Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Side 8
8 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað É g tók þarna myndir þar sem farið var að ryðga inni en svo kom ég nokkrum dögum seinna og þá voru þeir búnir að mála yfir þetta,“ segir Örn- ólfur Hall arkitekt sem mikið hefur skrifað um Hörpu á vef Arkitekta- félags Íslands. Hann hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri raka- og ryðmyndun í glerhjúpi Hörpu. Svo virðist sem áhyggjur Örnólfs hafi verið á rökum reistar því á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru þann 28. júlí síðast- liðinn, má sjá mikla móðu innan á glerinu og hvernig ryðtaumar hafa myndast í stálvirkinu. Örnólfur full- yrðir að málað hafi verið yfir ryðið til að hylja það. Hann lýsir yfir áhyggj- um af slíkum vinnubrögðum. Ryðið smitar út frá sér DV fjallaði um ryð í uppsettu stálvirki á suðurvegg Hörpu í vor en þá sagði Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Hörpu, að ryðið yrði pússað og tekið af og síðan yrði stálvirkið málað. „Þetta er tiltölulega einfalt mál,“ sagði Höskuldur í samtali við DV. Í kjölfar- ið hafði DV samband við verkfræðing sem þekkir vel til í byggingariðnaðin- um. Hann sagði að ef stálvirkið væri ekki hreinsað almennilega áður en glerið væri fest á væri hætta á að ryð og tæring gæti myndast í því. Þá benti hann á að aðstæður til að hreinsa stálvirkið þannig að komast ætti alveg fyrir ryð, fitu, sót og mengun frá bíla- umferð, væru mjög erfiðar á Hafnar- bakkanum. „En það er alltaf hætta á að það komi móða eða leki einhvers staðar og þá er maður náttúrulega svolítið útsettur fyrir því að hafa ekki komist alveg fyrir þetta. Ryð mynd- ast fljótt á venjulegum málmi ef vatn liggur á honum,“ sagði verkfræðingur- inn. Hann benti jafnframt á að ef ryð myndaðist á einum stað væri hætta á að taumar mynduðustt og það smit- aði út frá sér. Engar áhyggjur af raka Þótt það hafi ekki komið Örnólfi á óvart að sjá móðuna innan á gler- hjúpi Hörpu kann það að hafa kom- ið mörgum leikmönnum á óvart, en Ríkharður Kristjánsson, hönnunar- stjóri Hörpu, sagði í viðtali í þættin- um Speglinum, á Rás 2 í maí, að það þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af rakamyndun og ryði í Hörpu. Hann fullyrti að það ryð sem þá var byrjað að myndast í burðarvirkinu kæmi ekki til með að aukast, enda væri húsið hannað þannig að loftræsti- stokkar blési þurru lofti á milli glerj- anna og héldi þannig útveggjunum þurrum. Ekki náðist í Ríkharð Krist- jánsson við gerð þessarar fréttar. n Raka- og ryðmyndun er innan á gleri og stálvirki Hörpu n Örnólfur Hall tók eftir að búið var að mála yfir ryðtaumana n Hönnunarstjórinn sagði enga hættu á ryði eða raka Raki og ryð innan á glerhjúpi Hörpu „Ryð myndast fljótt á venjulegum málmi ef á honum liggur vatn. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Engar áhyggjur Ríkharður Kristjánsson, hönnunarstjóri Hörpu, hefur sagt að hvorki þurfi að hafa áhyggjur af raka né ryði í Hörpu. Ryðtaumar Hér sést hvernig ryð hefur myndast á stálvirkinu. Ljósmyndar- inn fullyrðir að málað hafi verið yfir það til að hylja. myndiR ÖRnólfuR Hall Ársreikningur n1: Tapið nam 12 milljörðum Tap olíufélagsins N1 nam tæplega tólf milljörðum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtæk- isins sem birtur hefur verið. Árið 2009 nam hagnaður N1 rúmlega 277 milljónum króna. Þá var eigið fé félagsins neikvætt um 5,2 milljarða króna samanborið við að það var jákvætt um rúmlega 6,6 milljarða árið 2009. Síðari hluti ársins hefur augljós- lega verið afar slæmur hjá olíufélag- inu því fyrstu sex mánuði ársins nam tap þess 191 milljón króna.  