Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Qupperneq 54
Aðeins er rúm vika í að flautað verði til leiks í opnunarleik Suður-Amer- íkukeppninnar í knattspyrnu, Copa America, einnar mestu knattspyrnu- veislu heims. Keppnin er að þessu sinni haldin í Argentínu og eru lang- flestir á því að heimamenn, með alla sína galdramenn innanborðs, muni standa uppi sem sigurvegarar. Það er ljóst að pressan á Sergio Batista, þjálf- ara argentínska liðsins, er mikil því 18 ár eru frá því að Argentínumenn unnu síðast. Þá lögðu þeir Mexíkóa í úrslita- leik í Ekvador árið 1993, 2–1. Brasil- íumenn þykja einnig sigurstranglegir en veðbankar eru á einu máli um að Argentínumenn séu með betri hóp en Brasilíumenn, þrátt fyrir að þeir síðar- nefndu hafi unnið keppnina fjórum sinnum í síðustu fimm tilraunum. Skynjar pressuna Batista virðist skynja pressuna því hann lýsti því í viðtali fyrir skömmu að liðið myndi aðeins taka eitt skref í einu. Fyrst þyrfti að klára riðlakeppn- ina en Argentínumenn eru í riðli með Bólivíu, Kostaríka og Kólumbíu. „Helsti keppinautur okkar um efsta sætið í riðlinum verður Kólumbía. Við vitum hvernig þeir spila og þeir verða mjög erfiðir fyrir okkur,“ sagði Batista og benti á Radamel Falcao, marka- maskínu Porto, sem þeirra hættuleg- asta mann. Miðað við leikmannahóp Argentínu ætti Batista ekki að hafa miklar áhyggjur af sóknarleiknum; Lionel Messi, Carlos Tevez, Gonzalo Higuain, Angel di Maria, Diego Milito og Sergio Aguero eru allir í hópnum. Varnarleikurinn er hins vegar meira áhyggjuefni eins og Argentínumenn komust að raun um á HM í Suður-Afr- íku síðasta sumar. Brassar líklegir Brasilíumenn hafa oft verið með sterkari leikmannahóp en í dag en þrátt fyrir það munu þeir berjast við Argen tínumenn um sigur í mótinu. Mano Menezes, þjálfari Brasilíu, hef- ur verið gagnrýndur fyrir liðsval sitt fyrir mótið og virðist mórallinn í bras- ilíska hópnum oft hafa verið betri. Marcelo, leikmaður Real Madrid, var skilinn eftir heima vegna agavanda- mála og þá bað hinn margreyndi Kaka um frí til að jafna sig betur af meiðslum sem hafa plagað hann í vetur. Menezes virðist hafa litla þol- inmæði fyrir prímadonnu stælum í brasilíska hópnum ef marka má við- tal við hann fyrir skemmstu: „Fyrir mig og alla Brasilíumenn er fótbolt- inn það mikilvægasta. Við höfum farið í gegnum erfitt tímabil þar sem leikmenn hafa forðast að spila fyrir landsliðið. Það verður ekki liðið. Ef ég myndi láta það viðgangast myndi það ekki enda vel.“ 54 | Sport 24.–26. júní 2011 Helgarblað Stjörnur munu fæðaSt n Aðeins vika í Copa America n Flestir spá Argentínu sigri en Brasilíumenn eru líklegir n Útsendarar stærstu liða heims munu fylgjast spenntir með framtíðarstjörnum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is neymar Aldur: 19 ára. Land: Brasilía. Staða: Framherji. Félagslið: Santos n Sparkspekingar hafa keppst við að lofa þennan gríðarlega efnilega fram­ herja sem leikur enn í heimalandinu. Neymar á fimm landsleiki að baki með Brasilíu og hefur skorað í þeim þrjú mörk. Stórlið um alla Evrópu munu fylgjast vel með leikmanninum á mótinu en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Chelsea, Real Madrid og nokkur félög á Ítalíu. Neymar er ekki hár í loftinu, 175 sentímetrar, en þykir gríðarlega útsjónarsamur, fljótur og teknískur leikmaður. Hefur skorað 27 mörk í 64 leikjum með Santos. javier Pastore Aldur: 22 ára. Land: Argentína. Staða: Sókn­ djarfur miðjumaður. Félagslið: Palermo n Javier Pastore þykir