Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 50
50 | Lífsstíll 24.–26. júní 2011 Helgarblað U m áramótin hóf göngu sína í annað sinn verkefni sem Ferðafélag Íslands kallar Eitt fjall á viku, eða 52 fjöll á ári. Verkefnið fékk ákaflega góðar móttökur árið 2010 og um þessi ára- mót varð ekkert lát á. Frá áramótum hafa ríflega 100 manns gengið á fjöll í hverri viku og þjálfað líkama sinn og sál til þess að gera heilbrigða útivist að lífs- stíl sínum. Umsjón með verkefninu hefur verið í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, eiginkonu hans. Hjónin Þórður Marelsson og Fríð- ur Halldórsdóttir ásamt Hjalta Björns- syni hafa einnig verið fastir fararstjórar í göngum hópsins. Í verkefni eins og þessu fá þátttak- endur það aðhald sem skipulögð dag- skrá á heilu ári veitir. Þeir fá að kynn- ast eigin getu og upplifun í fjallgöngum við alls konar aðstæður og þekkja bæði sjálfa sig og íslenska náttúru betur eftir þau nánu kynni. Af ferðafélögum sínum og reynslu fararstjóra fræðast þátttak- endur um búnað í gönguferðum, nesti, þjálfun og afla sér gegnum reynslu margvís legrar þekkingar sem nýtist vel í alhliða útivist. Þannig má vel halda því fram að þátt- taka í verkefni eins og þessu sé afbragðs leið til þess að hefja þátttöku í fjallgöngum og útivist eða endurvekja fjallagarpinn í sér sem ef til vill hefur legið í dvala um hríð. Síðast en ekki síst sannast í hópverkefnum eins og þessum að maður er manns gaman. Fátt bindur sálir manna betur saman en að ganga saman á fjöll í öllum þeim margbrotnu veðrum og vindum sem duttlungar náttúr- unnar úthluta göngugörpum hverju sinni. Hópurinn er ákaflega litríkur og skemmtileg- ur þverskurður af samfélaginu og þarna koma saman menn og konur með fjölbreytta reynslu og sérþekkingu í sínu farteski. En á fjöllum eru allir jafnir frammi fyrir verkefnum dagsins og allir leggja sitt af mörkum til þess að gera hverja gönguferð að ævintýri. Fagnað í Þórsmörk Um þarsíðustu helgi fór þessi stóri hópur Ferðafélags Íslands í Þórsmörk til þess að safna fjöllum. Ferðast var með langferðabifreiðum til þess að upplifa þá einstöku stemningu sem skapast þegar stór hópur er saman á ferð. Í morgunljómann var lagt af stað og mátti sjá bros eftirvæntingar og tilhlökkunar á hverjum vanga. Ferðafélagið hefur haft bækistöð í Skag- fjörðsskála í Langadal frá 1954 og þaðan hlykkj- aðist langur ormur 100 göngumanna kl. 11.00 á sunnudag og þræddi Slyppugil og Tindfjallagil áleiðis inn á Rjúpnafell. Skógurinn á Þórsmörk er sprunginn út og ilmar af sama þunga og þegar Steinfinnur Reyrketilsson nam þar land í boði Ásbjarnar bróður síns bónda á Einhyrn- ingsflötum. Hópurinn hrósaði sigri á Rjúpnafellinu og naut frábærs útsýnis yfir lendur Þórsmerkur og menn glöggvuðu sig á fjallatindum Fjallabaks og Emstra sem lágu eins og útbreitt landakort fyrir fótum göngumanna. Þaðan var svo haldið til baka að austurenda Tindfjalla í Þórsmörk sem alls ekki má rugla saman við hin tignar- legu Tindfjöll sem standa föstum fótum norðan Markarfljóts. Göngumenn rifu sig upp á tinda þeirra og fóru sem hind væri eftir eggjum en svo stystu leið niður á Stangarháls og ultu ölv- aðir