Eignir lækkuðu að virði um marga milljarða milli ára en þær voru 25,9 milljarðar króna í upphafi síðasta árs en voru 16,9 milljarðar í lok þess. Munar þar um að við- skiptavild félagsins var færð niður um 4,5 milljarða króna. Eins og greint hefur verið frá náð- ist samkomulag um það fyrr á þessu ári að kröfuhafar N1 myndu taka fé- lagið yfir og að hlutafé fyrri eigenda hefði verið afskrifað. Stór hluti taps N1 er útskýrður í ársreikningnum með kostnaði vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar sem hljóðaði upp á tæpa sex milljarða króna. Sú upphæð var sérstaklega gjaldfærð í rekstrarreikningi og útskýrir því tæp- lega helming af tapi N1. Í ársreikningi N1 má einnig sjá að forstjórinn, Hermann Guðmunds- son, var með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Áhyggjur af Baldri Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum á yfirvofandi fjar- veru og niðurfellingu ferða ferjunnar Baldurs í september og fram í októ- ber næstkomandi. Á þeim tíma mun Baldur leysa Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. „Baldur skiptir höfuðmáli varð- andi fólks-, afurða- og hráefnis- flutninga til og frá sunnanverðum Vestfjörðum. Það er því fyrirséð að þungaflutningar til og frá Vest- fjörðum munu aukast á vegunum til mikilla muna á þeim tíma,“ segir í bókun frá fundi bæjarráðs Vestur- byggðar á miðvikudag. Þar kemur einnig fram að bæjarráð óski eftir viðbragðsáætlun frá Vegagerðinni sem varðar fyrirkomulag á vöru- og fólksflutningum á meðan Baldur sinnir verkefnum Herjólfs nú á haustdögum, enda sé allra veðra von á þessum árstíma. Þannig geti viðkvæmir vegir orðið að aur og drullu í einu vetfangi í rign- ingum eins og eru jafnan á þessum árstíma. „Tryggingastofnun er velferðarstofn- un og við reynum að koma til móts við fólk alveg eins og við getum,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar. Talsvert hefur borið á í umræðunni að und- anförnu að Tryggingastofnun taki ekki tillit til séraðstæðna þeirra sem reiða sig á örorku- eða ellilífeyris- bætur. Í vikunni skrifaði Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem glímir við eitlakrabba- mein, bloggfærslu um raunir sínar en hún sagði Tryggingastofnun hafa sent sér „djöfullegt bréf“ í formi end- urkröfu um nokkur hundruð þús- undir króna. Rakel Sara hefur fengið mikla samúð síðan ef marka má um- ræður á veraldarvefnum. Sigríður Lillý segir að því miður geti svona komið upp á. „Það er nú bara þannig að þegar allar greiðslur liggja fyrir og endanleg skattframtöl, þá þurfum við að fara yfir hvort ein- staklingar hafi fengið allar greiðslur sem hann á rétt á – eða hvort hann hafi fengið of mikið. Í ár var til að mynda mikið um að einstaklingar áttu inni vangreiddar bætur en svo voru auðvitað einhverjir sem höfðu fengið of mikið greitt fyrir árið 2010.“ Sigríður Lillý segir það afar mik- ilvægt að bótaþegar komi réttum upplýsingum um tekjur og aðrar greiðslur til skila á réttum tíma, svo slíkar leiðréttingar megi forðast. „Við störfum einfaldlega samkvæmt lögum og ef það liggja ekki fyrir réttar upplýsingar þá getur fólk lent í þessu, fengið of mikið eða of lítið, hálfu ári seinna.“ En hvernig kemur Trygginga- stofnun þá til móts við einstaklinga sem fá endurkröfur? „Við bjóðum alltaf upp á samninga og megin- reglan er sú að endurgreiðslan er greidd á heilu ári. Þá er reynt að skuldajafna miðað við þær greiðslur sem viðkomandi fær á árinu en að- eins að ákveðnu marki. Við skulda- jöfnum aldrei þannig að viðkomandi haldi engu eftir. Sé krafan síðan svo há, eða aðstæður fólks svo bágar, að erfitt reynist að endurgreiða á einu ári eru aðrar lausnir í boði.“ bjorn@dv.is Mikilvægt að bótaþegar komi réttum upplýsingum til skila: „Reynum að koma til móts við fólk“ Tryggingastofnun Um mánaðamótin þurfti Tryggingastofnun að senda 40 þúsund bréf um leiðréttingar á bótagreiðslum. málið sent til ríkissaksóknara Rannsókn lögreglunnar á mann- drápi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg er lokið. Maður um fertugt er nú í haldi lögreglu sakaður um að hafa stungið annan mann í háls- inn svo að hann hlaut lífshættu- lega áverka. Fórnarlambið lést af sárum sínum tveimur vikum eftir árásina. Mönnunum hafði sinnast fyrr um kvöldið. Árásin var gerð rétt fyrir miðnætti þann 15. júlí síð- astliðinn. Málið hefur verið sent til ákæruvaldsins. RÚV greindi frá þessu á fimmtudagskvöld. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.