Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 48
48 | Lífsstíll 24.–26. júní 2011 Helgarblað Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Olsen höndla hamingjuna á hverjum degi. Fyrir þeim er hún falin í hversdagsleikanum og sátt við sig sjálf og tilveruna. Ásdís hóf leitina að hamingjunni eftir að hafa fengið alvarleg kvíðaköst sem röskuðu lífi hennar og Karl tók þátt í leitinni. Líf þeirra hefur ekki verið átaka- laust og þau eru reynslunni ríkari. Karl Ágúst og Ás- dís hittu Kristjönu Guðbrandsdóttur og sögðu henni frá því hvernig allir geta orðið hamingjusamir. Á sdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson fögnuðu 20 ára brúðkaupsaf- mæli nýlega. Ásdís hefur í vetur stjórnað þáttunum Hamingjan sanna á Stöð 2 og lagt stund á jákvæða sálfræði undanfarin ár, auk þess sem hún er kennari í hugrænni atferlismeð- ferð og núvitund frá Bangor-háskóla. Karl hefur um árabil verið einn ástsæl- asti leikari, skáld, þýðandi og listamað- ur þjóðarinnar. Karl þýddi bækurnar Meiri hamingja og Enn meiri hamingja og saman stunda þau hjónin mikla hamingjurækt enda trúa þau því að all- ir geti orðið hamingjusamir. Karl Ágúst tekur á móti blaða- manni á heimili þeirra hjóna í Garða- bæ. „Það er smá partí hérna,“ segir hann með tusku í annarri hendi. „Ég er að taka til,“ útskýrir hann. Á bak við hann hlaupa krakkar eftir ganginum og skríkja hátt. Dóttir Karls og Ásdísar leikur í uppfærslu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og þau hjónin buðu krökkunum í verkinu í grillpartí eftir nýafstaðna æfingalotu. „Þetta eru þrjátíu krakkar,“ segir Karl og vísar mér inn í eldhús. Hann fer um stofuna og eldhúsið og tekur upp umbúðir af gos- flöskum, tómatsósuflöskur og servíett- ur á þó nokkrum hraða. Honum finnst lítið mál að halda svona partí. „Það er bara gaman að þessu,“ segir hann með fullar hendur af rusli. Stórt heimili og eilíft fjöl- skylduprógramm Karl og Ásdís reka stórt heimili og eiga samtals fimm börn. Ásdís á tvær stúlk- ur og Karl á einn son frá fyrra sam- bandi og saman eiga þau svo tvær stúlkur. Elsta barnið er 30 ára og það yngsta 7 ára. „Þetta heldur manni ungum,“ segir Karl. „Þetta er svolít- ið fyndið. Við erum alltaf í þessu fjöl- skylduprógrammi sem endurtekur sig því það má ekki svíkja neinn. Við höf- um til dæmis farið alltof oft í Disney World,“ segir hann og hlær. „Og við erum enn að fara í tjaldútilegur og húsdýragarðinn. Það verða öll börn- in að fá að upplifa þetta,“ segir hann meðan hann strýkur mylsnu af eld- húsborðinu. Ásdís kemur í þessu inn úr dyr- unum, hún var í golfi. Hún kemur inn og smellir á hann kossi. „Hún er for- fallin golfáhugakona,“ segir Karl sem segist eitthvað vera að reyna að koma sér í sportið. Karl er einmitt að ljúka við að ganga frá en hún kemur honum samt til aðstoðar. Greinilega þrautvant teymi. Byltingarkennd fræði Ásdís kennir lífsleikni á menntavís- indasviði Háskóla íslands og fór þess vegna að kynna sér jákvæða sálfræði. „Jákvæð sálfræði er ný hugmyndar- fæði þar sem athygli er beint að því sem virkar og að þeim sem gengur vel og eru hamingjusamir og heilbrigð- ir. Við tölum um að jákvæð sálfræði kynni heilbrigðismódelið, en sjúk- dómsmódelið er svo fyrirferðarmik- ið í okkar samfélagi þar sem athyglin beinist að veikleikum, vandamálum og því sem aflaga fer. Þegar sjúkdóms- módelið er annars vegar fær vanmátt- ur, vonbrigði og sektarkennd byr undir báða vængi. Það sýnir sig að það gef- ur svo miklu betri að gefa gaum að því sem gengur vel og styðja við styrkleika, sjálfstraust og heilbrigði.