Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2011, Side 62
62 | Fólk 24.–26. júní 2011 Helgarblað Ólafur Stefánsson handboltakappi: Hreinsar Hugann í Húsbíl Ólafur Stefánsson fer einu sinni á ári einn í ferðalag til þess að hreinsa hugann. Í ár hefur vakið mikla athygli að hann ætlar að ferðast í húsbíl um landið í heilar þrjár vikur, eins og Pressan hefur sagt frá. Í ferð- inni ætlar hann að lesa þjóðsögur og kynnast betur náttúru lands- ins. Ólafur hefur látið sig varða ís- lenska náttúru og umhverfismál síðustu misseri og tók til dæm- is virkan þátt í karókí sem Björk Guðmundsdóttir skipulagði á síðasta ári til verndar íslenskum auðlindum. Ólafur sagði í viðtali við DV fyrir nokkru síðan að þetta gerði hann til þess að þróa persónuleika sinn og vinna úr því sem gerst hafi og hingað til hefur hann að- eins þurft viku til þess að hreinsa hugann. „Ég á viku á ári fyrir mig og konan á viku fyrir sig. Þá fer ég í annað umhverfi í viku. Vinn úr því sem gerst hefur og hreinsa hugann. Eftir þessar ferðir kem ég ferskur heim. Reyndar held ég að úrvinnsla ætti að vera ríkari þáttur í samfélagi okkar. Þá meina ég að við ættum að fara okkur hægar, vinna frekar betur úr því sem á okkur dynur, gleyma því sem við viljum gleyma en taka með það sem við viljum að geymist. Þannig þróum við persónuleikann.“ „Ég á viku á ári fyrir mig og konan á viku fyrir sig. Þá fer ég í annað um- hverfi í viku. Vinn úr því sem gerst hefur og hreinsa hugann. Ólafur syngur til verndar náttúrunni Nú hyggur Ólafur á ferðalag einn í húsbíl um landið og ætlar að kynnast íslenskri náttúru betur. Kennir Spánverjum friðSamleg mótmæli Hörður Torfason, tónlistarmaður og upphafsmaður búsáhaldabyltingarinnar, er staddur á Spáni þar sem hann miðlar upplýsingum um íslensku mótmælin til Spánverja. Mikil mótmæli hafa nú staðið yfir á Spáni og í mótmælagöngum hefur mátt sjá íslenska fánanum bregða fyrir. Ástæða þess ku vera að Spánverjar hafa litið til Íslands sem fyrirmyndar í mótmælaaðgerðum. Í viðtali á Rás 2 á mánudag sagði Hörður að honum hefði verið boðið til Spánar af mótmælendum þar í landi til að skiptast á hugmyndum og segja frá því sem gerðist hér á landi 2008 og 2009. Aðspurður hvaða boskap hann bæri spænskum mótmælendum sagði Hörður að hann reyndi að gefa þeim von og segja þeim að þetta væri hægt. „Hvert og eitt land á við sitt vandamál að etja og við verðum að skiptast á upp- lýsingum. Allt þarf að vera friðsamlegt, ekkert ofbeldi,“ sagði Hörður. Vignir Svavarsson, handboltakappi í Þýskalandi, er staddur í veiði á Íslandi þessa dagana ásamt nokkrum frétta- mönnum úr 365 fjölmiðlasamsteyp- unni. Samkvæmt heimildum DV hefur ekkert veiðst, en það hefur þó ekki skyggt á gleðina, enda um einstaklega hressan vinahóp að ræða. Meðal frétta- mannanna sem eru með Vigni í för eru Andri Ólafsson, Breki Logason, Símon Örn Birgisson og Valur Grettisson. Handboltakappi í veiði á Íslandi g uðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur og ljóðskáld, mun ganga í það heilaga um helgina. Eiginmaðurinn til- vonandi er Marteinn Thorsson leikstjóri en hann hefur leikstýrt myndum á borð við One Point O og Rokland. Samkvæmt heimildum DV mun brúðkaup Guðrúnar Evu og Mar- teins verða haldið í Flatey á Skjálf- anda. Guðrún Eva er ættuð frá Flatey þar sem afi hennar og amma stund- uðu búskap. Búist er við heljarinnar veislu að athöfnin lokinni en Guðrún Eva og Marteinn hafa boðið um 150 manns í veisluna. Sveitabrúðkaupið mun standa undir nafni þar sem gestir mæta í lopapeysum og boðið verð- ur upp á hefðbundnar íslenskar veit- ingar. Vill ekki gjafir Fyrir fram hamingjuóskum er farið að rigna yfir Guðrúnu Evu á Facebo- ok-síðu hennar og er hún var spurð um gjafaóskir svaraði hún að þetta væri gjafalaust brúðkaup og að vin- irnir væru einu gjafirnar sem þau vildu. Það gæti verið fleira sem Guð- rún Eva og tilvonandi eiginmaður hennar hafa ástæðu til að fagna en vinur Guðrúnar Evu á Facebook ýjar að því á samskiptasíðunni að von sé á erfingja. Margverðlaunaður höfundur Guðrún Eva kom fyrst fram á sjón- arsviðið með smásagnasafninu  Á meðan hann horfir á þig ertu María mey árið 1998, þá aðeins rétt liðlega tvítug. Síðan þá hefur hún sent frá sér fimm skáldsögur og þrjú smásagna- söfn og hafa nokkrar bækur hennar verið þýddar á önnur tungumál. Auk þess hefur hún skrifað heimspeki- legar smásögur fyrir börn, þýtt skáld- sögur og efni í ýmis blöð og bæk- ur. Hún hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og tvisvar til Menningarverðlauna DV, en hún hlaut þau síðarnefndu fyrir skáldsöguna Yosoy árið 2005.  n Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur giftist Marteini Thorssyni leikstjóra í Flatey n 150 gestum boðið í veisluna n Vilja ekki gjafir sannkallað sveitabrúðkaup Gestir mæta í lopapeysum Sveitabrúð- kaupið mun standa undir nafni og munu gestir mæta í lopapeysum og boðið verður upp á hefðbundnar íslenskar veitingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.