Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2011, Síða 16
M álefni sparisjóðanna hafa farið hátt í um- ræðunni undanfarið. Þá helst aðkoma ríkis- ins að Sparisjóði Kefla- víkur (SpKef ) og Byr. Minna hefur hins vegar verið rætt um aðkomu ríkisins að rekstri fimm minni sparisjóða. Þannig lagði ríkið til rúmlega tvo milljarða króna í stofnfjárframlag til Sparisjóðs Svarfdæla, Sparisjóðs Vestmanna- eyja, Sparisjóðs Bolungarvíkur, Sparisjóðs Norðfjarðar og Spari- sjóðs Þórshafnar og nágrennis. Hjá umræddum sjóðum starfa um 75 starfsmenn. Má því segja að það hafi kostað ríkið um 27 milljónir króna að bjarga hverju starfi hjá þessum fimm sparisjóðum sem allir eru starfandi á landsbyggð- inni og reka þar 15 útibú. Í neyðarlögunum var sparisjóð- um heimilað að fá því sem svaraði 20 prósentum af stofnfjárframlagi frá ríkinu sem umræddir spari- sjóðir nýttu sér. Þessir sjóðir voru á meðal margra sparisjóða sem ósk- uðu eftir aðstoð vorið 2009. Staða þeirra var þó mun verri en ætlað var og því þurfti að leggja þeim til mun meira fjármagn. Eftirlits- stofnun EFTA gaf síðan samþykki sitt fyrir umræddri endurskipu- lagningu sparisjóðanna í lok síð- asta árs. Seðlabankinn breytti kröfum í stofnfjárframlag Stofnfjárframlag ríkisins til um- ræddra sparisjóða var meðal ann- ars veitt með því að breyta kröf- um Seðlabankans á hendur þeim í eigið fé og víkjandi lán. Eignað- ist Seðlabankinn kröfur á hend- ur umræddum sjóðum eftir fall Sparisjóðabankans (Icebank). Eins og kunnugt er tapaði Seðlabankinn 150 milljörðum króna vegna endurhverfra við- skipta við Icebank. Er Seðlabank- inn stærsti kröfuhafi Icebank en krafa bankans hljóðar upp á 195 milljarða króna en heildarkröfur í búið nema nærri 370 milljörðum króna. Sparisjóður Vestmannaeyja fór með 5,3 prósenta hlut í Ice- bank, Sparisjóður Bolungarvíkur 4,6 prósenta hlut og Sparisjóður Svarfdæla 3 prósenta hlut. Gjald- þrot Icebank hafði því mikil áhrif á umrædda sjóði. Seðlabankinn átti kröfur á um- rædda fimm sparisjóði upp á 8,3 milljarða króna. Þurfti Seðla- bankinn að færa niður kröfur sín- ar á hendur þeim um 4,6 millj- arða króna. Til fullnustu krafna fékk Seðlabankinn 1.735 milljónir króna í stofnfjárbréfum, sem er sá hluti sem ríkið fer með í dag, 450 milljónir króna voru veittar í víkj- andi lán, um 1.200 milljónir króna voru veittar í samningsbundin lán og 600 milljónir fengust í reiðufé. Milestone-menn sáu um endurskipulagningu Það vakti athygli á sínum tíma að ráðgjafarfyrirtækið Möttull ehf. var fengið til þess að aðstoða fjár- málaráðuneytið við endurskipu- lagningu sjóðanna. Eigendur Mött- uls voru þeir Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, Arnar Guðmundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Milestone, og Jó- hannes Sigurðsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Milestone. Guð- mundur Ólason er einn þeirra sem sérstakur saksóknari hefur kallað í skýrslutöku vegna rannsóknar á tryggingafélaginu Sjóvá-Almenn- um en ríkið hefur einmitt einnig verið gagnrýnt fyrir aðkomu sína að því. Möttull sameinaðist Sögu Fjár- festingarbanka í fyrra en þar starfa umræddir fyrrverandi starfsmenn Milestone í dag. Möttull virðist hafa þénað vel á ráðgjöf sinni árið 2009. Það ár hafði félagið um 60 milljónir króna í tekjur fyrir ráðgjöf og hagn- aðist um nærri 30 milljónir króna. Umdeild björgun Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun ríkisins að koma um- ræddum fimm sparisjóðum til bjargar. Sparisjóður Svarfdæla er þó sá sjóður sem mest hefur ver- ið í umræðunni. Sjóðurinn tap- aði miklu á falli Exista, en sá hlut- ur var metinn á um þrjá milljarða króna sumarið 2007 þegar úrvals- vísitalan náði 9.000 stigum. Spari- sjóður Svarfdæla átti sjö prósenta hlut í Kistu sem fór með 7,2 pró- 16 | Fréttir 12.–14. ágúst 2011 Helgarblað Tveir milljarðar til að bjarga 75 störfum „ Í Norðausturkjör- dæmi, þar sem Steingrímur er 1. þing- maður, eru átta af fimm- tán útibúum sem þessir fimm sparisjóðir reka. Lokun þeirra hefði því lík- lega lagst mjög illa í kjós- endur í kjördæmi hans. n Ríkið lagði fram tvo milljarða til að bjarga fimm sparisjóðum á landsbyggðinni n Sparisjóður Svarfdæla tapaði miklu á falli Exista og Icebank n Reka fimmtán útibú, átta þeirra eru í kjördæmi fjármálaráðherra Átta útibú í kjördæmi Steingríms Það hefði komið sér illa fyrir Steingrím J. Sigfússon ef umræddum fimm sparisjóðum hefði ekki verið bjargað. Átta af fimmtán útibúum þeirra eru í Norðaustur-kjördæmi, þar sem Steingrímur er 1. þingmaður. Mynd SIgtRyggUR ARI tapaði miklu á falli Exista Sparisjóður Svarfdæla, sem er einn þeirra sjóða sem ríkið bjargaði, átti hlut í Exista sem metinn var á þrjá milljarða króna í júlí árið 2007. Sá hlutur tapaðist nánast að fullu við bankahrunið. Annas Sigmundsson as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.