með þeim efnilegri sem komið hafa fram á sjónarsviðið í Argentínu á undanförnum árum. Þessi hávaxni miðjumaður lék sinn fyrsta lands­ leik fyrir Argentínu í fyrra og var í HM­hópi Diego Maradona í Suður Afríku síðasta sumar. Hann spilaði að vísu lítið og kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í riðlakeppninni. Hann mun líklega spila stærra hlutverk í Copa America í sumar og skapa færi fyrir heilögu þrenninguna fyrir framan; Lionel Messi, Carlos Tevez og líklega Gonzalo Higuain. abel Hernandez Aldur: 20 ára. Land: Úrúgvæ. Staða: Framherji. Félagslið: Palermo n Abel Hernandez er talinn í hópi efnilegustu leikmanna Úrúgvæ og hefur byrjað feril sinn með landsliðinu glimrandi vel. Tvö mörk í fyrstu fjórum leikjunum bera vott um það. Hernandez er gríðarlega kraftmikill og fljótur sóknarmaður sem leikur með Palermo á Ítalíu rétt eins og Javier Pastore. Þrátt fyrir að vera afar efnilegur verður erfitt fyrir Hernandez að fá sæti í byrjunarliði Úrúgvæ á mótinu í sumar. Fyrir í hópnum eru ekki ómerkari framherjar en Diego Forlán, Edinson Cavani og Luis Suarez. Hernandez mun þó örugglega fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. alexis Sanchez Aldur: 22 ára. Land: Chíle. Staða: Miðju­ maður/framherji. Félagslið: Udinese n Það er á mörkunum að hægt sé að tala um Sanchez sem stjörnu framtíðarinnar þar sem hann hefur nú þegar slegið í gegn, bæði með félagsliði sínu og landsliði. Sanchez var tiltölulega óþekktur fyrir HM í Suður­Afríku í fyrra en frammistaða þessa 22 ára leik­ manns á mótinu var mögnuð. Talið er að stórlið Barcelona sé við það að ganga frá kaupum á honum frá Udinese en fleiri stórlið á borð við Manchester United og Inter hafa sýnt honum mikinn áhuga. Sanchez hefur leikið 37 landsleiki fyrir Chíle þrátt fyrir ungan aldur. Lucas moura Aldur: 18 ára. Land: Brasilía. Staða: Sókn­ djarfur miðjumaður. Félagslið: Sao Paulo n Þessi ungi en smávaxni sókn djarfi miðju­ maður þykir mikið efni og hefur verið orð­ aður við ýmis evrópsk stórlið, meðal annars Liverpool og Juventus. Emerson, fyrrverandi leikmaður Juventus og brasilíska landsliðs­ ins, hefur mikið dálæti á leikmanninum og lét hafa það eftir sér að Juventus ætti frekar að kaupa Lucas en Neymar hjá Santos. Verðmiðinn sem forsvarsmenn Sao Paulo setja á hann er verulegur, eða 70 milljónir punda. Lucas mun örugglega fá tækifæri með Brasilíu í sumar þótt hann verði ekki í lykilhlutverki. Hann hefur spilað þrjá lands­ leiki fyrir Brasilíu en er fastamaður í sterku liði Sao Paulo í Brasilíu. Lykilmaður Lionel Messi er lykillinn að sigri Argentínu í Copa America í sumar. Hann hefur þó aðeins skorað 17 mörk í 56 landsleikjum með Argentínu. Myndir reuterS A-riðill Argentína, Bólivía, Kostaríka og Kólumbía B-riðill Brasilía, Ekvador, Paragvæ og Venesúela C-riðill Chíle, Mexíkó, Perú og Úrúgvæ riðlarnir 2007 Brasilía 2004 Brasilía 2001 Kólumbía 1999 Brasilía 1997 Brasilía 1995 Úrúgvæ fyrri sigurvegarar „Fyrir mig og alla Brasilíumenn er fótboltinn það mikilvægasta. Við höfum farið í gegnum erfitt tímabil þar sem leikmenn hafa forðast að spila fyrir landsliðið. Það verður ekki liðið. Paddypower.com: 1. Argentína 5/6 2. Brasilía 2/1 3. Úrúgvæ 9/1 4. Chíle 12/1 5. Paragvæ 25/1 Betsson.com 1. Argentína 2.00 2. Brasilía 2.90 3. Chíle 10.00 4. Úrúgvæ 10.00 5. Paragvæ 15.00 William Hill: 1. Argentína 1/2 2. Brasilía 7/4 3. Úrúgvæ 9/1 4. Chíle 11/1 5. Paragvæ 16/1 Hvað segja veðbankarnir?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.