“ Fólk skilgreinir sig út frá veik- leikum frekar en styrkleikum Ásdís segir fræðin vera byltingarkennd vegna þess að einstaklingar og vest- ræn samfélög hafa lengst af beint at- hylginni að vandamálum og því sem betur má fara sbr. sjúkdómsmódel- ið. „Ég tek betur eftir þessari tilhneig- ingu eftir að ég áttaði mig á að þetta er ekki lögmál og það má snúa dæm- inu við. Við tölum um mígreni, gigt, athyglisbrest, meðvirkni, lesblindu, hjónbandsörðugleika, unglingaveiki og miðaldra krísu en ekki um allt sem er í lagi í lífi okkar og tilveru. Það er svo margt í lagi og svo margt til að gleðj- ast yfir. Kynþroskinn er til dæmis stór- kostlegt tímabil í lífi unglinga þar sem þeir eru að taka út mikinn þroska og öðlast nýja vitsmunalega hæfni, eign- ast magnað tilfinningalíf og aukinn kjark til að æfa sjálfstæði sitt og vilja. Er ekki góð ástæða til að orða það og fagna hástöfum? Það sýnir sig í rann- sóknum að við stuðlum að heilbrigði með því að beina athyglinni að styrk- leika, þroska og heilbrigði og veita því meiri athygli og orku.“ Að lenda í pyttnum „Ég er sjálf föst í þessu líkani eins og flestir aðrir. Við fáum nefnilega enga góðvild fyrir að bera okkur vel. Þeir sem bera sig vel eru litnir hornauga og þurfa að flytjast til útlanda og hasla sér völl þar eins og dæmin sanna, segir Ásdís og flissar. Mér dettur strax í hug heilmargt neikvætt að segja um sjálfa mig. Ég lenti í því núna uppi á golf- velli. Ég sagði við mágkonu mína sem ég var að leika með: Oh, þarna er pytt- urinn sem ég lendi alltaf ofan í. Það næsta sem gerðist var að ég fór beint ofan í pyttinn,“ segir Ásdís. „Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar við fókuserum bara á vandamálin. Þá höf- um við tilhneigingu til þess að halda okkur þar. Í pyttinum! Úff, en ég skal reyna að lýsa mér,“ segir hún og tekur sér umhugsunar- frest. „Það er frumkvæði og drifkraftur sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir hún loks. „Ég held ég sé líka mjög lífsglöð, orkumikil og leitandi. Ég lít á það sem kost. Ég er líka alltaf tilbúin að leitast við að bæta mig og þroskast,“ segir hún og brosir og varpar öndinni léttar. Fáum samúð og athygli út á vandamál En hvers vegna er þetta svona erfitt? „Kannski er það vegna þess að samfélagið umbunar okkur fyrir að skilgreina okkur eftir sjúkdómsmód- elinu,“ segir Ásdís. „Við fáum sam- úð, góðvild og athygli, við fáum jafn- vel fyrirgreiðslu og alls konar umbun út á vandamálin en ekki út á það að við séum að standa okkur vel eða að við séum með hlutina í lagi. Þeir sem hugsa vel um sig, hreyfa sig og borða hollt á eigin kostnað og takmarka laun sín við skynsamlegan vinnutíma fá enga fyrirgreiðslu en þeir sem vinna yfir sig og fara illa með heilsu sína fá sjúkrafrí og heilsuhjálp á kostnað hinna. Þannig að ég held að það sé mjög skýrt hvernig kerfið afvegaleiðir okkur að þessu leyti.“ Að læra af þeim sem gengur vel Jákvæð sálfræði bauð upp á nýja sýn sem heillaði Ásdísi og Karl. „Ég hafði ekki áttað mig á því að sálfræðin fjallar um sjúkdóma og vandamál fyrr en ég uppgötvaði jákvæða sálfræði sem leggur áherslu á heilbrigði,“ útskýrir Ásdís. „Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem miðar að því að bæta líf og líð- an venjulegs fólks í daglegu lífi. Hún er yfirleitt skilgreind sem vísindaleg fræði um mannlega möguleika og há- marksvirkni mannsins. Það var Mart- in Seligman forseti bandarísku sál- fræðingasamtakanna sem formlega gerði jákvæða sálfræði að vísindagrein en áður höfðu sálfræðingar spurt sig: Hvernig væri að fara að gera rann- sóknir á fólki sem gengur vel? Hvað gerir þetta fólk? Hvað á það sameig- inlegt? Eigum við að skoða hvað við getum lært af þessu fólki og jafnvel að færa áhersluna þangað í stað þess að Hamingjan sanna Í þáttunum Hamingjan sanna á Stöð 2 var gerð jákvæð sálfræði- og hamingjurannsókn. Fylgst var með átta venjulegum Íslendingum freista þess að auka hamingju sína á forsendum jákvæðrar sálfræði. Nú eru niðurstöðurnar ljósar og sýna þær merkilega mikla hamingjuaukningu þátttakenda. Þátttakendur tóku Dieners-hamingju- prófið fyrir og eftir námskeiðið, en það er eitt áreiðanlegasta hamingjupróf sem völ er á. Í byrjun voru þátttakendur í hópi 21% óhamingjusömustu manna í heiminum en í lokin voru þeir orðnir hamingjusamari en 83% mannkyns og eru nú í hópi 17% þeirra hamingjusöm- ustu í heiminum. UppgötvUðU hamingjUna „Ég fékk svo alvar- leg kvíðaköst að ég hringdi á sjúkrabíl. Ég hélt að ég væri að deyja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.