi, leðurpils, mynstr- aðir skyrtukjólar, leðurstuttbuxur og prjónaðar peysur í anda sjöunda áratugarins eru áberandi. Áherslurn- ar minna svolítið á fatnað frá franska merkinu APC. Litirnir eru flösku- grænn, rauður og dökkblár. Falleg móhárpeysa Rauðir rúskinnsskór Mynstraður skyrtukjóll Friðrika Hjördís Geirs- dóttir, eða Rikka eins og flestir kalla hana, hefur haldið fjölda vinsælla nám- skeiða í listinni að baka og skreyta bollakökur. Nú hefur hún gefið út bók og sýnir í henni hvernig má skreyta bollakökurnar þannig að þær henti við alls kyns tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.