af birkiilm niður á Krossáraura við Stóra- enda. krossá Þrengir að Nokkuð þrengdi að göngumönnum á leiðinni út í Langadal á ný því Krossá liggur að þessu sinni þétt við hlíðina og máttu menn þræða fá- farna skógarstíga til að komast leiðar sinnar og bæta við sig nokkrum hæðarmetrum. Rétt um kvöldmat komu þreyttir en sælir göngugarpar í Langadal eftir nærri 16 kílómetra göngu um tvo tinda og náðu samtals 1.199 metra hækkun. Um kvöldið var svo sögustund á kvöldvöku í skála og söngur fyrir svefninn. goðalandið Heillar Daginn eftir tóku menn saman sitt púss og kvöddu Langadal. Rútur fluttu flokkinn yfir að Básum þar sem Útivist hefur sínar bækistöðvar. Þaðan var gengið á hinn snarbratta Útigöngu- höfða sem gnæfir yfir kjarrivöxnum dalverp- um Básanna. Uppi á höfðanum sást vel til hins rjúkandi Goðahrauns sem rann úr Magna á Móða á Fimmvörðuhálsi en hvel Eyjafjallajök- uls til skiptis hvít af nýsnævi eða móleit af ösku úr Grímsvötnum böðuðu sig í himinblámans fagurtærri lind. Af Útigönguhöfða stormuðu menn og konur yfir á Réttarfellið og þræddu þar hina tæpu stíga þess yfir fjallið og ofan að Álfakirkju þar sem rúturnar biðu. Þetta er feiknalega skemmtileg gönguleið sem hlykkjast eftir fjallseggjum með frábæru útsýni yfir Hvannárgilið og hina fjöl- breyttu höfða og hausa sem einkenna vindsorf- ið móbergslandslagið á Goðalandi og á Þórs- mörk. minnst við Jónas á dímon Síðasta verkefni helgarinnar og fimmta fjall- gangan var að ganga á Stóru-Dímon á Markar- fljótsaurum. Þótt fjallið láti ef til vill ekki mikið yfir sér þá rís það 120 metra yfir umhverfið og alls 178 metra yfir sjó. Fágætt útsýni er af Dímoni yfir sögusvið Njálssögu og sjónarsvið Jónasar Hallgrímssonar þegar hann yrkir sitt frægasta kvæði Gunnarshólma. Uppi á Dímoni kom Páll Ásgeir ferðafélögum sínum svolítið á óvart með því að fara með Gunnarshólma utan bókar. Þótti mörgum sem þarna væri fundinn eini rétti staðurinn til þess að flytja kveðskap þennan því af Dímoni sést til allra staða sem nefndir eru í kvæðinu og er þar hinn eiginlegi hólmi með talinn. HálFnaður Hópur Með þessum leiðangri náði 52 fjalla hópur Ferðafélags Íslands þeim merka áfanga að verk- efnið er hálfnað og rúmlega þó því Dímon telst vera fjall númer 27 á árinu. Þrjú fjöll til viðbótar verða lögð að fótum áður en hópurinn tekur sér sumarfrí en hefst svo handa og fóta á ný um miðjan ágúst. Verkefninu lýkur svo væntanlega á gamlársdag með kakódrykkju og hamingju- óskum. Svo kveðjast allir með tárum og nýtt ár hefst. páll ásgeir ásgeirsson Útivist 52 fjöll á ári n Áfanga í verkefni Ferðafélags Íslands fagnað í Þórsmörk í jafnvægi Þórður Marelsson fararstjóri FÍ í góðu jafn- vægi á tindi Rjúpnafells. Tindfjöll í baksýn. í morgunsól Garpar Ferðafélags Íslands á leið að Rjúpnafelli í morgunsól um hvítasunnu. 100 þátttakendur Tæplega 100 glaðir þátttakendur í 52 fjalla verk- efni Ferðafélags Íslands hnappast saman á Rjúpnafelli í Þórsmörk. réttarfell Göngumaður á leið á Útigönguhöfða fyrir ofan Bása. Réttarfell í baksýn. egg tindfjalla Göngumenn feta sig eftir eggjum Tindfjalla í Þórsmörk við Stóraenda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.